Pressan - 16.06.1993, Síða 9

Pressan - 16.06.1993, Síða 9
F R E TT I R Miðvikudagurinn 16. júní 1993 PRESSAN 9 Forsaga „byssumálsins" í Ólafsvfk er löng og hafa landlæknisembættið, heilbrigðisróðuneytið og ríkisendurskoðun haft afskipti af málinu Sá sem sagði til læknisins hrakinn burl Nýlegur atburður í Ólafs- vík, þegar lögregla staðarins þurfti að handtaka yfirlækni heilsugæslustöðvar Ólafsvíkur á götum úti eftir að hann í áfengisvímu haíði hótað fólki með haglabyssu, er lokakafii langrar og einkennilegrar sögu. Þegar fyrrgreindur atburð- ur átti sér stað höfðu staðið harðvítugar deilur vegna mál- efna heilsugæslustöðvarinnar og ástands yfirlæknisins í rúmt ár með afskiptum land- læknisembættisins, heilbrigð- isráðuneytisins og ríkisendur- skoðunar. PRESSAN hefúr heimildir fyrir því að í apríl 1992 hafi landlæknisembættið fengið í hendur langa greinargerð frá öðrum lækni við heilsugæslu- stöðina í Ólafsvík þar sem hann, samkvæmt læknaeiði, skýrir frá því í löngu rök- studdu máli að landlæknis- embættið þurfi að hafa af- skipti af heilsufari Sigurðar Baldurssonar, yfirlæknis við Heilsugæslustöðina í Ólafsvik. Áður mun viðkomandi lækn- ir með óformlegum hætti hafa vakið athygli landlæknisemb- ættisins á veikindum yfir- læknisins, en læknum er uppálagt að tilkynna ef þeim þykir veikindi kollega sinna koma í veg fýrir að þeir geti sinnt læknisverkum með eðli- legum hætti. Læknirinn, Guð- mundur Karl Snæbjörnsson, hefúr staðfest tilvist þessarar greinargerðar, en hafnaði því að öðru leyti að tjá sig um málið. GUÐMUNDUR KARL SNÆ- BJÖRNSSON Telur sig hafa veriö hrakinn í burtu og hygg- ur á málaferli. Læknar áöur haft af- skipti af Sigurði Áður höfðu læknar haft af- skipti af áfengisvandamálum Sigurðar, sem löngum voru þekkt í Ólafsvík, og hefúr blaðið fengið staðfest að fyrr- verandi læknir í Ólafsvík hafi hlutast til um að Sigurður leit- aði sér lækningar, sem hann gerði á sínum tima. Svo virð- ist sem allt hafi horfið í samt far efúr að meðferð lauk. Framferði yfirlæknisins var þekkt meðal bæjarbúa, en þess voru dæmi að hann hefði sinnt læknisstörfum undir áhrifum áfengis án þess þó að nokkur þekkt tilvik væru um að það hefði valdið tjóni. Einnig er staðfest tilfelli um að yfirlæknirinn hafi hótað sjálf- um sér og öðrum skaða með áðurnefndri haglabyssu. Þegar alls þessa er gætt hljóta viðbrögð og af- skiptaleysi landlæknis- embættisins að vekja athygli. Ólafur Ólafs- son landlæknir stað- festi að embættið hefði haft afskipti af málinu, en neitaði að tjá sig um það að öðru leyti. Málaferli í upp- siglingu Þegar málið var orðið opinbert hóf stjórn heilsugæslu- stöðvarinnar í Ólafsvík af- skipti af málinu, sem bæj- arbúar t e 1 j a SIGURÐUR BALDURSSON Yfirlæknir viö heilsugæslustöö Ólafsvíkur. lituð af pólitík meðal annars. Svo er mál með vexti að Guð- mundur Karl hafði verið nokkuð fyrirferðarmikill í bæjarpólitík á lista óháðra borgara með alþýðuflokks- mönnum. Einnig var hann einn stofnenda og stjórnarfor- maður Fiskmarkaðar Snæ- fellsness, sem nokkur hiti var um. Svo virðist sem stjórn heilsugæslustöðvarinnar hafi tekið þann pól í hæðina að meta deiluna svo að um væri að ræða samstarfsörðugleika milli lækna. Mun þessi umsnúningur á málinu hafa komið til eftir að