Pressan - 16.06.1993, Síða 26

Pressan - 16.06.1993, Síða 26
NYJASTA TÆKNI OG VISINDI 26 PRESSAN Miövikudagurinn 16. júní 1993 JLandinn verður fræg- ur í Vesturheimi Hagfræði skemmtanalífsins Hjarðdýrseðlið ræður Nú er hún María Ellingsen endanlega oröin fræg. Hún fékk hlutverk í bíómynd með einhverjum leikara sem á voöalega frægan pabba. Myndin er númer tvö í fram- haldsseríu, en einhverra hluta vegna man enginn eftir no. eitt í seríunni. Viö íslend- ingar höldum þó still- ingu okkar, því viö höf- um áöur sigrað -^riollywood. Jóhanna Jónas vann þarna hvern leiksigurinn á fæt- ur öörum i sömu sápunni áöur en hún kom heim og lagöi dömubinda- heiminn aö fótum sér. Ekki má gleyma Önnu Björns, en Vestur- heimur skelfur ennþá eftir aö hún sagöi; „Stilltu þig gæöingur“ i einhverri ógurlega frægri mynd. Allir 'Tnuna eftir honum Gunnari Hanssyni sem lék kjötsagar- moröingjann í einhverri vel- þokkaöri mynd þar vestra. Nú þá vita allir um ítök Sigurjóns Sighvatssonar, sem er helsti mógúllinn í landi tækifær- anna. Annars er þaö ekki ein- leikiö hvaö við íslendingar er- um frægir erlendis. Allir í Am- eríku þekkja Ólaf Jóhann Ól- afsson og litlu færri þekkja Höllu Linker. Nýlega kynntust allir Kristjáni Jóhannssyni, sem endurvakti heimsfrægö Metropolitan-óperunnar meö 't5w aö syngja þar. Gott ef allir þeir sem fóru aö heimsækja Kristján uröu ekki pínulítiö heimsfrægir líka. Helgi Tóm- asson er einnig mjög frægur í Ameríku, sérstaklega þeirri Ameríku sem dansar. ís- lenskir íþróttamenn hafa lengi átt Ameríku. Þangaö hafa allir okkar fremstu frjáls- íþróttamenn fariö og hvert mannsbarn þekkir þá Einar Vilhjálmsson, Sigurö Einars- son, Véstein Hafsteinsson, Þórdísi Gísladóttur, Odd Sig- urðsson, Ingu Rún Þóröar- *~'dóttur og Óskar Jakobsson, sem ílengdist í Ameríku, og Ragnheiöur Runólfsdóttir varö mjög heimsfræg þá stuttu stund sem hún stopp- aöi þar. Bjarni Friöriksson fékk sinn skerf af heims- frægöinni þegar hann vann hálft brons um áriö og allir, og ég endurtek allir, þekkja Pétur Guömundsson körfu- boltamann. Ekki alveg jafn- margir þekkja Flosa Sigurðs- son, enda var hann bara 211 sm. Síöan þetta varö höfum viö sent helling af Keflvíking- um til Ameríku til aö veröa heimsfrægir. Þaö væri leitt aö gleyma Leifi Eiríkssyni í allri þessari Ameríkufrægðarupptalningu og sömuleiöis má nefna alla Vestur-íslendingana, en gömlu flóttamennirnir stóöu sig býsna vel í gamla daga. Og ef einhver skyldi hafa stálminni þá var íshokkíliö Fálkanna mestmegnis skipaö heimsfrægum íslendingum. Nú, enginn hefur almennilega fengiö botn í þaö hvaö Sykur- molarnir uröu frægir þá stuttu stund sem þeir fengu aö hita upp fyrir einhverja voöalega fræga hljómsveit sem spilar mjög niöurdrep- andi tónlist. Þá má ekki gleyma þeim Jóni Óttari Ragnarssyni og Margréti Hrafnsdóttur, sem trylla liöiö í Englaborginni. Nóg um heimsfrægö íslendinga í Am- eríku. Alveg eins og Fríða heillaðist af Dýrinu með mannssálina hafa verkamenn veriðfrá sér numdir