Pressan - 02.12.1993, Blaðsíða 7

Pressan - 02.12.1993, Blaðsíða 7
Blekking KRISTJÁN KRISTJÁNSSON FJÓRÐA HÆÐIN IÐUNN ★★★ „Sagan er á viss- an hátt endur- skipulagning þar sem sögumaður aðar saman minningabrot- m, liðnir atburðir fá nýja aerkingu og að endingu er iokkunin fullkomnuð þótt ún sé vissulega öðruvísi en ,tlit var fýrir í upphafi," Þetta er haganlega gerð káldsaga. Þar segir af Heimi tefánssyni, ungum bóka- safnsfræðingi, sem kominn er á æskustöðvar sínar eftir tíu ára fjarveru og hyggst taka við umsjá bókasafnsins á staðnum. Sagan er frásögn Heimis af heimsókn sinni og því þegar hann rifjar upp æsku sína og lífshlaup allt þar til barn hans sjálfs fæðist þremur árum áður en sagan gerist. Fjölskylda sögumanns flyst til bæjarins frá Akureyri þegar hann er ungbarn, faðir hans er smiður og fær vinnu við að reisa bókasafnið. Skömmu síðar ættleiða hjóninn dreng, Jóhann Svav- ar, fjögurra ára gamlan. Þeir Heimir alast upp sem bræð- ur, eru mjög samrýndir en áhugi þeirra beinist fljótt í sitthvora áttina. Heimir ver öllum stundum sínum á bókasafninu við lestur og störf, hann á auðvelt með nám meðan bróðir hans er allur fyrir ærsl og leiki, slags- mál og líkamlega vinnu. Leiðir þeirra skilur þegar Heimir fer í menntaskóla en Jóhann Svavar fer að heiman fyrir fullt og allt, ósáttur við foreldrana af ástæðum sem verða bróður hans ekki ljós- ar fyrr en löngu síðar og les- andanum ekki fyrr en í sögulok. Frásagnartækni sögunnar er margslungin. I fyrsta lagi er það heimsók sögumanns til bæjarins þar sem hann hittir íbúana aftur. Inni á bókasafninu rifjar hann síð- an upp í endurliti brota- kenndar minningar um samband sitt við bróður sinn og þegar kemur að aðskiln- aði þeirra er frásögnin borin áfram af bréfum þeirra tveggja hvors til annars. En jafnframt þessu er síðan vitneskja lesandans um að sögumaður segir frá í þátíð og er um leið að túlka sögu sína í heild og hefur alla vitneskju hennar frá upphafi þótt hún opinberist lesand- anum smátt og smátt. Þegar líður á söguna verður síðan ljóst að minningar sögu- manns eru ekki sannar held- ur blekking á sama hátt og sögumann minnir að bóka- safnið sé fjórlyft allt þangað til hann hefur það loks fyrir augunum: „Ég leitaði í hug- skotinu að þeirri mynd sem ég hafði geymt af þessu húsi en sú mynd hafði skyndilega hulist mistri svo að ég gat ekki talið hæðirnar. Fjórða hæðin var ekki til.“ Fjórða hæðin, sem hvergi er til nema í huga sögu- manns, tengist þessari blekk- ingu minninganna á tákn- rænan hátt. 1 upphafi sög- unnar situr sögumaður í bíl sínum og virðir fyrir sér hús- in umhverfis bæjartorgið: „Þarna var bankinn, kirkj- an á hæðinni, verslun kaup- félagsins, gamla rakarastof- an, prentsmiðjan í brekk- unni. Þetta voru sömu húsin en yfirbragð þeirra var ann- að en mig minnti. Þau voru eldri og hrukkóttari Þegar húsunum er þarna líkt við persónur er freistandi að líta á bókasafnið sem tákn fýrir fjölskyldu sögumanns. Það var grundvöllur þess að hún flutti til staðarins og verður síðar fasti punktur- inn í tilveru sögumanns. Það er staður tímaleysis, staður reglu og skipulags. Sú regla breytist síðan með tilkomu nýs flokkunarkerfis, það gamla er stokkað upp, bæk- urnar teknar úr hillum sín- um og merktar upp á nýtt áður en þær fá nýja staði í hillunum. Upptaka hins nýja flokkunarkerfis og umrótið sem því fylgir er einmitt á sama tíma og Jóhann Svavar fer að heiman og hliðstætt umrót og endurslupulagning innan fjölskyldunnar fylgir í kjölfarið. Sagan sjálf er á vissan hátt slík endurskipulagning þar sem sögumaður raðar saman minningabrotum, liðnir at- burðir fá nýja merkingu og að endingu er flokkunin fullkomnuð þótt hún sé vissulega öðruvísi en útlit var fyrir í upphafi. Skáldsaga Kristjáns Krist- jánssonar er ákaflega vel heppnuð. Mikil natni er lögð í persónusköpun bræðr- anna, málnotkunin ríkulega raunveruleg. Bréf bræðranna eru til að mynda frábærlega gerð. Frásagnartæknin er þaulhugsuð og vel útfærð í alla staði þannig að útkoman verður átakamikil saga og listilega trúverðug lýsing þess tíma og staðar sem hún fjallar um. Ólafur Haraldsson Verð: 1690 kr. HÖRPUÚTGÁFAW STEKKJARHOLT 8-10 - 300 AKRANES SÍÐUMÚLI 29 - 108 REYKJAVÍK Verð: 2990 kr. Verð: 3420 kr. Verð: 2990 kr. Verð: 1990 Verð: 1890 kr. Smásögur - Endurminningar JOLABÆKUR FRA HORPUUTGAFUNNI ... T'v.. i: A LANDINU BLAA Smásögur og þættir. Afmælisbók jónasar Árnasonar. Skemmtileg bók. LIFSGLEÐI Viðtöl og frásagnir sjö þekktra samferðamanna. Athyglisverð bók. Fyrir fjölskylduna MATREIÐSLUBOK MARGRÉTAR Fljótlegt, ódýrt, Ijúffengt og auðvelt. GETTU ENN Ný spurningabók eftir Ragnheiði Erlu Bjarnadóttur. Spennusögur - Ástarsögur LEIGUMORÐINGINN GULLHJARTAÐ eftir Jack Higgins. eftir Erling Poulsen. A HELJARBRUN eftir Duncan Kyle. AF ÖLLU HJARTA eftir Bodil Forsberg. Verð: 1890 kr. > ÁLEITIN 0G ÁTAKANLEG SKÁLDSAGA EINARS MÁS GUÐMUNDSSONAR í skáldsögu sinni, Englum alheimsins, tekst Einar Már Guðmundsson á við krefjandi og viðkvæmt viðfangsefni — ævi og endalok ungs manns sem lendir í hremmingum geðveikinnar. Þegar sakleysi æskuáranna lýkur fellur skuggi þessa sjúkdóms á líf hans og fjölskyldu og við blasir nöturlegur heimur þeirra sem dæmdir eru til einveru og afskiptaleysis. Hugarástandi mannsins er lýst af miklum næmleika og skarpsýni. Hér er á ferð áhrifamikil og átakanleg saga sem lætur fáa ósnortna. Einar Már Guðmundsson er í hópi fremstu rithöfunda þjóðarinnar og hafa verk hans verið þýdd á fjölda tungumála. Tilfinningaþrungin örlagasaga þar sem dregin er upp á ljóðrænan hátt mynd af hörðum raunveruleika. ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ H F - góð bók um jólin í skugga geðveikinnar

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.