Pressan - 24.06.1993, Blaðsíða 2

Pressan - 24.06.1993, Blaðsíða 2
FYRST & FREMST 2 PRESSAN Fimmtudagurinn 24. júní 1993 Agnes Bragadóttir Ekki-frétt hennar um niöurskurö varnarliösins hefur einkennilega eftirmála. Styrmir Gunnarsson Morgunblaös- ritstjórar segja generála og æöstu embættismenn Bandaríkj- anna vera „ómerkileg möppudýr“. Mogginn kvartar um möppudýr Ritstjórar Morgunblaðsins eru greinilega ekki alveg búnir að jafna sig á ekki-fréttinni um væntanlegan niðurskurð hjá varnarliðinu, sem Agnes Bragadóttir sendi ffá Wash- ington á dögunum og slegið var upp með eldgosfyrirsögn á forsíðunni. Þannig kveinar Víkverji á þriðjudag yfir hversu lítið var að frétta af fundum bandarískrar sendi- nefndar sem hingað kom íyrr í mánuðinum. Skýring Mogg- ans var sú að sendimennirnir hefðu verið of lágt settir til að fregna mætti vænta og Vík- verji spurði hvort Kaninn væri nú farinn að veita okkur sömu trakteringar og „svo- kölluðum bananalýðveldum" með því að senda hingað ómerkileg möppudýr. Stað- reyndin er sú að meðal Bandaríkjamannanna voru menn úr efstu lögum banda- ríska stjórnkerfisins, generálar og fleiri. Meðal þeirra voru til dæmis John Teftt, sem ber tit- ilinn Director of Northern European Affairs í bandaríska utanríkisráðuneyutinu, og James Townsend, svonefndur Country Director for Nort- hern Europe í starfsliði vam- armálaráðherrans, Les Aspin. Teftt hélt héðan til Svíþjóðar og Townsend fór til Finn- lands, en hvomgt landið hefúr kvartað yfir móðguninni, svo vitaðsé. Fleiri en Eggert G. aö komast á aldur__________________ I tengslum við ráðherrahró- keringar hjá Alþýðuflokknum hefur ítrekað verið nefnt að Karl Steinar Guðnason muni taka við stöðu Eggerts G. Þor- steinssonar sem forstjóri Tryggingastofhunar. Eggert er kominn á ellilífeyrisaldur, en aftur á móti er hann ekki nauðbeygður til að hætta fyrr en eftir tvö ár, þegar hann verður sjötugur. En það er ekki bara Eggert sem er að nálgast tímamótin miklu. Þannig verður sjötugur á þessu ári Gunnar Bergsteins- son, forstjóri Landhelgisgæsl- unnar, og á næsta ári verða sjötugir Jón ísberg, sýslumað- ur í Húnavatnssýslu, og Guð- Jaugur Þorvaldsson ríkis- sáttasemjari. Aðrir sem gætu þess vegna hætt hvenær sem er á næstunni em Jón Skafta- son, sýslumaður Reykjavíkur, Bjöm Helgason saksóknari, Ármann Kristinsson saka- dómari, Elías I. Elíasson, sýslumaður og bæjarfógeti á Ákureyri, og Sveinbjöm Dag- finnsson, ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneyti. Fljúgandi steggjgpqrti____________ I síðustu viku kærðu for- ráðamenn loðdýrabúsins Hvols í Ölfusi til lögreglunnar á Selfossi meint lágflug rúss- neskrar tvíþekju yfir búinu. Það fylgdi þó ekki sögunni að vélin var full af ungum sjálf- stæðismönnum í bland við rússneska fyrrverandi með- limi Komsomol, ungliða- hreyfingar sovéska kommún- istaflokksins. Innanborðs voru vinir og velunnarar Sveins Andra Sveinssonar, -hins umdeilda stjórnarfor- manns Strætisvagna Reykja- víkur, sem kvænist sinni heitt- elskuðu á laugardaginn. Að sögn heimilda PRESSUNNAR gætir almennrar