Pressan - 09.12.1993, Blaðsíða 8
B8 PRESSAN
BÓKA- OG PLÖTUBLAÐ
Fimmtudagurinn 9. desember 1993
Ur reynslu-
heimi
popparans
VALGEIR GUÐJÓNS-
SON: TVÆR GRÍMUR
MÁL OG MENNING
★★
OPoppari sem kom-
inn er á virðulegan
aldur tekur sig til og
skrifar fyrstu skáld-
sögu sína um poppara. Þetta
hljómar ekki eins og eitthvað
sem rétt væri að veðja á, en
þetta er það sem Valgeir Guð-
jónsson gerði, Mál og menn-
ing veðjaði á og hvor tveggja
komast upp með það. Valgeir
mætti reyndar glotta út í ann-
að því þessi bók kemur á
óvart. Hún er skemmtisaga
sem reynir ekki að vera neitt
annað og er vel heppnuð sem
slík.
I bókinni segir ffá viðskipt-
um popparans Gríms Kamb-
an og Guðmundar Jónssonar
endurskoðanda, en örlögin
haga því svo til að þeir verða
nágrannar. Þetta er strákasaga
og því er slatti af nostalgíu í
henni eins og hinum stráka-
sögunum.
Valgeir Guðjónsson virðist
„Það sem kom mér
mest á óvart við þessa
bók er hve höfundur
hennar virðist eiga létt
með að skrifa. Helsti
galli verksins er hins
vegarsá hversu orð-
margurhann er“
hafa gengið í skóla hjá Pétri
Gunnarssyni, Einari Kárasyni
og Guðmundi Andra Thors-
syni. Kaflar um karllegar
ífústrasjónir unglingsára vísa
á Andrabækur Péturs, stíllinn
minnir margoft á lipran ffá-
sagnarstíl Einars Kárasonar
og svo er kryddað með íhygli í
ætt við Guðmund Andra
Thorsson. (Ef einhver hefði
spurt mig hvaðan þessi setn-
ing kæmi: „Þeir töluðu fjálg-
lega um ekki neitt sem er list
sé það nógu vel gert“, þá hefði
ég svarað því til að Guð-
mundur Andri hefði skrifað
þetta í annarri skáldsagna
sinna. •— En þetta er semsagt
Valgeir.)
Bókin hefst á sérlega vel
skrifuðum og myndrænum
kafla. Þar ríkir enginn byrj-
endabragur. Eftir góða byrjun
fer frásögnin að taka dýfur.
Hún fellur með vissu millibili
en Valgeir er venjulega fljótur
að átta sig, tekur tilhlaup og
kemur henni aftur á skrið.
Kímnin í sögunni er allt ffá
því að vera vonlaus upp í það
að vera verulega vel heppnuð.
Þarna er lítill en mjög fyndinn
texti um þær stúlkusögur sem
ganga um Kamban og svo er
frásögn af opinskáu viðtali við
poppara og búturinn sem
birtur er úr því viðtali er
hreinasta hunang fyrir
húmorista.
Persónusköpun er þokka-
lega góð. Besta persónan er
reyndar aukapersónan Gulla
á geðinu, en það skass er eins
og stokkið út úr verki eftir
Einar Kárason. En dæmi um
það þegar persóna vaffar um í
hálfgerðu erindisleysi er Sómi
nokkur sem kynntur er til
sögu seint í verkinu.
Valgeir skrifar léttan og
lipran stíl. Það sem kom mér
mest á óvart við þessa bók er
hve höfundur hennar virðist
eiga létt með að skrifa. Helsti
galli verksins er hins vegar sá
hversu orðmargur höfundur
er (það er reyndar áberandi
galli margra góðra byrjenda-
verka).
Ég ætla ekki að telja ykkur
trú um að þetta sé hámenn-
ingarlegur litteratúr en sem
skemmtisaga er bókin dágóð
afþreying.
Kápa Guðjóns Ketilssonar
er mjög skemmtileg.
