Pressan - 28.01.1993, Qupperneq 27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. JANÚAR 1993
B f Ó
27
POPP VEITINGAHÚS
B A R I R
ÚR SVEIFLU I
ROKKSVEIFLU
Júpíters heíja sig til flugs
Það hefur bæði lítið heyrst og
frést af stórsveitinni Júpíters að
undanförnu, utan þess er hún
sletti ærlega úr klaufunum á ára-
mótadansleik í Tunglinu. Þar
sýndu þeir félagar og sönnuðu að
hljómsveitin er síður en svo dauð
úr öllum æðum. „Við tókum okk-
ur eins og hálfs mánaðar pásu í
haust en höfum æft allt að þrisvar í
viku frá í desember. Um helgina
byrjum við svo að spila á fullu og
verðum líklega að langt frameffir
sumri,“ segir Jón skuggi, bassa-
leikari Júpíters, sem spila á Hressó
um helgina.
Má merkja einhverjar breyt-
ingar áykkur eftir pásuna?
„Þetta verður byggt á sama
kraftinum og áður, en við komum
til með að vera örlitlu rokkaðri.
Okkur finnst bara gaman að
breyta til; spila fleira en sömbur.“
Segja má að hljómsveitin Júpít-
ers hafi verið stofnuð af fjórum
saxófónleikurum á AA-fundi fyrir
nokkrum árum. Þeir uppþurrk-
uðu bættu þó fljótlega við sig
trompetleikara og fóru að spila í
galleríum. Síðan er mikið vatn
runnið til sjávar, því fjölmargir
liprir tónlistarmenn — ýmist tón-
listar- eða sjálfmenntaðir — hafa
bæst í hópinn. „Það má segja að
núverandi mynd hafi komist á
hljómsveitina fyrir tveimur árum.
I dag er hún ýmist skipuð tólf eða
fjórtán hljóðfæraleikurum frá 18
til 54 ára. Það eru mildl tengsl inn-
an hljómsveitarinnar en engin
blóðtengsl. Þetta er eins og einn
stór ættbáfkur.“
Júpíters skipa nú þeir Halldór
Lárusson trommuleikari, Sölvi
Blöndal er nýr slagverksleikari
með hljómsveitinni, Jón Skuggi
spilar sem fyrr á bassann, gítar-
leikarar eru þeir Steingrímur E.
Guðmundsson og Kristinn Árna-
son, á Hammondorgelinu er
Hörður Bragason, Rúnar Gunn-
arsson spilar á barítónsaxófón,
Þorgeir Kjartansson á tenórsax-
ófón og Eiríkur Stephensen á alt-
saxófón, Einar Jónsson er básúnu-
leikari og þeir Örn lubbi og Hjalti
Jónsson blása í trompetinn, ekki
þó þann sama.
Á síðasta ári spilaði Sigtryggur
sykurmoli með Júpíters en að sögn
hefúr hann ekki borið sitt barr eftir
að Bogomil Font yfirtók hann.
Semma sumars kom út fyrsta
plata Júpíters, sem þeir nefndu
einfaldlega Tjatjatja. Hún vakti
verðskuldaða athygli og varð að
sönnu sveifla sumarsins.
Er ný plata vœtanleg?
„Já, fíklega, en það er allt á
vinnslustigi ennþá. Við eigum efhi
á að minnsta kosti tvær aðrar plöt-
ur og getum því valið það besta úr.
Ef hún kemur út verður það á
þessu ári.“
Þegar er búið að bóka hljóm-
sveitina á Tvo vini þann 20. febrú-
ar, Púfsinn verður einnig sóttur
heim sem og fjölmörg sveitasetur
úti á landi.
„Ég var úti að labba áðan. Það
var komið vor í loftið. Ég er viss
um að það er eitthvað að gerast.
Við verðum örugglega áberandi á
þessu ári.“
Þetta voru lokaorð Jóns Skugga.