af persónu leiðtoga síns í Dagsbrún, Guðmundi ]. Guðmundssyni, í árafjöld. Dýrið varð besti vinur Fríðu alveg eins og Jakinn varð besti vinur verkamannanna. Dýrið og Jakinn hafa það einnig sameiginlegt að vera bœði ógnvekjandi og hrjúfir á yfirborð- inu en blíðir inn við beinið og allra hugljúfi. Það er engum blöðum utn það aðfetta að „mennirnir" eru nauðalíkir. Hefurðu aldrei velt fyrir þér af hverju raðir myndast fyrir framan suma skemmtistaði en ekki aðra? Hvernig í veröldinni stendur á því að fjöldi fólks er tilbúinn að hírast í kulda og trekki, illa klætt og í misjöfnu ásigkomulagi (mis- drukkið) í röð fyrir utan einhvern ákveðinn skemmti- stað á meðan ekki sést svo mikið sem ein hræða fyrir utan starfsfólkið á skemmtistaðnum við hliðina? Við gæt- um auðveldlega svarað því til að þessi skemmtistað- ur væri „betri“ en hinn, til að mynda fallegri innréttingar (þar með talið sæt- ari stelpur og gáfu- legri strákar), skemmtilegra fólk og þar fram eftir göt- unum. Þetta er ekki það sem hagfræð- ingum finnst furðu- legt, þar sem þeir bíða í röðinni með öllum hinum, heldur hitt: Af hverju hækk- ar skemmtistaðurinn ekki verðið? Ef allt er eðlilegt (hagffæð- ingum finnst allt eðlilegt sem fellur að kenningunum, hitt jaðrar við óeðli) ræðst verð drykkjanna af framboði og eftirspurn. Eftirspurnin er greinUega meiri en ffamboðið fyrir utan Bíóbarinn og því er óskiljanlegt hvers vegna Fritz von Blitz og félagar hans á Bíóbarnum hækka ekki verðið á tvöföldum brennivín í vatni, og hvað þeir nú heita þessir tískukokkteilar þar á bæ. Gary Becker, nóbelsverð- launahafi í hagfræði 1992, fór að velta þessari spurningu fyr- ir sér þar sem hann sat á veit- ingahúsi. Ólíkt okkur hinum, sem látum okkur nægja að láta rjúka upp úr hausnum á okkur í tuttuguogfímm sek- úndur max, lagði hann höf- uðið í bleyti og smíðaði kenn- ingu um fyrirbærið. Samkvæmt kenningum Beckers sækjumst við eftir surnum hlutum að hluta til, og stundum að öllu leyti, vegna þess að allir aðrir sækj- ast eftir þeim. Hjarðdýrseðlið verður alls ráðandi. Ef nógu margir þrá eitthvað förum við hin að þrá það líka. Þetta er útgangspunktur Beckers en útskýrir að sjálfsögðu ekki hvers vegna eigendur veit- ingahúsa hækka ekki verðið til að græða meira. Hér skilur milli feigs og ófeigs í kenn- ingasmíðinni. Becker dró upp mynd af eftirspurn einstak- linga eftir þeim gæðum sem höfða til hjarðdýrsins í okkur. (Mynd.) Hugsum okkur að skemmtistaður taki hámark hundrað manns. Einn tvö- faldur kostar 400 krónur. Á lóðrétta ásnum er verð drykkjanna en á þeim lárétta fjöldi þeirra sem vilja inn. Við skulum ennfremur gera ráð fyrir að við þetta verð og magn (400 krónur og hundr- að manns) sé hagnaður stað- arins hámarkaður. Við sjáum strax af myndinni að til að byrja með er allt ósköp venju- legt. Línan hallar niður því hærra verð þýðir minni eftir- spurn og öfúgt. En hvað gerist ef fleiri en hundrað manns vilja komast inn? Jú, röð myndast fyrir utan og fer að draga