Kolbrún Bergþörsdottir
Loksins eitthvað spennandi
„Þar kom að því. Ung-
lingamir í JetBlack Joe
velta sér á hliðina, tapa
barnatönnunum sem
skein í áfyrstu plötunni
og láta sér vaxa beittar
fullorðinstennur. “
unni, sumt er nánast ná-
kvæmlega eins og hammond-
rokkkeyrslan sem stundum
grasseraði hjá þeirri sveit. Jet
Black Joe er þó síður en svo
kópíusveit, drengirnir vinna
sannfærandi úr áhrifunum og
bæta við nýrri þáttum úr eig-
in vasa. Bandið hangir
skemmtilega saman, spila-
gleðin er alls ráðandi og sem
Setur fer er enginn sólóóður í
sveitinni. Páll Rósinkrans hef-
ur fantarödd, sem eins og fyrr
er vörumerki sveitarinnar.
Textar virðast ekki vera mikil-
vægur hlekkur í keðjunni og
eru sem fyrr á ensku. Það
gengur ekki að vera alltaf að
flengja strákana fyrir þennan
aumingjaskap gagnvart ís-
lenskri tungu, en óneitanlega
fer enskan í mann, sérstaklega
áberandi kJaufavillur eins og
titillinn „Phsycedelic in the
90’s“ (rétt ,,Psychedelic“). Ef
þeir ætla að halda sig við
enskuna gætu þeir í það
minnsta fengið einhvem sem
kann málið til að lesa yfir
textana á næstu plötu.
You aint here hefst á titil-
laginu, hinum sjö mínútna
ópusi. Þar blandast saman í
góða heild kassagítar-róleg-
heit, rífandi rokk og sýra —
frá fyrsta lagi er sem sagt
tjaldað öllum helstu bragð-
efnum plötunnar. „My time
for you“ er frábært lag og
„Summer is gone (part 1 og
2)“ sveiflast úr kassaballöðu í
Trúbrotskeyrslu. „You can
have it all“ er notaleg Bítlasýra
á poppuðu reki en „Lester
Phantom“ er lítið grínpönk
sem er troðið inn í pró-
grammið og gerir lítið fyrir
heildina nema að breikka
hana enn. Annað glappaskot-
ið á plötunni er þunnur útúr-
snúnigur á gömlu Kinks-lagi,
„I really got you“, en að öðru
leyti flýgur platan í gegn hlað-
in toppum og barmafull af
sniðugum tilraunum og vel
útfærðum hugmyndum sem
ganga upp. Hér skín í gegn
ungæðislegur áhugi á að gera
eitthvað nýtt og spennandi,
bandið tekur áhættu sem skil-
ar sér í þvi að platan hljómar
alltaf jafnfersk, hversu oft sem
hún er sett undir geislann.
Frábær plata!
Gunnar HJálmarsson
JETBLACKJOE
YOU AINT HERE
SPOR
★★★★
Þar kom að því. Með
bæði hippaáhrifin og
nýjustu rokkstraum-
ana á bakinu velta
unglingarnir í Jet Black Joe
sér á hliðina, tapa barnatönn-
unum sem skein í á fyrstu
plötunni og láta sér vaxa
beittar fullorðinstennur. Nýja
platan er frábærlega vel
heppnuð tilraun til að festast
ekki í gömlum skorðum.
Fyrsta platan var frekar létt og
stutt í augljósa smelli. Þessi er
þung og krefst fullrar meðvit-
undar af hlustandanum. Þetta
er ekkert léttmeti sem maður
fær strax leið á heldur vel
pæld, kraftmikil og tormelt
rokkplata sem vinnur vel á og
er allt öðruvísi en aðrar plötur
sem koma út um þessi jól.
Aldrei þessu vant kemur ís-
lensk hljómsveit á óvart.
Þetta er stór plata, löng, og
lögin fjórtán mynda breiða
heild. Heildarsvipurinn er
drungalegur, þungur; hljóm-
urinn gruggugur og langt frá
hinum viðurkennda íslenska
popphljómi. Eyþór Arnalds
fær prik fyrir frábæra hljóð-
vinnslu. Þótt lögin tvístrist
órætt í ýmsar áttir má þó
skipta þeim gróflega í þrjá
flokka; „hefðbundin“ rokk-
lög, kassagítarballöður og
„þróuð“ rokkverk. Aðal laga-
og textasmiður sveitarinnar er
Gunnar Bjarni gítarleikari.
