Pressan - 24.06.1993, Blaðsíða 20

Pressan - 24.06.1993, Blaðsíða 20
D R A M A T I K 20 PRESSAN Fimmtudagurinn 24. júní 1993 íslendingur sem sat í illræmdu þýsku fangelsi Beildi klefa meö eítunlyfja- neytendum og morðingjum íslendingur var dæmdur í tæplega tveggja ára fangelsi í Þýskalandi fyrir fjársvik að upphæð þrjár milljónir. Honum var haldið föngnum leitt ár, innan um ofbeldisfulla eiturlyfjasjúklinga og morðingja, og lifði í stöðugum ótta um líf sitt. i Maðurinn var búsettur í Þýskalandi um árabil og rak þar fýrirtæki. Fyrir nokkrum árum lenti hann í greiðsluerf- iðleikum og sló lán hjá þýsk- um kunningja upp á rúmar þrjár milljónir. Skömmu seinna sá maðurinn sér ekki annað fært en leggja rekstur fyrirtækisins niður, enda hafði honum ekki tekist að rétta úr kútnum. Bauð hann þá kunn- ingjanum að endurgreiða skuldina með afborgunum, en sá sinnti því engu og kærði málið til lögreglu. Ekkert heyrðist frá yfirvöldum, fyrr en einn góðan veðurdag að Is- lendingnum var fyrirvaralaust stungið á bak við lás og slá. Hann hlaut 22 mánaða fang- elsisdóm, þar af tíu skilorðs- bundna. Að lokinni ársdvöl í fangelsi, innan um morðingja og eiturlyfjasjúklinga, var honum í síðustu viku vísað úr landi án þess að fá að hitta fjölskyldu sína. Tíu mánuðir af refsingu mannsins eru bundnir því skilorði, að hann Setjist eldd að í Þýskalandi næstu fimm árin. Tóku börnin með í Ictngelsið_______________ „Handtakan kom mér í opna skjöldu,“ segir maður- inn, sem er fús að segja sögu sína hér í PRESSUNNI, undir nafnleynd af tillitssemi við sína nánustu. „Ég var heima snemma morguns með bæði börnin, þegar tveir vopnaðir lögregluþjónar bönkuðu upp á og tilkynntu mér að ég væri tekinn fastur. Ég sagðist ekki geta hlaupið fyrirvaralaust ffá heimilinu, en þeir gáfu sig ekki og neyddu mig til að taka börnin með mér í gæsluvarð- hald. Þar máttu þau dúsa með mér hálfan daginn, eða þang- að til móðir þeirra fékk fregnir af handtökunni og gat komið og sótt þau. Ég var auðvitað miður mín yfir handtökunni, en það fékk þó mest á mig að lögreglan skyldi ekki sjá sóma sinn í að halda börnunum utan við málið. Mér finnst varla hægt að ganga lengra en draga börn inn í fangelsi. Yngra barnið áttaði sig sem betur fer ekki á því hvað var að gerast, en það eldra var orðið það stórt að það vissi hvað klukkan sló. Núna, ári seinna, spyr það mömmu sína ennþá af hverju löggan tók pabba.“ Hann segist í fyrstu ekki hafa trúað því að hann yrði hnepptur í fangelsi. „1 barna- skap mínum var ég sannfærð- ur um að ég yrði látinn laus eftir nokkra daga. Var viss um að ég yrði látinn greiða skuld mína og málið væri þar með úr sögunni. Mér varð þó fljót- lega ljóst að mönnunum var fúlasta alvara og ég skyldi í steininn.“ Næstu fjóra mánuði dvaldi hann í gæsluvarðhaldi og náði ekki fýrr en seint og um síðir sambandi við fjölskyldu sína. Fangelsið reyndist ekki aðeins ógnvekjandi heldur yfirfullt af glæpamönnum, en enda þótt það sé aðeins ætlað rúmlega 800 manns voru um 1.100 fangar þar í gæslu. Lýsingam- ar á aðbúnaðinum og sam- föngunum vekja óhugnað, en að loknu gæsluvarðhaldinu, þegar sjálf fangelsisvistin hófst, tók þó enn verra við. Engin heimsókn í einn og hálfan mánuo „Það þyrmdi yfir mig effir handtökuna og ég lagðist í sjúklegt þunglyndi. Reis ekki úr rekkju í hálfan mánuð og borðaði sama og ekkert. Grét bara örlög mín. Ég var nánast búinn að sannfæra sjálfan mig um að ég myndi aldrei aftur líta glaðan dag eftir þetta. Eymd mín væri algjör og lengra væri ekki hægt að sökkva. En svo tók ég mér tak. Sagði við sjálfan mig að lífið væri ekki búið og ég mætti ekki gefast upp. Einhvern veg- inn tókst mér loks að rífa mig upp úr mesta volæðinu, þótt vanlíðanin væri mikil. Það hjálpaði auðvitað ekki, að ég fékk ekki að hitta konuna fýrr en eftir einn og hálfan mánuð