Pressan - 09.12.1993, Side 24
HRAUNALFAR
24 PRESSAN
Fimmtudagurinn 9. desember 1993
NÁIN KYNNI
Skrúðmælgi fer mér illa. Þegar ég beiti henni fyrir mig í ein-
hverju samtalinu fer yfirleitt illa fyrir mér, hitti oftast á and-
iegan ofjarl minn í skrúðmælgi. Þó er sennilegast að ég gæti
kýlt hann kaldan ef því er að skipta. Fyrir utan allt þá er fyrir
mér Skrúður bar á Hótel Sögu og mælgi fornt afbrigöi af hinni
löngu týndu sögn sem útskýrði að æla og mæla í sömu and-
rá.
Fyrirbrigði sem landinn skilur enn svo ósköp vel.
„Ef það er ekki eitt þá er það annaö,“ sagði stúlkan sem
fékk blóðnasirnar. Ég var aldrei viss hvað þetta þýddi og
fannst alltaf heldur lélegur brandari. En honum skaut upp í
hugann nýveriö. Einungis vegna þess hve ég sakna bókaaug-
lýsinga í sjónvarpinu. Desember og ekki minnst á bók! í þeim
auglýsingum fór nú fyrir skrúðmælginni. Nú fæ ég bara mis-
vitrar geislaplötuauglýsingar, vertíðin er byrjuð. En hvaö er ég
að segja? Fyrir tilstuölan auglýsinga er ég orðinn meövitaðri
um nokkur önnur leyndarmál lífsins.
Aldrei vissi ég að dömubindi gætu flogið. Þau eru víst komin
með vængi. Þaö hlýtur að vera mikill léttir að þau skuli fást
meö vængjum. Upplýsingagildiö er ótvírætt. Nú loksins get
ég, rembusvíniö, skilið að það er ekkí hægt aö gera dodo af
því konan er ekki lent vegna þess að hún er á flugi með
bindi. Þetta er myndrænt. Loksins er hægt að tala um hlutina
án skrúðmælgi. Laus við: „þessi tími mánaðarins", o.s.frv.
Önnur upplifun er bleyjurnar. Ég hef ekki farið varhluta af þvi
síðasta eina og hálfa árið að sonur minn hefur hægðir. Ég
kalla það bara að kúka. Hann gerir það í þar til gerðan áfest-
anlegan klút kallaöan bleyju. Ein auglýsingin kallar þetta
óhapp. Mér finnst það ekkert óhapp að kúka. Það er bara
nauösynleg framkvæmd til að halda lífi.
En ég er upplýstur eftir þessar auglýsingar. Hvað myndum viö
gera án þeirra?
Ég dáist að þessu fólki í auglýsingunum sem segir blákalt frá
því aö eftir að það „kynntist" túrbleyjum og kúkteppum þá
hafi líf þess breyst til muna. Djöfull hefur það lifað leiðinlegu
og flóknu lífi fyrir. Af öllum sólarmerkjum aö dæma má draga
þá ályktun aö dagarnir hjá þeim hafi veriö hreinn hryliingur og
greinilega átt í hinum mestu raunum. Þeirra „kynni" eru jafn
upplýsandi og:
„Frá því að ég kynntist gráum sokkum hef ég aldrei gengiö
betur. Með gráum sokkum geng ég betur og allt gengur bet-
ur. Gráir sokkar sýna mér hvað lífið gengur betur. Ég mundi
ekki ganga í neinu öðru en gráum sokkum. Fólk hefur tekið
eftir því hvað ég geng betur í gráum sokkum.
Þetta er jafn stjúpid og að syngja um hvað ég elska konuna
heitt og hvað það var frábært að eignast barn. Ó! Ó! Ó! Voru
ekki einhverjir popparar að senda frá sér afurðir í geislaplötu-
formi um svipað efni? Ó jú.
Einhverjir rithöfundar sjálfsagt líka. En því miður ekki auglýst
í sjónvarpi.
En þeirra boðskapur er jafn nauðsynlegur og upplýsingar um
flúgandi túrteppi og saurdregla.
Hafa þeir virkilega rétt á því að baula og gaula sem hýenur yf-
ir mig um hvað það er frábært, einstakt aö eignast barn eöa
elska konu eða mann.
Einsog það hafi aldrei gerst áðurl?
