Pressan - 02.12.1993, Blaðsíða 4

Pressan - 02.12.1993, Blaðsíða 4
4 B4 PRESSAN BÓK A- PLOTU BLAÐ Fimmtudagurinn 2. desember 1993 I partí með prinsessunni INDVERSKA PRINS- ESSAN LEONCIE STORY FROM BROOK- LYN PANTON ★★ Indverska prinsess- an í Kópavoginum er eitt sérkennileg- asta fyrirbærið í íslenska poppbransanum. Tónlist hennar heyrist alltof sjaldan og til langs tíma var eingöngu hægt að verða sér úti um nýj- ustu plötuna hennar með því að hringja í hana og panta eintak. Meira „öndergránd" er varla hægt að verða. Nú fæst platan bæði í Kryddkof- anum og í Hljómalind og því ekki seinna vænna að platan sé tekin fyrir hér í PRESS- UNNI. Story from Brooklyn var tekin upp af Eduard Parma Jr. og unnin í Prag og London. Leoncie fór bæði í eigin persónu til Prag og sendi DAT-spólu með rödd sinni utan þar sem Parma mixaði hana í tónlistina. Þrátt fyrir þessi fáheyrðu vinnu- brögð hangir platan mjög vel saman í júródiskópopplegri heild. Platan var unnin á ár- unum 1991 og 1992 og kom út í fyrra. Hún hljómar þó „Platan ber með sér klassískt yfirbragð evr- ópskrar úrkynjunar og œtti vel heima sem sándtrakk í þýskri klámmynd. Prinsessan rær semsagt á sígild mið í sköpun sinni og gerirþessu velkta klámdiskói frábœr skil. “ eins og hún sé eldri, ber með sér klassískt yfirbragð evr- ópskrar úrkynjunar og ætti vel heima sem sándtrakk í þýskri klámmynd. Prinsessan rær semsagt á sígild mið í sköpun sinni og gerir þessu velkta klámdiskói ífábær skil. Rödd Leoncie á notalega heima í þessum fýsilega kokkteil. Hún heíúr sérstakan söngstíl, svo ekki sé meira sagt. Hún glefsar í orðin, gleypir þau og tyggur, veltir þeim með tungubroddinum og spýtir út með skræk, bauli eða þokkafullum titringi. Þetta er söngstíll sem fáar aðr- ar söngkonur ráða yfir og engin hérlendis. Lögin eru sextán og jöfn að gæðum en helst til einhæf innbyrðis. Búmm búmm búmm gengur bassatromman í tólinu hjá Parma, yíir fljóta niðursoðnar fiðlur, máttlaus bassi og tæt- ingslegir hljóðgervlatónar. Þó er einlæg gleði samfara þess- ari tónlist og afslappaður létt- leiki. Leoncie og kó tekst að búa til næfurþunna en skemmtilega partí- og dans- músík sem krefst lágmarks- heilastarfsemi til að njóta. Skemmtilegustu lögin eru „Have faith“ (titillagið í kvik- myndinni „A friend for rainy weather H“ (?!)), „Everytime I see you“, sem er einföld lítil ballaða, og „Safe sex (take me deeper)“, sem gengur lengst í berorðum klúrheitum. Platan er klukkutími af góðu stuði og nú er bara að panta prins- essuna í næsta partí! Gunnar Hjálmarsson Fyrirtæki og félagasamtök í Reykjavík Styrkir til nýrra viðfangsefna Atvinnumálanefnd Reykjavíkur lýsir hér með eftir hugmyndum um ný viðfangsefni fyrirtækja og félagasamtaka í borginni með vísan til reglna nr. 31/1993 um úthlutun styrkja úr Atvinnuleysistryggingasjóði. Til að verkefnið teljist styrkhæft þarf það að vera: Skýrt afmarkað og tímabundið (ekki til lengri tíma en 6 mánaða) Nýtt viðfangsefni Unnið af fólki af atvinnuleysisskrá í Reykjavík. Þeir sem lengst hafa verið á atvinnuleysisskrá hafa forgang að starfi við verkefnið. Styrkhæf verkefni yrðu unnin á vegum umsækjenda en á ábyrgð Reykjavíkurborgar. Fjárhæð styrks yrði jafnhá þeim atvinnuleysisbótum, er ella hefðu verið greiddar þeim einstaklingum, sem falla af atvinnuleysisskrá vegna þátttöku í verkefninu. Umsóknir skulu sendar borgar- hagfræðingi, Ráðhúsi Reykjavíkur, fyrir 7. desember næstkomandi. Atvinnumálanefnd Reykjavíkur Viðhunnanleg lesning EYSTEINN BJÖRNSSON DAGNÆTUR, LJÓÐ BÓKAÚTGÁFAN NORÐ- URLJÓS ★★★ HF Þessi snotra ljóða- f bók inniheldur 50 ljóð og er í þremur hlutum sem hver um sig hefúr viss kennimörk í yrkisefni og yfirbragði, þótt skilin séu ekki skörp á milli. I fyrsta hlutanum, „And- vara“, er áberandi ljúfsár söknuður til æskunnar, ort er um ást sem var eða hefði get- að orðið. Sleginn er tónn rammíslenskra náttúru- stemmninga þar sem