Pressan - 09.12.1993, Blaðsíða 11

Pressan - 09.12.1993, Blaðsíða 11
Bókin Milli sterkra stafna - fólkið hjá Eimskip styður þau algildu sannindi að þegar grannt er skoðað er fyrirtæki ekki skip, bókhaldsgögn eða húseignir, heldur fólkið sem vinnur þar. I bókinni segja sögu sína á lifandi og skemmtilegan hátt tólf manns úr mismunandi starfsgreinum, meðal annarra bílstjóri, bókari, bryti, skipstjóri, verkstjóri og vélstjóri. Tveir útlendingar sem verið hafa í samstarfi við Eimskip áratugum saman segja tæpitungulaust frá viðskiptum sínum við íslendinga og skoðun sína á landi og þjóð. Fjallað er um ástina og gleðina, sorg og sigra. Sögusviðið er meðal annars menningarpláss vestur á fjörðum á öndverðri öldinni, Esbjerg í Danmörku á tímum þýskrar hersetu og danskrar andspymuhreyfingar, London á stríðsárunum, farþegaskipið Gullfoss og ævintýrin þar, Palestína meðan Suezdeilan stóð sem hæst J Kaupmannahöfn í stríði og friði og Reykjavík frá aldamótum til dagsins í dag. Flestir sem segja sögu sína í þessari bók hafa starfað með þremur forstjórum á starfsævi sinni og þeir greina frá því hvemig persónuleiki þeirra hvers um sig hafði og hefur enn áhrif á starfsemina og andann í þessu stóra fyrirtæki. Afar skenuntáleg og óvenjuleg viðtalsbók - prýdd fjölda ljósmynda. ALMENNA BOKAFELAGIÐ HF - góð bók um jólin Jönína |r/cJlael STORBROTIN OG AHRIFAMIKIL SKALDSAGA ILLUGA JÖKULSSONAR Andstæður íimskuimar- lausumheimi Illugi Jökulsson fer ótroðnar slóðir í afar áhrifaríkri skáldsögu sinni, Barnið mitt, barnið. Venjulegur maður úr Reykjavík verður vitni að voðalegum atburði - glæp sem ekki á sinn líka á þeim slóðum. I leit sinni að sökudólginum berst hann um hluta af Islandi - en þeirri ásjónu landsins sem hann verður vitni að eiga Islendingar vonandi aldrei eftir að mæta. Þegar maðurinn kemst loks á leiðarenda hefur hann staðið andspænis fáránleika tilverunnar, grimmd og miskunnarleysi — þó einnig á stöku stað sannri göfgi og einkennilegri fegurð. En einmitt þá eru hans eigin raunir að hefjast. Efni verksins er risavaxið og með ólíkindum að höfundi skuli takast að koma því fyrir í þessari knöppu en áhrifamiklu skáldsögu. Barnið mitt, barnið sýnir kaldan raunveruleika nútímans sem ekki verður umflúinn. Dreifing hefst 18. nóvember ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ HF - góð bók um jólin HVlTA HÚSIÐ / SÍA

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.