Gimmí a breik.
Ég væri Ijóti aulinn að trúa þessu kjaftæöi, hvort sem það er í
auglýsingu eða popptexta, að þetta væru mín „kynni“ af líf-
inu. En allir veröa að hafa ofan í sig og á. Þessar tilfinninga-
skertu verur sem framleiöa og útvarpa þeirri lífsspeki að lífið
og svör viö betra lífi séu bundin í tuttugu sekúndna auglýs-
ingu eða í popplagi eru hreinlega uppvís að því að halda að
við séum öll aumingjar og þeirra heilaga skylda sé því að sjá
okkur fyrir andlegu fóðri. Af því þau kunna að koma orðum að
hlutunuml?
Andlegt fóður?
Nó vei!
Einar Ben
Hlaðvarpinn:
Persónuleg
og óháð bók-
og plötusala
Það eru ekki einasta bóka-
búðir og stórverslanir sem
selja jólabækurnar í ár heldur
einnig Hlaðvarpinn. Þar er að
vísu ekki alla titlana að finna,
aðeins þá sem eru frá minni
bókaútgáfum og þeim sem
ströggla við að gefa út bækur
sínar sjálfir. Einnig kemur
plötuútgáfan Smekkleysa til
með að selja í Hlaðvarpanum
geislaplötur, bæði gamlar og
nýjar.
En hver er tilgangurinn?
„Tilgangurinn er eingöngu
að auka fjölbreytnina. Við er-
um að auki með listamarkað-
inn og jólatréssölu og státum
af því að selja ódýrustu jóla-
trén í bænum, eins og kom
fram í nýlegri könnun,“ segir
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,
ffamkvæmdastjóri Hlaðvarp-
ans, sem borið hefur hitann
og þungann af þvi að fá alla
þessa aðila til liðs við sig. Þeir
eru bókaútgáfan Bjartur, sem
gefur m.a. út Braga Ólafsson;
Birtingur, sem gefur að
mestu út nýaldarbókmenntir;
systkinin Elísabet Jökulsdótt-
ir með Galdrabók Ellu Stínu
og Hrafn Jökulsson með
ljóðabókina Þegar hendur
okkar snertast; nýir og gamlir
titlar frá bókaútgáfunum
Rauða húsinu, Skýi og Örlag-
inu; Anna S. Björnsdóttir
með nýju ljóðabókina sína,
Sldlurðu steinhjartað?; Þórð-
ur Helgason með sína nýj-
ustu, sem heitir Aftur að vori;
Eyvindur Eiríksson og dóttir
hans, Rósa Eyvindsdóttir,
með eldri bækur sem og
Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir.
„Rithöfiindarnir og útgef-
endurnir munu sjálfir skipt-
ast á að vakta markaðinn.
Þarna verður upplestur og
fleira til. Þetta gerum við til
að skapa stemmningu.“
Þá má geta þess að nýlega
er búið að breyta og endur-
bæta kaffistofuna í Hlaðvarp-
anum, sem heitir nú Betri
stofan.
MVND: JIM SMART
SIGRÍÐUR INGIBJORG INGADÓTTIR. Hún segir að skapa eigi
stemmningu með höfundum og útgefendum bókanna sem fást á
bókamarkaðnum.
MYNDLIST
Hraunummyndanir
HALLDÓR
ÁSGEIRSSON,
LISTASAFNI ASÍ
í stuttu máli: Bráðið hraun
leikur aðalhlutverkið í per-
sónulegri og sérstæðri sýn-
ingu.
Myndlist Halldórs Ásgeirs-
sonar hefur tekið töluverðum
stakkaskiptum á undanförn-
um árum. Hann var einkum
þekktur fyrir líflegar línuteik-
ingar þar sem fígúrur og
myndtákn flæddu um litríka
fleti. En þá kom eldurinn í
spilið. Á sýningu í Nýlista-
safninu fyrir tveimur árum
höfðu orðið mikil umskipti,
þar sem við blöstu sviðnir
drumbar og sótug klæði.
Gáskinn hafði fuðrað upp og
í staðinn voru komin dökk,
þung og forneskjuleg verk.
