Pressan - 24.06.1993, Blaðsíða 6

Pressan - 24.06.1993, Blaðsíða 6
F R E T T I R 6 PRESSAN Fimmtudagurinn 24. Júní l993 Tón Sigurðsson, atvinnulaus um stundarsakir Jón er kominn heim Jón Sigurðsson er með klókari mönnum. Allt írá því hann var smápatti hefur hann átt sér einn draum: að verða bankastjóri Seðlabanka Is- lands. Það tókst nú í vikunni. Og kom honum ekki 4 óvart, að eigin sögn, enda hefur hann fylgt mjög úthugsuðu plani. Það var nokkurn veginn svona: Hann lærði hagfræði, en passaði sig á því að fara í skóla í Svíþjóð svo örugglega yrði ekkert praktískt gagn að nám- inu fyrir óbrjálað þjóðfélag. Það yar fyrsta skrefið. Önnur stoppistöð var Þjóð- hagsstofnun. Þar ætlaði hann sér alltaf að hafa stuttan stans, með því að gefa ríkisstjórnum svo frámunalega vidaus ráð að honum yrði fljótlega sparkað upp á við í Seðlabankann. Og það er ekki hægt að segja að hann hafi ekki reynt: það var offjárfest í landbún- aði, offjárfest í fiskiskipum, of- fjárfest í fiskvinnslu og offjár- fest í virkjunum. Honum tókst að koma verðbólgunni í himinhæðir og raunvöxtum í bullandi mínus. Þegar verð- bólgan var loks komin í 130 prósent hélt hann að ekki þyrfti meira til. Nú væri stóll- inn tryggur. En Jón misreiknaði sig. I stað þess að reka þennan af- spyrnuslæma ráðgjafa fannst stjórnmálamönnunum að þessi maður hlyti að vera fæddur pólitíkus. Þeir höfðu aldrei séð aðra eins galdra- takta; hver langavitleysan á fætur annarri, en samt þurfti hann aldrei að bera ábyrgð á neinu. Þarna var maður sem hægt var að nota. Og Jón fór á þing. Það var hins vegar aldrei á planinu hjá Jóni og nú voru góð ráð dýr. Hann tók til við að afsanna þessa kenningu og sýna fram á að þrátt fýrir góða tilburði væri hann ómöguleg- ur pólitíkus. Ög þá tókst nú betur til. „Hann mœtti sjaldan í þingið ogþá helst til að segja öðrum þingmönnum hvað þeir vœru vitlausir. “ Hann stofhaði Bifreiðaskoðun íslands, einu löglegu okur- búllu landsins sem fólk þarf að skipta við að viðlögðum fógetaaðgerðum. Hann flengdist um heiminn og þótt- ist vera að semja um álver sem aldrei stóð til að byggja. Hann mætti sjaldan í þingið og þá helst til að segja öðrum þingmönnum hvað þeir væru vitlausir. Hann talaði sjaldan við fjölmiðla og þá helst til að segja þeim hvað þeir spyrðu vitlausra spurninga. Þetta gat bara endað á einn veg. Það varð að losna við þennan mann. Og endastöðin var klár: Svörtuloft við Skúla- götu, svo tryggt væri að hann sæist hvorki né heyrðist aftur. Frá Jóns bæjardyrum séð var nú allt fuilkomnað. En Jón teflir ekki í tvísýnu. Hann lét eins og hann vissi ekkert um þennan Seðlabankastól nema það sem hann las í fjölmiðlum og hélt áfram að ryðja ffá sér málum í ráðuneytinu. Loks brast ríldsstjórnina þolinmæði og á einni viku var búið að koma honum úr ráðuneytinu og redda honum vinnu við Skúlagötuna. Þá var fjárlaga- hallinn orðinn tuttugu millj- arðar og atvinnuleysi hátt í fimm prósent. Og draumur Jóns hafði ræst og því ber að fagna. Þar með er nefnilega lokið margra ára martröð fyrir okkur hin. AS Um helgina fer hér á landi fram friðarboðhlaup Sri Chinmoy, sem kveikja á ein- ingarloga meðal þátttakenda sem síðar „lýsir í hjarta og huga hvers manns á jörðinni". Vemdari hlaupsins er engin önnur en Vigdís Finnbogadóttir forseti og í kynningarbæklingi má auk þess sjá myndir af Davíð Oddssyni með friðarkyn- dilinn. En í hvernig félagsskap skyldu lands- feðurnir vera? Þegar friðarhöfðinginn kom fýrst til landsins gerðu fýlgismenn hans opinbert að Sri Chinmoy hefði um dagana skrifað 800 ritverk, 7.000 söngva og málað yfir 140 þús- und málverk. Sé þessum af- rekum deilt réttládega yfir æviferilinn hefur þessi snill- ingur samið 1-2 ritverk á mánuði frá fæðingu, samið 10 söngva og gert 200 málverk í hverjum einasta mánuði frá því hann leit dagsins ljós í fýrsta sinn. Á einum degi seg- ist þetta sannkallaða ofur- menni hafa ritað 843 ljóð og annan daginn gerði hann SRI