Pressan - 09.12.1993, Blaðsíða 1
I
=====
íslensku bókmenntaverðlaunin 1993
Hvar er Birgir?
Fimm bækur í flokki fagurbókmennta og fimm úr flokki fræðibóka hafa verið tilnefndar til íslensku bókmenntaverðlaunanna 1993.
Bækur úr fyrrnefnda flokknum eru: BORG eftir Rögnu Sigurðardóttur, ELDHYLUR eftir Hannes Pétursson, FALSARINN eftir Björn Th.
Björnsson, HVATT AÐ RÚNUM eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur og SÚ KVALDA ÁST SEM HUGARFYLGSNIN GEYMA eftir Guðberg Bergs-
son. Dómnefnd skipuðu Guðrún Nordal, Ásdís Egilsdóttir og Ingibjörg Haraldsdóttir. Hvað finnst mönnum um þessar tilnefningar og
hver halda þeir að hreppi hnossið?
ÞORGEIR ÞORGEIRSSON
rithöfundur:
„Ég heyrði af þessu í útvarpinu i
gær og mér heyrist þarna vera
agæt verk. Það var nú eítthvað af
bokum þama sem ég hafði ekkert
heyrt um en maður þekkir ósköp
lítið til, maður er Iftið farinn að lesa
af bókum ársins. Það sem ég
þekki til af þessum bókum líst mér
vel á. Ekki kem ég því fyrir mig að
þama vanti eitthvað, það er aðalat-
riðið í þessu forvali að það sé að
minnsta kosti ein frambærileg bók
í hvorum flokki, en ekki þori ég að
spá um hver vinnur — ég veit ekki
hverjir skipa nefndina."
HALLGRÍMUR HELGASON,
rithöfundur og myndlistar-
maður:
„Þetta virðist ekki vera neitt
hneyksli eins og var í fyrra. Það
sem kemur kannski mest á óvart
er að Helga Kress skuli ekki vera í
nefndinni, en það virðist vera tíl-
hneiging til þess að fylla þessar
nefndir með gráðum prýddum
konum úr skólaumhverfi. I ár eru
þrjár konur í nefndinni og mér
finnst þetta kannski óþarflega mik-
ið kvennaveldi sem virðist verða til
þess að góðar „karlabókmenntir“
fá þarna ekki inni, samanber Einar
Kárason í fyrra og Einar Már í ár.
Annars er gleðilegt að sjá Rögnu
Sigurðardóttur, það er ánægjuefni
að nýiiðar skuli vera teknir alvar-
lega. Fyrir mína parta hefði ég vilj-
að sjá Tabúlarasa í þessum hópi,
að mínu mati bókin í ár. Varðandi
verðlaunin: Sú regla virðist komin
á að komi roskið og virt Ijóðskáld
með nýja bók með hyldjúpum titli
þá hljóti það verðlaunin.“
HANNES HÓLMSTEINN
GISSURARSON lektor:
„Mér líst raunar vel á sjálfar til-
nefningarnar. Sjálfur myndi ég
veita Hannesi Péturssyni verðjaun-
in fyrir fagurbókmenntirnar. Ég er
sammála Ragnari í Smára, sem
sagði einu sinni við míg að Hann-
es Pétursson bæri af öðrum ís-
lenskum skáldum eins og gull af
eirí. Síðan myndí ég veita Jóni
Friðjónssyni verðlaunin fyrir fræði-
rit. Hann er framúrskarandi fræði-
maður og vanmetinn á sínu sviði.
Ég er samt ekki viss um að þessir
ágætu einstaklingar fái verðlaunin.
Sennilega hljóta Björn Th. Björns-
son og Vilhjálmur Árnason verð-
launin, því þeir fullnægja því nauð-
synlega skilyrði að vera i hirð for-
setans, auk þess sem þeir eru báð-
ir félagshyggjumenn.
Ég er með eina hugmynd að lok-
um: Hvernig væri að leggja for-
setaembættið niður, þegar Vigdís
Finnbogadóttir lætur af því árið
1994, og nota fjármunina sem við
3að sparast í fleiri bókmenntaverð-
aun? Svisslendingar komast af án
forseta, svo við ættum að geta gert
það.“
AUÐUR HARALDS rithöf-
undur:
„Ég hef ekkert af þessum bókum
lesið og kem eiginlega af fjöllum.
Eg les ekki heldur blöðin, þannig
að ég kem ofan af fjöllum og út úr
hól. Mér lí?t vel a tilnefningar
fræðibóka. Eg er fræðífrík. Hitt líst
mér hvorki illa á né vel. Mér finnst
Álfrún alltaf góð og held að Björn
Th. hljóti að vera vel að þessu
kominn. Hann skrifar skynsam-
lega. Ég var hálfundrandi að Birgir
Sigurðsson skyldi ekki vera þama
á meðal. En hvað eigum við að
gera — hafsjór góðra höfunda og
aðeins fimm tilnefningar?“
SNÆBJÖRN ARNGRÍMS-
SON útgefandi:
„Ég er anægður með að Hannes
Pétursson og þó sérstaklega
Ragna Sigurðardóttir skuli vera
þarna. Það kom skemmtilega á
óvart. Það er helst að það vanti
Birgi Sigurðsson í hópinn og
Braga Olafsson auðvitað. Það eru
allir vel að þessu komnir og ég vil
ekkert gefa út hverjir ættu að víkja
fyrir þessum tveimur, þetta er fínn
hópur. Atburðurinn sem slíkur er
upplyfting en ég tek þessi verð-
laun ekki mjög hatíðlega.“
5IGGI pAls, hörður torfa, iviatti bjariva,
VALGEIR GUÐJÚIM5, BJÖRIV TH., JET BLACK JOE,
ÚIVIAR RAGIMARSSOIM, FÁRÁIMLEGU5TU
BÆKURIMAR OG FLEIRA OG FLEIRA