fleiri að staðnum og þegar röðin er orðin nógu löng fer eftirspurnarlínan á myndinni okkar upp á við. Múgæsing grípur um sig og eigandinn finnur að hann get- ur hækkað verðið umfram fjögurhundruðkallinn per tvöfaldan, til dæmis upp í 500 krónur, en þar er hámarkinu náð. Tvöfaldur kostar 500 krónur, staðurinn er fullur og röð fyrir utan. Nú má aftur spyrja sig; af hverju hækkar hann ekki verðið enn ffekar. Til dæmis upp í 600 krónur? Jú, eins og við sjáum af mynd- inni gæti eftirspurnin þá húrr- að niður í næstum því ekki neitt. Veitingahúseigandinn er staddur í svokölluðu „tísku“- jafnvægi þar sem allt gengur vel og þorir sig hvergi að hræra af ótta við að missa alla strolluna á staðinn við hliðina á og sitja sjálfur uppi með tóman stað. Því líkt og í lífinu sjálfu er „tísku“-jafnvægið fá- tíðara og fallvaltara en hið venjulega jafnvægi. Örlitlar breytingar á „tísku“-jafhvæg- inu geta haft afdrifaríkar af- leiðingar, ólíkt venjulega jafn- væginu, þar sem örlitlar breyt- ingar í verði hafa hverfandi áhrif á eftirspurn. Þetta veit veitingahúseigandinn og þorir því eklci að leggja út í miklar fjárfestingar, svo sem að stækka staðinn og þar fram eftir götunum. „Er á meðan er,“ hugsar hann og vonar það besta. Nú lcynnu veitingahúsaeig- endur að spyrja: Hvernig er hægt að komast í tísku? Við Jósteinn vert ó IA Café STEMMNING í RÖDINNI Hjá Jósteini á LA Café hef- ur um langan tíma verið hin myndarlegasta röð. Ekki aOs fýrir löngu tóku þeir upp á að lækka verð á nokkrum vín- tegundum. Fannst okkur það styðja kenningu Beckers um hræðslu manna við að missa fengnar vinsældir. Nií hefitr verið röð hjáykk- ur svo lengi sem „elstu ‘ menn muna en samt lækk- uðuðþið verðið á nokkrum víntegundum. Hvað kemur tii Er ekki eftirspumin miklu meirt enjramboðið? „Jú. Ef þú ert að velta því fyrir þér þá skiptir það kannski ekki alveg sköpum. Þetta var fyrst og ffemst gert fyrir matargesti. Við erum með ákveðna krónutölu á öUu víni, hvort sem um er að ræða dýrt vín eða létt vín. Flösku sem kostar 1.990 krónur í ríldnu seljum við á 2.990 kxónur þannig að við leggjum þúsund krónur á hana. Ef hún kostar 5.000 krónur í ríkinu seljum við hana á 6.000 krónur. Þegar við vorum að skoða þetta hjá okkur sáum við að við seld- um nær eingöngu ódýra vín- ið. Við vildum koma til móts við matargesti okkar og gefa þeim kost á að kaupa sér al- vöru vín með matnum á eðli- legu verði. Við höfðum það fyrst og ffemst að leiðarljósi að reyna að koma á einhverri almennilegri vínmenningu í þessu landi. Kveikjan að þessu hjá mér var þegar ég fór sjálfur út að borða á ann- an skemmtistað. Þá varð mér það á að panta vín sem ég vissi að var gott, en það hvarflaði ekki að mér að ég fengi annan eins reikning til baka. Þá fór ég að velta þessu fyrir mér. Á föstudags- og laugar- dagskvöldum kemur fólk ekki á þennan stað eða ein- hverja aðra staði til að drekka hvítvín eða rauðvín. Með verðlækkuninni vorum við JÓSTEINN Á Lfl CflFÉ fyrst og fremst að reyna að laða að matargestina.