Pressan - 09.12.1993, Side 4

Pressan - 09.12.1993, Side 4
4 PRESSAN REYFARAKENNDUR LOGFRÆÐINGUR Fimmtudagurinn 9. desember 1993 Tilbúiiin i Seðlabankastjðrastólinn (Bce tifCáfcar NEIKVÆTT MISMINNI „Á bak við þann dóm hlýt- ur að vera hin jákvæða mis- munun til handa konum sem Alþingi hefur aldrei viljaðfall- ast á í löggjöf Jóhanna Sig- urðardóttir gerði tnargar at- rennur á meðan ég sat á þingi, um jákvœða mismunun til handa konum í lögum. Al- þingi féllst aldrei á þetta, en Hœstiréttur túlkar samt sem áður lögin á þann veg. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að ég vœri að brjóta lög þegar ég gerði þetta, en ég held að þetta lagabrot mitt hafi orðið til góðs fyrir bókmenntirnar í Háskóla íslands. “ Sverrir Hermannsson, íyrrv. menntamálaráðherra, um ólöglega stöðuveitingu sína við Háskólann 1985. Lára V. Júlíusdóttir, for- maður Jafnréttisnefndar: „Þama gerist hann uppvís að afskaplega mikilli van- þekkingu, þegar litið er til þess að Sverrir Hermannsson átti sæti á Alþingi á þeim tíma sem jafnréttislögin frá ’85 fóru í gegnum þingið, en þar er einmitt fjallað um já- kvæða mismunun. Hann virðist alls ekki átta sig á því út á hvað jákvæð mismunun gengur eða þá að hann fylgist ekki með því sem þingið er að gera hverju sinni. Það vekur athygli mína að hann skuli viðhafa þau orð eftir að dómur er fallinn að dómur- inn hafi ekki einu sinni upp- lýst hann um að jafnréttis- lögunum hafi verið breytt í þá veru að jákvæð mismun- un sé heimiluð. Bæði var hann á þingi og mennta- málaráðherra á þessum tíma og eins lætur hann þessi orð sér um munn fara núna þeg- ar búið er að dæma mann- inn vegna brots á þessum lögum. Ég er dálítið smeyk yfir því að svona menn skuli vera í valdastöðum í þjóðfé- laginu sem hvorki sjá né heyra.“ EKKERT KAUP- MANNAVÆL! „Ingólfstorg á áreiðanlega eftir að verða vinsœll sama- staðurfólks á öllum aldri. Þótt kaupmenn við torgið hafi misst viðskipti á meðan þessar framkvæmdir hafa staðið yfir eiga þeir áreiðanlega eftir að ná því upp í auknum viðskipt- um, nú þegar torgið hefur ver- ið opnað. Hér hefur vel tekizt til og á þessi breyting þátt í að gefa gamla miðbœnum nýjan svip.“ Víkverji skrifar í Mbl. Hermann Jónsson, úr- smiður við Ingólfstorg (áð- ur Hallærisplan): ölason fjjrif ðö blauda sér i plötustríðið bakvið víg- línu Kringlumafíunnar. Maður veit ekkert hvemig þetta fer allt saman en ég er svolítið svartsýnn, — ég held að fólk hrannist nú ekkert hingað niður effir til að horfa á þessar hellur! En maður vonar það besta. Annars kemur engin reynsla á þessa verslun fyrr en eftir tvo til þrjá rnánuði." SLIMUGT MAL „En svo korna fyrir atvik á skjánum sem enginn tekur eft- ir vegna þess að þau eiga sér stað innan viðurkenndra bamaþátta. Dœmi: 1 seinasta SPK-þætti ríkissjónvarpsins semér œtlaður krökkum hellt- ust slík ókjör af slími yfir þátt- takendur í spumingaleiknum að ein stúlkan tók að hríð- skjálfa afkulda. Ogsvo kvarta menn undan stöðugt öfgafyllri „vígsluathöfnum“ framhalds- skólanna... “ Ólafur M. Jóhannesson, fjölmiðlarýnir Morgunblaðs- ins. Ragnheiður Thorsteins- son, upptökustjóri hjá RÚV: „Þetta er náttúrulega rétt sem