Pressan - 16.12.1993, Page 8

Pressan - 16.12.1993, Page 8
8 PRESSAN F R ETT I R Fimmtudagurinn 16. desember 1993 Hríðversnandi staða kaupfélaganna kallar á fjársöfnun meðal félagsmanna Sækja hlutafé bakdyramegln Kfl: Skuldar 1,3 milljarða og þarf aukið hlutafé. SÍS: Ný lög til að auðvelda samvinnufélögum að auka hlutafé sitt komu of seint fyrir Sambandið. Kaupfélag Árnesinga vinn- ur nú að því að selja B-hlut- deildarskírteini til að fá fé inn í fyrirtækið. Er ædun félagsins að selja skírteini fyrir 65 millj- ónir króna fyrir áramót. Verðbréfaþing Islands telur að salan sé í andstöðu við reglu- gerð um útboð hlutabréfa, en Bankaeftirlit Seðlabankans hefur neitað að hafa afskipti af málinu þrátt fyrir tilmæli for- ráðamanna Verðbréfaþings íslands. Nokkur kaupfélög hafa nú þegar gripið til þess ráðs að selja B-hlutdeildarskírteini til að efla eiginfjárstöðu sína, en þetta varð heimilt með nýjum lögum um samvinnufélög frá árinu 1990. Auk KÁ seldu bæði Kaupfélag Eyfirðinga og Kaupfélag Húnvetninga slík skírteini í fyrra þó að aðferðin hafi verið mjög ólík. Einnig seldi Sláturfélag Suðurlands slík skírteini meðal annars gegn loforði um forgang við stórgripaslátrun, sem hlýtur að vekja furðu. Þá heyrast fréttir af því að mörg önnur kaupfélög og samvinnufyrir- tæki ætli að grípa til þessa ráðs til að reyna að rétta við fjár- haginn. Staöa kaupfélag- anna mjög slæm Það hefur ekki farið fram- hjá neinum að staða Sam- vinnuhreyfmgarinnar í heild hefur verið slæm á undan- förnum árum. Lætur nærri að Samband íslenskra samvinnu- félaga hafi tapað einum millj- arði króna á ári í mörg ár og á það nú ekki fýrir skuldum. Kaupfélögin í land- inu hafa ekki farið var- hluta af þessu, en á sex ára tímabili frá árinu 1986 hefur þeim fækk- að úr 42 í 25 en síðast varð Kaupfélag Strandamanna gjald- þrota. í september síð- astliðnum mátti lesa samantekt í Vísbend- ingu þar sem kom fram að kaupfélögin í heild hefðu tapað 632 millj- ónum króna árið 1991 og 374 milljónum árið 1992. Þar var reynt að finna út raunverulegt tap út frá sam- stæðureikningi, þar sem af- koma skyldra félaga kemur fram, en í raun hafa slíkar upplýsingar ekki legið fyrir áður. Samkvæmt uppgjörsað- ferð SÍS, sem lengst af hefur safnað saman upplýsingum úr ársreikningum kaupfélag- anna, var tap ársins 1991 að- eins 414 milljónir eða 218 milljónum króna minna en Vísbending sýndi fram á, enda ekki tekið tillit til heild- arafkomu kaupfélaganna. Þetta tap kaupfélaganna er búið að vera nokkuð samfellt í fjölda ára með undantekn- inguárið 1990. Það bendir margt til þess að rekstur kaupfélaganna yerði erfiður í ár og taprekstur margra þeirra haldi áfram. (EA: Gengisfellingin ruglaði arðsem- ishorfurnar. Eiga þau flest eftir að afskrifa eignarhlut sinn í stofnsjóði SÍS, auk hlutafjár í ýmsum dótturfyrirtækjum Sam- bandsins, en tvö þeirra hafa orðið gjaldþrota á árinu. I átta mánaða uppgjöri KEA kemur ffam að tapið er 105 milljónir króna og ekki er gert ráð fyrir að seinnihluti ársins bæti stöðuna neitt. Það er ekki beinlínis það sem kynnt var fyrir kaupendum B-hlutdeild- arskírteina í fyrra. Gengisfellingin rask- aöi forsendum KEA- manna KEA-menn stóðu að sínu útboði eins og um alvöru- hlutabréfaútboð væri að ræða og létu skrásett verðbréfafyrir- tæki, Kaupþing, sjá um út- boðið. Ákveðin tengsl má reyndar sjá á milli fyrirtækj- anna, þar sem KEA á hlut í dótturfyrirtæki Kaupþings, Kaupþingi Norðurlands hf. Útboðslýsingin er mikil að umfangi og má þar meðal annars finna ársreikninga KEA. Það kom ffam hjá Stef- áni Halldórssyni hjá Kaup- þingi að minni má upplýs- ingagjöfin ekki vera, sem hlýt- ur að vera athyglisvert ef tak- markaðar upplýsingar við út- boð KÁ eru skoðaðar. KEA seldi hlutafé að nafn- KH: Betur stæða samvinnufélagið keypti í því gjaldþrota. verði 50 milljónir á genginu 2,25 og hefúr það gengi hald- ist nokkuð stöðugt. 