Pressan - 09.12.1993, Síða 12

Pressan - 09.12.1993, Síða 12
FR ETT I R 72 PRESSAN____________ Læknar í skjóli lyfsala Fimmtudagurinn 9. desember 199Z Hátt í sjötíu læknar leiguliðar apótekara Landlæknisembættiö veitti lækni áminningu fyrir hálfu ári vegna ávísana á tiltekið apótek. Landlæknisembættið hefur þrisvar á síðustu þremur ár- um gert athugasemdir við lyf- seðlaútgáfu lækna þar sem eingöngu er vísað á eitt apó- tek. Síðustu athugasemdina af þessu tagi gerði embættið fyrir hálfu ári. Það er ekki oft sem land- læknisembættið sér sig knúið til að grípa inn í samskipti lækna og lyfsala, sem eru harla augljós. Það er eingöngu ef embættið telur að sjúklingar séu látnir líða fyrir þessi sam- skipti með þeim hætti að það sé til mikil óhagræðis fyrir þá að ná í lyf á tilteknum stað. Um bina siðferðislegu hlið segir embættið fátt, en það kom fram í samtali við Matt- hías Halldórsson aðstoðar- landlækni að embættið hefur eingöngu afskipti af þessum málum ef talið er að hags- munir sjúklinga séu fyrir borð bornir. Hótt í sjötíu læknar Eftir því sem komist verður næst eru á sjö stöðum á höf- uðborgarsvæðinu rekin sam- býli lækna og lyfsala. Þá er þar um að ræða að lyfsalar eiga og reka húsnæði sem læknarnir starfa í. Lætur nærri að þetta sé að nálgast sjötíu lækna sem leigja á þennan hátt. 27 læknar eru skráðir á Læknastöðina Uppsali í Kringlunni og heimilislækna- stöðina þar. Eigandi húsnæð- isins er Ýlir hf. sem er í eigu Werners I. Rasmussonar, apótekara í Ingólfsapóteki. Ýl- ir hf. hefúr þar til ráðstöfunar 690 fermetra, sem fyrirtækið innréttaði undir læknastofur skömmu eftir opnun Kringl- unnar. Við Austurbæjarapótek er læknastöð sem nýlega hefur verið byggt við, en Sigurður G. Jónsson er apótekari þar. Þar eru tólf læknar og auk þess hafa sjúkraþjálfarar feng- ið þar inni, en nýbyggingin er vegleg. Átta læknar eru í húsnæði Vesturbæjarapóteks við Mel- haga. Kristján P. Guðmunds- son er apótekari þar en hann erfði fyrirkomulag forvera síns. Þá eru níu læknar í hús- næði ívars Daníelssonar í Álftamýri, en þar er heilsu- gæslustöð í húsnæði Borgar- apóteks. Sjö læknar eru í húsnæði Iðunnarapóteks á Laugavegi 42, en á vegum Iðunnarapó- teks hefur mjög lengi tíðkast að leigja apótekurum hús- næði. Kjartan Giumarsson er apótekari þar. Fjórir læknar eru í húsnæði Kópavogsapó- teks í Hamraborg 11 en þar verða apótekaraskipti um ára- mót. Auk þess var samkomu- lag við heilsugæsluna í Kópa- vogi um að símsenda beint alla lyfseðla til Kópavogsapó- teks. I Háaleitísapóteki er síð- an einn læknir í húsnæði í eigu apóteksins. Aldargömul hefð fyrir bí með nýj- um lögum Þetta sambýli hefur verið við lýði hér á landi mjög lengi. 1 Reykjavíkurapóteki fyrr á öldinni voru læknar teknir inn og smám saman hefur þetta færst í vöxt. Sprenging varð í þessu fyrir u.þ.b. fimm- tán árum og síðan hefúr þetta fyrirkomulag Vaxið mjög. Það sem gagnrýnendur fýr- irkomulagsins meðal lækna setja út á er tvennt: I þessu felst ósættanleg málamiðlun við siðareglur lækna, sem segja læknum að þeir megi ekki hafa fjárhagslega hags- Boðberinn snari nashuatec P295 faxtækin KÓPAVOGSAPÓTEK. Þar verða lyfsalaskipti um áramót en fjórir læknar hafa þaraðstöðu. / Faxtæki vinnustaáarins / Faxtæki heimilisins OP7SMA IÐUNNARAPÓTEK. Rekið af Kjartani Gunnarssyni lyfsala en þar hafa sjö læknar aðstöðu. m a r g a r f y r i r - spurnir um að fá að opna a p ó t e k. Forráða- m e n n stöðvar- innar af- taka þó með öllu að þeir t e n g i s t eitthvað þeim fyr- irætlun- um. muni tengda lyfsölum. í öðru lagi segja þeir að þetta skapi ójafnvægi á milli lækna. Þeir sem kjósi að vera í húsnæði í eigu lyfsala spari sér verulegar fjárhæðir við rekstur