“ En vari ekki ráð að hœkka aðeins verðið á sterka vín- inu ogslá þannigá röðina? Nei, það held ég ekki Ég er feginn að hafa þessa röð. Það er vandamál hjá mér og fleir- um að það er borið mildð vín inn í húsið og mér sýnist auraráðin eldd vera það mildl hjá Islendingum að hægt sé að leika sér að því að leggja meira ofan á þetta." Attu einhverja skýringu á þessummörgtt oglöngu röð- um á Islandi? „Vandamálið á íslandi er einkennileg vínmenning. Raðirnar eru að myndast á sumum stöðum kJukkan hálfeitt til eitt. Þá eru elcki nema tveir tímar eftir. Stað- irnir eru meira og minna tómir ffam að þeim tíma. Er- lendis fer skemmtunin allt öðru vísi ffam. Fólk byrjar að skemmta sér Jdukkan sex að deginum, er til níu, þá fer það heim og aðrir taka við. Hérna tökum við á móti öllu þessu fólki á mjög stuttum tíma. Það eru rnjög hörð viðskipti í þessum bransa. Á LA Café er opið alla daga vikunnar en innkoman er aðallega á föstudögum og laugardög- um. Þetta breytist ekki fyrr en afgreiðslutími skemmtistað- anna verður gefinn frjáls.“ En hvemig er hœgt að fá fólkfyrr inn á kvöldin? „Það verður aldrei hægt fyrr en mögulegt verður að lækka bjórverðið. Það er svo brjálæðislega hátt. Á þessu verður engin breyting fyrr en vínmenning kemst í lag á Is- landi.“ Er ekki ofi hiðfjörugasta partí í röðinní? „Við erum svo heppnir að röðin hjá okkur er innan- dyra. Oft myndast geysilega skemmtileg stemmning í röðinni. Það er sama músík í röðinni og inni þannig að fólk kemur oft kátt og syngj- andi inn.“ Manstu eftir einhverjum frœgum röðum héma áður fyrr? „Ég upplifði Glaumbæjar- árin. Það hefur alltaf verið draumur minn að endur- vekja Glaumbæ. Okkur hefúr kannski tekist það að því leyti að við spilum ekki ósvipaða tónlist og var í Glaumbæ. Hér er algjörlega bannað að spila hipp-hopp og þess hátt- ar tónlist. En minningin er oft fallegri en raunveruleik- inn. Það var alltaf part- ístemmning í Glaumbæ því hann var svo margskiptur. Ég held að það sé að mörgu leyti hægt að líkja röðinni á LA Café og Glaumbæ saman. Fólk telur það ekkert eftir sér að vera í röð.“ því fást lítil sem engin svör. Hægt er að auglýsa staðinn og einnig er reynandi að dreifa boðsmiðum til að draga sem flesta inn á staðina; reyna þannig að vekja upp hjarð- dýrseðlið í mannskepnunni. Kannski er það tilviljun ein sem ræður hvaða staðir verða „in“ og hverjir ekki. Gestir veitingahúsanna, sem hírast í röð helgi eftir helgi, skulu ekki halda að þó svo að nóbelsverðlaunahafi í hagfræði hafi komið fram með skýringu á vandanum sé þar með sagt að vandinn sé leystur. Þið verðið bara að sýna þolinmæði áfram. Eina ráðið sem hægt er að gefa ís- lenskum skemmtanafiklum er að klæða sig betur._________ Gunnar Haraldsson og Guðrún Kristjánsdóttir Dæmigerð Biðröð Samkvæmt kenningum Beckers sækjumst vid eftir sumum hlutum að hluta til — og stundum að öllu leyti — vegna þess að allir aörir sækjast eftir þeim.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.