Pressan - 02.12.1993, Blaðsíða 5

Pressan - 02.12.1993, Blaðsíða 5
BOKA- OG PLÖTUBLAÐ Fimmtudagurinn 2. desember 1993 PRESSAN B5 Guðrún Helgadóttir hefur lengi verið einn ástsælasti barna- bókahöfundur íslendinga og sendir nú frá sér bókina „Litlu greyin". Þetta er fimmtánda bók Guðrúnar, en þær falla allar undir skilgreininguna barnabækur. Guðrún, greyin? Er þetta ekki frekar neikvætt orð? „Er ekki oft sagt svona um börn þegar allt er í vitleysu: „Litlu greyin“. Mér finnst það ekkert neikvætt, en það er nú kannski af því að ég er úr Hafnarfirði og þar var þetta algengur talsmáti." Hvað gerist í bókinni? „Þetta fjallar um fjöl- skyldu þar sem pabba og mömmu kemur ekki nógu vel saman svo mamman fer upp í sveit með börnin til að finna sjálfa sig. En það týnist nú eiginlega og fínnst flest annað en það sem aumingja mamma var að leita að. Nú má ég ekki segja meira, en það fléttast inn í þetta alls kyns atburðir.“ Nú liggur það í hlutarins eðli að rithöfundar nota um- hverfi sitt bæði beint og óbeint í bœkur sínar. Hvernig nýtist Alþingi þér í þeim efn- um? „Ég held að ég hafi notað flest mitt umhverfi annað en Alþingi í bókunum. Auðvit- að skrifar maður út frá því umhverfi sem maður þekk- ir, þú skrifar til dæmis ekki um börn nema þekkja börn.“ Davíð hefur ekkert nýst þér sem fyrirmynd í óknytta- dreng? „Nei, ég held bara að áhugi minn hafi ekki kvikn- að.“ Hefur ekkert komið til greina hjá þér að hverfa af vettvangi barnabóka og semja annars lags bœkur? „Nei, ekki í neinni alvöru, blessuð börnin eru mjög svo verðugur lesendahópur. Ef maður er að skrifa til að opna einhverja víðari sýn, þá held ég að það sé frekar von til að það takist með börn en fullorðna. Fullorðn- ir eru löngu búnir að loka öllum dyrum. Ég skal engu lofa um hvað ég geri ein- hvern tíma. En mér finnst afskaplega gaman að semja fyrir börn.“ Finnst þér að barnabœkur eigi að hafa einhvern mór- alskan boðskap? „Maður reynir náttúru- lega að hafa ekkert ljótt fyrir börnunum. Ég er slæmur predikari en reyni að opna einhver ný sjónarmið og þjálfa börnin í að sjá fleiri hliðar á lífinu en þau kannski annars gerðu. Um- fram allt reynir maður að skrifa þannig að börnin auki við orðaforða sinn og kunn- áttu í tungumálinu. Maður reynir að vekja góðar vænt- ingar til lífsins en ekki draga úr, að hvetja börn frekar en letja. En að predika ein- hverja ákveðnar skoðanir? Ég treysti mér ekki til þess. Ég var alltaf í nokkrum vafa um hvernig ég ætti að ala upp mín eigin börn og gerði mest lítið af því að predika yfir þeim. Það tókst ágæt- lega og ég nota sömu að- ferðina við að hafa áhrif á lesendur með bókunum mínum.“ Ertu góður uppalandi? )vÆtli ég sé bara ekki ágæt- is uppalandi þegar öllu er á botninn hvolft. Uppeldi hlýtur að felast í þvi að vera góður við börn. Ég held að það besta sem maður geti gert gagnvart börnum sé að bera virðingu fýrir þeim sem manneskjum, þá held ég að þeim sé alveg óhætt.“ Nú er ekki langt síðan tal- að var um að litið vœri niður á barnabœkur og barnabóka- höfunda; að það vœru annars flokks bókmenntir. Hvernig sýnist þér þau mál standa í dag? GUÐRUN HELGADOTTIR: „Ætli ég sé ekki bara ágætis uppaiandi þegar öllu er á botninn hvoift." „Sjálfsagt er til fullt af fólki sem gerir sér enga grein fýrir mikilvægi barna- bóka. Bækur fyrir börn og unglinga eru gjarnan neðan- máls í yfirliti ársins. En ég væri nú bannsettur hræsnari ef ég kvartaði, menn hafa skrifað lærðar ritgerðir um bækur mínar. Það má þó segja að barnabókahöfúndar sitji ekki við sama borð og aðrir höfundar en það hefur þróast til betri vegar, það er engin spurning. Það hefur orðið mikil bylting í þessum efnum ef við tökum síðast- liðin 15-20 ár, því að þessi útgáfa var hreinlega til skammar fram að því með örfáum undantekningum. Það var nú kannski ástæðan fyrir því að ég fór út i að skrifa bækur að mér ofbauð hvað börnum var boðið upp á af vondum þýðingum og illa skrifuðum bókum.