260 aðilar keyptu hlutaféð, bæði stórir fjárfestar og einstaklingar, enda veittur skattafsláttur. Að sögn Stefáns er rekstraraf- koma fyrirtækisins, að slepptri gengisfellingu, í samræmi við spár. Gengisfellingin hefur hins vegar ruglað myndina, enda skuldir félagsins að tölu- verðu leyti í erlendum gjald- miðlum. Örvæntingarfullt út- boð KÁ Síðustu vikur hafa forráða- menn Kaupfélags Árnesinga gengið hart fram í að selja B- hlutdeildarskírteini. Eins og áður sagði telja forráðamenn Verðbréfaþings Islands þetta útboð þurfa nánari skoðunar við. KÁ-menn selja sjálfir bréfin en þeir ætla að selja 50 milljónir að nafhvirði á geng- inu 1,3, sem á að færa fyrir- tækinu 65 milljónir króna. Ef útboðslýsingin er borin saman við útboðslýsingu KEA kemur í ljós að upplýsinga- gjöfin er mjög ólík. Ef litið er á blaðsíðufjöldann einan og sér þá er í sölulýsingu KEÁ 31 síða á meðan sölulýsing KÁ er upp á 8 síður, þar af eru að- eins 3 síður sem segja eitthvað um afkomu fyrirtækisins og það í mjög takmörkuðum mæli, það er helst að fyrirtæk- ið birti eitthvað um „fram- legð“ sína, sem ein og sér segir ekkert. PRESSAN hefur heimildir fyrir því að mjög hörð sölu- starfsemi sé í gangi og jafhvel starfsmenn sem komnir eru á eftirlaun settir í að endurnýja persónuleg tengsl til að koma út hlutdeildarskirteinum. KÁ rekur enn innlánadeild og hefur átt í vandræðum með að uppfylla skilyrði Bankaeftirlitsins um eigið fé til að geta haldið áfram starf- semi deildarinnar. Það eru fyrst og fremst félagsmenn sem eiga þar inni fjármuni og hefúr þeirn meðal annars ver- ið boðið að breyta þeim í hlutdeildarskírteini. Einnig hefúr fyrirtækjum og einstak- lingum sem KÁ skuldar verið boðið að breyta skuldum í hlutdeildarskírteini. Horfur eru á að KÁ tapi þriðja árið í röð, en tap ársins í fyrra var 54,3 milljónir og ár- ið 1991 tapaði félagið.37,9 milljónum. Að auki á fyrir- tækið eftir að afskrifa tugi milljóna vegna stofnsjóðs Sambandsins og annarra hlutafélaga. Þá hafa menn sem rýnt hafa í ársreikninga félagsins greint breytingu á af- skriftarreglum þess, sem eru KB: íhugar að selja skírteini en spurning hvað verður eftir annað en skuldir. til þess gerðar að bæta eigin- fjárhlutfallið. Hefúr fyrningar- hlutfall verið lækkað um 25 prósent á inilli ára, sem gerir að verkum að minna er fært til afskriftar. Útboðin á skjön viö regiugerö I reglugerð um almenn út- boð verðbréfa, sem gefin var út 11. ágúst síðastliðinn, eru sett mikil takmörk á hve við- tækt útboð megi vera ef ekki er notuð milliganga verð- bréfafyrirtækja. I stuttu máli má segja að fjöldi sá er selt er til megi ekki fara yfir 200 að- ila, ef ekki á að koma til opin- ber útboðsgerð með milli- göngu verðbréfafyrirtækis. Utboðsgögn hjá KÁ voru hins vegar send félagsmönnum KÁ (sem eru 2.827 talsins), starfs- mönnum félagsins (sem eru 376 talsins), bæjar- og sveitar- félögum á Suðurlandi, verka- lýðsfélögum, lífeyrissjóðum, ýmsum samstarfsfyrirtækjum KÁ og viðskiptatengdum fé- lagasamtökum. Eins og rakið var í PRESS- UNNI fyrir ári voru þá seld B- hlutdeildarskírteini í Kaupfé- lagi Húnvetninga. Var selt fýr- ir 105 milljónir og var stærsti SS: Seldu skírteini meðal annars út á forgangsröð við stórgripaslátrun. kaupandinn Sölufélag Austur- Húnvetninga, sem er nátengt félag, enda félögin með sömu skrifstofu og sama fram- kvæmdastjóra. Sölufélagið keypti tæplega 80 prósent af hlutafénu og þá rann sveitar- félögum og skyldum aðilum í nágrenninu blóðið til skyld- unnar og keyptu afganginn, enda kaupfélagið nánast gjaldþrota. Var söfnunin því líkari atvinnuátaki en sölu hlutabréfa. Þá íhuga stjórnarmenn hjá Kaupfélagi Borgfirðinga sölu B-hlutdeildarskírteina, en mikil uppstokkun er fram- undan hjá fyrirtækinu. Sam- kvæmt uppíýsingum Davíðs Aðalsteinssonar, stjómarfor- manns KB, er rætt um að stofna hlutafélag utan um kjötvinnslu fyrirtækisins. Þá er spurningin hvað stendur eftir af samvinnustarfsemi til að selja skírteini út á og hvað þar verður af skuldum, en skuldir KB um síðustu áramót vom 554 milljónir og áffarn- haldandi taprekstur í ár. Siguröur Már Jónsson Baáberinn snari nashuatec P295 faxtækln snarar baáum þínum hratt ag arugglega hvert sem er </ Un/al faxtækja fyrir venjulegan pappír / Faxtæki vinnustaóarins / Faxtækl heimlllsins OPTSMA m) . KAFFIBRENNSLA AKUREYRAR HF

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.