Pressan - 09.12.1993, Blaðsíða 3

Pressan - 09.12.1993, Blaðsíða 3
Bóka- og plötublao Fimmtudagurinn 9. desember 1993 PRESSAN B3 Neffið sem var einsog gulrot, gaddakylfa, og sitthvað fleira pungur ÓMAR RAGNARSSON MANGA MEÐ SVARTAN VANGA FRÓÐ11993 © Um miðja öldina var Ómar litli Ragn- arsson sendur í sveit norður í Langadal í Húnavatnssýslu. Þar kynntist hann gamalii kellingu sem hét Margrét Sigurðardóttir og var kölluð Manga með svartan vanga. Áðuren Ómar fór heim úr sveitinni síðasta sumarið tók kella af honum það loforð að aldrei skyldi hann gleyma nafni hennar og fæðingardegi. Áratugum síðar vitjaði sú gamla Ömars og hann tók sig til og skrifaði bók um hana. Só far, só gúdd. Fyrst og fremst virðist Ómar Ragnarsson þó vera að láta undan talsvert þrálátri og illkynja rithöfúndaveiki. Þetta er þónokkuð útbreiddur sjúk- dómur hjá fslendingum sem komnir eru á miðjan aldur, og er ólæknandi. Ef maður fær á annað borð þá flugu í höfúðið að hann sé í raun og veru rithöfundur virðist ekk- ert við því að gera annað en skella sér útúr skápnum. Ómar Ragnarsson er vinsæll skemmtikraftur og sjónvarps- maður en harm er því miður sneyddur rithöfundarhæfi- leikum. Lítum nú aðeins á sögu- hetjuna hans. Hún var sem- sagt komin á níræðisaldur þegar pilturinn Ómar mætti í sveitina 2. júní 1950. Ómar leggur ómælt erfiði á sig til að sannfæra lesendur um að Manga sé hérumbil viður- styggilegasta mannvera sem leikið hefur lausum hala á þessu landi. Hún er „ófríð gribba“, segir hann, „sann- kölluð fordæða í manns- mynd“, „fráhrindandi" og „af henni lagði ramma lykt“. „Margrét er ekki eina fórnarlamb Ómars. Hann skrif- ar umfleira fólk með þeim hœtti að minningu þess er harla lítill greiði gerður. Mest er hann nú samt að skrifa um sjálfan Hún er „greppitrýni“, „ruglu- dallur“; hún er „einsog hund- ur með lafandi tungu“ og Ómari „bauð við henni“. Þetta eru örfá dæmi, valin af handahófi. Og svo er það nefið! Á tæ- pri blaðsíðu víkur Ómar þrisvar að blessuðu nefinu á Margréti heitinni Sigurðar- dóttur. Haldið ykkur fast — leturbreytingar eru mínar: Nefið „síútti fram og niður einsog risavaxinn drellir" segir neðarlega á blaðsíðu 16. Ofar- lega á næstu síðu segir svo að munnurinn sé „nær því hul- inn af ógnarstóru nefi sem var líkast gulrót í laginu, þunnt efst á milli augnanna en breikkaði niður á við eins og hangandi kylfa“. Þetta er ekki búið, lesendur góðir, fáeinum línum neðar skýtur nefið enn upp kollinum, það „slútti svona niður einsog pungur“ og það minnti Ómar „á svera gaddakylfu þarsem hárin voru gaddarnir“. Semsagt: Nefið er einsog risavaxinn drellir, gulrót, hangandi kylfa, pungur, gaddakylfa. Ómar Ragnarsson hefúr til- einkað sér nokkuð sem kalla mætti „bakfallastíl" eða „and- kafastíl“. Allt er svo ROSA- LEGT og GÍFURLEGT að ANNAÐ EINS HEFUR EKKI SÉST! Hann matar ekki les- endur heldur treður ofaní þá með góðu eða illu. Yfirleitt illu. Og Ómar klikkar illilega á einu. Hann birtir nefnilega tvær myndir af Margréti Sig- urðardóttur. Hvað sýna þær? Jú, ósköp venjulega gamla og þreytta