ljóð- mælandi hugsar gjarna til íjalla og heiðarvatna í kyrri sumarnótt. í þessum ljóðum ríkir sáttfysi og nokkurskonar yfirvegaður tregi um leið og staðfest eru tengsl við landið og kynslóðirnar: Veganesti Amma mín heklaði handa mér teppi réttáðuren hún dó ofið úr íslenskum lopa grátt hvítt mórautt minnir migá hver ég er Bernskuminningar ljóð- mælanda eru oft ekki fölskva- lausar. í fegurstu myndum bregður jafnvel fyrir grimmd, dauðinn er sjaldnast fjarri í feigðarminnum tunglsigðar, myrkurs og þokunnar sem hylur landið. Annar hlutinn, „Sólfar“, er í það heila tileinkaður líf- snautninni og lífsþorstanum, þörfinni fyrir hreyfingu og hraða. Þar er víða gælt við lífsháskann sem það afl er gefur tilverunni gildi, hrár frumkraftur er tekinn fram yfir skynsemi eða hugsun. í síðasta hlutanum, „Blik- ur“, ráða grimmd, ógn og tortíming ríkjum. Víða ber á kaldhæðinni biturð sem er í hrópandi andstöðu við mildi fyrri hlutanna tveggja. Lífshá- „Bragur sumra Ijóð- anna á sér eitinig Ijós- ar rætur ífornum ís- lenskum kveðskap um leið og efni þeirra kall- ast víða á við bók- menntarfinn, Egil Skallagrímsson og Eddu. “ Þótt þessi ljóðabók sé ekki án sinna snöggu bletta hér og hvar þykir mér hún góð í margvíslegri merkingu orðs- ins. Góð, til dæmis, í merk- ingunni góðleg sem mér finnst vera eitt höfuðeinkenni hennar, en hér er líka oftar en ekki vel ort. Markviss ljóð- stafanotkun er eðlileg og áreynslulaus. Bragur sumra ljóðanna á sér einnig ljósar skinn er orðinn meiri og hafi hann verið skapandi kraftur í öðrum hluta bókarinnar er hann orðinn eyðandi í þriðja hlutanum. En síðustu ljóð bókarinnar boða sáttfysi við endalokin og kallast á við efni ljóðanna í fyrsta hlutanum, samsömun við náttúruna og landið: 1 hlíðinni Gefðu mérgleymsku mildustu gjöfþinna gjafa lofmér að sofna í sumar þegar hrönugrasið hreiðir úr sér í brekkunum svo ég hafi ilminn í óminnisnesti rætur í fornum íslenskum kveðskap um leið og efni þeirra kallast víða á við bók- menntarfinn, Egil Skalla- grímsson og Eddu. Það er í það minnsta gamalkunn hrynjandi í ljóðinu Elli: „Enn er ég einn/úti við á rangli/stend við tóftina/styð hendi á barð/- horfi yfir dalinn/augum sem ekkert sjá/dauðir eru hest- ar/horfin hjú [...]“. I heildina litið er þetta bók sem stendur traustum fótum í forneskjunni um leið og far- ið er með yrkisefnin á einlæg- an, frjóan og lifandi hátt. Ólafur Haraldsson BÓKMENNTA GETRAUN Bóka- og plötublaðið efnir til vikulegrar bókmenntagetraunar. í henni spreyta lesendur sig á að þekkja tilvitnanir í íslensk skáldverk. Þær eru úr ýmsum áttum og á öllum aldri. Spurt er: Hver er höfundurinn og úr hvaða verki er tilvitnunin? Vikulegur vinningshafi hlýtur að launum hátíðarútgáfu Ijóðabókar Tómasar Guðmundssonar, Fagra veröld, sem nýkomin er út hjá Almenna bókafélaginu. 1. Heiðarbúar! glöðum gesti greiðið för um eyðifjöll. Einn eg treð með hundi og hesti hraun — og týnd er lestin öll. Mjög þarf nú að mörgu hyggja, mikið er um dýrðir hér! Enda skal eg úti liggja, engin vættur grandar mér. 2. Brátt settust þau að borðum. öll nema Stjáni. Hann var inni í herbergi sínu að rannsaka heilann undir smásjá. Á meðan hélt móðir hans mat handa honum heitum frammi í eldhúsi. Allir voru svangir og tóku rösklega til matar síns, þetta var óeðlilega sein máltíð. Á móðurinni var enga breytingu að sjá. 3. Ég veit ekki hvað ég hef verið lengi. En allt í einu springur baukurinn og smápeningar hrynja út um allt. Sparibaukurinn er galopinn og tuttuguogfimmkrónaseðillinn með Magnúsi Stephensen landsstjóra utan á svífur hægt niður á gólfdúkinn; já þetta er tuttuguogfimmkallinn sem ég átti að kaupa fyrir matchboxbíl handa þér Óli þegar leikfangasalinn í ljósgráu vestispeysunni syaf svo vært í ruggustólnum. Svör merkt „Bókmenntagetraun“ sendist PRESSUNNI, Nýbýlavegi 14,200 Kópavogi fyrir 13. desember.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.