Pressan - 16.06.1993, Blaðsíða 27
NYJASTA TÆKNI OG VISINDI
Midvikudagurinn 16. júní 1993
PRESSAN 27
Sigurjón vert ó Hressó
FASTAKÚNNAR skipta máli
Sigurjón á hressó
Sigurjón á Hressó hefur
löngum haft skoðun á öllu
sem viðkemur íslensku
skemmtanalífi.
Hvers vegna hœkkiðþið ekki
verðið á arykkjunum efþið
eruð með röðþyrir utan.
Nóg er eftirspumin?
„Við verðum að átta okkur
á því að það er ekki áfengið í
sjálfu sér sem fólk sækist eftir
á hagstæðu verði. Það er að
leita eftir einhverju allt öðru
en áfengi. Hagffæðin segir að
þú eigir að taka það verð sem
markaðurinn lætur bjóða sér
og ég held að við séum
komnir á ystu mörk hvað það
varðar. Það myndi enginn
þora að hækka verðið. Við
höfum einu sinni prófað að
selja inn. Það var á gamlárs-
kvöld. Við opnuðum hálfeitt
og klukkan eitt var orðið
stappað inni svo að okkur
þótti nóg um og prófuðum að
selja inn. En þvíMkt og annað
eins! Það hafði engin áhrif.
Fólk borgaði, því það reiknaði
með að þurfa að borga miklu
meira einhvers staðar annars
staðar. Ef enginn staður hefði
selt inn á gamlárskvöld vitum
við ekki hvernig þetta hefði
farið.“
Manstu sjáljiir eftir ein-
hverjum sérstökum röðum?
„Eg er kominn á þann ald-
ur að ég man eftir biðröðun-
um við ÞjóðleikhúskjaUarann.
Maður lét sig hafa það að
hanga í einn og hálfan til tvo
tíma undir gatinu á rennunni
til að komast inn. En ég veit
hvers vegna ég fór þangað!
Það var svo góð veiði þarna.
Maður fór aldrei einn heim ef
maður fór í „Larann“.
Biðraðir eru mjög gjarnan
notaðar til að sýna vinsældir
og eru því gjarnan tilbúnar.
Sem betur fer, vil ég meina, sit
ég í þeirri skemmtilegu eða
óþægilegu aðstöðu, sem um-
sjónarmaður skemmtana-
halds, að ég á ógeðslega erfitt
með að falsa biðraðir. Ástæð-
an er sú að öll framhliðin á
húsinu er opin og það sést
inn. Ef fáir eru í húsinu, þá
eru bara fáir í húsinu. Ég er
með sal inn efdr öllu, og þess-
ar hræður sem koma
snemma á kvöldin dreifast
inn um allt hús. Ég er því
blessunarlega laus við að falsa
biðraðir en menn hafa gjam-
an gert þetta. Sérstaklega þar
sem aðgangur er þröngur að
húsinu. En þetta er nú svolítið
hvimleitt.
Ég man að fyrstu kvöldin
mín hérna jókst sýrustig mag-
ans ffá níu til hálfeitt, eitt. Þá
fór ég að skilja af hverju menn
gera þetta. Það er örvæntingin
ef enginn kemur.“
Þetta virkar?
„Já, ég held að þetta virki
þar sem þú sérð ekkert inn.
Menn geta líka stýrt biðröð-
um. Ef það er bijálað að gera
á börunum hérna hef ég
gjaman hlaupið ffam í dyr og
látið tempra streymið inn svo
fólkið hafi undan. Húsið er
þannig byggt að það er auð-
velt við þetta að eiga, en al-
mennt séð em þetta vinsælda-
merki, ég held að það sé ekk-
ert annað.“
En nú eru sumirstaðir fullir
en aðrir tómir?
„Það er svo skrýtið með
þessa skemmtanaflóru á Is-
landi að það er nákvæmlega
ekkert að gerast. Meira að
segja þessar langþreyttu tísku-
sýningar, konfektkynningar
og snyrtivörukynningar eru
dauðar. Ég held að þetta hafi
dáið með Hótel íslandi. Það
eru bara örfáir staðir sem ná
að fýlla.“
En hvað er það sem gerir
stað vins&lan?