konu en fráleitt þá holdi klæddu viðurstyggð sem Ómar er búinn að út- mála einsog skratta á vegg. Manga hafði átt erfiða ævi og hún stóð löngum og þus- aði yfir Ómari litla þarsem hann sat og las í gríð og erg. Hann þóttist hlusta meðan hann las og hún var harla glöð. Nú, áratugum síðar, getur Ómar hinsvegar haft langar ræður eftir Margréti Sigurðardóttur. Og ekki nóg með það. Hann lætur í veðri vaka að hann hafi lagst í um- fangsmikla rannsóknarvinnu og hreinlega býr til ævisögu vinkonunnar gömlu. Sú saga öll er mjög rosaleg, gríðarleg og ofsaleg. Þungamiðja henn- ar er ástarævintýri sem Margrét átti með svani nokkrum á ofanverðri síðustu öld. Áreiðanlega voru hérvistar- dagar Margrétar Sigurðar- dóttur enginn dans á rósum. Og Ómar Ragnarsson leggur upp með sallagott efni í höndunum. En klúðrar því. Margrét er ekki eina fómar- lamb hans. Hann skrifar um fleira fólk með þeim hætti að minningu þess er harla lítill greiði gerður. Mest er hann nú samt að skrifa um sjálfan sig. Hrafn Jökulsson Jólasveiflan í ár SIGURÐUR FLOSASON GENGIÐ Á LAGIÐ JAZZÍS / JAPIS ★★★★ Mér segir svo hugur að margir hafi beðið spenntir eftir þessari fyrstu sólóplötu Sig- urðar Flosasonar. Hann hefúr lengi verið í framvarðarsveit íslenskra djassleikara og spilað með mörgum erlendum köppum sem hingað hafa komið. Það er óhætt að segja að það sé mikill fengur að þessari plötu og auðheyrt að Sigurður hefur þróað stíl sinn afar markvisst; hér blæs hann t.d. mun betur en á plötum Tómasar R. og er orðinn miklu opnari en um leið ag- aðri í öllum leik sínum. Laga- smíðarnar eru flestar mjög heilsteyptar, á köflum gullfal- legar og sjaldan er látið reika stjómlaust. Á „Gengið á lagið“ eru tíu lög, bíbopp, ballöður og blús- ar, öll undir styrkri stjóm Sig- urðar, sem leikur á alt- saxófón. Hjálparkokkar hans eru fyrsta flokks; þeir Ulf Adaker hinn sænski á tromp- et, Eyþór Gunnarsson á pí- anó, Lennart Ginman hinn danski á bassa og loks sveiflu- „Það er mikillfeng- ur að þessari plötu. Lagasmíðarnar eru flestar mjög heil- steyptar, á köflum gullfallegar og sjaldan er látið reika stjórnlaust. “ kóngurinn Pétur Östlund, sem spilar á trommur. Úr- valsspilarar allt saman, enda er þetta draumasveit Sigurð- ar. Það er góð hugmynd að byrja á „Þegar öllu er á botn- inn hvolft“, því lagið er mjög grípandi, algjör „potboiler“ eins og George Martin upp- tökustjóri kallaði alltaf fyrsta lagið á Bítlaplötunum. Trommur, bassi og píanó ganga til leiks og BAMM! — sax og trompet bætast við og fjörið er byrjað. „Þegar öllu...“ er stefnuyfirlýsing Sigurðar; hann vill spila djass og er í engum vafa. „Vatn undir brúna“ er rólegt og fal- legt lag og sóló Sigurðar og Eyþórs fin. Næst er stigið um borð í „Flug 622“, þar sem er gaman og flogið ffam og aft- ur. Hér heyrist hversu þétt ryþmaparið er, td. undir sól- ói Sigurðar. „Útúrdúr“ er leikur að þríhljómum og enn á Sigurður stórleik, nær að lyfta laginu á hærra plan. Lín- an er glæsileg í „Með harðri hendi“, líkt og spilamennsk- an. Pétur Östlund rekur í rétt- ir með ofsasveiflu sinni