Pressan - 16.06.1993, Page 22
22 PRESSAN
RÁÐHERRAVIÐTAL
Miðvikudagurinn 16. júní 1993
Fyrstí dagur umhverfisráðherra í embætti
Verður ekki komið
á mie taumi
Annar tveggja stjórnmálamanna Alþýðuflokks-
ins sem sóru eið sinn til ráðherraembættis síðast-
liðinn mánudag er Össur Skarphéðinsson. Hinn
nýbakaði umhverfisráðherra er heitur í fleiri en
einum skilningi, en ófáir sjálfstæðismenn, einkum
óbreyttir, álíta skipun óróaseggsins í ráðherrastól
sönnun þess að Alþýðuflokkurinn hyggist stríkka
stjórnarsamstarfið enn frekar en orðið er og sjá
fyrir sér kraftmeiri vinstriblæ yfir flokknum nú en
áður. Erfiðara muni þá reynast að ná fram kröfum
í ákveðnum málaflokkum. Aðrir telja hins vegar
að ungir menn hressi ásjónu ríkisstjórnar í krögg-
um og enn aðrir telja þetta fyrst og fremst skref í
þá átt að draga úr óróanum sem oftlega hefur fylgt
umræddum alþýðuflokksmanni.
ÖSSUR Skarphéðinsson. Ef einhverjum fínnst égglannalegur íyfíriýsingum verður bara svo að vera.
Hvað sem öðru líður hefur
fyrsti dagur nýs ráðherra í
embætti verið erilsamari en
hann bjóst við og að kveldi
var hann vart búinn að læra á
símkerfið vegna anna. Stærst-
ur hluti tímans reyndist fara í
það eitt að í komast til botns í
áætlanagerð fýrir næsta fjár-
lagaár, en ráðherrann veit að
berjast þarf með kjafti og
klóm við haukana í fjármála-
ráðuneytinu vilji hann fá sínu
framgengt. Hann hefur hins
vegar fullan skilning á að-
haldskröfum sem við er að
etja á samdráttartímum og
lofar að reyna ekki um of á
þolinmæði íjármálaráðherra.
Þessi spaugsami maður er
fæddur á kvennadaginn og
stendur nú á fertugu. Hann
telur engan betur að því kom-
inn að fá nýjan bíl, og einkan-
lega bílstjóra, þar sem hann er
sjálfur afleitur ökuníðingur
sem skortir sjón á öðru auga
og á eiginkonu sem meinar
honum að aka utanbæjar.
Hann hlaut bílpróf sitt fyrir
aðeins tveimur árum, á svip-
uðum tíma og hann sigraði
með glæsibrag í prófkjöri að
undangengnum þingkosning-
um í febrúar 1991.
Hef náð árangri með
eigin hörku
„Ég er afar sæll yfir þessu
ráðuneyti. Menntun mín —
tvö háskólapróf í lífir æði — er
nánast klæðskerasaumuð fyrir
þetta embætti og með fullri
virðingu fyrir félögum mín-
um í þingflokknum þá tel ég
mig góðan kost í það. En ef
annað ráðuneyti hefði verið til
reiðu, til dæmis félagsmála-
.ráðuneytið, þá er auðvitað
engin spurning að Rannveig
hefði umsvifalaust verið valin
í það.“
Mörgum finnst frami þinn
ansi skjótur og sumir tala jafn-
vel um að þú hafir náð of
langt, ofhratt.
„Það er ekkert óeðlilegt að
menn líti svo á, en ef horft er
yfir farinn veg kemur í ljós að
ég var hálaunamaður í einka-
geiranum þegar ég var beðinn
að fara í prófkjör fyrir tveimur
árum. Enginn forystumaður í
Alþýðuflokknum hét mér
stuðningi og þrátt fyrir
ákveðna andstöðu ávann ég
mér sæti á listanum með eigin
hörku og þeirri vinnu sem
stuðningsmenn mínir lögðu
ffam. Ég vann yfirburðasigur í
prófkjörinu. Að loknum
kosningum og myndun ríkis-
stjórnar var mér látið í té það
veigamikila embætti sem
þingflokksforystan er og
kannski var ástæðan sú að ég
var álitinn óróaseggur sem
með einhverjum hætti væri
gott að setja á taum. Þrátt fýrir
góðan vilja efast ég þó um að
aðferðin hafi borið árangur og
tekist hafi að bæla niður þá
viðleitni til sjálfstæðis sem í
mér blundar.“
Samkvæmt þessu eru menn
að taglstýfa þig enn frekar
með stöðuhækkuninni?
