Pressan - 28.01.1993, Page 30

Pressan - 28.01.1993, Page 30
i 4. tbl 4. árgangur Japanskur auðjöfur TELUR ÞÚ AÐ BLAÐAMENN GULU PRESSUNNAR SÉU UNDIR MEÐALLAGI í GREIND? GERIR TILBOÐ I ÞINGVELLI Eins og ástandið er í efnahagsmálunum verðum við að ígrunda þetta tilboð rækilega, - segir Davíð Oddsson. Tókýó-Reykjavík, 28. janúar. Japanski auðjöfurinn Jokio Torohido hefur gert íslensku ríldsstjórninni kauptilboð í Þingvelli. Samkvæmt heimild- um GULU PRESSUNNAR býðst Torohido til þess að greiða um 23 milljarða ís- lenskra króna fyrir Almanna- gjá, farveg öxarár og vellina fyrir neðan Lögberg og borga auk þess flutninginn til Japans. „Því miður er staðan sú að við höfúm ekki efni á að hafna þessu tilboði án verulegrar ígrundunar," segir Davíð Oddsson forsætisráð- herra. „23 milljarðar kæmu sér af- skaplega vel í dag og næðu næst- um að borga upp þær erlendu skuldir ríkissjóðs sem hlaðist hafa upp vegna óráðsíu fyrri ríkis- stjórna." Þótt undarlegt kunni að virðast hafa þessar hugmyndir einnig hlotið hljómgrunn meðal stjórn- arandstæðinga. „Ég sé ekki að það skipti máli hverjir eiga Þingvelli," segir Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknar. „Við höfum tapað fúllveldinu til Brussel og mín vegna mega útlendingarnir líka hirða Þingvelli.“ Auðvitað þykir okkur öllum vænt um Þingvelli og þá sögu sem þeir geyma. En á það ber að llta að sagan hverfur ekki þótt við seljum landslagið, - segir Davíð. 25 ára kona í Hlíðunum AUGLÝSTILÍTIÐ NOTAÐAN EIGIN- MANN í SMÁAUG- LÝSINGUM Fékk svör frá 203 konum sem gátu vel hugsað sér að prófa. „Þetta sýnir vel auglýsingamátt GULU PRESSUNNAR,“ segir Kristinn Hjalta- son, nýráðinn auglýsingastjóri. Reykjavík, 28. janúar. Gyða Lárusdóttir, 25 ára bókhaldari í Hlíðunum, aug- lýsti eiginmann sinn í smáaug- lýsingum GULU PRESSUNN- AR fyrir skömmu og fékk ótrú- Gyða Lárusdóttir auglýsti lítið notaðan eiginmann í smáaug- lýsingum GULU PRESSUNNAR og fékk góð viðbrögð. lega góð viðbrögð; 203 konur hringdu eða skrifuðu og buð- ust til að taka við eiginmanni hennar, Bárði Halldórssyni. f auglýsingunni sagði Gyða að Bárður væri blíður og góður eigin- maður, með góðar tekjur, þoldca- lega vel ættaður og myndarlegur vel. Hún sagði hann kjörinn eigin- mann fyrir konur sem vildu dvelja mikið heima og hafa það rólegt. „Bárður er ágætismaður en ég get bara ekki hugsað mér að eyða því sem eftir er ævinnar með hon- um,“ segðir Gyða. „Ég vil hafa dá- lítið fútt í lífinu en Bárður hefur einfaldlega ekki drift í sér til að gera skemmtilega hluti.“ Gyða segir að hún hafi ákveðið að auglýsa hann frekar en skilja við hann vegna þess að henni sé enn mjög hlýtt til hans. „Ég veit að ef ég hefði heimtað skilnað hefði hann brotnað sam- an. Og hann hefði aldrei haft burði til að ná sér í nýja konu. Svo mikið veit ég.“ Gísli Jónsson má ekki vera úti að leika sér við önnur börn þeg- ar rignir. Ástæðan er sú að hann ryðgar eftir að hann át úr heilu glasi af járntöflum. Drengur á Seltjarnarnesi RYÐGARí RIGNINGU Talið er að ástæðan sé óhófleg neysla á járntöflum. 31% Lesendakönnun GULU PRESSUNNAR Heldurðu að blaðamenn GULU PRESSUNNAR séu undir meðallagi í greind? Aðeins 23 prósent sammála en 46 prósent ósammála. Samkvæmt skoðanakönnun GULU PRESSUNNAR meðal les- enda, sem birt hefur verið úr á undanförnum vikum, telja 46 prósent lesenda að blaðamenn blaðsins séu ekki undir meðal- greind. 15 prósent sögðust vera því mjög ósammála að blaða- mennirnir væru undir meðal- greind og 31 prósent sagðist vera því ffekar ósammála. 17 prósent lesenda sögðust hins vegar vera mjög sammála fúllyrðingunni og 6 prósent ffekar sammála. 21 prósent lesenda gat síðan ekki gert upp hug sinn. „Ég tel þetta mjög góða niður- stöðu,“ segir Finnur Erlingsson, nýráðinn markaðsstjóri GULU PRESSUNNAR. „Þótt 23 prósent lesenda telji blaðamennina undir meðalgreind þá vita allir að um fjórðungur fólks telur sig vita alla hluti og lítur niður á samferða- menn sína. Þessi 23 prósent segja því meira um viðkomandi en um blaðamennina. Að minnsta kosti hafa þeir blaðamenn sem ég hef rekist á þessa fyrstu viku verið ágætir.“ Halldór Blöndal land- búnaðarráðherra kominn úr hálfsmán- aðardvöl í Jórdaníu „ÉG FÉKK MARGAR GÓÐAR HUG- MYNDIR í FERÐINNIU Það er til dæmis hugsanlegt að úlfaldar gætu reynst olckur vel hér í snjónum, enda eru þetta háfættar skepnur, - segir Halldór. Halldór segist gera ráð fyrir að fara til Suður-Ameríku fljótlega. „Þótt ég hafi enga vissu fyrir því þá hef ég það sterklega á til- finningunni að þar sé ýmislegt skemmtilegt að skoða." Við í Verkamannasamband- inu viljum fylgjast með. Ann- ars drögumst við afturúr, - segir Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasam- bandsins. Verkamanna- sambandinu breytt í hlutafélag Teljum rétt að bregðast með þessum hætti við breytingu Sambandsins og SÍF í hlutafélög, - seg- ir Björn Grétar Sveins- son. 68 55 L.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.