og hinir verða að taka á öllu sem þeir eiga, slíkur er krafturinn. Sigurður samdi „In memori- am“ um vin sinn Svein Ólafs- son, sem margir vilja kalla fyrsta alvöru saxófónleikara íslendinga. Þetta er besta lag plötunnar, einkar angurvær og falleg ballaða, og maður skynjar að Sveinn hefúr haft mikil áhrif á Sigurð. Af þeim fjórum lögum sem eftir eru stendur titillagið upp úr, sam- ið fyrir Lennart, sem nýtur sín vel; gengur og hleypur, togar og teygir. Það verður gaman að fylgj- ast með Sigurði í ffamtíðinni. Þetta er afbragðsplata, metn- aðarfullt verk þar sem allir eiga góðan dag, þó sérstaklega þeir Sigurður og Eyþór. Það er helst að Ulf Adaker nái sér ekki á strik í nokkrum lögum. Hljómur á plötunni er mjög góður og bæklinginn sem fylgir með er gaman að lesa, þótt það besta sé að sjálfsögðu tónlistin. Jólasveiflan í ár! Elturlyf oð vændi í undirheimum Ameríku HAFDÍS L. PÉTURS- DÓTTIR í VIÐJUM VÍMU OG VÆNDIS SKJALDBORG ★ Hafdís L. Péturs- dóttir skrásetur í þessari bók endur- minningar systur sinnar, Matthildar Jónsdóttur Campbell, sem elti mislukk- aðan kærasta til Ameríku fyr- ir hartnær þrjátíu árum og lenti uppúr því í gegndar- lausu rugli og veseni, og hefur marga fjöruna sopið. Söguefnið er mikilsháttar: Stelpa sem kann ekki orð í ensku er allt í einu komin til Chicago, giftist ónytjungi, eignast barn, skilur, kynnist fleiri mönnum sem undan- tekningarlaust eru dusil- menni og drykkjurútar, sekk- ur djúpt í fen eiturlyfja, eign- ast fleiri börn, missir börnin ffá sér, dansar „léttklædd“ á sóðabúllum, selur sig slor- dónum í löngum bunum, handleggirnir orðnir einsog gatasigti eftir heróínspraut- umar. Púff. En Matthildur náði sér á „Söguritari veldur alls ekki viðfangs- efninu. Hafdís skráir söguna eins- og hverja aðra skýrslu, þurra og blóðlausa. “ strik og starfar nú í undir- heimum vestra að veiða sálir og ffelsa undan eitri og eymd. Þetta er semsagt sagan af Matthildi sem fæddist árið 1946 og ólst upp við Njáls- götu í Reykjavík. Sannarlega hefði þetta getað orðið áhrifa- rík saga og óvenjuleg. En söguritari veldur alls ekki viðfangsefninu. Hafdís skráir söguna einsog hverja aðra skýrslu, þurra og blóð- lausa. Stíllinn er einhæfur og án blæbrigða, harmsagan verður einsog flöt og óspenn- andi lýsing á eyðimerkurferð fremur en því djöfullega víti sem líf Matthildar greinilega var. Persónumar lifna ekki á pappírnum; blessuð börnin sem bjuggu við martröðina em einkennalaus, rétt einsog mennirnir í lífi Matthildar. Þeir virðast hafa átt sameigin- legt að vera samansúrruð fúl- menni en þar fyrir utan and- litslausir og karakterslausir. Matthildur Jónsdóttir Campbell sýnir umtalsvert hugrekki með því að segja sögu sína. Hún gerir það, að eigin sögn, til þess að vara fólk við ógnum eiturlyfjanna. Það er virðingarvert. Hins- vegar er synd að saga hennar skuli ekki vera betur sögð. Hrafn Jökulsson Tólf íslensk hippalðg ÝMSIR FLYTJENDUR KÆRLEIKUR SKÍFAN ★ Þótt plata Bítlavina- félagsins „12 íslensk bítlalög" sem kom út fyrir fimm ámm væri þunn kom hún einu ágætu til