Pressan - 09.12.1993, Blaðsíða 8

Pressan - 09.12.1993, Blaðsíða 8
8 PRESSAN F R ETT I R Fimmtudagurinn 9. desember 1993 Sporslur áfengisframleiðenda til starfsmanna ÁTVR MUTUR EÐA EÐULEG VMSKIPTI? Irmkaupastjóri margoft á kostnað erlendra framleiðenda til að skoða verksmiðjur. Höskuldur Jónsson: Engar innanhússreglur til að koma í veg fyrir sukk, svínarí og mútur. Ég ákveð hverjir fara. Útvaldir starfsmenn ÁTVR þiggja árlega margar ferðir og gjafir ffá erlendum áfengis- og tóbaksframleiðendum. Um meðferð gjafa eru engar reglur til hjá stofnuninni og segir Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, það algjörlega á sinni hendi að ákveða hvort slíkar gjafir skuli þáðar og hverjir skuli njóta þeirra. Heimilda- menn PRESSUNNAR úr hópi umboðsmanna fyrir áfengi, bjór og tóbak tjáðu sig um að gjafir í formi áfengis, utan- landsferða og jafnvel einstakra dýrra hluta gengju frá um- boðsmönnum og/eða erlend- um framleiðendum til lykil- manna hjá ÁTVR. Það væri nauðsynlegt til að tryggja jafnt flæði pantana og gott pláss í hillum í verslunum ÁTVR. Erfitt væri að sanna þessar fullyrðingar. Hvorki þeir sem gæfu gjafir né þeir sem þæðu þær væru viljugir að staðfesta slíkt. Friðrik Theódorsson hjá Heildverslun Rolfs Johansen & co. sagði þó að það kæmi fyrir, þegar „prómósjón" fyrir ákveðna tegund væri í gangi, að þeir sendu starfsmönnum ÁTVR eins og eina flösku af viðkomandi víni í jólagjöf. Þá hefðu þeir kostað utanlands- ferð fyrir innkaupastjóra ÁTVR, eða öllu heldur sá aðili erlendur sem þeir hafa umboð fyrir. Hann tók þó fram að hann teldi þetta eðlilega við- skiptahætti og hefði ekki áhrif á hvaða viðtökur vörur þeirra hlytu. Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, sagði að kæmu boð til ÁTVR „er það mitt að meta, ekki hvort held- ur hverjir innan fyrirtækisins eigi að þiggja þetta boð“. Innkaupastjórinn oft út á kostnað fram- leiðenda Þegar PRESSAN ræddi við Svövu Bernhöft, innkaupa- stjóra ÁTVR, kannaðist hún við að hafa farið margar ferðir utan, bæði á kostnað ÁTVR en einnig á kostnað erlendra áfengis- og tóbaksframleið- enda. „Mér hefur oft verið boðið til údanda, en það gerist bara hjá mörgum öðrum op- inberum starfsmönnum, læknum, hjúkrunarfólki, þingmönnum og ráðherrum," sagði Svava í viðtali við PRESSUNA. „Mér hefur verið boðið af mörgum erlendum fyrirtækjum, ekki endilega þeim sem hafa umboðsmenn hér heima. Reynolds er t.d. eitt þeirra, en það hafa mörg önnur fyrirtæki boðið mér.“ Aðspurð um tilgang slíkra ferða spurði Svava á móti hver væri tilgangurinn þegar lækn- um, kennurum, alþingis- mönnum og ráðherrum væri boðið? „Þetta er ekkert öðru- vísi. Eina sem er öðruvísi er að þeir fá jafnvel dagpeningana og fargjöldin greidd hér, það fæ ég ekki. Þótt ég fari þessar ferðir hef ég ekkert getað gert meira fyrir þessa menn, því ég stjórna því ekki hvað fólk vel- ur sér hér úr hillum. Þetta hef- ur engin áhrif á innkaupin hjá mér, ég kaupi bara inn eftir sölutölum. Ef vörur vantar þá er það bara eitthvert slys sem verður á leiðinni hjá fram- leiðslufyrirtækjunum.“ Sagði Svava að þessar ferðir væru yfirleitt farnar til að skoða verksmiðjur. Aðspurð um hvaða tilgang það hefði fyrir innkaupastjóra ÁTVR að skoða margoft erlendar áfeng- isverksmiðjur sagðist Svava verða „að vita hvernig og hvar vörurnar sem ég er að kaupa eru ffamleiddar. Ég hef aldrei farið neinar ferðir fyrr en eftir að Hösk- uldur tók við 1988, en ég hef starfað hjá fyrirtækinu frá 1958. Þessar ferðir eru alltaf farnar með hans vitund og vilja“. Ekki taldi Svava að þessi ferðalög í boði þeirra aðila, sem hún sér um pantanir ffá, hefðu nein áhrif á þjónustuna sem þeir fengju hjá ÁTVR. „Ég get svo lítið beitt mér þótt það hefði áhrif, sem ég tel ekki vera. Ég hef líka heimsótt svo marga.“ Um hvort það tíðkaðist að umboðsmenn hygluðu ákveðnum starfsmönnum til að tryggja sér gott hillupláss sagðist hún ekkert hafa með þá hluti að gera. „Það getur vel verið, en mér hefur aldrei flogið það í hug.“ Engar reglur til — Höskuldur ákveður Þegar PRESSAN ræddi við Höskuld Jónsson, forstjóra ÁTVR, um hvort hann kann- aðist við að það tíðkaðist að starfsmenn ÁTVR fengju gjaf- ir frá umboðsmönnum eða beint frá erlendum ffamleið- endum sagðist hann gera það. „Jólagjaffr eru til staðar, en ég man ekki eftir neinni gjöf sem mætti flokka sem veglega. Mig furðar hins vegar oft á hversu ómerkilegar þessar gjafir eru, það hlýtur að vera eitthvert undarlegt mat hjá gefendunum." Hvaða reglum farið þið eftir varðandi svona gjafir, — hve- nær og hvort á að þiggja þær? „Það hefur aldrei, svo ég vití til, reynt á slíkar reglur.