og var það fýrsta og jafnframt eina heimsóknin sem ég fékk á meðan ég var í gæsluvarð- haldi. Konan mín var ítrekað búin að skrifa fangelsinu og biðja um að fá að koma, en var aldrei svarað. Svo virtist sem allt væri gert til að ein- angra menn sem mest ffá fjöl- skyldu sinni. Ég fékk ekki að nota síma og bréfin frá kon- unni voru þrjár vikur á leið- inni, enda þótt hún byggi í að- eins 25 kílómetra fjarlægð. I fangelsi er hver mínúta eins og eilífð og því er hægt að ímynda sér hvemig það er að þurfa að bíða þrjár vikur eftir bréfi. Biðin verður óendan- leg.“ Tvisvar í viku í sturtu_________________ Hann segist hafa getað hrósað happi yfir að vera einn í klefa á meðan á gæsluvarð- haldinu stóð, enda þótt vistar- veran væri ekki upp á marga fiska. „Klefinn var um sjö fer- metrar að stærð, með einum litlum glugga upp undir lofti. I herberginu var rúmgarmur sem skipt var á á þriggja vikna fresti, borð, stóll, vaskur og salerni. Hreinlæti var mjög ábótavant og til dæmis var okkur aðeins leyft að fara í sturtu tvisvar í viku. Það segir sig sjálft að fangelsið lyktaði hrikalega illa, einkum yfir sumarmánuðina, þegar hitinn fór oft yfir 30 stig og loftræst- ing var engin.“ Föngum var leyft að dvelja utandyra í einn tíma á dag. Hann segist í fýrstu ekki hafa treyst sér út á meðal hinna fanganna, en þegar á leið hafi hann gert sér grein fyrir að hann yrði að rífa sig upp úr þunglyndinu. „Ég var búinn að missa 24 kíló og leit orðið út eins og ræfill. Loks sá ég að ég yrði að fara út og hreyfa mig ef ég ætlaði að lifa þetta af. Ég notaði því útivistarleyf- ið til að ganga rösklega ffam og aftur um svæðið. Hinum föngunum fannst þetta sér- kennilegt og spurðu iðulega hvort ég ætlaði að ganga til ís- lands.“ Eiturlyf og slags- mál innan fang- elsisins__________________ Að loknu gæsluvarðhaldinu var hann færður í nærliggj- andi fangelsi, þar sem hann kynntist fýrir alvöru harð- neskjulegu lífinu á bak við fangelsisrimlana. „Mér varð hreint ekki um sel, en þarna voru samankomnir um 800 harðsvíraðir og snarruglaðir glæpamenn, margir eins og þeir gerast verstir í bíómynd- unum. Þarna voru nienn af öllum þjóðarbrotum, þó einkum ítalir og Tyrkir, sem mér stóð stuggur af, enda of- stækisfúllir og til alls líklegir. í fangelsinu var ég ýmist með tveimur eða fjórum öðrum föngum í klefa. Það tók á taugarnar að deila klefa með eiturlyfjaneytendum og morðingjum og ég óttaðist um líf mitt allan tímann. Það má segja að ég hafi verið með Josef Schwammberger Þýskistríðsglæpamaðurinn sem íslendingurinn kynntist í fangelsinu. skítinn í buxunum.“ Hann segir ofbeldi og slags- mál hafa verið daglegt brauð og reglulega hafi fangar verið sendir stórslasaðir á fangelsis- sjúkrahúsið. „Ég reyndi að láta lítið á mér bera og blanda sem minnst geði við hina. Taldi það ráðlegast, enda margir fanganna óútreiknan- legir og aldrei hægt að vita upp á hverju þeir gætu tekið. Ég yrti aldrei á neinn að fýrra bragði og lagði lykkju á leið mína þegar ég mætti verstu slagsmálahundunum. Það kom þó ekki í veg fýrir að ég yrði nefbrotinn. Var á leið inn í klefann minn þegar einn fanginn, sem ég hafði aldrei skipst á einu orði við, vék sér að mér, sagði að ég skyldi ekki voga mér að tala svona til sín og skallaði mig þrisvar með enninu. Síðan hótaði hann að drepa mig ef ég segði til sín. Margir fangar urðu vitni að atvikinu en þeir hreyfðu þó hvorki legg né lið. I fangelsinu hugsar hver um sig, þar hjálpaði enginn ná- unganum. Og fangaverðirnir spurðu ekki hvað hefði gerst, heldur sendu mig orðalaust til læknis. Eiturlyf gengu kaupum og sölum innan fangelsisins og menn voru meira og minna dópaðir frá morgni til kvölds. Ég held að segja megi að ég hafi verið eini fanginn sem ekki neytti eiturlyfja, hinir voru allir á kafi í heróíni. Verðirnir létu sem þeir sæju þetta ekki og ótrúlega auðvelt reyndist að smygla eiturlyfj- um inn í fangelsið, — líkast til fannst þeim ágætt að fangarn- ir væru í vímu því þannig voru þeir rólegri. Fangelsið sá þó ekki um að dreifa hreinum sprautum og því voru alltaf þær sömu í gangi. Ég vissi að minnsta kosti um sex alnæm- issmitaða fanga sem spraut- uðu sig daglega, en það var eins og enginn hefði áhyggjur afþví.