BARIR
• Sú var tíðin að sérstakt orð
fór af íslenskum stúdentum
fyrir að vera ölkærir í meira
lagi. I íslenzkri fyndni var
þáttur stúdenta eigi lítiil og
ávallt þegar þá og afrek
þeirra bar á góma var Bakkus
vinur með í för. (sjálfu sér er
þetta ekkert séríslenskt fyrir-
bæri. Um gervalla Evrópu
hafa stúdentar haft á sér orð
fyrir slark. Þannig á það vita-
skuld að vera, gaudeamus ig-
itur og það allt. Og um aldir
gekk þetta eftir. í Skálholti
drukku sveinar og biskup
þusaði. I Latínuskólanum sat
rektor ávallt á friðarstóli þar
til hann fór að fetta fingur út í
bindindi skólasveina eða öllu
heldur vöntun á því. En hver
er raunin í dag? Jújú, stúdent-
ar drekka, en þeir fara bara
voða fínt með það. Uppá-
klæddir fara þeir á staði eins
og Glaumbar og Casablanca,
sem út af fyrir sig er ekki
hægt að setja út á. Fram-
kvæmd vínhneigðarinnar
tengist veru þeirra í Háskól-
anum bara ekki neitt og fyrir
vikið er maður alveg hættur
að heyra um dýónísosk afrek
stúdenta. Það, sem hefur
breyst, er að háskólanám er
orðið svo algengt, að allt hjal
um menntaelítu verður út í
hött að nokkrum árum liðn-
um. Þetta fólk verður ekki
lengurflokkað sem stúdentar
sérstaklega heldur bara sem
fólk á þrítugsaldri. Hugtakið
„stúdent" gefur bara til
kynna dagvist í menntaskóla
en ekki að viðkomandi til-
heyri einhverri stétt. Nema
náttúrulega þegar hin hrín-
andi dekurbörn í HÍ grenja
um sameiginleg hagsmuna-
mál eins og alltof lág náms-
lán og alltof fá bílastæði.
Greinilegust er þessi upp-
lausn menntastéttarinnar í
þeim auma og yfirgefna bar
Stúdentakjallaranum. Sá
staður hefur allt við sig, sem
ætti að tryggja blómstrandi
drykkjuskap. Þar er ódýrasta
áfengi í bænum (þó sortirnar
séu sárafáar), hann er eins ná-
lægt háskólanum og hugsast
getur, hann er vel settur
gagnvart samgöngum og er
rekinn af blóma viðskipta-
fræðinema þjóðarinnar. Samt
er aðsóknin ekki meiri en i
meðalgrafhýsi. Stúdentarnir
koma einfaldlega ekki. Há-
skólarektor og forystusauðir
stúdenta geta sparað sér
heitstrengingar um að þeir
muni verja háskólasamfélag-
iðfram í rauðan dauðann, því
það er ekkert að verja.
Drykkjumaður PRESSUNNAR
kemur þeirri ábendingu hér
með til forstöðumanna Stúd-
entakjallarans að þeir breyti
nafninu í „Fallistakjallarann"
og rói fremur á þau fengsælu
mið. ★
Miklu betri kaup í stáltunnubjór
Mikil eftirspurn er í ríkinu eftir
svokölluðum stáltunnubjór. Alls
fást nú af honum sjö mismunandi
tegundir sem eingöngu eru af-
greiddar í áfengisversluninni á
Stuðlahálsi 2. Bjórinn sem fæst í
tunnunum er Löwenbráu, Viking
bjór, Pripps, Egils gull og dökkur,
Becks og Bitburger og fæst ýmist í
nítján, þrjátíu eða fimmtíu lítra
kútum. Dælurnar, sem þarf til að
koma bjórnum upp úr kútunum
og væntanlega ofan í bjórunnend-
ur, verður hins vegar að nálgast
hjá umboðsaðilum, sem eru Gos-
an og Viking brugg fyrir Löwen-
bráu og Viking-bjórinn, Vífilfell
fyrir Pripps, Egill Skallagrímsson
fyrir Egils-bjórinn, Bræðurnir
Ormsson eru umboðsaðilar Becks
og Þorsteinn Halldórsson hefur
umboð fyrir Bitburger. Eftir-
spurnin er orðin það mikil að þeir
sem ætla til dæmis að hafa eins og
eina eða fleiri slíkar tunnur í af-
mælisboðinu verða að hafa nokk-
urn fyrirvara á að næla sér í dælu
— væntanlega dugir ein!
Þá eru það einnig góð kaup að
fá sér kút til einkaneyslu, hlutfalls-
lega miklu betri kaup en í flöskum
eða dósum. Eins og sjá má á list-
anum kostar lítrinn, sem er á við
þrjár bjórflöskur, frá 278 krónum
upp í 405 krónur, sem samsvarar
því að hver 33 cl bjórflaska kosti
frá 92 krónum upp í 135 krónur.