hann segir að hún hríð- skalf úr kulda. Hinsvegar hefur það verið stefnan hjá okkur í þessum þætti að reyna á líkamlegt og andlegt atgervi krakkanna, þau vita það ffá byrjun, og við erum komin með 600 þátttöku- umsóknir. Það er ánægjulegt að Ólafúr skuli horfa á þátt- inn, en hann hefur reyndar skrifað um þáttinn áður þannig að hann situr greini- lega við og við erum bara ánægð með það. Annars höf- um við mottó Nietzsches í heiðri hér: „Það sem ekki drepur þig, herðir þig.“ Þrátt fyrir brokkgengi í viðskiptum hefur lögfræðingurinn Leó E. Löve verið orðaður við seðlabankastól þann sem tilheyrir Framsóknarflokknum. Nýjasta fregnin er hins vegar sú að um þessar mundir séu að verða breytingar á högum hans, því Dagblaðið annars vegar og Mál og menning hins vegar séu að yfirtaka prentsmiðjuna og bókaútgáfuna ísafold. „Það sem um er að ræða í sambandi við söluna á Isafold er að Mál og menning hefur áhuga á að eignast bókaútgáf- una. Við höfum náð sam- komulagi um ákveðna þætti þess máls. Ég get ekkert meira um það sagt á þessu stigi.“ En er Dagbíaðið að yfirtaka prentsmiðjuna ísafold? „Nei, flugufóturinn fyrir þessu er hins vegar sá að við reiknum með að flytja prent- smiðjuna í hús sem er í eigu Dagblaðsins vegna þess að núverandi húsnæði er bæði illa staðsett og á mörgum hæðum. Staðreyndin er ein- faldlega sú að húsnæði Dag- blaðsmanna er stórt og mjög vel staðsett. Að auki eru góð bílastæði allt í kring. Síðast en ekki síst eru tvö fýrirtæki inn- an seilingar sem við höfum átt miltil samskipti við; ann- ars vegar bókbandsstofan Flatey og filmu- og litgrein- ingarfyrirtækið Litróf. Við reiknum með að öll þessi fýr- irtælti geti átt sem mesta sam- vinnu.“ Breytist með þessu eignar- hald prentsmiðjunnar ísafold- ar? „Nei, eltiti að svo stöddu. En hvert framhaldið verður á þessari samvinnu verður tím- inn að leiða í ljós. Það geta orðið ýmsar sviptingar. Er eklti allt í viðskiptum til sölu ef því er að skipta?“ Verður þetta þá eingöngu samnýting? „Já, við stefnum að sam- nýtingu, að eiga t.d. mögu- leika á sameiginlegum inn- kaupum, sameiginlegu lager- haldi og hugsanlega einhverju sameiginlegu skrifstofuhaldi og svo framvegis. Alveg eins og að allar úraverksmiðjur eru í Sviss og allar bílaverk- smiðjur í Detroit þyltir olckur ágætt að hafa prentumhverfi þama innfiá.“ Nú hefurðu verið í ýmsum viðskiptum sem hafa gengið misjafnlega, til dæmis með Nýja kökuhúsið ogNýja bíó. „Mér finnst ég alltaf hafa verið á svipaðri siglingu, — það er umhverfið sem lítur svo á að ég hafi hafið flug og lækkað flug. Það er elcki mitt mat. Sem dæmi nefni ég Nýja kökuhúsið, sem er vinsælt ennþá. Við sömdum um það á sínum tíma við Birgir, þegar við stofnuðum fýrirtæltið, að hann gæti orðið einkaeigandi að því þegar hann vildi. Það ákvað hann fyrir nokkrum árum. Við erum jafngóðir vinir eftir sem áður. Og ég er lögfræðingurinn hans.