Pressan - 02.12.1993, Blaðsíða 11

Pressan - 02.12.1993, Blaðsíða 11
BÓKA- O G PLÖTUBLAÐ Fimmtudagurinn 2. desember 1993 pressan B1 1 Mjúkur pakki STEFÁN HILMARSSON LÍF SOULHEIMAR / SPOR ★ ★......... Það verður að segjast eins og er að Stefán Hilmarsson hefur aldrei komið manni fyrir sjónir sem harður rokk- nagli. Fáir popparar hafa eins mjúkt yfirbragð, eru eins hreinlyndir, sakleysislegir og heilbrigðir. Hann hefur verð- skuldað vinsældir táninganna, enda með frábæra rödd íyrir utan mjúku ímyndina. Það hlaut því að koma að því íýrr eða síðar að Stefán gengi skrefið til fulls og kæmi með eina virkilega mjúka plötu. Líkt og Bubbi ber Stefán á borð persónulega mýkt. Inn- ’takið hjá þeim báðum er: „Ég á son og er hamingjusamasti maður í heimi." Allt gott og blessað með það, þótt óneit- anlega sé það væmið. Þetta yrkisefni kemur ekki á óvart hjá Stefáni; hann er fjöl- skyldufaðirinn uppmálaður, þessi sem baksar við viðgerðir úti í skúr eins og í amerískri „„Mikið erþessi ungi piltur einlœgur að syngja svona fallega um ömmu sína,“ segja allar örntnur bcejarins nú eflaust í kóryfir kaffi og kamel, ogþœr hafa réttfyrir sér: Stef- án er svona ogþarf auðvitað ekki hót að skammast sínfyrir það“ ' fjölskyldumynd. Platan er einskonar fjölskyldualbúm; „Líf ‘ er tileinkað frumburðin- um Birgi Steini, „Amma Lára“ er um ömmuna góðu sem ól Stefán upp og „Afram systir" er um systu sem hefur „oft sótt á brattann gegnum árin og átt sín þungu skeið“. Stefán er einlægur í því sem hann er að gera — hugtakið „ein- lægni“ hefúr kannski skrum- skælst síðustu árin í auglýs- ingavændinu og hjá Hemma Gunn — en hjá Stefáni skín einlægnin í gegn, saklaus og hrein. „Mikið er þessi ungi piltur einlægur að syngja svona fallega um ömmu sína,“ segja allar ömmur bæj- arins nú eflaust í kór yfir kaffi og kamel, og þær hafa rétt fýr- ir sér; Stefán er svona og þarf auðvitað ekki hót að skamm- ast sín fýrir það. Það má hins- vegar spyrja hvort þetta efni eigi erindi við þjóðina, var ekki nóg fýrir Stefán að senda fjölskyldunni jólakort? Það er ekki vandræðalaust að koma svona viðkvæmni frá sér en Stefáni tekst það ágætlega, þótt oft sé stutt í klisjumar. Fyrir utan persónulegu textana eru svo hér hinir inni- haldslitlu dægurtextar sem Stefán hefur gott lag á að hnoða saman. Hann býr til meinlausar stemmningar, en sumt er óskiljanlegt: „Flest okkar garða við græðum, sinn gang hver hefúr og gæðamat, við fæðum æskuna og væð- um, veljum og höfnum, vit- um þó víst.“ Þetta lítur út fýrir að vera fúllt af meiningum en gagnrýnandinn er þó of naut- heimskur til að skilja bofs í þessu sýnishorni. Tónlistarlega er Stefán enn í sama gamla Sálar/Pláhnetu- farinu þótt aldrei áður hafi hann lagt jafnmikla rækt við mýktina. Öll lögin hefðu rétt eins getað verið ballöður af eldri plötum þessara sveita. Það er ekki aðeins rödd Stef- áns sem veldur þessu — hann getur auðvitað ekkert breytt henni að ráði þótt hér sleppi hann gömlu hýenustríðsöskr- unum — heldur hefur hann ákveðið að vinna með íslenska popplandsliðinu og þar er allt í sömu stöðnuðu skorðunum. Stefán semur fjögur lög í sam- vinnu við bassaleikarann Friðrik Sturluson og þrjú með Friðriki Karlssyni. Þessi sam- vinna heppnast ágætlega þótt slóðirnar séu gamalkunnar. Lögin eru flest grípandi en sum nálgast júróvisjónklisjur í viðlögunum. „Eros“ hefði t.d. auðveldlega getað vermt 16. sætið í fýrra, „Við“ og „Áfram systir“ svo sem líka. Greindar- legri og dýpri er ballaðan um Ömmu Láru og „Sál“ er go- speltvinnað sálarpopp og ná- skylt „Horfðu til himins“ með Nýdanskri. Besta lag Stefáns er þó „Líttu þér nær“, sem nær fínu flugi og rennur sætt hjá. Þrjú lög eru utanaðkom- andi. Jón Ólafsson semur ágætt útflúrpopp, „Líf‘, gamla Sálarfallbyssan Guðmundur Jónsson leggur til besta lag plötunnar, „Skýjaborg“ — út- setning þess heppnast vel og sker sig úr, og „Móðir og barn“ er erlent, mýksta ball- aða plötunnar. Um sönghæfi- leika Stefáns efast enginn og að vanda er rödd hans kær- komið sætuefúi á popphaffa- grautinn. Úrvinnslan er hefð- bundin og spilamennskan líf- lítil en fagmannleg. Líkt og aðrir popparar sem eru búnir að vera lengi að og hafa orðið vinsælir á einhverjum ákveðnum forsendum leggur Stefán ekki í að gera neitt ný- stárlegt, frumlegt eða ferskt. Stefán hefur það skemmtilega rödd að það er synd að hann skuli aldrei hafa prufað eitt- hvað nýtt, aldrei reynt að finna röddinni annað um- hverfi. Þetta einlita léttpopp fer