“ Kynnlisl stríös- glæpamanninum Schwammberger I fangelsinu voru menn skyldaðir til vinnu, enda þótt aldei tækist að finna næg störf fyrir alla. „Ég vann aðeins hluta af fangavistinni, fýrst við að búa til framlengingarsnúr- ur og síðar á fangelsissjúkra- húsinu í tvo mánuði. Á spítal- anum hafði ég mesta frjáls- ræðið og þar leið mér því best, enda þótt ég gerði ekla annað en skeina sjúklinga og þrífa skít. Þarna var mikið um fanga sem höfðu verið barðir eða reynt að fýrirfara sér með því að skera sig á púls eða hengja sig. Þá var þama fjöld- inn allur af langt leiddum al- næmissj úklingum." Meðal þeirra sem hann kynntist lítillega á sjúkrahús- inu var þýski stríðsglæpamað- urinn Josef Schwammberger, sem dreginn var fyrir dóm- stóla í Þýskalandi 1991 vegna aðildar sinnar að helförinni. „Karlinn er nokkuð ern, þótt kominn sé á níræðisaldur, og við spjölluðum nokkrum sinnum saman. Það var óhugnanlegt að hlusta á hann, en viðhorf hans til gyðinga hafði ekkert breyst frá því í stríðinu. Hann sagðist aðeins hafa gert skyldu sínu, gyðing- ar hefðu valdið spillingu í þýsku þjóðfélagi sem nauð- synlegt hefði verið að upp- ræta. Þeir hefðu verið á góðri leið með að taka yfir öll völd í landinu, þeir hefðu átt allt og verið orðnir allt of margir. Ég rakst á alls konar menn þarna á sjúkrahúsinu. Þar á meðal fyrrum meðlim hryðjuverkasamtakanna Rauðu herdeildarinnar (RAF), sem hafði mörg morð á samviskunni og var búinn að sitja inni í fimmtán ár. Þá var þarna Tyrki sem hafði myrt konuna sína. Hann stakk hana með hnífi fýrir framan börnin þeirra af því hún vildi ekki horfa á sömu sjónvarpsrás og hann. Annar hafði starfað með fíkniefna- lögreglunni sem tálbeita og aðstoðað við að koma upp um stóran kókaínhring. Það var sagt að honum yrði útveg- að nýtt nafh þegar hann slyppi út.“ Hef vonandl lært qf mislökunum Hann segir var hægt að lýsa því hvernig honum leið í fangelsinu. Sífellt með nag- andi samviskubit og áhyggjur af fjölskyldu sinni og þjakaður af einsemd. Fangelsisreglur leyfðu aðeins eina heimsókn í mánuði og hann sá bömin sín ekki í heilt ár á meðan hann var í haldi. Segist ekki hafa viljað að þau upplifðu eymd- ina í fangelsinu. „Mér leið verst þegar ég lagðist upp í rúm á kvöldin. Þá ásóttu mig neikvæðar og sjálfsásakandi hugsanir, svo ég átti í stökustu erfiðleikum með að sofna. Með tímanum tókst mér þó að sigrast á and- vökunni með því að þvinga mig til að hugsa aðeins um já- kvæða hluti uppi í rúmi. Dag- arnir voru skárri, þótt þeir gætu verið hrikalega lengi að líða. Ég reyndi að halda mér uppteknum og gleypti í mig allt lesefhi sem ég komst yfir. Las til dæmis Biblíuna spjald- anna á milli og hafði gott af. Trúin hjálpaði mér oft á erfið- um augnablikum og ég finn að hún er sterkari en áður.“ Hann segist nú vera kom- inn heim til að byrja nýtt líf á íslandi ásamt fjölskyldu sinni. Reynslan hafi verið bitur en hún hafi líka kennt honum margt og hann segist vona að hann hafi nú lært af mistök- unum. „Auðvitað ber hver ábyrgð á sínu lífi og það hvarflar ekki að mér að álasa öðrum en sjálfum mér. Ár í fangelsi hefur vonandi breytt mér til batnaðar; ég finn að minnsta kosti að ég er orðinn raunsærri og laus við draum- óra. Guði sé lof. Því ef þessi erfiða lífsreynsla hefði ekki orðið til að breyta hugarfari mínu, þá væri mér ekki við- bjargandi.“ Bergljót Friðriksdóttlr

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.