Hans uppáhaldstími í músík
virðist vera síðbítla-“sækadel-
íu“-skeiðið og margt af efni
plötunnar minnir á Bítlana,
sirka „Hvíta albúmið". Trú-
brot gengur líka aftur á plöt-
(FRAMHALD AF BLAÐSÍÐU B2)
Plötur
Rabbi: Ef ég hefði vængi
R músík / Japis ★★★★
Rabbi er í fremstu línu sem persónulegur og firábær lagasmið-
ur. Vandað popp og heildartónninn sterkur. (GH)
KK band: Hotel Föroyar
Bein leið / Japis ★★★
Góð plata og skemmtileg. Nóg af hinum létta KK-fílingi, en
einnig margt sem sýnir að bandið er síður en svo staðnað.
(GH)
Nýdönsk: Hunang
Skífan ★★★
Hér er sáð í sama beð og áður, en ekkert óvænt til. Gott popp,
er platan ber þó hættuleg merki um yfirvofandi stöðnun. (GH)
Todmobile: Spillt
Spor ★★★
Hér er allt pottþétt, bæði spilamennska og frágangur. Það
skiptast á góð lög og lög sem sogast í hið risavaxna miðjumoðs-
svarthol dægurtónlistarinnar. (GH)
Bubbi Morthens: Lífið er Ijúft
Skífan ★★★
Einföld, værukær og þægileg plata, gamaldags og lágstemmd.
Fjandi hentug við arininn á vetrarkvöldum, en ekkert tíma-
mótaverk. (GH)
Ðubbleflies: The World is Still Alive
Hljómalind ★★★
Kærkomin skurðaðgerð á skvapkenndu íslensku tónlistarlífi.
Bjartasta vonin, engin spuming. (GH)
Ýmsir flytjendur: Núll og nix
Smekkleysa ★★★
Mælir blóðþrýstinginn í músíklífinu með 33 hljómsveitum,
mikið af því undir-
gangatónlist sem
aldrei fær að heyrast í
útvarpi. Þörf útgáfa.
(GH)
(GH)
Halli: Undir hömrunum háu
★★
Nýr Bjartmar, á köflum sérhannað jogginggallapopp, en ekki
ýkja eftirminnilegt. (GH)
Herbert Guðmundsson: Being human
HG Records / Japis ©
ótrúlega máttlaus og óspennandi plata, svo dautt, margnotað
og tilfinningalaust efhi að það líður nasstum yfir mann af leið-
indum. (GH)
Endurútgáfur
Megas: Paradísarfuglinn
Skífan ★★★★
Hér er drepið niður á öllum skeiðum meistarans og þetta er allt
sígild snilld sem enginn ætti að missa af. ómissandi plata.
(GH)
Purrkur Pilnikk: Ekki enn
Gramm/Smekkleysa ★★★★
Fullt af frábærum lögum og heildarandinn skemmtilega fullur
af nýjungum. Textar Einars Amar úr reykvísku umhverfi annó
1981 veita leitandi unglingum vonandi jafhmikinn innblástur
nú og þá. (GH)
Ýmsir flytjendur: Rokk í Reykjavík
Hugrenningur/Smekkleysa ★★★
Misjafnar upptökur en nauðsynleg plata í skápnum til upprifj-
unar þeim sem náttúmlaust nútímapopp hrellir sem mest.
(GH)
Stuðmenn: Stuðmenn
Skífan ★★
Þessi útgáfa er ekki góð og ekki nauðsynleg. Flestar plötur
Stuðmanna em enn fáanlegar og vanda hefði átt betur til laga-
vals og frágangs pakkans. (GH)
Ami Johnsen
Milljónaútgáfan
Eindrangur/Japis
★★1/2
Ámi getur raulað sig
fyrirhafnarlaust í
gegnum hálft lag og
hljómað eins og hver
önnur varðeldabytta í
hinni árlegu útilegu.