„Annað fólk“
Er þá ekki sniðugt að dreifa
boosmiðum efstaðurinn er í
Legð?
„Boðsmiðar geta verið
ágætir en þeir geta líka klikk-
að illilega. Ég er með helsta
sérffæðing Islendinga í boðs-
miðum hérna úti á Berlín,
hann Kidda Bigfoot. Við
stúderum allir hugmyndir
hver frá öðrum og stelum ef
þær em góðar. Ég hef séð svo
lélegan boðsmiða frá
skemmtistað að ég hefði ekki
farið á honum inn þótt það
stæði á honum að ég fengi
borgaðan fimmhundruðkall
fyrir að mæta á
staðinn! Það eru
svo misvitrir
menn í þessu. Ég
er ekki að segja að
ég sé alvitur. Ég
hef verið mjög
heppinn þennan
stutta tíma sem ég
hef verið í þessu
og rennt blint í
sjóinn með mjög
margt. Sumt hef-
ur gengið mjög
vel en annað
kannski ekki eins
vel. En það er
nokkuð sem á
ekkert skylt við
visku eða þekk-
ingu. Ég held að
þetta sé líkt og
með popparana sem slá í
gegn. Það em ekkert endilega
þeir bestu. Það er eitthvað
sem menn gera sem hittir.
Maður hefur séð þetta á
mönnum sem hafa gengið á
milli staða. Þeir hafa brillerað
á tveimur, þremur stöðum.
En svo einn daginn er það bú-
ið. Sjarminn í kringum þá er
farinn.“
Hafa skemmtistaðir kannski
bara vissan lífiíma?
„Nei. Casablanca er búið að
afsanna þá kenningu. Tunglið
reyndar líka. Tunglið hefur
aldrei haft neinar vinsældir
sem hann hefur náð að halda
nema í örstuttan tíma. Casa-
blanca hefur aftur á móti sýnt
að það er hægt að halda vin-
sældum lengi án þess að dala.
Það hefur alltaf farið upp aft-
ur. Hjá okkur, og mörgum
öðrum, er það fastakúnna-
hópurinn sem skiptir máli.
Fólkið sem festir tryggð við
staðinn.
Við seljum yfirleitt ekki inn
en emm þó ekki pöbb, því við
erum með dúndrandi disk-
ótek um allar helgar. Engin
VIP skírteini. Engin diskóljós.
Húsið er orðið sextíu ára
gamalt eða meira og það er
nákvæmlega ekkert við það
sem skapar neinn glamor.
Það er helsti sjarmi staðarins.
Ef ég færi að selja inn, halda
módelkvöld og bjóða bara
öllum flottustu píunum í
bænum, held ég að hinar
fæm. Þær fengju bara minni-
máttarkennd. Þar með væri
ég búinn.“
Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson dósent
HAGFRÆÐINGAR LÍTA BIÐRAÐIR HORNAUGA
Um biðraðir:
Ég held að auðvelt sé að skýra
biðraðir hagffæðilegri skýringu.
Almennt líta hagfræðingar bið-
raðir homauga, því að þær eru til
marks um sóun; menn em jafnan
að nota tíma sinn á annan hátt en
þeir vilja, þegar þeir bíða í biðröð,
þeir gætu (flestir) verið að gera
eitthvað betra á meðan. Þess
vegna vilja hagfræðingar eyða
biðröðum með þeim töfrastaf,
sem þeir hafa komið auga á, en
hann er frjáls verðlagning. Þeir
vilja hækka verðið, þangað til bið-
röðin hverfur; þá er komið æski-
legtjafhvægi.
Gallinn er sá, að erfitt er eða
ókleift að eyða biðröðum fyrir
framan veitingastaði að kvöldlagi
með verði aðgöngumiða. Ástæð-
an er óhjákvæmileg óvissa um að-
stæður. Eigendur veitingastað-
anna vita ekki, hvenær gesti ber
að garði (biðröðin er tímabund-
in), hversu margir þeir verða eða
hvað þeir em tilbúnir að greiða í
aðgangseyri. Þess vegna er lækn-
ingin verri en meinsemdin; þess
vegna er biðröðin skynsamleg
lausn í þessu tilviki, þótt hún sé
það ekki í ýmsum öðrum dæm-
um. Við þetta bætist, að stundum
sjá eigendur veitingastaða sér hag
í að mynda beinlínis biðröð til
þess að gefa í skyn, að staðirnir
séu vinsælir, því að menn elta
hver annan inn á veitingastaði.