„Ég hef einsett mér það eitt
að breytast ekki og skoðana-
bróðir minn á þeim vettvangi,
framsóknarmaðurinn Páll
Pétursson, lét svo um mælt
við stólaskiptin að hann væri
sannfærður um að þau hefðu
engin áhfrif á strigakjaftinn
Össur Skarphéðinsson. Ef ein-
hverjum finnst ég glannalegur
í yfirlýsingum verður bara svo
að vera, en sá eiginleiki minn
veldur því annars vegar að
mönnum líkar við mig og
hins vegar að menn standa
hatrammir gegn mér. Vafa-
laust líta margir svo á að verið
sé að koma á mig taumi, en
líta verður til þess að Jón
Baldvin hefur þá skoðun að
sjálfsagt sé að leiða unga gagn-
rýna menn inn á þann vett-
vang þar sem ákvarðanir eru
teknar.
Markmið þessarar ríkis-
stjórnar hafa mörg hver verið
góð en henni hefur ekki tekist
nægilega vel að hrinda þeim í
ffamkvæmd. Með því að leiða
okkur Guðmund Árna inn í
ríkisstjórnarsamstarfið eygj-
um við aukna möguleika á að
koma fram stefnumiðum
okkar, en um leið er líklegra
að markmið flokksins nái
ffam að ganga þegar óþreyttir
menn koma til starfa. Álþýðu-
flokkurinn fór í stjórnarsam-
starf ekki síst til að leiðrétta
vissar kompásskekkjur í vel-
ferðarkerfinu, sem ég tel að
hafi tekist, og ráðamenn
flokksins tóku ákvörðun um
að axla þá ábyrgð sem fylgir
því að draga saman seglin. Við
stöndum og föllum með
ákvörðunum okkar og erum
hvergi bangin við þann dóm
sem kjósendur okkar kunna
að kveða upp.“
Ríkisstiórnin þarf
andlitslyftingu
Össur segist þó ekki hafa
farið út á völlinn með það að
markmiði að standa í sérstöku
andófi. Hann er einfaldlega
ekki sammála öllu því sem
ffam fer. „Jón Baldvin hefur
skilning á því að svolítill
ágreiningur sem kallar fram
svolítil átök geti orðið jarðveg-
ur sem úr sprettur afl og
hreyfir við hlutum. Þessi ríkis-
stjórn hefúr spólað og því þarf
hún ekki aðeins andlitslyff-
ingu heldur einnig aukinn
þrótt.“ Um leið eru nýju ráð-
herrarnir seldir undir þá
ábyrgð sem fylgir þátttöku í
ríkisstjórn og verða mældir á
kvarða eigin verka. Ljóst er að
forysta Alþýðuflokksins er að
reyna nýja menn.
„Við erum að upplifa vísi
að kynslóðaskiptum og það er
verið að skoða hvemig okkur
Guðmundi Árna tekst að
standast það álag sem fýlgir
því að starfa innan ríkisstjóm-
arinnar, en það er ekki óeðli-
legt að formaðurinn reyni að
þætta saman reynda pólitíska
stríðshesta við yngri kynslóð.“
Hefur það eitthvað að segja
þegar sjálfstœðismenn sitja fast
á sínum mönnum?
„Það hefúr mikið að segja
fýrir Alþýðuflokkinn og með
því að reyna nýja menn er
jafnframt verið að athuga
hvort í þeim felist leiðtogaefni
framtíðarinnar.“
Þú stefnirþá hœrra?
„Eins og allir sem fæddir
eru í tvíburamerkinu legg ég
ekki djúp plön — hlutir hafa
tilhneigingu til að gerast hratt
í lífi mínu — en ég hef ekki
farið dult með að ég hef stefnt
að því að verða ráðherra.“
Haff hefúr verið eftir Össuri
að hann gæti hugsað sér emb-
ætti sjávarútvegsráðherra, en
ekkert launungarmál er að
hann er mikill áhugamaður
um sjávarútveg og hefur beitt
sér mjög fýrir málefnum hans
á þingi auk þess sem hann var
í forsvari fyrir sjávarútvegs-
nefndina. „Einhvern tíma á
ævinni langar mig að eiga kost
á því að verða sjávarútvegs-
ráðherra og hefði valið það
embætti hefði það staðið til
boða. Þorsteinn Pálsson situr
hins vegar eðlilega fastur í sín-
um stól, svo ég verð að láta
mér nægja það ágæta samstarf
sem við höfum oftlega átt
fram til þessa.“
Þú hefur samt látið í veðri
vaka að Sjálfstœðisflokkurinn
myndi hrókera hjá sér?
„Það er að sjálfsögðu þeirra
mál hvað þeir gera, en ég tók
það svo, þegar lagt var upp í
þessa sjóferð fýrir tveimur ár-
um, að forystumenn stjómar-
flokkanna myndu báðir
stokka upp hjá sér og jafnvel
víxla ráðuneytum. Auk þess
taldi ég að ekki spillti það
möguleikum þessarar ríkis-
stjórnar að festa sig betur í
sessi, hefði Sjálfstæðisflokkur-
inn líka tekið breytingum."
