Pressan - 24.06.1993, Blaðsíða 27

Pressan - 24.06.1993, Blaðsíða 27
B U M M ! PRESSAN Fimmtudagurinn 24. júní 1993 Pétur vidurk Qsttund PÉTDR ÖSTLUND Sýnir fræga takta 30. júní. enndu r Hinn góökunni djass- trommuleikari Pétur Öst- lund, sem leikið hefur meö færustu hljóöfæraleikurum Noröurlanda, er staddur hér á landi um þessar mundir. Ástæða hingaðkomu hans, fyrir utan aö heilsa upp á ÞORGEIR ÁSTVALDSSON, glaður í bragði, enda nývakn- aður eftir síðdegislúrinn. „Hún erþað síðasta sem égsé þegar ég legg aftur augun og þaðfyrsta sem égsé þegar ég vakna. Annars hef ég vekjara- klukkuna utan seilingarfjar- lcegðar, vegna þess aðefhún væri of nálœgt mér þá mynd- um við að vísu rumska saman umfimmleytið, en svo mynd- um við sofna saman aftur.“ mömmu, er aö leika inn á plötu meö Sigurði Flosasyni saxófönleikara. í gær bmgðu þeir sér í tónleikaför um landið, sem stendur framyfir helgi. Fyrir ári hlotnuöust Pétri tvö Signia-trommusett frá Premier- fyrirtækinu, sem gjaman lætur slíkt í té þeg- ar um afar færa hljóðfæra- leikara er að ræða. Þykir slík gjöf mikill heiður. Að- eins einn íslenskur trommu- leikari hefur fengið slíka gjöf, Sigtryggur Baldursson Sykurmoli. Hann fékk að- eins eitt sett. Pétur segist hafa nóg að gera í Stokkhólmi, þar sem hann hefur verið búsettur allar götur síðan 1972, eftir að hann gerði garðinn fræg- an meö Hljómum og fleiri hljómsveitum. „Það er kreppa í þessari atvinnu- grein sem öðmm í Svíþjóð. Þar gengur allt hægt fyrir sig um þessar mundir," seg- ir Pétur, sem kemur til ís- lands um það bil tvisvar á ári til að heilsa upp á fjöl- skyldu sína og um leið spil- ar hann gjaman fyrir land- ann. Dvöl Péturs á íslandi nú stendur yfir fram í júlí- mánuð, en 30. júní fá allir þeir sem áhuga hafa á að hitta þennan merka mann með Ijúfa stílinn tækifæri til þess, því í versiuninni Sam- spili á Laugavegi 168 sýnir hann byrjendum sem lengra komnum í trommuleik takta sína og tækni, nánar tiltek- ið klukkan 18.00 síödegis. MYNDLIST Glerkrukkur án innihalds ÁRNIINGÓLFSSON NÝLISTASAFNINU „Eins fallegt og óvæntur fundur saumavélar og regn- hlífar á krufhingarborði“, er hending sem súrrealistarnir gerðu fleyga. Þeir fundu hana á fornbókasölu í verkinu Les Chants de Maldoror, sem var gefið út 1869 af lítt þekktu frönsku skáldi, Isidore Duc- asse, sem gekk undir skáld- nafninu Comte de Lautréam- ont. Það er vel hægt að ímynda sér hendinguna sem skáldlega „innsetningu“, en innsetning er orð sem lýsir því þegar hlutum, tilbúnum og raunverulegum, er raðað inn í sal þannig að heildin, listaverkið, snýr að áhorfand- anum á fleiri en einn veg og umlykur hann jafhvel. Það er kannski erfitt núorðið að gera skýran greinarmun á skúlptúr og innsetningum, en það er einkenni á innsetningum að vera sundurlausari og notast við raunverulega hluti úr um- hverfinu. í aðra röndina er lýsingin hér að ofan skopleg því samsetningin er absúrd, en með því að bjóða upp á samanburð og kalla samsetn- inguna óvæntan fund lumar hún á ráðgátu sem kitlar skáldlegt hugarflug. Og jafn- vel þótt mann gruni að sú ímynd sem býr að baki sé ástafundur elskenda er ráð- gáta enn fýrir hendi, því hvað er líkt með krufningarborði og ástarbeði? Ef hægt er að tala um hefð í íslenskum innsetningum þá er hún sprottin af hugsunar- hætti sem leitar eftir óvænt- um fundum sem leiða til skáldlegra ráðgáta, með því að gefa hlutunum sjálfum táknrænt eða myndrænt hlut- verk. Formið er vitaskuld líka sprottið af andófi gegn fagur- fræði málverksins og högg- myndalistarinnar, gegn fagur- kerahætti og smekkvísi sem lagði allt upp úr tilfinningu listamannsins fýrir efni, formi og litum. Innsetning virtist tilvalin leið til að skálda beint inn í rýmið með raunveruleg- umhlutum. Nú er nokkuð farið að bera á innsetningum aftur, en þær létu fýrst verulega á sér kræla hér á landi á áttunda áratugn- um. Ámi Ingólfsson, sem hef- ur sýnt og starfað í myndlist í fimmtán ár, hefur raðað inn í sali Nýlistasafnsins hinum að- skiljanlegustu hlutum og myndar hver salur fyrir sig eina heild, alls fjórar. f fremsta salnum er trépallur með tómum glerkrukkum og fyrir ofan áletrunin „Annus mirabilis“, sex ljósmyndir af verðlaunabikar á sama vegg og rautt reiðhjól með þremur litlum fánum. Á annarri hæð- inni hafa fimm snærisspottar