furðu með staðsetningu loðdýrabúsins þvi það liggur í beinni aðflugs- línu að flugvellinum á Selfossi. Bæjarstjórn Kópavogs klofn- qr______________________ Mikill hitafundur var hjá bæjarstjórn Kópavogs á þriðjudagskvöld. Þá var tekin á dagskrá tillaga um breytingu á skipulagi Fossvogsdals. Sam- þykkti meirihluti stjórnar- manna að senda til kynningar breytingu á skipulagi sem fæli í sér að í Fossvogsdalinn yrði settur níu holu golfvöllur. Þetta kostaði mikil átök á fundinum og lyktaði málum með því að allar fylkingar klofhuðu. Bæjarstjórinn, Sig- urður Geirdal, reyndist full- komlega andvígur golfvellin- um, enda íbúi í dalnum. Það sem kom málinu í gegn var að Guðmundur Oddsson studdi sjálfstæðismenn og greiddi at- kvæði með tillögunni. Er mik- ill hiti meðal krata í Kópavogi Hrafn veifar hegningarlögunum Hrafn Gunnlaugsson, sett- ur framkvæmdastjóri Sjón- varpsins, hótaði starfsmönn- um óbeint með refsiákvæð- um almennra hegningarlaga vegna fféttar PRESSUNNAR um leigubílakostnað hans, en Hrafn eyddi alls 55 þúsund krónum í leigubíla á þeim tíu dögum sem hann var á land- inu og gegndi stöðu dag- skrárstjóra. í kjölfar fréttar- innar messaði Hrafn yfir starfsmönnum Sjónvarpsins um réttindi og skyldur opin- berra starfsmanna og trú- mennsku í starfi. Effir fund- inn voru nokkrir starfsmenn kallaðir inn á teppið en Hrafni tókst ekki að negla þann eða þá „seku“. En Hrafn Gunnlaugsson sendi Sigmundi Erni Arn- grímssyni dagskrárstjóra einnig bréf, dagsett 18. maí. I því segir: „Ýmsar upplýsing- ar, sem fara á með sem trún- aðarmál innan Sjónvarpsins, hafa komist í hendur óvið- komandi. Hjálögðum texta úr almennum hegningarlög- um hefur starfsmannastjóri vakið athygli mína á. Viltu vinsamlegast brýna eftirfar- ~andi lagaákvæði fyrir starfs- mönnum IDD.“ í fylgiskjali er sérstaklega merkt við 136. grein hegn- ingarlaganna. Þar segir meðal annars: „Opinber starfsmað- ur sem segir frá nokkru er leynt á að fara og hann hefur fengið vitneskju um í starfi sínu eða varðar embætti hans eða sýslan, skal sæta varð- haldi eða fangelsi allt að einu ári. Hafi hann gert það til þess að afla sér eða öðrum óréttmæts ávinnings eða noti hann slfka vitneskju í því HRAFN GUNNLAUGSSON skyni má beita fangelsi allt að Minnti starfsmenn á refsiákvæöi hegningarlaga vegna leka um leigubílakostnaö hans. þremur árum.“ út af þessari afstöðu Guð- mundar og þar sem þarna er um að ræða kúvendingu á fyr- irhugaðri notkun á dalnum má gera ráð fyrir hörðum við- brögðum frá íbúum í ná- grenninu. Hingað til hefur verið gengið út frá því að svæðið yrði tekið til almennr- Davíð Oddsson lýsti á dögun- ar útivistar. Þá var einnig sam- um ánægju með störf sitjandi þykkt að stækka athafhasvæði formanns SUS, Guðlaugs Stundum fellur eplið langt frá ei- kinni Afstaða feðganna Davíðs Oddssonar, formanns Sjálf- stæðisflokksins, og einkasonar hans, Þorsteins Davíðssonar, hefur vakið nokkra athygli. Víkinga um 9.000 fermetra, svo væntanlega geta þeir glaðst yfir einhverju þessa dagana. Þórs Þórðarsonar, en hann var mikill stuðningsmaður Davíðs