“ Gerirðu þér einhverja grein fyrir því hvernig íslenskar barnabœkur standa í saman- burði við erlendar? „Ég held að þær standi alls ekki illa. Það er sjálfsagt svipað hlutfall þess sem maður leyfir sér að kalla góðar bókmenntir fyrir börn hér og til dæmis á Norðurlöndum. Það eru auðvitað fleiri góðar — en einnig fleiri vondar í stærri samfélögum.“ Hafa bœkur eftir þig verið gefnar út erlendis? „Jú, jú, margar hafa verið þýddar, til dæmis er „Ástar- saga úr fjöllunum“ að koma út í Japan. En þetta er alltaf háð einhverjum undarleg- um tilviljunum. Hér vantar illilega einhverja miðstöð sem annast kynningu á ís- lenskum bókum. íslenskir höfundar eiga erfitt um vik að koma þessu sjálfir á framfæri. List getur orðið arðbær útflutningsvara, en það þarf að kosta ofurlitlu til við að kynna hana. Oft er verið að senda einhvern út- drátt úr íslenskum bókum í erlendar verðlaunaveitingar og annað þvíumlíkt en bók- in liggur að öðru leyti ekki fyrir nema á íslensku. Þetta er auðvitað alveg þýðingar- laust, í orðsins fyllstu merk- ingu.“ Blessuð börnin verðugur lesendahópur Nolar helst ekki Alþlngi sem fyrirmynd Jakob Bjarnar Grétarsson Notalegt en kraftlaust GUÐRÚN HELGA- DÓTTIR: LITLU GREYIN IÐUNN ★★ DSöguhetjan í nýj- ustu barnabók Guðrúnar Helga- dóttir er hinn sex ára Trausti sem fer upp í sumarbústað með móður sinni.og tveimur systrum. Móðirin er að reyna að ná áttum eftir skilnað við mann sinn og börnin eru heldur hnípin, því vitanlega er erfitt að vera barn og eiga foreldra sem eru hætt að tal- ast við. Dvölin í sumarbú- staðnum reynist viðburða- rík og alls óvæntir atburðir verða til þess að samskipti foreldranna komast í samt lag. Eins og þeir vita sem lesið hafa bækur Guðrúnar Helgadóttur eru börn henn- ar fólk. Börnin í sögum hennar eru venjulega hugs- andi og meðvitaðar mann- eskjur sem eru sífellt að reyna að átta sig á lögmál- um og reglum umhverfisins. Það reynist vitanlega ekki þrautalaust en tekst að lok- um, því þetta eru skynsöm börn sem búa yfir siðferðis- þroska sem lesandinn þykist fullviss um að muni fleyta þeim í gegnum lífið. Aðalsöguhetja þessarar bókar, Trausti, er eitt þess- ara barna. Hann er á undan jafnöldrum sínum í námi, les alvörubækur meðan þeir stauta. Hlutskipti hans er þó ekki eintóm sæla, því hann er hræðilega freknóttur og notar gleraugu og slíkt býð- ur upp á stríðni félaganna. Hin ellefu ára systir hans, Torfhildur, glímir einnig við vanda. Þar sem hún er eldri gerir hún sér betur grein fyrir því að fjölskyldan er að leysast upp. Þetta gerir að verkum að hún þjáist af ör- yggisleysi og fær engum trú- að fyrir raunum sínum: „Maður getur einhvern veginn ekkert gert. Allt bar- asta gerist, enginn hlustar á mann og maður getur ekk- ert gert að því þó allt fari í vitleysu. Það skiptir engu hvort maður er vondur eða góður.“ Það er alkunnur vandi barnanna í bókum Guðrún- ar að ekki er hlustað nægi- lega á þau, af því sprettur oft alls kyns misskilningur og jafnvel sálarflækjur, en þar sem börnin eiga yfirleitt „Þessi bók Guðrúnar Helgadóttur hefur ágcetan boðskap fram aðfæra en hún er ekki í hópi hennar betri verka. Guðrúnu hefur oft tekist betur upp í mannlýsingum, hér eru þærfremur til- þrifalitlar. “ góða að þá er þetta vandi sem leysist í bókarlok; þá tala allir saman af hrein- skilni og allt fellur í ljúfa löð. í bókum sínum er Guð- rún Helgadóttir sífellt að minna á þörfina á að fólk tali saman af heiðarleika og sýni hvað öðru umhyggju og virðingu. Ef slíkt er ekki gert er voðinn vís. Höskuldur, hinn sautján ára strokufangi sem vingast við Trausta, hefur aldrei fengið næga umhyggju, það gaf sér enginn tíma til að tala við hann: „Leiddist í skólanum, leiddist heima. Maður hafði einhvern veginn engan til að tala við. Engin systkini og ekkert... Af hverju var mað- ur að þessu? Veit það ekki. Það er bara óþolandi leiðin- legt heima... Ef maður ætti bara svo sem eitt systkini." Torfhildur segir um Höskuld: „Hann lenti bara í þessu af því að allt er í vit- leysu hjá honum.