Matthías Halldórsson aðstoð- arlandlæknir tilkynnti Sigurði um kvörtunina símleiðis. Þá kallaði Sigurður stjóm heilsu- gæslustöðvarinnar á sinn fund, sem skrifaði undir bréf þar sem vottað var að um langvarandi samskiptaerfið- leika væri að ræða. Lyktir þeirra mála urðu þær að Guð- mundur Karl sá sér ekki ann- ars úrkosta en fá launalaust leyfi frá og með síðustu ára- mótum. Hyggur hann nú á málsókn vegna meintra brota gagnvart sér og fjárhagstjóns í kjölfarið. Nýtur hann fullting- is Læknafélags fslands í mál- inu. Hefúr læknafélagið meðal annars auglýst í Læknablaðinu að allir þeir sem hyggist sækja um stöðu Guðmundar Karls snúi sér til læknafélagsins. Töldu aö kæran hefði verið dredin til baka Eins og áður segir kom til kasta landlæknisembættisins í apríl eftir ábendingar Guð- mundar Karls. í framhaldi af því ræddi Matthías Halldórs- son aðstoðarlandlæknir við Sigurð. Var gert samkomulag við hann um hvernig tekið yrði á málinu, en að öðru leyti taldi landlæknisembættið af- skiptum sínum lokið. Ekki verður séð að Sigurður fái á þessu stigi neina áminningu og samkvæmt heimildum úr Ólafsvík virðist fljótlega allt hafa farið í sama horfið með áfengisdrykkju hans. Einhverra hluta vegna virð- ist landlæknir hafa litið svo á að Gumundur Karl hefði dregið kæru sína til baka, en eftir því sem komist verður næst var málum alls ekki þannig háttað. Málið var því aldrei rannsakað með eðlileg- um hætti. Ríkisendurskoðun kölluð til f beinu framhaldi af afskipt- um landlæknis af málinu óskaði stjórn heilsugæslu- stöðvarinnar í Ólafsvík eftir því við heilbrigðisráðuneytið að athugað yrði bókhald og Alexander Stefánsson, formaður sljornar heilsugæslustöðvar Ólafsvíkur II maður sem hefur vel I starfl „Þetta voru samskiptaörð- ugleikar sem eru löngu út- ræddir,“ sagði Alexander Stefánsson, formaður stjórn- ar heilsugæslustöðvarinnar í Ólafsvík, þegar hann var spurður um þetta mál, en Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi heilbrigðisráð- herra, skipaði hann formann fyrrir ári. - Hvernig hyggistþið manna stöðuna setn nú hefur verið auglýst? „Við erum búnir að ráða nýjan lækni í staðinn fyrir þann sem fór til Svíþjóðar, en áður voru samskiptaörðug- leikar hér. Hann fór frá starfi en ekk- ert hafði verið um það samið. Það er búið að ráða nýjan rFréttir mann, sem kemur hér 1. júlí, það er ekkert vandamál.“ -Ætlið þið aðfá yfirlcekninn aftur til starfa? „Yfirlæknirinn kemur væntanlega aftur til starfa eft- ir miðjan júlí. Hér er allt í góðu standi og föstum skorð- um. Allir erfiðleikar fyrri ára eru afgreiddir.“ - Núfenguð þið skammirfrá landlœkni? „Það var áður en ég tók við, sem var 1. júlí. Ég held að það hafi ekkert verið gert í þeim málum, enda var fallist á að láta það niður falla. Það verður enginn eftirmáli af því — þeir fengu sína áminningu sem það varðaði.