Pressan - 09.12.1993, Síða 22
22
PRESSAN
S K I LA BOÐ
Fimmtudagurinn 9. desember 1993
PRESSAN greindi frá því fyrir tæpu ári að heitt skot, búið til úr hinum heiðgula ítalska líkjör Galliano, færi sigurför um heiminn. Ekki væru þessar vinsældir síst
vegna öflugra áhrifa þegar honum er rennt niður, en mælt er með því að það gerist í einum teyg. lil upprHjunar má geta þess að heitt Galliano-skot er sett
saman úr kaffi, rjómaslettu og auðvitað sjálfum líkjörnum. Blöndunin er ekki á hvers manns færi því engu af þessu þrennu má blanda saman.
Þar sem líkjörinn er gulur og kaffið svart hefur þetta skot fengið heitið Býflugnadrottningin.
Sögu skotsins má rekja til Svíþjóðar árið 1988; til hanastélskeppni sem þar var haldin. Þar varð heitt skot, að vísu ekki Galliano, í öðru sæti. Ári síðar hug-
kvæmdist barþjóni nokkrum að skapa Galliano-blönduna og ekki leið á
Á jólaísinn
Ný þjónusta!
Fyrirtæki í stærsta
verslunarkjarna borgarinnar
bjóða viðskiptavinum 50 kr. greiðslu
vegna bílastæðiskostnaðar
Búðin borgar
bpccí nvQtárlpaa hióniKta pr afrakstnr samstarf*;
Þessi nýstárlega þjónusta er afrakstur samstarfs
milli Miðbæjarfélagsins, F.augavegssamtakanna og Bflastæðasjóðs.
í boði eru um 1800 bílastæði í bílageymslum og á miðamælastæðum.
Bílageymslur á svæðinu eru í Ráðhúskjallaranum, Kolaporti, Traðarkoti,
Vesturgötu 7, Bergstöðum, Vitatorgi
og miðamælastæði eru á 17 stöðum.
Til að fá endurgreiðsluna
þarftu einungis að uppfylla eftirtabn skilyrði:
versla fyrir lágmark 1000 kr. hjá aðildarfyrirtæki
framvísa kvittun af tímamiða úr miðamæli
eða geymslukvittun úr bílageymslu
Viðkomandi fyrirtæki stimplar kvittunina og
endurgreiðir 50 kr. um leið og viðskipti fara fram.
Verslanir og fyrirtæki sem taka þátt í þessu samstarfi
eru auðkennd með sérstöku merki.
.ftiíCfcfcfc 1S1
líWilW ll
LAUGAVEGS SAMTÓKIN X//)d 1 ■ f
BILASTÆÐASJOÐUR
Bílastœdi fyrir alla
Litfli djöfull
Rytmi og
blús
löngu uns drykkurinn varð vinsæll í Vestur-Svíþjóð. Áður en langt um leið
var gervöll Svíþjóð orðin heita Galliano-skotinu að bráð. Fleiri skot bætt-
ust við. Nú eru þekktustu
líkjörsskotin sex. Auk
Galliano-skotsins eru það
Litli djöfull, Rytmi og blús,
Græni drekinn, Eldgleypir-
inn og Heitur skoti. Litli
djöfullinn eru búinn til úr
sérríi; Rytmi og blús úr
Blue Curacao; Græni drekinn úr myntul-
íkjör; Eldgleypirinn úr Amaretto og
Heitur skoti úr viskíi að
sjálfsögðu. Allskonar aðr-
ir drykkir heyra einnig
undir skot, en þau eru
ekki öll heit. Þau köldu
eru til að mynda Tequila-
skotin. Og á síðasta ári
tröllriðu vodkaskotin
— með rifsberjasultu,
karríi, tyrkneskum pipar, myntu og
jafnvel hvítlauk — heimsbyggð-
inni. Hugmyndafluginu
virðast engin takmörk
sett.
Það er miklu meira „in“
að drekka heitt skot
heldur en kaffi saman
við óblandaðan drykk.
Öll skotin eigajafnt við
konur sem karla.
Býflugnadrottningin
Græni drekinn
Eldgleypirinn
1
Heitur skoti
■