Pressan - 16.06.1993, Síða 24
E R L E N T
24 PRESSAN
Miðvikudagurinn 16. júní 1993
MAÐUR VIKUNNAR
Hashemi Rafsanjani
Klerkur í klípu
Honum tókst að vísu að
ná endurkjöri sem forseti ír-
ans. Fylgistap hans frá því
fyrir fjórum árum er þó ótví-
ræð vísbending um að vin-
sældir Hashemis Rafsanjani
og klerkastjórnarinnar fari
ört þverrandi. Fjórtán árum
eftir að keisaranum var
steypt af stóli og klerkaveldi
komið á er ljóst að unga
kynslóðin í íran er ekki leng-
ur ginnkeypt fyrir Kho-
meini-goðsögninni. Von-
brigði og örvænting vegna
hríðversnandi efnahags í
landinu hafa orðið til þess að
arftakar Khomeinis eiga æ
erfiðara með að brauðfæða
fólkið — og halda því góðu.
Það skorti ekki loforðin
hjá Rafsanjani í forsetakosn-
ingunum fyrir íjórum árum.
Umfram aUt hét hann þvi að
koma á stórfelidum efna-
hagsumbótum, en efnahag-
ur landsins var nánast í rúst
eftir lok átta ára styrjaldar-
innar við íraka. Sömuleiðis
gaf hann loforð um að af-
nema öll forréttindi klerk-
anna, en þau þykja dæma-
laus með öllu. franska þjóð-
in taldi Rafsanjani hæfastan
til að stýra landinu út úr
ógöngunum, en hann er af
einni ríkustu ætt Irans og
hlaut trúarlega menntun.
En Rafsanjani stóð ekki
við loforð sín og á meðan
múUarnir baða sig í pening-
um fara lífskjör í landinu
hríðversnandi. Vinsældir
byltingar Khomeinis erki-
klerks eru enda greinilega
teknar að dvína og kemur
margt til. Sparnaðaraðgerðir
Rafsanjanis og afnám opin-
berra styrkja hafa valdið ör-
birgð meðal fólks. Verðbólg-
an eykst stöðugt og síðustu
mánuði hefúr matvara í fran
hækkað um allt að 40 til 60
prósentum. Atvinnuleysi
hefúr hækkað upp í 30 pró-
sent og tala þeirra sem lifa
undir fátækramörkum fer
ört vaxandi. Ekki bætir úr
skák að íran er í hópi þeirra
landa sem hafa hæstu fæð-
ingartíðni í heimi, en á ári
hverju íjölgar frönum um
rúmíega eina og hálfa miUj-
ón.
Þótt Rafsanjani hafi nú
náð endurkjöri er ljóst að
hann er búinn að koma sér í
bölvaða klípu. Af þeim sök-
um hefúr hann freistað þess
að afla sér nýrra vinsælda
með því að færa þætti í ír-
önsku þjóðfélagi til örlítið
nútímalegra horfs og reyna
að höfða til fólks í borgum
með auknu frelsi einstak-
lingsins. Þannig eru reglur
um klæðnað íranskra
kvenna ekki lengur jafn-
strangar og áður og nú mega
ógift pör til dæmis spila
badminton og blak t
skemmtigörðum, sem var
áður stranglega bannað. Og
það sem meira er; nú er ekki
Íengur óheimilt að eiga
myndbandstæki og horfa á
vestrænar bíómyndir, innan
veggja heimUisins
Rafsanjani þykist kunna
skýringar á því hvemig kom-
ið er fyrir I’rönum og kennir
um vaxandi neysluþörf og
siðspillingu meðal þjóðar-
innar. Staðreyndin er þó sú,
að einmitt múllarnir gefa
versta fordæmið í þessum
efnum. Peningar sem renna
til trúarfélaga lenda oftar en
ekki í þeirra eigin vasa, enda
fer peningasöfhunin ffam án
nokkurs opinbers eftirlits.
Því fer fjarri að almenningur
viti ekki hvað klukkan síær
— spilling múUanna, valda-
fíkn og peningagræðgi er á
allra vörum í fran. frönum
er fulljóst að Rafsanjani er
enginn kraftaverkamaður.
