Pressan - 30.12.1993, Síða 10

Pressan - 30.12.1993, Síða 10
70 PRESSAN A R I Ð PO L I T I K Fimmtudagurinn 30. desember 1993 „KaUarnir fara í laugarnar og eru nauðasköllóttir vegna þess að þeir skola ekki nógu vel á sér hausinn. Sápan gerir þetta!“ Stefán frá Möðrudal. „Ég vona bara að löggan fari ekki að taka mig, ég geng mikið um miðbæinn, í ýmsu ástandi." Hans Kristján flrnason frídrykkju- maður. „Karl faðir minn hugsaði aldrei um afkomu sína né sinna — vanrækti reyndar fjölskyldu sína fjárhagslega." Jón Baldvin Hannibalssoii sísvangi. „Alþýðublaðið er hreint ekki þeirrar skoðunar að Anna Ólafsdóttir Björnsson láti neitt hlaupa með sig í gönur, nema ef til vill matar- lystina, hún er ágætlega þroskuð, jafnvel ofþroskuð.“ Rökstólar Alþýðublaðsins. „Til að draga úr nauðgun- um ættu konur að fara var- legar en þær hafa gert, drekka minna og vera svolít- ið minni druslur en þær hafa verið á opinberum stöðum.“ ðm Clausen karlremba. „Svavar Gestsson hefur alltaf komið mér fyrir sjónir sem hálfgerður ónytjungur, sem aldrei hefur glatt mann- legt hjarta, ekki unnið eitt einasta ærlegt þarfaverk í þágu lands og þjóðar, ekkert nema óhróður og mann- vonska.“ Baldur Hermannsson, íhlekkjum Hrafnsins. „Ég hef séð geimverur nokkrum sinnum og mér hefur verið boðið upp í geimskip. Þetta eru mjög virðulegir, gráklæddir, frekar hávaxnir menn sem ég skynja eins og vísindamenn." Guðrún Hjörleifsdóttir spákona. „Vinnan er illa skilgreint hugtak og það er oft óljóst hvenær konur eru að vinna og hvenær þær eru að elska.“ Dr. Rannveig Traustadóttir ástkona. „Ég hef eiginlega haldið utan um allt nema pening- ana, því þá hef ég aldrei séð.“ Sigurður Pétur Harðarson sjóndapri. „Fjárgæslan er á öllu, plöt- unni, baukasöfnuninni og öllu saman.“ Sigurður Pétur Harðarson lygari. „Maður á auðvitað ekki að koma nálægt svona löguðu.“ Benedikt Sveinsson, fjárgæsluaðili Sophiu. „Þegar ég lít yfir íslenskt samfélag finnst mér ég ýmist stödd í spillingunni við hirð Alexanders VI. páfa, þar sem stöður gengu kaupum og sölum, eða við rannsóknar- réttinn á Spáni, þar sem þeir einir lifðu sem höfðu réttar skoðanir." Kristfn flstgeirsdóttir spillingarfræðingur. „Hvaða munur er á því að rjúpurnar komi fljúgandi sjálfar á eigin vængjum eða með vængjum flugvélanna?“ dssur Skarphéðinsson rjúpnainnflytjandi. „Það er talað um það í biblíunni að djöfullinn verði bundinn í þúsund ár og þá verður friður á jörðunni og það verður æðislegt að vera tilþá.“ Snorri Óskarsson, hirðir Betelsafnaðarins. Árið sem breytingarnar byrjuðu „Hinir erlendu straumar treystu stöðu Ólafs Ragnars, ekki síst viðleitni hans til að gera sig álitlegan til samstarfs fyrir Sjálfstœðisflokkinn. “ Pólitískar veðurspár ganga sjaldnast eftir. Ríkisstjórnin, sem spáð var illu gengi í upp- hafi þessa árs, siglir skyndilega byrleiði. Eftir örfáa daga verð- ur aðildin að evrópska efna- hagssvæðinu að veruleika, og frjáls innflutningur landbún- aðarvara í krafti GATT er senn í höfn. Samningar við verkalýðshreyfinguna tókust farsællega þvert ofan í spár vitringa og fjarstýringu Al- þýðubandalagsins á lykil- mönnum í Verkó. Viðskipta- hallinn er að verða að engu, og allt í einu eru Islendingar byrjaðir að greiða niður skuldir sínar erlendis. Vaxta- lækkunin — mælikvarðinn á getu ríkisstjórnarinnar — var knúin í gegn með snöggu her- hlaupi á markaðinn, og fleiri eru á leiðinni. Siglingin á rík- isstjórninni speglast best í störfum þingsins, þar sem stjómarandstaðan er farin að brúka mannasiði í staðinn fyrir kjaft, einsog vel agaður skólabekkur sem hefur lent á þjálfuðum kennara. Það er erfitt að henda ná- kvæmar reiður á hvað breytti gengi stjórnarinnar. Greind- arlegustu skýringuna heyrði ég hjá konunni sem hringdi í umhverfisráðuneytið og sagði að allt stefhdi upp á við eftir að Davíð fékk sér brúna jakk- ann og fór að ganga í um- hverfislitunum. Hún vildi raunar líka að hann fengi sér hatt, en það er leynivopnið sem stjómin á eftir. Genqi stjórnar- flokhanna Merkasta breytingin innan stjórnarflokkanna á ári líð- anda kristallast í forsætisráð- herranum. Einvaldurinn úr borgarstjórninni átti ffamanaf í erfiðleikum með að samlag- ast forsætisráðherranum, sem þurfti allt í einu að sansa þverlynda jálka úr dreifbýl- inu, sem gáfu dauðann og djöfulinn í einhverja flokks- forystu úr Reykjavík. Staða Davíðs gjörbreyttist þegar leið á sumarið. 