Pressan - 16.06.1993, Side 25

Pressan - 16.06.1993, Side 25
E R l E N T Miövikudagurinn 16. júní 1993 PRESSAN 25 Kate Moss hneykslar Breta Þaö tók hana ekki lang- an tíma aö hasla sér völl sem ein eftirsóttasta fyrir- sæta í heimi. Síðustu mánuði hafa öll tískublöð verið yfirfull af myndum af bresku sýningarstúlkunni Kate Moss og hefur henni mikið verið hamp- að. Moss þykir vera full- trúi nýrrar kynslóðar fyrir- sæta, sem eiga það sam- eiginlegt að vera grindhor- aðar og stelpulegar, rétt eins og stúlkubarnið Twiggy forðum daga. Tískuljósmyndarar hafa lagt sig alla fram við að undirstrika hið barnslega í fari Moss uns að því kom að mönnum var nóg boð- ið. í júníhefti breska tísku- blaðsins Vogue birtust myndir af Moss, sem far- ið hafa fyrir brjóstið á ýmsum siðavöndum Bret- anum. Myndirnar þykja ákaflega djarfar, en á þeim birtist Moss fáklædd og í gegnsæjum undirfatnaði að auki, í vafasömum stell- ingum, meðal annars uppi í rúmi. Breskum barnasál- fræðingum og einnig rit- stjórum ýmissa annarra tískublaða, svo sem Co- smopolitan, var nóg boðið og lýstu yfir andúð sinni á myndunum, sem þeir vildu líkja við barnaklám. Mynd- irnar af Moss gætu auð- veldlega ýtt undir sjúklega löngun kynferðisafbrota- manna, sem hefðu ágirnd á börnum. Útgefandi Vogue segist þó ekkert skilja í þessum áhyggjum, enda séu myndirnar af Moss dæmigerðar fyrir nýja stefnu í tískuljósmyndun. Orvis Orvis er eina fyrirtækið sem býður 25 ára ábyrgð á flugustöngum - án tillits til þess hvernig þær brotna! Power Matrix-10 stöngin er enn ein nýjimgin frá Orvis. Hún er 30% sterkari en aðrar stangir á markaðnum en samt 10% grennri en Orvis HLS. eiðivon Mðrkin 6 • Simi: 687090 9 Dagbækur Raspú- Jeltsín kemur Mulroney tíns fundnar í vandræði Grígor Raspútín. Vinum keisarafjölskyldunnar ætlaði aldrei að takast að koma honum fyrir kattamef. Rússneskir sagnfræðingar töldu sig hafa himin höndum tekið þegar fréttist að dagbæk- ur Grígors Raspútíns væru fúndnar. Saga Raspútíns hefúr verið ráðgáta allt fram á þenn- an dag. Fáir skilja hvernig þessi ómenntaði og sóðalegi munkur varð einn aðalráð- gjafi Alexöndru Romanovu, síðustu keisaraynju Rússlands. Flestir litu á hann sem durt og saurlífissegg sem spillti keis- arafjölskyldunni. Hann þóttist búa yfir yfirskilvitlegum kröft- um og keisaraynjan þakkaði honum að hægt var að halda niðri sjúkdómi sonar hennar. Árið 1916 þótti ýmsum nán- um vinum keisarafjölskyld- unnar áhrif Raspútíns orðin fullmikil og afráðu að drepa hann. Það gekk vægast sagt illa. Fyrst var eitrað fyrir hon- um, en hann varð einungis syfjaður af eitrinu. Þvínæst skaut einn náinn frændi keis- arans hann, en eitt skot var ekki nóg. Raspútín ranglaði burtu þannig að tilræðis- mennimir þurftu að elta hann og skjóta fleiri skotum. Til að tryggja að hann væri dauður hentu þeir honum út í á. Af dagbókinni má helst ráða að Raspútín hafi í raun og veru einungis verið fá- kunnandi bóndadurgur aust- an úr Síberíu. Dagbókin er svo illa skrifuð að hlutar hennar eru því sem næst óskiljanlegir. Auk þess eru stafsetningar- og málvillur al- gengar. Hann gat ekki einu sinni stafað orðið Dagbók rétt á titilsíðuna. Á einum stað reynir hann að réttlæta háa stöðu sína við hirðina fyrir sjálfum sér og ætli hann hafi ekki hitt naglann á höfuðið þegar hann segir: „Keisarafjöl- skyldan hefur dálæti á ein- feldningum." Þeir voru kampakátir félagamir Borís Jeltsín Rússlandsforseti og Brian Mulr- oney, fráfarandi forsætisráðherra Kan- ada, þegar þessi mynd var tekin af þeim eftir fengsæla veiðiferð í Rússlandi á dögunum. Þá gat enda alls ekki gmnað að myndin sú ætti eftir að koma Mulr- oney í stökustu vandræði. Jeltsín lang- aði til að sýna forsætisráðherranum ör- lítinn vináttuvott og bauð honum með sér á villisvínaveiðar í Rússlandi. Að lokinni vel heppnaðri veiðiferð létu þeir félagarnir mynda sig skælbrosandi og afar ffjálslega með fenginn — tvö dauð villisvín — fyrir fótum sér. Ljósmyndin birtist í rússneskum dagblöðum og vakti mikla athygli meðal almennings, en öðm máli gegndi um Kanadabúa, sem bmgðust ókvæða við. Dýravernd- arsinnar lýstu yfir megnustu andúð sinni á athæfi Mulroneys og stjórnar- andstæðingar gripu gullið tækifæri til að gagnrýna forsætisráðherrann. Mulr- on'ey var sakaður um léttúð; á meðan kanadískar friðarsveitir væm í lífshættu víða um heim gamnaði forsætisráð- herrann sér áhyggjulaus við dýraveiðar í rússnesku skóglendi. Mulroney vísaði staðfastur öllum ásökunum á bug og kallaði þær í hæsta máta kjánalegar. Brian Mulruney og Borís JELTSÍN. Kampakátir féiagar að iokinni vel heppnaðri veiðiferð. ^ % ÍÆ^J Hámarkshraði 50 km KK Band leikur frá kl. 23-03 GLANNABAR OPINN eftir einn ei aki neinn Aldurstakmark er 20 ár Snyrtilegur klæðnaður áskilinn Inngangseyrir 900 kr. S*] HREÐAVATNSSKÁLI hjarta Borgarfjarðar GERÐU ÞER MAT UR ÞESSARI AUGLÝSINGU, □ HÖFN GRÍSAKÓTILETTUR Ostakryddaðar Marineraðar Léttreyktar.kryddaðar GRILLPYLSUR Sœlkerapylsa með osti Smellpylsa , Knackwurst. SELFOSSI

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.