verið negldir í vegginn, í einu horni er samanvöðlað hrein- dýraskinn og á vegg áletrunin „BuUvetur“. Það er einkennandi fýrir innsetningar Árna, og fleiri sem ég hef séð undanfarið, að hin skáldlega ráðgáta hefur vikið fyrir hinum óvænta fundi sem ráðandi afl í sam- setningu verkanna. Hugsun- arhátturinn á bak við inn- setningar er því kominn í heilan hring og byggist ein- mitt á einhvers konar fagur- kerahætti og óræðri tilfinn- ingu fýrir efni, hlutum og samsetningu þeirra. Það er engin hugmynd eða ímynd sem ræður ferðinni, heldur er ffekar eins og hlutunum sé haldið uppi fýrir framan áhorfandann eins og Rors- chach-spjöldum sem honum er boðið að lesa eitthvað út úr. Innsetningar Árna eru ekki bókmenntalegri eða „hugmyndafræðilegri" en málverk af sauðfé á beit úti í haga, þær eru bara skrítnari. Dæmi um vel heppnaða innsetningu var sýning Magnúsar Pálssonar í Gallerí einum einum í vetur, en Magnús kýs að kalla innsetn- ingar sínar því skemmtilega nafhi „rjóður". Þar fann mað- ur fýrir því hvernig allir þættir unnu saman til að skapa til- ætluð heildaráhrif. Engu var ofaukið né heldur var byggt á stefnulausri tilfinningu fyrir efni og rými. Það sama er ekki hægt að segja um inn- setningar Árna, þar er engin nauðsyn í samsetningu og uppsetningu einstakra hluta, né hefur maður tilfinningu fýrir þeirri þörf eða áhuga sem rekur Árna áffam. Þreyt- andi einhæfni hins handa- hófskennda hvílir yfir sýning- unni, þar sem eitt tekur við af öðru án þess að magna upp enduróm. Myndlist • Alan Johnston, listamaö- urinn skoski, sýnir verk sín I Sýningarsalnum Laugavegi 37. • Samsýning fimmtíu lista- manna í Faxaskála S vegum Óháörar listahátíöar. Á sýn- ingunni eru Ijósmyndir, mál- verk, textíl, skúlptúrar og teikningar. • Carlo Scarpa, listamaöur og arkitekt, er höfundur verkanna sem nú eru til sýn- is í Ásmundarsal. • Bragi Ólafsson hefur opn- aö sýningu á Ijóöum sínum á Kjarvalsstööum. Opiö dag- lega kl. 10-18. • Björg Atla sýnir málverk í Galleri Úmbru. Opiö þriöju- daga til laugardaga kl. 13- 18 og sunnudaga kl. 14- 18. • Mary Ellen Mark, einn þekktasti fréttaljósmyndari heims, sýnir Ijósmyndir á Kjarvalsstööum. Opiö 10-18 daglega. • Ásmundur Sveinsson. Yfirlitssýning í tilefni aldar- minningar hans. Verkin spanna allan feril hans, þau elstu frá 1913 og þaö yngsta frá 1975. Opiö alla daga frá 10-16. •Jóhannes Kjarval. Sumar- sýning á verkum Jóhannes- ar Kjarvals á Kjarvalsstöö- um, þar sem megináhersla er lögö á teikningar og manneskjuna í list hans. •Tarnús sýnir málverk og skúlptúr í Portinu. Sýningin er opin frá 14-18 alla daga. • Róska sýnir málverk sín í Sólon Islandus. • Ásgrímur Jónsson. Skóla- sýning stendur yfir I Ás- grímssafni þar sem sýndar eru myndir eftir Ásgrím Jónsson úr Islenskum þjóö- sögum. Opiö um helgar kl. 13.30-16. • Manuel Mendive, Alberto Gutierrez, Mario Reis og Ragna Róbertsdóttlr sýna verk sín í Hafnarborg á Listahátíö í Hafnarfiröi. Kúbumaöurinn Mendive er -« af mörgum talinn einn at- hyglisveröasti myndlistar- maöur Suöur-Ameríku og Mexíkómaöurinn Gutierrez er einn af þekktari lista- mönnum þjóöar sinnar. Reis er meöal þekktustu framúr- stefnulistamanna Þjóöverja og Ragna hefur unniö verk sérstaklega fýrir þaö rými sem hún fær til umráöa í safninu. Opiö kl. 12-18, lokaö á þriöjudögum. Stend- urtil 30.júní. • Mariana Yampolsky og Jorge Huft sýna verk sín í listamiöstööinni Straumi á Listahátíö Hafnarfjaröar. Yampolsky er af mexíkósk- um ættum og sýnir Ijós- myndir af byggingarlist í Mexíkó og heldur ennfremur fyrirlestra um listræna Ijós- myndun. Arkitektinn J. Huft sýnir byggingarlist frá Suöur- Ameriku. Sýningunni lýkur 30. júní. Sýningar • Nútíö viö fortíð nefnist viðamikil sýning í Þjóöminja- safninu I tilefni 130 ára af- mælis safnsins. Opiö alla daga nema mánudaga kl. 11-17. • Myndlr f fjalli í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Til- drög aö gerö listaverks Sig- urjóns viö Búrfellsvirkjun; sýndar Ijósmyndir, mynd- band, verkfæri ogfrumdrög aö listaverkinu. Opiö mánu- daga til fimmtudaga frá 20-22, laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Tón- leikar á þriöjudagskvöldum kl. 20.30. • Höndlað í höfuðstaö er sýning í Borgarhúsi um sögu verslunar í Reykjavík.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.