Pressan - 02.12.1993, Blaðsíða 3

Pressan - 02.12.1993, Blaðsíða 3
Fimmtudagurinn 2. desember 1993 BÓKA- OG PLÖTUBLAÐ PRESSAN B3 Sápuópera frá vikinga- tíma mmmmm VILBORG DAVÍÐS- DÓTTIR: VIÐ URÐAR- BRUNN MÁL OG MENNING ★★ Við Urðarbrunn er fyrsta skáldverk Vil- borgar Davíðsdótt- ur fréttamanns, unglingasaga sem gerist á víkingaöld. Þar segir frá ambáttinni Korku, dóttur írskrar ambáttar og íslensks höfðingja. Korka elst upp hjá móður sinni en missir hana sviplega og fer þá til þjónustu á heimili föður síns. Þar vin- gast hún við hálfsystur sína og reynist henni stoð og stytta í erfiðum raunum. Korka mætir sjálf mótíæti og verður að fiýja land eftir að hafa orð- ið manni að bana í sjálfsvörn. í Noregi bíða hennar fleiri ævintýri og svo vitanlega ung- ur maður. Þetta er saga Korku og þeirra kvenna sem hún kynn- ist. Meðal kvennanna ríkir samstaða, því konurnar eiga fátt annað að en hver aðra í heimi þar sem karlar eru nær einráðir. Karlmenn bókarinn- ar eru, með örfáum undan- tekningum, hrottar og ill- menni. Nú er ekki svo að persónu- sköpun bókarinnar risti djúpt. Hún er fremur einhæf og skortir dýpt. Fjöldi per- sóna er kynntur til sögu en það er líkt og höfundur hafi ekki getað áttað sig á því hvað hann ætti að gera við þær og margar hverfa of skyndilega af sviði, þrátt fyrir að höfund- ur hafi gefið í skyn að þeirra biði ákveðið hlutverk. Þetta gerir söguna nokkuð losara- „Það erpúður í þessari sögu. Þrátt fyrir margs kotiar galla (hún er greinilegt byrj- andaverk) er hún mjög skemmtileg aflestrar og hún einkennist affrá- sagnargleði. “ lega. Vilborgu tekst hins vegar að vekja samúð lesandans með Korku. Hún setur hina ungu söguhetju sína hvað eft- ir annað í aðstöðu þar sem reynir á hugvit og ráðkænsku. Þetta er hlutverk sem algeng- ast er að unglingsdrengir gegni og það er skemmtileg tilbreyting að sjá unga stúlku standast svipuð próf með prýði. Sálfræðiþáttur verksins ristir ekki djúpt. Þegar miklir og harmrænir atburðir hafa átt sér stað grípur höfundur til svipaðra ráða og þeirra að segja að viðkomandi hafi „veinað eins og sært dýr“ eða að „tíminn hafi stansað" (við skrifum reyndar öll svona í byrjun af því við höldum að þetta sé áhrifaríkt). Korka virðist furðufljót að jafna sig eftir að hafa misst fjölskyldu sína og frásögnin af þvi hvernig hún kemst að upp- runa sínum er ekki sannfær- andi. Hið sama má segja um ástarsöguna. Það er vissulega hægt að elska þann sem mað- ur í upphafi fyrirleit en slíkt gerist ekki á einni stundu. Þegar Korka tekur skyndilega að renna hýru auga til hús- bónda síns þá finnst manni að þar séu tómir dyntir á ferð. En það er púður í þessari sögu. Þrátt fyrir margs konar galla (hún er greinilegt byrj- andaverk) er hún mjög skemmtileg aflestrar og hún einkennist af frásagnargleði. Þarna er komið heilmikið drama; ástir, svik og örlög, í sönnum sápuóperustíl. Þetta er því safarík skemmtun. Vilborg má vera ánægð með þessa frumraun sína, sem ég trúi ekki öðru en ung- lingsstúlkur muni hafa ánægju af að lesa. Kolbrún Bergþórsdóttir Perrinn fær makleg málagjöld GUNNHILDUR HRÓLFSDÓTTIR KOMDU AÐ KYSSA ÍSAFOLD 1993 ★ Hver var að segja að íslenskir höfundar væru sinnulausir gagnvart þjóðfélags- vandamálum? Hér er fjallað um áfengisböl, húsnæðiseklu, kynferðislega