“ Þú hefur skrifað þrjá reyf- ara; Mannrán, Fórnarpeð og Ofurefli. Er von á fleiri sltkum frá þér? „Nei, en ég á í hugarfýlgsn- um mínum alvörubók, sem ég vil eldti kalla ritæfingu eins og hinar. Þegar maður sest niður við tölvuna og skrifar í 200 JduJdcustundir samtals — að vísu ekki samfleytt — og leiðréttir nánast ekkert er það ritæfing. Alvörusagan er búin að vera að brjótast um í mér síð- an 1975 en ég veit eklti hvort ég kem henni nolckum tíma frá mér. Reyfararnir fengu mjog góða dóma og ég hef margoft Jtitt fólk sem hefur lesið bæk- urnar og verið ánægt. Þær seldust samt ekki það vel að ég hafi sérstakan áhuga á að gefa út nýja bók bara til þess að koma einhverju egói í sjálfum mér á framfæri. Ann- ars kom á daginn í sumar í skoðanakönnun sem birt var í PRESSUNNI að bækur mínar eru miltið fengnar að láni á bókasöfnum. Þær eru kannslti eJcki keyptar en þær em lesnar. Úr því þú ert að spyrja um mína persónu, sem ég hef lít- inn áhuga á að bera á torg, hefúr oft verið gengið að mér . og þegar sagt er: Já, ert þú eldti rithöfúndurinn? verð ég pínulítið feiminn. Mér finnst flest annað sem ég hef gert merlcilegra.“ Veitir lögfræðingurinn þér innblástur þegar þú skrifar sögumar? „Já, það gefúr manni nátt- úrulega innblástur í glæpa- sögur að hafa verið níu ár talsvert mikið í refsi- málum. Þegar ég vann við dómstörf varð ég oft hissa á því hvað mér fannst margir, sem ég var að eiga við, grunnhyggnir. Og hugsaði reyndar oft: Bara ef hann hefði gert þetta eða Jtitt eða ekki eða viðurkennt ýmis- legt hefði hann komist upp með þetta.“ Svo við snúum okkur að seðlabankastjóra- stöðunni. Finnst þér þú hafa burði til að fást við hana? „Já og það langar mig að skýra og nefna tvennt; annars vegar að ég hef mikið komið nærri og velt vöngum yfir efnahagsmálum. Þær lausnir sem ég hef bryddað á hafa yfirleitt reynst vel og síðar orð- ið að raunveruleika, þótt ég hafi í sjálfú sér ekkert haft með þau mál að að gera. Hitt er að þar sem ég tel að staða Seðlábankans sé meira og minna orðin eftirlitsstarf með lána- markaðnum og að hvergi sé misnotuð að- staða — að hvergi séu til að mynda brotin refsilög — held ég að reynsla mín í starfi sem dóm- ari í opinberum málum Wjóti að koma að gagni. Jón Sig- urðsson er yfirburðamaður í öllu sem heitir hagfræði en mín reynsla gæti komið að gagni í tengslum við banka- eftirlit. Ef ég fengi stöðu seðlabankastjóra — sem er algjört ef — þá myndi verka- skiptingin geta orðið þannig að ég gæti orðið sérfræðingur um sumt en gripið í allt. Ekki veit ég til þess að hagfræðing- ar séu sérfróðir um refsirétt." Finnst þér strúktúrinn í Seðlabankanum þannig ekki eins og hann á að vera? „Strúktúrinn í Seðlabank- anum hefur ekki endilega verið hugsaður út frá þessum sjónarhomum. Ég er ekkert að segja að hann eigi að vera það. Hins vegar tel ég að það gæti verið gott að hann sé það. Þar sem þetta er sífellt að verða meira löggæslustarf, því ekki að hleypa inn manni sem hefur vit og reynslu af refsihlið mála?“ Er einhver þrýstingur í kringum þig að koma þér í seðlabankastjórastólinn? „Já, ég finn það aðeins. Einkum firá því fólki sem trú- ir að ég láti ekki segja mér fýr- ir verkum. Jafnframt fólki sem veit að ég er mjög spar- samur. Síðan vita margir að ég fékk mjög embættislegt og jafnframt nákvæmt uppeldi eftir að ég lauk lögfræðiprófi, sem þeir trúa að ég geti yfir- fært á hvaða embættisstarf sem ég tæki mér fýrir hendur. Stundum er þetta kallað stífni. En stundum vantar einmitt á embættisleg sjónar- mið í viðskiptum. Til gamans má geta þess að gömul kona sagði við mig fyrir skömmu að það væri ágætt að fá mann í þetta embætti sem hvorki reykir né drekkur áfengi. Sem er reyndar rétt, en ég hugsaði með mér hve gott það var að konunni var ekki kunnugt að ég veiddi ekki lax. Þá hefði hún líklega bætt því við!