í formannsslagnum um árið. Jónas Fr. Jónsson var hins vegar ætíð talinn stuðningsmaður Þorsteins Pálssonar. Það kemur ekki í veg fyrir að Þorsteinn Dav- íðsson berjist grimmt fyrir Jónasi Fr. ásamt félögum sín- um í Heimdalli og víðar. Hlj ómco-menn sigurreifir í Þyskalandi í síðasta mánuði sögðum við frá gjaldþroti gamla Hljómco og stofnun nýs Hljómco með ýmiss konar til- færslum á eignum; vörum, húseignum, hestum, biffeið- um og fleiru, en að nýja Hljómkó standa Haraldur „Harrý“ Gunnarsson og Garðar Þorsteinsson, sonur eiganda gamla Hljómco, Þor- steins Garðarssonar. Ekki er að sjá að þeir félagar hafi á nokkurn hátt hægt á ferðinni við umfjöllun blaðsins. Um síðustu mánaðamót héldu Haraldur og Þorsteinn til Þýskalands að semja við um- boðsaðila. Einn morguninn voru þeir staddir kampakátir við morgunverðarsnæðing á hóteli sínu og ræddu málin. Þeir vissu ekki að skammt ffá þeim sátu aðrir Islendingar sem hlustuðu á þá félaga gleðjast yfir því að þeir væru búnir að gera „díla“ við alla umboðsaðila sem Hljómco (- gamla) hafði átt viðskipti við og að þau mál hefðu öll geng- ið eins og í lygasögu. Nefndu þeir Nintendo á nafn. Af orð- um þeirra félaga skildist hin- um óvæntu áheyrendum helst, að erlendu aðilarnir hefðu enga hugmynd um að gamla Hljómco hefði tekið breytingum á einn veg eða annan. Guðlaugur Þorvaldsson Ríkissáttasemjari veröur sjötugur á næsta ári og því losnar viröulegt embætti. JÓN SKAFTASON Sýslumannsstaöan í Reykjavík losnar fljótlega eins og margar aörar toppstööur. SVEINN ANDRISVEINSSON Stuttbuxnadeildin og ungir kommúnistar sameinast viö giftingu Sveins Andra. GUÐMUNDUR ODDSSON Kratinn kom Sjálfstæöisflokknum til bjargar viö byggingu golfvallar en Siguröur Geirdal sat eftir meö sárt enniö. DAVÍÐ ODDSSON Formaöurinn styöur Guölaug Þór Þóröarson í formannsslagnum í SUS en einkasonurinn styöur Jónas Fr. Jónsson. Þorsteinn Garðarsson Sonur hans og Harrý stofnuöu nýtt Hljómco og sömdu viö alla gömlu um- boösaöllana. UMMÆLI VIKUNNAR Hvað mega pöddurnar segja? v / Það er nefnilega Jón er, jú hæfastur allra Islendinga „Við stóðum ffammi fyrir því að velja þann hæfasta úr hæfum umsækjendum og við teljum að við höfum gert það.“ Ágúst Einarsson starfsmanna- stjóri. „Michael er mjög skemmtilegur og Getur maður hlegið sig í gegn- j i .jr um skólann? alveg laus vio Stcela “ „Við fyrirgefum manni allt, svita- lykt, flekkað mannorð en aldrei Anna Mjöll Ólafsdóttir, húmorsleysi.“ vinur Michaels iackson. Robert Holden, skólastjóri húmoristaskóla \ „Ég kem bara að görðunum ogþaðerbúiðaðúðaþá. Ég get ekkert gert. Óþægilegur maður hefur hreinlega sagst vera ég eða á vegum mínum. Það er mjög gróft.“ þaö! ■| Jfey'. „Þeir komu inn í verslunina með hagla- byssu og kylfu og maður verður smeyk- ur þegar haglabyssu er beint að andliti manns.“ Vofa atvinnu- leysisins flú- in „Þessi niðurstaða kom mér ekki á óvart og ég er mjög þakklát- ur bankaráðinu að skipa mig í þetta starf.“ Jón Sigurðsson hinn efnilegi. Steinn Kárason úðunarmeist j \ \

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.