leiðar; hún vakti at- hygli á gömlu íslensku bítla- slögumnum sem fallið höfðu að mestu í gleymskunnar dá, fólk fór að rifja upp uppruna- legu flytjenduma og endurút- gáfúflóð skall á. Síðan hefur upprifjunarflensa hrjáð ís- lenskt tónlistarlíf, megnið af því besta sém íslenskt bítla- og hippatímabil bauð upp á hefúr komið út á ný og annar hver unglingur hefúr gengið í gegnum nett bítlaæði og skoðað fjölskyldumyndirnar af mömmu og pabba síð- hærðum með snefil af áhuga. Hæst náði forvitnin í fyrra þegar Trúbrot fór inn á vin- sældalista á ný, en sem betur fer hefur áhuginn nú beinst inn á nýjar brautir, hippa- nostalklígjan fjarað út. Safn- platan „Kærleikur“ kemur því í það minnsta ári of seint. Skífúmenn hafa ákveðið að blóðmjólka hippabeljuna enn og tefla ffam nokkmm ung- um söngvurum sem sumir hafa gert það gott í Söngva- keppni framhaldsskólanna. Jón Ólafsson og nokkrir val- inkunnir poppatvinnumenn, flestir nýdanskir, spila tólf gömul hippalög sem unga fólkið spreytir sig á. Útsetn- ingarnar eru flestar líflausar og gerilsneyddar, þessi ffam- leiðsla er einskonar Rokk- lingaplata fyrir unglinga; sjoppuplata, auðmelt færi- bandaffamleiðsla. Söngvararnir eru sjö og gert mishátt undir höfði. Gaman hefði verið ef myndir af þeim öllum hefðu prýtt „Hvað sitjum við svo uppi með? Sœmilega sjoppu- plötu sem verður engum tilfram- dráttar, hvorki söngvurunum, hljóðfœraleikurun- um né lögunum sjálfum, semfólk ættifrekar að afla sér í upprunalegu útgáfunum efþað hefur á annað borð enn áhuga. “ umslagið, en hér fær bara stjarnan Ingibjörg Stefáns- dóttir mynd af sér. Hún syng- ur Trúbrotslagið „Ég veit að þú kemur“, sem hlýtur að teljast með mest notuðu ís- lensku hippalögum fyrr og síðar. Sigríður „Rask“ Guðnadóttir syngur þrjú lög og gerir það ágætlega. Mar- grét Lára Þórarinsdóttir syng- ur tvö, þ.á m. lag eftir Einar Vilberg, „Vitskert veröld“, sem lítið hefúr heyrst í hippa- flóðinu fyrr en nú; gott lag og vel túlkað af Margréti. Fjórir strákar þenja sig. Pétur Guðmundsson hefur milda og átakalausa rödd sem fellur vel að skátalaginu „Vor í Vaglaskógi“ og Hafþór Ragnarsson er öruggur í tveimur góðum lögum eftir Rúnar Gunnarsson. Síðri eru Höskuldur Lárusson, sem nær sér ekki vel á strik sem Jóhann G. í Óðmannalaginu „Er mengun hverfur", og Bergsveinn Árelíusson, sem fer langt yfir öll þolanleg rembingsmörk í söngstíl sem hefur ekki heyrst síðan Sig- urður Sigurðsson söng um ís- lenska kjötsúpu. Hvað sitjum við svo uppi með? Sæmilega sjoppuplötu sem verður engum til fram- dráttar, hvorki söngvurun- um, hljóðfæraleikurunum né lögunum sjálfum, sem fólk ætti ffekar að afla sér í upp- runalegum útgáfum ef það hefur á annað borð enn áhuga. Upprunalegu útgáf- urnar eru allar til úti í næstu búð nema tvö lög eftir Rúnar Gunnarsson, sem hér er dust- að af á smekklegan hátt. Þau lög hafa varðveist í hausnum á Þorsteini Eggertssyni síðan Rúnar bað hann um texta við þau fyrir rúmum tuttugu ár- um!________________________ Gunnar Hjálmarsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.