Ekkert þarf að borga fyrir leigu á
kútum og dælum en þeim ber að
skila aftur í áfengisverslunina eða
til umboðsaðila.
Tegundir Lítrar Verb Alk. innih. Verb pr. 1.
Löwenbrau 30 10,990.- 5.0% 366,-
Viking bjór 30 10,990.- 5,0% 366.-
Pripps 30 8,340.- 4,4% 278.-
Egils gull 19 6,870.- 5,0% 361,
\ Egils dökkur 19 7,700.- 5,0% 405,
\ Becks 50 17,700.- 5,0% 344,
\ Bitburger 50 18,940.- 4,6% 379,
Passenger 57 ★★ Wesley
Snipes starir, spyrnir og
sparkar sig í gegnum rullu
hryðjuverkasérfræðings. Sum
hasaratriðin eru góð.
Lífvörðurinn The Bodyguard
★ Ef strákarnir gætu ekki
horft á Whitney Houston og
stelpurnar á Costner mundu
sjálfsagt allir sofna. Þetta er
ékki góð mynd.
Aleinn heima 2 - Týndur í I
New York Home Alone 2 ■
Lost in New York ★★★★
Frábær skemmtun.
Paradise ★★ Hugljúf mynd
með hjónakornunum Don
og Melanie.
Jólasaga Prúðuleikaranna
The Muppet Christmas Carol
★★★
Fríða og dýrið The Beauty
and the Beast ★★★
Lífvörðurinn The Bodyguard
★
Systragervi Sister Act ★★
Eilífðardrykkurinn Death
Becomes Her ic-k
Aleinn heima 2 - Týndur í I
New York Home Alone 2 ■
Lost in New York ★★★★
Burknagil, síðasti regn-
skógurinn ★★
H ASKOLABIO
Raddir í myrkri Wispers in
the Dark ★★ Sálfræðing
grunar að hún deili elskhuga
með sjúklingi sínum sem lýsir
hálftrylltum kynlífsleikjum
sínum og ástmannsins á
bekknum hjá sála.
Forboðin spor Strictly
Ballroom ★★★ Góð
skemmtun fyrir unglinga og
þá sem enn hafa minnstu trú
á sakleysislegri ást.
Karlakórinn Hekla ★ Mynd
eftir handriti sem hefði að
ósekju mátt vera lengur í j
vinnslu.
Howard’s End ★★★★ Frá-
bær mynd. Sigur fyrir leik-
stjórann Ivory, handritshöf-
undinn Jhabvala og framleið-
andann Merchant.
Dýragrafreiturinn 2 Pet Se-
matary Two ★ Hryllingur.
Hákon Hákonsen ★★
Boomerang ★
Svo á jörðu sem á himni
★ ★★
LAUGARÁSBÍÓ
Krakkar í kuldanum Frosen
Assets ®Ófyndin.
Nemo litli ★★★ Ævintýri
eins og þau gerast best í
tölvuleikjunum.
Eilífðardrykkurinn Death
Becomes Hcr ★★
Tálbeitan Deep Cover ★★
REGNBOGINN
Síðasti móhíkaninn The
Last of the Mohicans ★★★
Daniel Day Lewis er rosaflott-
ur.
Miðjarðarhafið Mediterr-
aneo ★★★
Tommi og Jenni ★★★
Á réttri bylgjulengd Stay |
Tuned ★
Leikmaðurinn The Player |
★★★★
Sódóma Reykjavík ★★★
Prinsessan og durtarnir
★★★
Heiðursmenn A Few Cood |
Men ★★★ Fagmannlega
gert réttardrama. Tom Cruise
frábæran leik og skyggir
meira að segja á Nicholson,
sem fer í gegnum myndina á
sama sjálfumglaða sjarman-
um og hann hefur beitt fyrir
sig undanfarin ár.
Meðleigjandi óskast Single
White Female irk-k Spenn-
andi, eilítið smart og ágæt-
lega óhugnanleg.
Bitur máni Bitter Moon
★★★
Börn náttúrunnar ★★★
SOGUBIO
Passenger57 ★★
Svikarefir Midniglit Sting
★ ★
Aleinn heima 2 - Týndur í
New York Home Alotte 2 -
Lost in New York ★★★★
Jólasaga Prúðuleikaranna
The Muppet Christmas Carol
★ ★★
KÞA/l/93