CHINMOY Samdi 843 Ijóö elnn daginn oggeröl 16.031 mál- verk hinn daginn! Geri aörir betur. Ofurmenniö Sri Chinmoy Vigdís Finnbogadóttir meö friöakyndll fakírsins 16.031 málverk. Geri aðrir betur. Að auki er hann afreks- maður hinn mesti, andlega og líkamlega. Það eru fáar íþrótt- ir sem hann hefúr ekld iðkað með afburðaárangri, en mesta athygli hafa einhentar lyftur hans valdð. Fyrir fjórum árum var Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra og vó þá vel yfir 0,1 tonn. Sri Chinmoy munaði hins vegar ekki um að lyfta landsföðurnum upp í hæstu hæðir með annarri hendi, veifaði dáleiddum mannfjöldanum með hinni og kvað: Steingrímur Her- mannsson, Numero Uno/ Pi- lot supreme of ice-and-fire Iceland./ Within, without, you are a wisdom-tower. Þótt Steingrímur hafi verið kapp- klæddur og með voldugan kyndil í hendi bliknar þetta af- rek við hliðina á afreld Sri Chinmoy árið 1987. Þá gerði hann sér lítið fýrir og lyfti 3.200 kílógrömmum eða 3,2 tonnum með annarri hendi, kominn vel á sextugsaldurinn. Hið óvandaða tímarit Musclemagasin leyfði sér að draga öll þessi affek í efa og einkum þó lyftuna frægu. Þeir reiknuðu út að hann hefði bætt fyrri árangur sinn um 6.650 prósent og lyft 45-faldri þyngd sinni. Talsmaður Sri Chinmoy sagði hins vegar að hann hefði ekki lyft þyngd- inni, heldur haldið henni á loft, og það ætti að kveða nið- ur allar efasemdaraddir._____ Pálmi Jónasson Verða prestarnir okkar ekki að hafa í sig og á, Sigurður? „Mér finnst þetta bara svo ókristilegt“ 310328-3839 NAFN:SIGURÐUR A. MAGNÚSSON STARF: RITHÖFUNDUR ALDUR: 65 „Jú. Þeir eru allir sæmilega launaðir opinberir embættis- menn og það finnst mér að ætti að nægja þeim.“ En ert þú orðinn rödd hróp- andans í eyðimörkinni? „Nei, nei. Þetta er nú gömul hugmynd. Þessi grein í Morg- unblaðinu er partur úr erindi sem ég flutti fyrir sjö árum í Norræna húsinu. Þar voru nú vígslubiskup og margir prestar og greinilega hefúr það komist inn þótt það tæki sex, sjö ár, því nú eru þeir farnir að tala um það á prestastefnu að af- Siguröur A. Magnússon svarar fyrir árás- ir á þjóna kirkj- unnar. nema þetta. Það líst mér vel á. Mér finnst þetta bara vera svo ókristilegt, óldrkjulegt, úr því að þeir eru á þessu kaupi.“ Þú sakar prestana um að hugsa of mikið um pening- ana og þar með hin verald- legu gæði. En eru prestamir okkar víxlaramir í musteri drottins? „Ja, þeir hafa gert heiðarlega tilraun til að vera það með þessum hætti. Svo eru auðvit- að einstaka menn sem hafa aldrei gert það. Ég veit það persónulega að það eru til undantekningar. Það eru ekki allir undir sömu sök seldir.“ Viltu ekki ganga skrefið til fúlls? Er ekki næsta skref að leggja niður þessa lútersk-ev- angelísku ríkiskirkju? „Ég veit það eldd. Það yrði nú erfitt mál, því ldrkjan á svo mildð inni hjá ríldnu að ríkið færi á hausinn ef þau mál yrðu gerð upp. Þannig að ég veit ekki hvort það yrði fýsi- legur kostur. Það er víst ein- hver nefnd að kanna það núna hvernig málin standa. En það eru gífúrlegar fjárfúlg- ur sem yrði að greiða kirkj- Er kirkjan að þínu áliti orðin gróðafyrirtæki? „Það held ég eldd. Hún er vel efnum búinn og miklu betur en hún var fýrir nokkr- um áratugum og mér þyldr vænt um það. Mér þyldr mjög vænt um íslensku kirkjuna. Þessi grein er skrifúð af vænt- umþykju en ekld af hatri." Siguröur A. Magnússon skrif- aöi grein í Morgunblaöiö þann 28. þessa mánaöar þar sem hann sagöi kirkjunnar þjóna stunda þaö ókristilega athæfi ab innheimta gjöld fyrir verk sem ættu aö vera þeim Ijúf skyldukvöö, svo sem skírnar- athafnir, fermingarundirbúning og þess háttar. Hann rifjabi einnig upp söguna af því þeg- ar Jesús rak víxlarana út úr musterinu í Jerúsalem og var- aöi kirkjuna viö ab veita pen- ingahyggjunni brautargengi. Greinin var mjög haröorö og vekur ekki síst athygli að Slg- urbur A. sakar prestana um aö hafa Mammon í öndvegi.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.