áreitni, sprútt- sölu og sitthvað fleira í þeim dúr. Og samt er þetta ekki „vandamálabók“ fyrst og fremst; spenna sögunnar snýst mestöll um fýrsta koss- inn eins og vera ber í bók sem gerist á Suðumesjum. Gunnhildur Hrólfsdóttir er þrautreyndur höfundur og þetta er áttunda bók hennar. Textinn er þokkalega lipur og flýtur áfram án stórátaka: hvergi bregður fyrir skáldleg- um tilþrifum, sem svo eru kölluð. Mest er sagt af vinkonun- um Elínu og Boggu. Ágimd- in, ein af dauðasyndunum sjö, rekur þær í kompaní með ógeðslegum perra sem bmgg- ar landa og þuklar á bijóstun- um á Boggu. Þegar þær stöll- ur em ekki að aka brennivíni í barnavagni um Keflavík eru þær að bræða með sér ásta- mál enda náttúran að vakna til lífsins. Steini og Matti eru „Það er náttúrlega ómögulegt að sú persóna sögunnar sem helst vaknar til lífsins skuli vera brennivínsperrinn. En hannfœr líka makleg málagjöld. Sem beturfer.“ draumaprinsarnir og til tíð- inda dregur undir bátskrifli niðrí fjöru þegar heitir tungu- broddar mætast í myrkrinu. Lesandinn fær líka að litast um heima hjá þeim. Pabbi El- ínar er oftastnær rallhálfur að koma úr ljónagryfjunni þar- sem Njarðvíkingar taka gesti í bakaríið í körfubolta. Og af því pabbi er alltaf fullur kemst litla fjölskyldan ekki í mann- sæmandi húsnæði. Brenni- vínið fær hann auðvitað hjá helvískum perranum. Persónur bókarinnar eru, flestar hveijar, viðkunnanleg- ar en fráleitt eftirminnilegar. Mann langar ekkert óskaplega mikið til þess að hitta þær aft- ur. Viðleitni höfundar til að varpa ljósi á það sem er bijót- ast um í unglingshjartanu er virðingarverð en því miður fjarska óspennandi. Gunn- hildur hefði að ósekju mátt bæta fleiri litatónum í persón- ur sínar og leggja meira í stíl- inn. Það er náttúrlega ómögu- legt að sú persóna sögunnar sem helst vaknar til lífsins skuli vera brennivínsperrinn. En hann fær líka makleg málagjöld. Sem betur fer. Hrafn Jökulsson Frank og Jói koma til islands INGIBJÖRG EINARS- DÓTTIR OG ÞORSTEINN EGGERTSSON VÁ! ÁSTIR OG ÁTÖK í UNGLINGAHEIMI ALMENNA BÓKAFÉ- LAGIÐ 1993 ★★ Annar höfundur bókarinnar, Ingi- björg Einarsdóttir, er aðeins fimmtán ára og á bókarkápu er því haldið ffam fullum fetum að hún skrifi sögu „sem gerist í þeim heimi sem hún sjálf lifir ✓tc 1 . Af sögunni að dæma er mikið fjör að vera unglingur nú til dags: Jökull og Smári, fimmtán ára aðalpersónur, flækjast inn í umfangsmikið glæpamál sem þeir reyna að upplýsa sjálfir, og sýna bæði hugkvæmni og dirfsku. Glæpaflétta sögunnar minnir á gömlu góðu Blyton-bæk- urnar, Frank og Jóa, Bob Moran og álíka klassík. Og ekki leiðum að líkjast. Mér er hinsvegar til efs að Jökull og Smári séu að flestu leyti „ósköp venjulegir strákar í 10. bekk“ svo aftur sé vitnað til fullyrðinga bókarkápu. Jökull segir söguna og hann Iiljómar satt að segja fremur einsog lífsreyndur (og dálítið lífsþreyttur) einkaspæjari í Bogart-mynd. Þegar foreldr- arnir gera slæma mætingu í skólann að umtalsefni svarar hann: „Það er viðtalstími hjá mér á virkum dögum. Um skólamál, meina ég. Alls ekki að næturlagi og um helgar. Getið þið ekki komið seinna? Ég er að farast úr þreytu.