að verða þreytandi. Gunnar Hjálmarsson Lifandi sjónvarp? NordFrost FRÁ GISLAVED ILLUGI JÖKULSSON BARNIÐ MITT BARNIÐ ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ ★★ Upphaf þessarar draumkenndu sögu er að venjulegur maður, pabbi, upplifir sjón- varpsfrétt sem nálægan raunveru- leika þegar barn í fjarlægum heimshluta er myrt á götu úti á kaldan og grimmilegan hátt. Morðinginn er lögreglumaður og 'hann þröngvar sér inn í friðsælt heimilislífið, situr þar sem fastast og hverfur ekki úr vitund sögu- manns sem sér sig knúinn til að leita morðingjann uppi til þess að, einsog hann segir sjálfur, sann- færa sig um að hann sé „ekki venjulegur“. Hann kveður konu sína og barn og leggur af stað, ekki til Rio heldur er förinni heit- ið að Vík í Mýrdal. Á þessari ferð, sem er fýrst og fremst farin í huga sögumannsins, er ýmislegt í íslensku landslagi og mannlífi orðið unrskipt. í stað þögulla og kyrrlátra þorpa og bæja eru komnar nánast saman- lagðar erlendar fréttir fjölmiðla undanfarna mánuði og ár, hung- ursvæði, styrjaldarátök, geisla- mengun og aðrar þær hörmungar sem heimakærum íslendingum er tamast að líta á sem óraunveru- legar stillimyndir sem snerta eldd nema rétt í andránni og trufla ekki meir. Á hverjum stað hittir sögumaður síðan fólk sem stend- ur í miðju hörmunganna, rekur honum sögu sína og sýn á það sem fýrir ber. Persónurnar sem sögumaður hittir á leiðinni eiga það flestar sammerkt að vera einstaklega sjálfhverfar og ræður þeirra miða í flestum tilvikum að sjálfsréttlæt- jngu. Dyggðir eru tæplega til í jþessari sögu, fórnir persónanna éru fýrir þær sjálfar og því stærri sem fórnirnar verða, þeim mun Ijósari verður tilgangsleysi þeirra fyrir aðra en píslarvottinn: ■Gættu þess vandlega að snögg- steikja mig,“ sagði hún, „svo ég yerði meyr og safarík. Þetta fólk hefur enga krafta til að japla lengi á ólseigu kjöti.“ — Þetta eru síð- „Lýsingar sögunn- ar ogframvinda á hroðaverkum og hörmungum eru „trúverðugar“, en á sama hátt ogsjón- varpsfréttirnar sem flöktafyrir augum manns hvert kvöld. Þetta eru staðlaðar hörmungar. “ ustu orð sjálfboðaliða Rauða krossins á hungur- svæðum sögunnar á Mark- arfljótseyrum og minnir óneitanlega á eitthvað úr safni vélrænna persóna Svövu Jakobsdóttur. Það er fýrst og fremst slík vélræna sem er efhiviður meginhluta sögunnar, fólk sem er til- finningalega einangrað gagnvart yfirlýstum við- fangseffium sínum. Sagan er yfirhöfuð vel skrifúð. Ljóðrænn upphafs- kaflinn, þar sem mætast í huga sögumanns „barnið mitt“ og „barnið“ sem er myrt, gefur tóninn fyrir þann samruna ímyndunar og veruleika sem sagan byggir á. Lýsingar sögunnar og framvinda á hroðaverk- um og hörmungum eru „trúverðugar“, en á sama hátt og sjónvarpsfréttirnar sem flökta fyrir augum manns hvert kvöld. Þetta eru staðlaðar hörmungar. Staðfæring þeirra eykur víða enn á klisju- kenndina, borgarastríð milli Hellu og Hvolsvallar verður til að mynda ekki til að auka raunsann- inn. Þær eru síðan rammaðar inn í hlýju fyrsta og tólfta kaflans, hinn örugga heim feðginanna þar sem kaldhæðni víkur fyrir ein- lægni. Leit sögumanns að illvirkjan- um er sú sama og sérhver „venju- legur“ maður stendur einu sinni eða oftar ffamrni fýrir þegar hlið- stæðir viðburðir handan við sjón- varpsskjáinn hreyfa við öryggi hans og siðferðisvitund. Spurn- ingin sem sögumaður stendur frammi fyrir er: Hvað getur venjulegur maður tekið til bragðs þegar svo ber undir? Svarið sem bókin gefur við slíkri spurningu virðist mér einfaldlega vera „eldd neitt“. Það er síðan vitanlega hægt að umorða spurninguna, þótt svarið verði hið sama eftir sem áður: Hvað gerir venjulegur mað- ur þegar svo ber undir? Það er fýrst og ffemst síðari spurningin sem mér finnst eiga við skáldsögu Illuga Jökulssonar. Hún er galop- in lýsing fremur en skilgreining og sem slík bryddaði hún vissu- lega á samræðu við undirritaðan um hin margvíslegu rök varðandi grimmd heimsins. Það er svo kannski uppeldi og persónulegur smekkur sem ræður því að undir- rituðum fannst hann vera skilinn eftir í bókarlok með lítið annað en ffekar óljósa hugmynd um að já, jú, þegar allt kæmi til alls væri hann líklega alveg ferlegur hræsn- Ólafur Haraldsson Besta vetrardekkið! Niðurstaða úr yfirgripsmestu prófun á vetrardekkjum sem gerð hefur verið (NIVIS WINTERTEST 92, Rnnland). (Verö án nagla) SOIJV/HG SMiÐJUVEGI 32-34 • SÍMI 43988 UMBOÐSMENN UM LAND A LLT !

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.