Þeir gera sér jafnffamt grein
fyrir því að það er enginn
skárri til að halda um stjórn-
taumana.
Kosningadagurinn
ákveðinn
f 350 ár hefur kosningadagur í Suður-Afríku verið einskis
virði fyrir svartan meirihluta landsmanna. Aðskilnaðarstefúan
meinaði milljónum svartra karla og kvenna að kjósa. Fyrstu al-
mennu kosningarnar hafa verið ákveðnar og eiga að fara ffam
27. apríl 1994. Þessi dagur markar tímamót í lífi þeirra sem eru
langþreyttir á að bíða breytinga. Þessi dagsetning var ákveðin
eftir erfiðar samningaumleitanir. Kosningadagurinn boðar
valdaafsal fyrir öfgasinnaða hægrimenn meðal hvíta minnihlut-
ans, sem annaðhvort verður að sætta sig við nýjar aðstæður eða
flýja land. Suður-Affíka stefnir í átt að lýðræði og kosningadag-
urinn 27. apríl er mikilvægur áfangi á þeirri leið.
Á heimsþingi Sameinuðu þjóðanna um mannréttindamál verður tekist á um hvort iðnríkin hafi
rétt til að setja mannréttindi sem skilyrði fyrir þróunaraðstoð og ennfremur hvort réttlætanlegt
sé að Vesturiönd heyi styrjaldir í nafni mannúðar.
Stríð í nafni
mannúðar?
MANNRÉTTINDABROT í ÍRAN Kúrdarpyntaðirogtekniraf Irfifyrirengarsakir.
í vikunni hefst í Vínarborg
heimsþing Sameinuðu þjóð-
anna um mannréttindamál,
þar sem fulltrúar 180 landa
munu setjast á rökstóla og
fjalla um mannréttindabrot
sem ffamin eru víða um heim
og úrræði í þeim efnum.
Reikna má með heitum um-
ræðum á þinginu, enda afar
þýðingarmikil mál sem þar
eru til umfjöllunar. Víst er að
þúsundir baráttufólks fyrir
mannréttindum, með Am-
nesty International-samtökin
í broddi fylkingar, munu beita
stjórnarleiðtoga miklum
þrýstingi og reyna að knýja á
um að tekið verði í taumana
svo mannréttindabrotum í
heiminum megi linna.
Sfr/ö/ö /' Bosníu drop-
inn sem fyllti mælinn
Leiðtogar vestrænna iðn-
ríkja hafa dregið lærdóm af
sögunni og engum blandast
lengur hugur um að nauðsyn-
legt sé að skera upp herör
gegn hinum fjölmörgu mann-
réttindabrjótum sem víða
vaða uppi. Persaflóastríðin
tvö, ættflokkastríðið í Sómalíu
og síðast en ekki síst mis-
kunnarlaus borgarastyrjöldin í
fyrrum Júgóslavíu hefur fært
Vesturlandabúum heim sann-
inn um að nauðsynlegt sé að
grípa í taumana og reyna að
koma í veg fyrir að ógnar-
stjórnir hafi mannréttindi að
engu. Segja má að stríðið í
Bosníu hafi verið dropinn
sem fyllti mælinn, enda mis-
kunnarleysið og mannrétt-
indabrotin sem þar hafa verið
framin með eindæmum.
Iðnríki heims hafa í æ ríkari
mæli sett það sem skilyrði fyr-
ír þróunar- og efnahagsaðstoð
við aðrar þjóðir að mannrétt-
indi séu virt í viðkomandi
löndum. Bandaríkin, Þýska-
land og Spánn hættu til dæm-
is allri aðstoð við Perú eftir
uppreisnartilraunir Albertos
Fujimori forseta. Og þegar
Daniel arap Moi hótaði að
„troða andstæðinga sína niður
eins og rottur“ og kom á fót
lögregluríki í Kenýu bundu
iðnríkin tólf enda á alla efha-
hagsaðstoð og þvinguðu fram
lýðræðislegar kosningar í
landinu í lok síðasta árs. Nú
síðast fyrir nokkrum vikum
samþykkti Bill Clinton
Bandaríkjaforseti tollfríðindi
til handa Kína með því skil-
yrði að stjórnaryfirvöld í Pek-
ing linuðu tökin á þegnum
sínum.