Um Gary Becker:
Ég hef þekkt Gary Becker lengi;
hann er grannholda og hárið tek-
ið að þynnast, meðalmaður á
hæð, enginn mælskumaður, en
þó skýr og afdráttarlaus í skoðun-
um, nefmæltur nokkuð, af gyð-
ingaættum úr Pennsylvaníu.
Hann var um skeið forseti Mont
Pélerin-samtakanna, sem ég er fé-
lagi í, en það eru samtök frjáls-
lyndra fræðimanna úr öllum
heimshornum. Becker er sá nem-
HANNES Hólmsteinn GlSSURARSON
andi Friedmans, sem Friedman
batt áreiðanlega mestar vonir við,
og þær vonir hafa svo sannarlega
ræst, því að Becker er einn frum-
legasti og snjallasti hagfræðingur
okkar daga.
Sérstaða hans felst í hinni hag-
fræðilegu landvinningastefhu
hans, ef svo má segja, — í því, að
hann er óhræddur við að skýra
margvíslega hegðun manna, sem
á sér í fljótu bragði séð engar hag-
fræðilegar orsalar, á hagfræðileg-
an hátt. Til dæmis má taka glæpi
og refsingar: Menn fremja ekki
glæpi af sérstakri glæpahneigð
(hún er aðeins annað nafh á því,
að menn fremja glæpi), heldur af
því að það borgar sig. Hver má
síðan refsingin vera, til þess að al-
þjóð komi glæpum niður í við-
ráðanlegar stærðir? Becker hefur
líka fram að færa kenningar um
einkvæni og fjölkvæni, mismun-
un kynþátta og fíkniefnaneyslu og
margt, margt fleira.
Um hið hagfræðilega
sjónarhorn:
Enginn vafi er á því, að hið
hagfræðilega sjónarhorn Beckers
hefur mikið skýringargildi. Vís-
indin eru eins og kastljós, sem við
getum notað til þess að lýsa upp
hluti, svo að við sjáum fleti og
hliðar á þeim, sem áður voru
huldir myrkri. Þetta gerir Becker.
Til dæmis lúta fyrirbæri eins og
bameignir og hjónabönd lögmál-
um kostnaðar og ávinnings. Kaþ-
ólska kirkjan leyfði Ijölkvæni í
Paraguay á nítjándu öld, þegar
hörgull var þar á karlmönnum
vegna þess, að þeir höfðu flestir
fallið í stríði við grannríkin. Þar
brást hún við lögmáli skortsins.
Mikilvægt er á hinn bóginn að
gera sér grein fyrir því, að í þessu
felst ekki, að fólk sé alltaf rekið
áffarn af ágimd eða kaldrifjuðum
útreikningum um eigin hag.
Miklu fremur felst í því, að vali
fólks um lífshætti og lífsgildi séu
settar skorður með kostnaði af
slíku vali. Ég vel til dæmis að
verða háskólakennari þrátt fyrir
það, að það sé illa launað starf, en
einmitt vegna þess, að ég hef
áhuga á starfinu, köllun til þess.
Síðan reyni ég auðvitað að há-
marka minn hag innan þeirra
marka, sem þetta val mitt setti
mér.
Helsti veikleiki hagfræðilegrar
frjálshyggju er sá, að hún segir
okkur aðeins, hvað við höfum
eða getum haft í pyngjunni, en
ekki, hvað við emm sjálf eða vilj-
um verða í lífinu. Becker væri lík-
lega sammála mér um það.
ENERGY
SOKKABUXUR
nar
Fallegar á fæti
Hæfilega glansandi
Endingargóöar
Orkug afinn frá Leggs,
sokkabuxur sem gefa daglangt
fótanudd.
Nú í nýjum umbúðum.
Islensk /////
Ameríska