“ Guðrún Kristjánsdóttir Ágúst Þór Árnason „Helsti kosturinn við Ágúst er sjálfsagt sá að hann cr fylginn sér og efast ekki um eigið ágæti,“ segir Stefán Ásgrímsson, fféttastjóri Tímans. Stefán og Ágúst ráku saman Jónshús í Kaupmannahöfn árið 1977 og að sögn Stefáns voru þeir ekki mjög tekjuháir veitingamenn. „Hann hefur mikla trú á sjálfum sér og býr þannig yfir sannfæringarkrafti. Hann á auðvelt með að sannfæra fólk upp að vissu marki," segir Bryndís Hlöðversdóttir, lög- fræðingur hjá ASÍ. Bryndís segist ckki þekkja Ág- úst nema í gegnum stjórnarsetu sína í Mótvægi. „Hann er seigur, gefst ekki auðveldlega upp ef hann er búinn að bíta eitthvað í sig, sem sýnir sig best í þessu ströggli með Tímann. Hann er vin- margur og það lýsir kannski best hans innri manni,“ segir Sveinn Finnbogason stoðtækja- fræðingur, en hann er náskyldur Ágústi og hefúr þekkt hann frá blautu barnsbeini. „Hann er ákaf- lega mikill hugsjónamaður. Hann gefur mikið af sjálfum sér í það sem hann tekur sér fýrir hendur og trúir á það sem hann er að gera. Hann er sann- færandi týpa og stefnufastur," segir Björgvin ÓI- afsson, grafískur hönnuður, sem þekkir Agúst frá í barnaskóla. „Hann er hugmyndaríkur og dug- legur. Sjaldan lognmolla í kringum hann. Við- ræðugóður og heldur uppi góðum samræðum," segir Amar Páll Hauksson, deildarstjóri Svæðis- útvarps á Akureyri, gamall félagi og samstarfs- maður. Draumóramaður með napóleons- komplex — eða barafylginn sér? Ágúst Þór Árnason, nýráðinn ritstjóri Tím- ans. Það er sviptivindasamt um rit$tjóra Tímans, eins og dcemin sanna, ogAgústá líldega ekki náðuga daga í vcendum. kredit „Það að Ágúst efast ekki um eigið ágæti er jafin- framt akkilesarhæll hans. Hugmyndir hans um sjálfan sig fara ekkert endilega saman við hug- myndir annarra um hann,“ segir Stefán Ás- grímsson. „Það fyrsta sem mér dettur í hug er napóleonskomplex. Hann er sannfærður um að enginn geri hlutina betur en hann sjálfur. Hann er einstefnumaður og á erfitt með að sjá hlutina út frá sjónarhóli annarra en sjálfs sín,“ segir Bryndís og telur löstinn sprottinn af sömu rót og kostinn. „Hann er draumóramaður á vissum sviðum og tilbúinn að fara niður með skipi sínu ef svo ber undir, hvort sem það er löstur eða ekki,“ segir Sveinn Finnbogason. „Mínusinn við hann er sá sami og plúsinn; það er hugsjóna- mennskan og það að hann ætlast til þess af fólki í kringum sig að það sé tilbúið að lifa eftir hug- sjónunum og gefa sig allt í þær,“ segir Björgvin Ólafsson. „Hann fær of margar hugmyndir og færist of mikið í fang. Fær sum mál á heilann eins og blaðaútgáfuna, sem hefúr verið hugar- fóstur hans um langt skeið. Jaðrar við að vera þrasgjarn," segir Arnar Páll Hauksson.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.