Á mannréttindaþingi Sam-
einuðu þjóðanna í Vínarborg
verður leitað svara við þýðing-
armiklum spurningum á borð
við þessar: Hafa iðnríkin rétt á
að setja mannréttindi sem
skilyrði fyrir þróunarhjálp og
bættum viðskiptakjörum? Er
réttlætanlegt fyrir Sameinuðu
þjóðirnar að beyja stríð gegn
mannréttindabrjótum heims í
nafni mannúðar, eða væri þar
með höfð í heiðri ævagömul
hefð nýlenduþjóða og heims-
veldasinna í austri og vestri?
Butros Butros Gali, aðalritari
Sameinuðu þjóðanna, hefur
barist fyrir því að aðildarríki
öryggisráðs SÞ hafi á að skipa
sérstökum hersveitum sem
unnt sé að senda á ófriðar-
svæði til ógnunar áður en til
styrjaldar komi. Hlutverk
þeirra yrði beinlínis að
„hræða“ valdníðinga til að
halda friðinn og virða mann-
réttindi. Þótt hugmyndin
hljómi vissulega vel er öllum
fullljóst að hún yrði afskaplega
erfið í framlcvæmd.
Mannréttindabrjótar
bregðast ókvæða við
Það átti enginn von á að
þingið í Vínarborg ylli mikilli
kátínu meðal hinna fjölmörgu
einræðisherra og valdníðinga
sem veigra sér ekki við að sví-
virða þegna sína með einum
eða öðrum hætti. Þó bjóst
enginn við því að þeir myndu
mótmæla þinginu með svo af-
dráttarlausum hætti sem raun
bar vitni. Leiðtogar ríkja þar
sem mannréttindabrot eru
daglegt brauð, kommúnistar
og klerkar hafa nú stofnað
með sér „bandalag“ til höfuðs
þeim þjóðum sem sjá ástæðu
til að fetta fingur út í þeirra
„lögogreglur".
Leiðtogar Kína, Kúbu, Ir-
ans, Pakistans, Malasíu, Ind-
ónesíu, Singapúr, Mexíkó og
Kólumbíu höfðu ffumkvæðið
að stofúun bandalagsins. Með
lítilli fyrirhöfú tókst þeim að
fá til liðs við sig aðrar þjóðir
sem eiga það sameiginlegt að
finnast stórveldin hafa brugð-
ist sér og stendur stuggur af
nýju ofúrefli í norðri. Á fúndi
sem þjóðirnar héldu með sér í
Bangkok í apríl síðastliðnum
skrifuðu ríkisstjórnarfulltrúar
49 Austur-Asíuþjóða undir
samþykkt í anda fyrrum aust-
antjaldsríkjanna, þar sem
stórveldunum er „neitað um
allan rétt til að nota mannrétt-
indi sem vopn í pólitískum
tilgangi“!
Þeir virðast hvergi bangnir
mannréttindabrjótarnir, eins
og nýleg ummæli forsætisráð-
herra Malasíu, Mahathirs,
gefa ljóslega til kynna: „Við
Áustur-Asíubúar þjáumst
ekki lengur af minnimáttar-
kennd gagnvart stórveldun-
um og enginn hefúr heimild
til að segja okkur fyrir verk-
um.“
Samviskuföngum
fjölgar ört
Fyrir skömmu birtu sam-
tökin Amnesty International
nýjar tölur um alvarleg mann-
réttindabrot sem framin eru í
hvorki meira né minna en 110
löndum. Rúmlega fjörutíu
ríki refsa föngum á gerræðis-
legan hátt með því að taka þá
af lífi og í meira en hundrað
löndum hefur dauðarefsingin
enn ekki verið afúumin. Álls
eru rúmlega 300 þúsund sam-
viskufangar hafðir í haldi í
fangelsi eða þrælkunarbúðum
víða um heim. Á fyrstu þrem-
ur mánuðum þessa árs bárust
Sameinuðu þjóðunum til-
kynningar um rúmlega 125
þúsund mannréttindabrot ■—
þrisvar sinnum fleiri en á
sama tíma í fyrra.