Aðdáendur Halldórs voru
orðnir uggandi um hvert
stefndi. En hann var greini-
lega staðráðinn í að nota eld-
inn til sköpunar og beindi nú
loganum að hraungrýti,
bræddi yfirborð hraunsteina
þannig að úr varð gljáandi
glerjungur og lét bráðið
hraunið leka og drjúpa á til-
ædaða staði. Ekki náði hann
strax tökum á því að notfæra
sér hraunbráðina og ýmsar
tilraunir og þreifingar voru
ekki sannfærandi — fyrr en
nú. Sýning Halldórs í Lista-
safni ASI kemur á óvart,
blærinn yfir sýningunni er allt
annar en hefúr verið áberandi
í verkum Halldórs undanfar-
in ár. Þau eru miklu opnari
og léttari, eins og hann hafi
aftur náð sambandi við
stemmninguna í fyrri verk-
um.
GUNNAR
ÁRNASON
Ástæðuna er m.a. að finna í
því hvernig Halldór fellir
saman gjörólíka eiginleika
innan sömu heildar. Svartar
hraunsletturnar, sem varð-
veita augnablik storknunar-
innar, eru rammaðar inn í
stabíl form, gegnsæja diska og
reglubundna uppröðun.
Hraunbráðin er algjörlega ka-
ótísk, efhi án nokkurs forms
sem heitið getur, frá sumum
dropunum liggja þræðir sem
bókstaflega hverfa út í loftið. f
einu verkinu hefur hann mál-
að hraunslettumar þannig að
maður villist auðveldlega á
raunverulegum hraunslettum
og myndum af þeim, sem
gera þessi undarlegu and-
form enn óraunverulegri. f
myndröð hefur hann teiknað
með trélitum fjölda lítilla
mynda af hraunslettum, sem
hann kallar „hraunálfa“, og
birtast eins og sýnir úr öðmm
heimi.
Stærsta verkið á sýning-
unni heitir „Við hraunmúr-
inn“, og er mannhæðarhár
veggur hlaðinn úr Mát-stein-
um, steyptum múrsteinum
úr rauðamöl. Halldór hefur
ráðist á vegginn og hreinlega
brætt sig inn í hann og skilið
eftir sig stóra svarta hringi.
Eiginleikar efnisins, sem er
lokað inni í múrsteinunum,
eru þvingaðir ffarn úr grám-
öttu yfirborðinu. Úr þessu
verður ekki aðeins svartur
blettur á yfuborði
múrsins, heldur
skapast sérkennileg
sjónblekking þar
sem hringurinn
virðist svífa laus á
bak við línurnar
sem myndast af
hleðslunni, eins og
svart tungl.
Það er athyglis-
vert að hafa verk
Jóhanns Eyfells í
huga þegar sýning-
in er skoðuð, því
það má finna vissar
hliðstæður milli
verka hans og Hall-
dórs; báðir nota
logsuðutæki og
bræða efnið. Það
má líka finna and-
stæðurnar milli
forms og form-
leysu, tilvísanir í
orku og tímavíddir.
En þó er töluvert
ólíkur andi í þess-
um verkum. Hall-
dór virðist laðast að
dulspekilegri sýn á
náttúruna, einhvers
konar alkemíu,
með frumelement-
unum fjórum; eldi,
efni, vatni og lofti.
Hin alkemísku effii
brennisteinn og salt
koma einnig fyrir
og í verkinu
„Frjóvgun“ t.d.
virðist hann hallast að hug-
mynd um innri sköpunar- og
lífskraft náttúrunnar.
Umbrotaskeiðið í list Hall-
dórs Ásgeirssonar er ekki al-
veg til lykta leitt, en sýningin
gefur skýrar vísbendingar um
að spennandi hlutir eru í
MYND: JIM SMJRT
„Sýning Halldórs kemur á óvart, blœrinn yfir
sýningunni er allt annar en hefur verið áberandi
í verkum hans undanfarin ár. “
vændum. Sum verkin eru
lakari, einkum stakir bræddir
hraunsteinar á gólfinu og log-
soðið hraun sem er stillt upp í
glerkössum eins og sýnum á
náttúrugripasafni. Hið
brædda yfirborð steinanna og
sérkennileg form nægja ekld
ein sér til að mynda áhuga-
vert listaverk En það gerir lít-
ið til í þessu tdlviki vegna þess
að sýningin myndar sterka
heild sem grípur augað um
leið og gengið er inn í salinn.