Pressan


Pressan - 30.12.1993, Qupperneq 8

Pressan - 30.12.1993, Qupperneq 8
LJUFSAR SOKNUÐUR 8 PRESSAN Fimmtudagurinn 30. desember 1993 Þorvaldur Þorsteinsson. myndjistarmaður og myndlis leíkskáld: „Ég sé mest eftir því að hafa svarað of oít spurningum um sjálfan mig í fjölmiðlum á ár- inu. Það er ekki vegna þess að ég hafi neitt á móti spurning- um, — ég er bara orðinn leið- ur á að tala um sjálfan mig.“ Pétur Pét- u r s s o n læknin „Ég sé nú ekki eftir neinu sem ég hef gert sjálfur, en ég sé mest eftir norðlenska sumrinu sem aldrei kom.“ Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ: „Þetta heíúr verið óvenjuárangursríkt ár ef eitthvað er. Það er þá helst sá stóri sem ég missti af í laxveiðinni! Það eru einu mistökin sem manni er nokkur skemmtun í að leiða hugann að. Maður bæg- ir því nú ffekar frá sér sem maður flokkar undir vonbrigði, maður staldrar ekki við það.“ Hrannar B. Arnarsson framkvæmdastjóri: „Ég sé mest eftir því að stjórnarandstöðuflokkarnir í Reykjavík skuli ekki vera löngu búnir að ákveða að bjóða ffam sameiginlega gegn Sjálfstæðisflokknum, því það myndi tryggja okkur nýjan borgarstjórnarmeirihluta í næstu kosningum." Sigurður Pálsson skáld: „Ég hef nú tilhneigingu til að svara eins og Edith Piafi „Je ne regrette rien‘ því ég treysti Piaf algjörlega.“ Baltasar Kormákur, leikari og samkvæmisljón: „Ég sé eftir að hafa ekki oftar komist í samkvæmisdálk PRESSUNNAR.“ Tómas Tómasson veitinga- maðun „Ég sé mest eftir því að hafa ekki farið að sjá U2 og Sykurmolana í Los Angeles. Það er nokkuð sem gerist ekki aftur og því missti ég af að sjá þessar tvær hljómsveitir sam- an á einu sviði.“ Gunnar Kvaran, forstöðumaður Kjarvalsstaða: „Ég sakna þess á alþjóðlegum vettvangi að ekki skuli hafa náðst ffiður í fýrrver- andi Júgóslavíu og skynja mjög sterkt vanmátt stjórnmálamanna gagnvart þessu ástandi. Svo voru það náttúrlega örlög Marseille-liðsins í knattspyrn- unni, að verða fyrir þessu ósæmilega samsæri sem var bruggað gegn liðinu. I þriðja lagi saknaði ég þess að ekki voru hafnar ffamkvæmdir við listamiðstöð- ina á Korpúlfsstöðum á þessu ári.“ ’ ■ og Milljónamæringarnir ásamt Páli Óskari Hjálmtýssyni, halda dúndurdansleik á Café Bóhem frábMM):30. / :?’> hattaróg knöll innifaliðí miðaverði; Miðaverð kr. 1.800,- í forsölu, en kr. 2.200,- við inngang. »»***»•„, Bubbi Morthens tónlistar- maður: „Á liðnu ári hef ég séð mest eftir því að hafa þurft að aflýsa tónleikum vegna veikinda. Ég hef veikst illa tvisvar á árinu og þurft að aflýsa tónleikum og ég dauðsé eftir því, þar sem ég veit af fólki sem er þá vonsvikið. En allt annað — clean and cut. Algjörlega!" Þórarinn Tyrfingsson, yfiriæknir hjá SAA: „Það var helst að MiWigarður skyldi fara á hausinn. Ég sakna hans og bílastæðanna rúmu við Miklagarð, því þar verslaði ég.“ Friðrik Weisshappel, veit- ingamaður, fatakaupmaður ogfyrrverandi piparsveinn: „Að hafa ekld hitt Andreu Róberts Vitastíg 3 ■ Sími 628585 a annu.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.