“ Enginn talar um illsku eða illt innræti, skýringanna er að leita í öðru, skeyting- arleysi umhverfisins og skorti á samskiptum. Sam- skiptin reynast allra meina bót. Það eru samskipti við barn sem verða til þess að Höskuldur vinnur loks gagn í lífinu og um leið er hann reiðubúinn að snúa við blaðinu. Þessi bók Guðrúnar Helgadóttur hefur ágætan boðskap fram að færa, en hún er ekki í hópi hennar betri verka. Guðrúnu hefur oft tekist betur upp í mann- lýsingum, hér eru þær frem- ur tiíþrifalitlar. Hið sama má segja um söguna sjálfa; hún er notaleg en skortir kraft, verður ekki nægilega eftirminnileg. Stíllinn er lip- ur sem fyrr en fyndnin er ekki jafn vel heppnuð og oft áður. Það er eins og vanti einhvern herslumun. Ef tek- ið er mið af getu Guðrúnar Helgadóttur þá veldur bók- in nokkrum vonbrigðum. Kolbrún Bergþórsdóttir Barnabækur Guðrúnar Helgadúttur Jón Oddur og Jón Bjami 1974 ★ ★★★ Bók sem eldist ekki. Minnisstæðar persónur og leiftrandi húmor. Stíll- inn er léttur og lipur, fullur af sjarma og hlýju. Meira af Jóni Oddi og Jóni Bjarna 1975 ★★ Það má hafa ágæta skemmtun af þess- ari bók, en hún er ekki jafhfjörmikil og hin fyrri. í afahúsi 1976 ★★ Fullkomin börn eru venjulega ekki sér- lega áhugaverðar sögupersónur. hað á við hér. Það má greina í bókinni pólit- ískan vandlætingartón sem gerir henni lítið gagn. Bókin kemst náliegt því að virka tilgerðarleg, en hnyttnir sprettir og góður stíll bjarga mildu. Enn af Jóni Oddi og Jóni Bjama 1980 ★★★ Kímni og hressileiki í fyrirrúml Guð- rún fer á kostum í þeim köflum scm segja frá týnda afanum. ÁstarsagaúrfjöUunum 1981 ★★★★ Hugmyndarík, fyndin og hreint yndis- leg saga um ástfangna tröllskessu. Sitji guðs englar 1983 ★★★★ Saga af fjölmennum systkinahópi á tímum scinni heimsstyrjaldarinnar. Fjölskylda höfúndar mun að nokkru vera notuð sem fyrirmynd. Aðalsögu- hetjan, Heiða, er sennilega ein geð- þekkasta persóna Guðrúnar (og eru þær þó margar ljúfar). Afinn í sögunni er þó senuþjófúrinn. Gunnhildur og Glói 1985 ★★★ Ljúf saga um litla stúlku sem kynnist álfastrák sem sýnir henni hversu heim- urinn er fallegur þegar allir eru í góðu skapi. Saman í hring 1986 ★★★ Framhald bókarinnar Sitji guðs englar gefúr þeirri fyrri lítið eftir. Aðdáendur Heiðu fá þó ekki nægðega mikið fyrir sinn snúð, því aðalpersónan hér er miðsystirin. Sænginniyfirminni 1987 ★★ Þriðja bókin í flokknum um Heiðu, Lóu-Lóu og öbbu og fjölskyldu þeirra er öllu daufari en hinar fyrri. Afinn stendur þó enn fyrir sínu. Undan illgrcsinu 1990 ★ Þótt bókin hafi verið auglýst sem „hörkuspennandi og leyndardómsfúli14 bama- og unglingabók er hún senni- lega eina feilskot Guðrúnar Helgadótt- ur á ritvellinum. Höfundi tekst hvorki að blása lífi í persónur né atburðarás. Furðu deyfðarleg bók. Núna heitir hann bara Pétur 1990 ★★ Saga fyrir yngstu börnin. Hún segir í skemmtilegu máli frá atburðum sem urðu til þess að Pétur litli vandi sig af því að pissa í buxumar. Velkominn heim, Hannibal Hansson 1992 ★★ Hannibal er á leið til Islands í flugvél og rabbar við skýjabörnin sem segja honum frá starfi sínu og gefa mann- kyninu ráð. Stutt saga og ósköp Ijúf með fallegum myndum Brians Pilk- ington. MYND: JIM SMART

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.