Menn efast ekki um að þær
tilkynningar sem berast inn á
borð hjá starfsmönnum SÞ
séu aðeins lítill hluti’þeirra
mannréttindabrota sem fram-
in eru í heiminum; pyntinga,
fjöldaaftaka, tilefnislausra
handtaka, skerts tjáningar-
frelsis, spillingar dómkerfis og
óréttlætanlegra ríkisyfirráða af
öllu hugsanlegu tagi. Hinir
mörgu sem berjast fýrir
mannréttindum í heiminum
standa frammi fyrir miklum
vanda, enda málið umfangs-
mikið og ákaflega erfitt viður-
eignar, auk þess sem mikið
skortir á að mannafli sé næg-
ur. Innan SÞ sjá aðeins um
fimmtíu manns um að sinna
öllum þeim hundruðum þús-
unda ábendinga um mann-
réttindabrot sem þangað ber-
ast.
Til marks um hve vandinn
er stór og álagið mikið má
nefna að á síðasta ári fékk
einn einasti starfsmaður inn á
borð til sín mál 4.500 sam-
viskufanga sem teknir höfðu
verið af lífi og í 1.500 tilfellum
að auki reyndi sá hinn sami að
hindra væntanlegar aftökur.
Starfsmenn SÞ reyna ýmist
með símbréfúm eða skeytum
að bjarga mannslífúm, en ekki
einu sinni helmingi áskorana
þeirra er nokkurn tímann
svarað. Og í hinum tilfellun-
um eru svörin oftar en ekki á
þann veg að málið sé á mis-
skilningi byggt og viðkomandi
manneskja sé hvergi höfð í
haldi.
„Baby Doc“ og Idi
Amin dregnir úr felum
Mörg mál verða sem áður
sagði í brennidepli á heims-
þinginu í Vínarborg. Meðal
þess er hugmyndin að stofúun
allsherjardómstóls Sameinuðu
þjóðanna, sem myndi sjá til
þess að enginn hinna fjöl-
mörgu valdníðinga heimsins
kæmist hjá því að taka út refs-
ingu sína. Með öðrum orðum
yrðu einræðisherrar og
mannréttindabrjótar hvergi
óhultir í heiminum. Ef til þess
kæmi að slíkum dómstól yrði
komið á fót yrðu mörg gömul
fól dregin fram úr fylgsnum
sínum og látin svara til saka
fyrir illvirki sín.
Meðal þeirra sem þannig
yrði loks hægt að draga til
ábyrgðar er harðstjórinn Jean-
Claude Duvalier, öðru nafni
Baby Doc, enda hefðu frönsk
yfirvöld ekki lengur heimild til
að skjóta yfir hann skjólshúsi.
Ógnvaldurinn Idi Amin yrði
sömuleiðis í vondum máíum
með tilkomu slíks eftirlits, þar
sem hann gæti ekki lengur fal-
ið sig í Sádi-Arabíu. Og hinn
grimmi leiðtogi rauðra
Khmera í Kambódíu, Pol Pot,
mætti reikna með að verða
handtekinn og dreginn til
saka, hvar sem væri í heimin-
um.
Víst er að öllu baráttufólki
fyrir mannrétindum svíður
mjög að þessir misindismenn
og svo margir aðrir skuli hafa
sloppið við að taka út refsingu
sína. Því er þess að vænta að
margir muni mæla slíkum
allsherjardómstóli Sameinuðu
þjóðanna bót, ef hann mætti
verða til að þess að unnt yrði
að hafa hendur í hári skúrka á
borð við þá sem að framan
eru taldir.
„BABY DOC“, IDI AMIN OG POL POT Þessir skúrkar mega búast við að þurfa að svara til ________________________________________________________
saka fyrir misgjörðir sínar, ef verður af stofnun allsherjardómstóls Sameinuðu þjóðanna. Byggt á Der Spiegel.