Líður bærilega í
íhaldshjónabandinu
Fylgi Sjálfstæðisflokksins
hefur goldið afhroð að und-
anförnu og stuðningur al-
mennings við samstarfsmenn
þína á hægri væng virðist í
lágmarki. Hvað segir það þér?
„Fylgi Alþýðuflokksins hef-
ur minnkað ekki síður en fýlgi
Sjálfstæðisflokksins. Slík þró-
un er ekki óeðlileg í því árferði
sem nú er, en engan óraði fýr-
ir því hversu mjög myndi
kreppa að í þjóðarbúinu þegar
lagt var af stað. Þeir sem em í
forsvari fyrir ríkisstjórn sem
tekur nauðsynlegar en óvin-
sælar ákvarðanir hljóta að
gjalda þess.“
Ertu endanlega búinn að
gera upp fortíð þína í Alþýðu-
bandalaginu nú þegar þú ert
kominn í eina sœng með íhald-
inu?
Um tveggja ára skeið hef ég
verið í einni sæng með íhald-
inu og líður á köflum bærilega
í því hjónabandi. Þrátt fyrir
pólitískan ágreining í ýmsum
málum er mér hlýtt til margra
sem ég hef starfað með bæði
innan ríkisstjórnarinnar og
innan stjórnarandstöðunnar.
Fortíð mín í Alþýðubandalag-
inu er, eins og þær í Kvenna-
listanum myndu segja, „part-
ur af mínum reynsluheimi“
og flokkurinn reyndist mér að
mörgu leyti þörf uppeldis-
stöð.“
Össur vísar því á bug að
hann sé innundir hjá Jóni
Baldvini eins og hann hafi
verið hjá Ólafi Ragnari á sín-
um tíma. )VÁ stundum vildi ég
þó gjarnan að hann tæki
meira tillit til mín. Að sama
skapi hefúr hann einnig orðið
fýrir vonbrigðum með mig og
er skemmst að minnast þeirr-
ar staðreyndar að sjávarút-
vegsstefúan fékk ekki ffam að
ganga af þeirri ástæðu að sagt
var opinberlega að ég neitaði
að láta af kröfum mínum
varðandi smábátana. Jón
Baldvin var mjög óhress með
það.“
Þjóðstjórnarhug-
myndir vökudraumar
Hvað viltu segja um stjóm-
arháttu forns fjandmanns úr
borgarstjóm, Davíðs Oddsson-
ar forsœtisráðherra?
„Ég tel að ekki sé komin fúll
reynsla á Davíð sem stjórn-
málamann á sviði landsmála,
en gagnrýni á hendur honum
helgast af því hversu stjómin
hefur átt örðugt uppdráttar
vegna efnahagslö-eppu og hafa
ber einnig í huga hversu erfitt
er að vera formaður í flokki
sem stendur fýrir jafnbreiðan
skoðanagmnn og Sjálfstæðis-
flokkurinn. Hins vegar er auð-
veldasti vegur í heimi að verða
vinsæll leiðtogi stjórnarand-
stöðu og má nefna Ólaf Ragn-
ar Grimsson sem dæmi. Hann
virðist hafa misst áhugann á
íslenskri pólitík og hefur
aldrei lagt fram mótaðar hug-
myndir til lausnar efnahags-
kreppunni. Þrátt fýrir þetta er
hann mjög vinsæll í dag.“
Sérðufyrirþér annaðform á
ríkissamstarfinu?
„Ég er algerlega á móti
þjóðstjómarhugmyndum Ól-
afs Ragnars, en það voru
vökudraumar sem áttu sér
enga stoð. Það verður aldrei
ný ríkisstjórn fýrir kosningar
en ég loka ekki fýrir einhvers
konar ríkisstjómarsamstarf að
þeim loknurn."
Eiður hefur staðið sig í
stykkinu?
„Hann hefur byggt upp
traust ráðuneyti með afar
góðu starfsfólki og markað því
bás. Sú verður arfleifðin sem
hans verður ekki síst minnst
fýrir þegar ffarn líða stundir
og við munum fýlgja í fótspor
hans. Ráðuneytið þarf að vissu
marki að vera áróðursráðu-
neyti fýrir umhverfisvernd og
þeim þætti verður sinnt eins
og kostur er með því að efla
vitund fólks um aukna um-
hverfisvemd og ekki síst hvað
varðar vemdun líffíkis sjávar.
Hið síðastnefnda skiptir þjóð-
ina höfuðmáli varðandi af-
komu hennar til framtíðar."
Að lokum. Er hlýtt á milli
þín og Ratinveigar?
„Það hefúr verið mjög hlýtt
á milli okkar og ég geri eldd
ráð fyrir að þar verði mikil
breyting á.
Telma L. Tómasson