“ Jökull er ekki síður verser- aður í kvennamálum. Sigga, vinkona hans, er „algert hott sjott“ en það kemur ekki í veg fyrir að hann fái áhuga á Rannveigu líka, enda er hún „alger kroppur sem fær mann hreinlega til að kikna svo að ekki sé nú talað um húmor- inn“. Mesti ljóminn fer hinsveg- „Persónurnar eru yfirleitt smellnar og skemmtilegar, þótt þœr séu á köflum ögn fjarstœðu- kenndar. Kannski fara sletturnar í taugarnar á ein- hverjum: beibs, meibí, mödds, kom on, meika, plís og- svoframvegis. Mei- bí, meibí not. “ ar af Rannveigu á blaðsíðu 122: ,,“Já, ég bæði reyki og drekk,“ sagði hún og virtist stolt af því.“ RegintöfFarinn Jökull hefur „hvorugan ósiðinn tekið upp og hef ekki hugsað mér að stunda svoleiðis subbuskap“. Heyr, heyr, ungi maður! Atburðarásin er kannski ekki alltaf mjög sannfærandi (ffekar en í Frank og Jóa og félögum) en hún er alltaf hröð; hvergi dauður punktur. Glæparannsókn þeirra félaga lofar lengstaf góðu og þess- vegna eru það óneitanlega vonbrigði að málin skuli lögð í hendur lögreglunnar áður en yfir lýkur. Það er dálítið einsog höfundarnir hafi gefist upp á að láta persónur sínar leysa málið. En hvað um það. Persón- urnar eru yfirleitt smellnar og skemmtilegar, þótt þær séu á köflum ögn fjarstæðukennd- ar. Stíllinn er læsilegur og oft fjörugur: kjarngóð nútímais- lenska, ríkulega krydduð með slettum. Kannski fara slett- urnar í taugarnar á einhveij- um: beibs, meibí, mödds, kom on, meika, plís ogsvo- ffamvegis. Meibí, meibí not. Þar er ef- inn. Hrafn Jökulsson SÖGUGETRAUN í hverju blaði fram að jólum mun birtast á þessum síðum getraun byggð á spurningum tengdum atburðum sem gerst hafa í heiminum frá árinu 1945. í hverri viku verða dregin út verðlaun til handa fimm heppnum lesendum sem senda inn rétt svör. Þau eru nýjasta bókin í ritröðinni Saga mannkyns sem er að koma út hjá Almenna bókafélaginu. Það er 15. bindi og fjallar um samtímasögu eftir 1965, óvenjuglæsilegt verk. Aðalverðlaun: Úr nöfnum þeirra sem senda inn rétta lausn á einhverri gátu verður dreginn einn vinn- ingshafi sem hlýtur að launum þessa glæsilegu ritröð í heild sinni, að verðmæti kr. 52.350. 1. Þegar Jósef Ankrah hershöfðingi framdi valdarán í Ghana árið 1966 fékk ffáfkrandi forseti hæli í öðru Afríkuríki. Hvað hét hann, hvaða ríki var þetta og hvaða upphefð hlotnaðist honum þar? 2. Gúlag-eyjaklasi kom út í fyrsta sinn á Vesturlöndum. Ferdinand Marcos Filippseyjaforseti lagði fram nýja stjómarskrá sem færði honum lífstíðarvöld. Um þrjú hundruð manns tóku með valdi landskikann „Undað hné“ á vemdarsvæði Sioux-indíána í Suður-Dakóta. Hvaða ár var þetta? 3. Árið 1946 var keypt lóð í miðri New York-borg undir höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna. Hver keypti lóðina og hvað kostaði hún? Lausn á gátu 18. nóvember: 1. Árið var 1952. 2. Shianouk prins var steypt af stóli í Kanibódiu árið 1970 og eftinnaður hans var Lon Nol hers- höfðingi. 3. Lœknirinn sem sakfelldur var í Profumo-hneykslinu í Bretlandi hét Stephen Ward. Hann stytti séraldur. Úr réttum lausnum var dregið nafn Péturs Þorleifssonar, Ljósheimum 20, Reykja- vík. Hann fær að launum nýjasta bindið í ritröðinni Saga mannkyns, sem Almenna bókafélagið gefur út. Svör merkt "Sögugetraun" sendist PRESSUNNI, Nýbýlavegi 14, 200 Kópavogur, fyrir 13. desember.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.