Textarnir sumir
geggjað mgl og stuð-
rembingurinn á
suðupunkti. (GH)
Orri Harðarson:
Drög að heim-
komu
Jepsen/Japis ★★1/2
Tvítugur trúbador,
en það heyrist ekki á
plötunni. Frekar eins
og hér sé á ferð lífs-
reyndur og sigldur
maður. Ekki bylting-
arkennt, en ágætt
innlegg og nauðsyn-
legt. (GH)
Stefán Hilmars-
son: Líf
Spor ★★
Stefán leggur ekki í að
gera neitt nýstárlegt,
frumlegt eða ferskt.
Úrvinnslan er hefð-
bundin og spila-
mennskan líflítil, en
fagmannleg. (GH)
Indverska prins-
essan Leoncie:
Story from Brook-
lyn
Panton ★★
Ber með sér klassískt
yfirbragð evrópskrar
úrkynjunar og ætti
vel heima sem sánd-
trakk í þýskri klám-
mynd. Prinsessan
gerir þessu velkta
klámdiskói frábær
skiL (GH)
Móa syngur: Lög-
in við vinnuna
Smekkleysa ★★
Lögin þekkja allir og
platan líður hjá eins
og hvert annað um-
hverfishljóð. Þetta er
stemmningarplata og
ekki verri en hver
önnur kertaljósaplata.
%Þ.
ggj
co
r
ík
Dr. Lúd\'ík Kristjánsson Jiefur lengi verið
þjóðkunnur sem rithöíundur og sagnfræðingur, enda
höfundur margra rita, sem oft og lengi mun vitnað til.
Langstærsta verk hans eru Islenskir sjávarhættir.
Vestlendingar hlaut framúrskarandi góðar riðtökur er
ritið kom fyrst f)'rir augu lesenda fyrir 40 árum, eins
og umsagnir þær, sem hér fylgja, bera ljóslega með sén
Dr. Ámi Friðriksson: "Má óhætt fullvrða, að hér er að ræða um
einstakt rit í sinni röð. - Með því að hiklaust má gera ráð fyrir að
enginn verði fyrir vonbrigðum með sögulokin, verður hér um að ræða
heilsteypt og vandað ritverk, sem ekki verður ofþakkað."
(Morgunblaðið 20. des. 1953.)
Vilhjálmur S. Vilhj;ílmsson, rithöfundur: "Ég hef verið að lesa bók
I.úðvíks Kristjánssonar, Vestlendingar. Þetta er framúrskarandi góð
bók, stórfróðleg, effirminnileg og vel gerð frá hendi höfúndarins,
einh\rer hin besta bók um þjóðleg fræði, sem ég hef lengi lesið. Það er
sannarlega tengur að því að fá svona góða bók."
(Alþýðublaðið, 8. jan. 1954.)
Dr. Jakob Bcnediktsson: "Vestlendingarer merkileg bók, þvi að hún
vísar veginn að nýjum viðfangsefnum f sögu síðustu aldar. Og þó að
efnið sé ekki tæmt, þá flytur hún svo mikinn nýjan fróðleik, að hún er
stórmikil! féngur íslenskri menningarsögu."
(Tímarit JVLils og menningar, des. 1953.)
Olafur Lárusson, prófesson Eftir að prófessör Ólafúr hefúr í
megindráttum getið elnis I. bindis Vestlendinga, segir hann: I.úð\-fk
Kristjánsson segir sögu þessarar menningaiMðleitni Vestlendinga í riti
sínu. Er furðulegt, hve ýtarlega hann helur getað rakið hana, enda
augljóst að hann nefur unnið vandlega að þessu verki og víða leitað
heimilda og orðið næsta fundvís í þeirri leit sinni. Bókin er lipurt og
skilmerkilega rituð og hin skemmtilegasta aflestrar." (Skímir 1954.)
Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri: "Lúðvíl; Kristjánsson ritstjóri hefúr
þegar unnið sér orðsn'r sem málsnjall og áreiðanlegur sagnaritari. Þessi
orðstfr hans mun ekki minnka við þessa bók. - Hefur Lúðvík tekið sér
fyrir hendur að rekja merkan þátt í viðreisnarsögu þjóðarinnar á
seinustu öld. Þessum merka þætti hefúr hingað til ekki verið gerð nein
sæmileg skil áður, og er hér því vissulega um gott verk og nauðsynlegt
að ræða." (Tíminn, 22. des. 1953.)
SKUGGSJA
Bókabúð Olivers Steins sf.