“ Eru þær til? „Nei, það eru engar reglur til. Það er undir mér að meta slíkt. Ef mér væri misboðið með of veglegri gjöf yrði ég sjálfur að taka afstöðu til þess. Algengar gjafir eru smágjafa- vara merktar ffamleiðendum, svo maður hefur þær ekki uppi við.“ Hvað ef undirmenn þínir fá gjafir upp t hendurnar, hvað eiga þeir að gera við þœr? Er það þeim í sjálfsvald sett? „Þeim hafa ekki verið settar neinar slíkar reglur. Það er ekkert umfram það sem er í almennum lögum og gildir um alla, að ef gjöf er gefin, bersýnilega til að hafa áhrif á ákvarðanatöku, þá er það flokkað undir mútur og refsi- vert.“ En hvað meðferðalög? „Það var nú fræg ferð í sumar út í Viðey í boði Glob- us. Ég lýsti yfir að ég hefði engin afskipti af slíkum boð- um, þar sem ég teldi að þau hefðu ekki bein áhrif á afstöðu fyrirtækisins til þess varnings sem á boðstólum væri. Ég veit ekki til þess að starfsmenn hér fari í ferðalög án þess að það sé gert með vitund og sam- þykki mínu.“ Breytir það ttokkru um eðli ferðarinnar og tilgang? „Vitaskuld gerir það það. Ég hef sjálfur fengið boð um ferð til Áusturríkis í tilefni af 500 ára afmæli tóbaks í Evr- ópu í boði austurrísku einka- sölunnar. Ég þáði það boð og fékk til þess leyfi ráðuneytis, en vitaskuld þáði ég boð í Óperuna í Vín og fleira á veg- um austurrísku einkasölunn- ar.“ En svona gjafir, ferðir og annað eru vœntanlega til að skapa velvilja hjá þeitn sem þeirra njóta í garð þeirra setn gefa. Þegar erlendir aðilar borga slíkar ferðir, er þá ekki um að ræða gjöf sem opinberir starfsmenn eiga ekki tilkall til og eru gefnar til að hafajákvæð áhrif á afstöðu þeirra til gef- anda? „Stundum er það svo að ég tel það til ffamdráttar ÁTVR að þiggja svona aðstoð ffá við- skiptavinum okkar. Ég tel að það sé ákaflega hollt fyrir starfsmenn ÁTVR að komast í einhvers konar snertingu við þá ffamleiðslu sem hér er ver- ið að selja. Við sjálfir höfum haldið ákaflega takmarkaðri ffæðslu um ffamleiðslu vína, átöppun o.s.frv. að starf- mönnum okkar hér. Komi hins vegar boð hingað til fyrir- tækisins er það mitt að meta ekki hvort, heldur hverjir inn- an fyrirtækisins eigi að þiggja þetta boð. Hvort einstakir starfsmenn hér fá boð ffá er- lendum fyrirtækjum í nafni þessa fýrirtækis er allt annað mál og hvort þeir fara í sum- arleyfi sínu er utan minnar þekkingar." En nú hefur starfsmaður eins og t.d. Svava Bernhöft inn- kaupastjóri farið margar ferðir á kostnað áfengis- og tóbaks- framleiðenda að eigin sögn. Hvar eru mörkin, hversu margar átöppunarverksmiðjur er nauðsytilegt að skoða? „Ég hef engan slíkan mæli- kvarða. Það þarf að meta hverju sinni.“ Þjónum hvorki fram- leiðendum né um- boðsmönnum Ett nú má spyrja hvort öll fyrirtæki, sem við ykkur versla, þurfi ekki að taka þátt í þessum leik ef þau ciga að standa jafnt að vígi? „Nei, nei, við erum ekki þjóna neinum nema þessu fyrirtæki hérna. Við erum hvorki að þjóna ffamleiðend- um úti í heimi né umboðs- mönnum þeirra hér. Við höf- um engar skyldur við menn að þeir standi jafnt að vígi. Við gjörsamlega ákveðum það hvaða víntegundir við veljum og seljum.“ í 128. gr. refsilaga um mútur segir að ef opinber starfsmanð- ur heimtar, tekur við eða lætur lofa sér eða öðrum gjöfum eða öðrum ávitiningi, sem hatm á ekki tilkall til, í sambandi við framkvæmd starfs síns, þá skuli hanti sæta varðhaldi eða fang- elsi allt að 6 árum, eða sektum efmálsbœtur eru. Hvernig met- ur þú þessarferðir oggjafir tneð hliðsjón af þessu ákvæði lag- anna? „Þetta eru almennar reglur sem gilda í þjóðfélaginu og í hversu mörgum opinberum stofnunum hafa verið settar sérreglur til að skýra þetta ákvæði? Kjarni málsins er að engar innanhússreglur eru til sem eiga að koma í veg fyrir sukk og svínarí og mútur. Það eru aðeins þær almennu regl- ur sem eru landslög. Ákvarð- anir um boð sem koma til fýr- irtækisins, hvort eigi að þiggja þau og hverjir skuli fara, eru í mínum höndum, annað hef ég ekki um málið að segja,“ sagði Höskuldur Jónsson, for- stjóri ÁTVR._________________ Páll H. Hannesson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.