“ -Ennúer maðurinn aúgljós- lega veikur? DV Ólafsvík: Ölvaður maður ógnaði fólki með haglabyssu Ölvaðiir maöur ógnaði fóilú í ólafs- Ivík mnð hlaðmni hagtabysau í sein- Maðurinn, sem er á fertugsaidri. fluttur af lögreglunni tfl Reyida- vikur eftir að þetta gerðisl Sam- kværot heimiidtun DV hefur maður- inn átt við nfdrykkjuvandainál að stríöa og eru tbtútr Ólafsvíkur, sem DV ræddi við, undrandi á háttatagi mannsins sem miö* vcl er látið af. ALEXANDER STEFANSSON „Hér er allt í góöu standi og föstum skoröum. “ Frétt DV af atburöunum 19. maí síöastliöinn. „Landlæknir afgreiddi það mál. Síðan er á annað ár og allt hefur gengið vel. Það hafa ekki verið neinar kvartanir, þetta er ákaflega vinsæll mað- ur og hefúr staðið sig frábær- lega vel í læknisstarfi. Sem dæmi má taka að 700 til 800 manns skrifuðu undir áskor- un um að hann yrði hér áfram þegar heyrðist að hann ætlaði að hætta.“ -En hvaða áhrifhafði atburð- urinn sem sagt varfrá í DV? „Það eru engar efasemdir um að hann gegni starfi sínu, en þessi atburður sem þú vís- ar til gerðist utan vinnutíma. Það væri vægast sagt óvenju- legt að skrifa um það mál nú.“ - Nú hefur Lœknafélagið aug- lýstað það vilji rœða við lœkna sem sœkja um? „Þeir hafa verið með í ráð- um um ráðningu á nýjum lækni, en núverandi fór úr starfi án leyfis. Það var búið að reyna allt til að fá hann til að halda reglur. Þeir settu til- kynningu til að menn vissu af þessu, annað var það ekki.“ fjárreiður heilsugæslustöðvar- innar. Var ríkisendurskoðun falið verkið. Kom meðal ann- ars fram hörð gagnrýni frá landlæknisembættinu á stjórnina fýrir að blanda sam- an með þessum hætti tveimur óskyldum málum, en rann- sóknarbeiðninni var beint gegn Guðmundi Karli. Virðist sem stjórn heilsugæslustöðv- arinnar hafi verið í mun að gera Guðmund Karl tortryggi- legan. Ríkisendurskoðun gerði nokkrar smávægilegar athuga- semdir, einkum varðandi skipulag, en engar þessara at- hugasemda voru þess eðlis að vísa þyrfti málinu til frekari rannsóknar. Ríkisendurskoðun fram- kvæmdi einnig athugun á sjúkraskrám heilsugæslu- stöðvarinnar. Þessi athugun ÓLAFUR ÓLAFSSON Landlæknisembættiö vissi af vandanum. var gerð um miðjan júní í fyrra. Niðurstaðan var send heilbrigðis- og tryggingaráðu- neyti og afrit til landlæknis. Var þar bent á að færslum Sigurðar Baldurssonar í sjúkradagbók væri ábótavant og hann áminntur um að bæta úr því. Einnig voru gerð- ar athugasemdir við gjaldtöku Guðmundar Karls fýrir röntg- enmyndatökur, en síðar kom í Ijós að þær athugasemdir þyggðust á misskilningi um framkvæmd gjaldtökunnar. Einnig var vakin athygli á því í skýrslu ríkisendurskoð- unar að spurning væri hvort Sigurður Baldursson hefði misnotað aðstöðu sína í ábataskyni með of tíðum ferð- um til einstakra sjúklinga. Vís- aði ríkisendurskoðun því til landlæknis, sem fékk utanað- komandi mat á málið. I ffarn- haldi af því komst landlæknir að því að svo væri ekki. Málinu drepið á dreif og vandinn enn til staðar Niðurstaðan af þessu öllu var því nánast óbreytt staða. Læknarnir voru báðir áfram við störf, en ljóst er að stjóm heilsugæslustöðvarinnar taldi vandann vera Guðmund Karl. Urðu margskonar samskipta- erfiðleikar milli Guðmundar Karls og stjórnar heilsugæslu- stöðvarinnar undir forystu Al- exanders Stefánssonar, fyrr- verandi ráðherra. Guðmund- ur Karl sótti að lokum um launalaust ársleyfi, sem stjóm- in synjaði honum um. Hann taldi sér hins vegar ólíft á staðnum og fór í leyfi og dvel- ur nú í Svíþjóð við framhalds- nám. Kvartaði stjórnin við ráðuneytið, sem að lokum veitti Guðmundi Karli skrif- lega áminningu. Sigurður Már Jónsson

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.