stofa sinna. Með þessu séu lyfsalar, sem hafi skapað sér ljárhags- legt vald í skjóli einokunarlaga í lyfsölu, að flytja sig inn á læknamarkaðinn. Þessu til stuðnings benda menn á að læknum sé ómögulegt að fá lyfsölu til sín, eins og til dæm- is hefur verið reynt í Domus Medica, að sögn Einars Páls Svavarssonar framkvæmda- stjóra. Fjárhagslegur grundvöllur þessa sambýlis gætí hins vegar orðið fyrir bí ef ný lyfjalög verða samþykkt á Alþingi. Þar er gert ráð fyrir frelsi í lyfsölu með einhverjum aðlögunar- tíma þó. Má sem dæmi taka hvaða breytíngar gætu orðið í Glæsibæ, þar sem er mjög stór 1 æ k n a - miðstöð, en þaðan hafa þegar k o m i ð snarar boðum þínum hratt ag arugglega hvert sem er / Ún/al faxtækja fyrir venjuiegan pappír Útreikningar sýna að húsnæðið er leigt með tapi Það er erfitt að fá nákvæm- ar tölur um leiguupphæðir í þessu sambandi. Læknir sem haft var samband við sagði að leigan væri svipuð og í Dom- us Medica, en aðrar heimildir segja leiguna verulega lægri. I PRESSUNNI í október ár- ið 1990 voru gerðir útreikn- ingar vegna læknastöðvarinn- ar í Kringlunni, sem ekki hafa verið dregnir í efa. Þar var sýnt ffam á að fórnarkostnað- ur lyfsalans var verulegur miðað við hefðbundna ávöxt- un sem hann hefði getað haft af húsnæðinu þar. Var bent á að lyfsala í Ingólfsapóteki hefði orðið að aukast veru- lega, sem svaraði 13 til 14 milljónum króna á þeim tíma, til að standa undir fjárfesting- unni. í sömu grein var viðtal við eiganda Ingólfsapóteks, Wemer I. Rasmusson. Þar ját- aði hann að viðskiptín í apó- tekinu hefðu verið slæleg þar til hann fékk læknana inn. Hreinskilnisleg yfirlýsing, enda hefur Wemer aldrei far- ið í grafgötur með fjárhagslega hagsmuni sína af því að fá inn lækna. Læknarnir sjálfir eru hins vegar varkárari í yfirlýsingum. Læknir, sem farið hefur inn í slíkt sambýli, sagði að það hefði einfaldlega verið mjög álitlegur kostur. Hann hefði fengið tækifæri til að komast í náið samstarf við kollega í nýju, hentugu og glæsilegu húsnæði, sem hefði verið mjög svo samkeppnisfært á leigumarkaðnum, svo notuð séu hans orð. Samkvæmt lýsingum sem hafa fengist á þessum sam- skiptum eru þau undantekn- ingarlaust að frumkvæði lyf- salanna. Þeir bjóða aðstöðu og gjarnan einbverja aðstoð við að koma upp tækjum. Þá er því haldið fram að ákveðin tegund af læknum sé sérlega eftirsóknarverð, þar sem þeir vegna sérhæfingar sinnar skrifi út mikið af dýrum lyfj- um. Þar eru nefndir sérstak- lega meltingarlæknar og húð- sjúkdómalæknar. í PRESSUNNI fyrir tveim- ur vikum var sagt frá því að sjúklingur hefði fengið mjög ákveðin skilaboð um að fara í ákveðið apótek. Síðan hafa ítrekað borist upplýsingar um slíkt. Einn heimildamað- urinn sagði meira að segja að læknirinn hefði sagt við sig, reyndar með glott á vör, að hann ætti að leysa út lyfseðil- inn í nálægu apóteki því „þá lækkaði húsaleigan". Annar heimildamaður sagði frá því að læknirinn hefði sagt sér að ákveðið að smyrsl sem sjúk- lingurinn átti að fá væri að- eins hægt að fá í apótekinu VESTURBÆJARAPOTEK. Rekið af Kristjáni P. Guðmundssyni lyfsala en þar hafa átta læknar aðstöðu. INGÓLFSAPÓTEK. Rekið af Werner I. Rasmussyni lyfsala en undir hans þaki eru 27 læknar. BORGARAPÓTEK. Rekið af ívari Daníelssyni lyfsala en þar eru níu læknar. AUSTURBÆJARAPÓTEK. Rekið af Sigurði G. Jdnssyni lyfsala en þar hafa tólf læknar aðstöðu. niðri þar sem það væri sér- blandað. Svo vildi tíl að heim- ildamaður hafði víðtæka efna- fræðiþekkingu þannig að hann vissi vel að samskonar smyrsl voru framleidd af Lyfjaverslun ríkisins og feng- ust í flestum ef ekki öllum apótekum. Siguröur Már Jónsson

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.