1 deilum stjórnar- flokkanna um landbúnaðar- mál fann hann tón, sem náði samhljómi við hinn óstýriláta kjarna eldri þingmanna landsbyggðarinnar. Síðan hef- ur hann ekki átt í vandræðum með liðið, ffernur en reyndur ekill sem stýrir móðum vagn- hestum. í kjölfarið steypti hann yfir sig kufli græðarans sem plástrar gamlar undir; síðast var Pálmi Jónsson, uppreisnarmaður úr liði Gunnars heitins Thoroddsen, tekinn í endanlega sátt og forframaður í stöðu for- manns bankaráðs Búnaðar- henni úr vinsælum þing- manni í stjórnmálaforingja á landsvísu. Breytingoskeió Framsóknar Á svipaðan máta hafði um- ræðan um aukin tengsl við útlönd ótrúlega djúp áhrif á þróunina innan Framsóknar. Hún kristallaði ágreining inn- an þingflokksins, og í fyrsta skipti lenti Steingrímur Her- mannsson í minnihluta. Hall- dór Ásgrímsson, foringjaefn- ið, tók með sér nær alla yngri ungu samúræja Halldórs. Einsog jafhan þegar sterkir foringjar takast á beita þeir liðsforingjunum framan af baráttunni. Páll Pétursson hefur barið fótastokkinn fyrir Steingrím, en helsti lautinant Halldórs er vaxandi þing- maður að norðan, Jóhannes Geir Sigurgeirsson. 1 kjölfar átakanna um EES hefur hann ekki hikað við að skaka skell- um að formanninum. Þegar Steingrími tókst að fresta af- töku Páls sem formanns þingflokksins var Jóhannes „Árásin á Steingrím var svo hatrömm, að það er erfitt að ímynda sér, að núverandi formaður haldi sjó út kjörtímabilið. “ OSSUR SKARP- HÉÐINSSON bankans. Vaxandi sjálfstraust Davíðs sem foringja hefur smitað út um flokkinn. Þegar hann elli- móður og grár stígur af stalli sínum einhvern tíma á næstu öld mun hann minnast ársins 1993 sem kaflaskila á ferli sín- um. Alþýðuflokkurinn er hins vegar orðinn svo vanur að beita gegn mótvindi, að hon- um hefur ekki enn tekist að nýta sér fyrirvaralítinn með- byr stjórnarinnar. Væntan- lega breytist það þegar líður á 1994. Vinsældir heilagrar Jó- hönnu eru innstæða á vöxt- um; dugnaður Sighvats er fjárfesting sem skilar hagnaði einsog vaxtalækkunin sýnir, og í brúnni er kall, sem kann öðrum fremur að bijótast úr herkví. Alþýðuflokkurinn liggur í skoðanakönnunum ívið fyrir ofan það fylgi, sem hann mældist í allt síðasta kjörtímabil, — og ætti þess- vegna ekki að þurfa að óttast ffamtíðina. En fötlun flokks- ins er að kunna ekki að meta þá sögulegu sigra sem hafa unnist fyrir hans tilstilli síð- ustu misserin. Slík kröfuharka á sjálfan sig stappar nærri sjálfstyftun og er ódrjúg til að skapa sjálfstraust, og þarmeð trúverðugleika. Lifir þá stjórnin út kjör- tímabilið? Efalítið, — vilji hún það sjálf. Úr þessu hindr- ar ekkert að hún sitji sín fjög- ur ár, nema stjórnarflokkarnir sjálfir teldu annað æskilegt. Leysingar Á árinu hefúr pólitísk um- ræða markast af því, að ísland er að ijúfa einangrun sína og hefja óvissa för inn í umheim- inn með því að tengjast al- þjóðlegum viðskiptakerfum. Enn skilja fæstir, hversu djúp- tæk áhrif átök um hin nýju al- þjóðlegu tengsl höfðu á þró- un stjórnarandstöðunnar. Flóknust eru þau ef til vill innan Alþýðubandalagsins. Undarleg málamiðlun Ólafs Ragnars og gamla kjarnans fólst í því, að flokkurinn hafh- aði annars vegar EES en tók hins vegar afstöðu með hinu algera viðskiptafrelsi sem því fylgir. Hin nýja viðskipta- stefha varð síðan grunnurinn undir langhrjáða „Útflutn- ingsleið“ Olafs Ragnars, sem Morgunblaðið skilgreindi sem atvinnustefnu flokks, „Þannig verður árið 1993 metið sem árið þegar breytingarnar byrjuðu; þegar örlög oddvita nœstum allra flokkanna réðust, og nýir leiðtogar hömruðu vopn sín á steðja átaka, sem spruttu í kjölfar er- lendra áhrifa. “ „Hjörleifur Guttormsson endurfœddist í vissum skilningi... “ sem væri klárlega vel til hægri við hina íslensku flokkamiðju. Frá þeim sjónarhóli treystu hinir erlendu straumar stöðu Ólafs Ragnars, ekki síst við- leitni hans til að gera sig álit- legan til samstarfs fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Á hinn bóginn efldi um- ræðan um EES einangrunar- sinna flokksins. Hjörleifur Guttormsson endurfæddist í vissum skilningi, og átökin um EES gerðu andstæðingum formannsins kleift að fylkja liðinu á nýjan leik. Staða Ól- afs Ragnars veiktist að sama skapi, enda gerðu þungavigt- armenn í þingflokknum að honum harða atlögu þegar leið á sumarið. Deilurnar um EES mörkuðu þannig hið sjá- anlega upphaf að endinum á veldi Ólafs, og fáum dylst nú hveijum klukkan glymur... Kvennó eignast leiötoga Innan Kvennalistans urðu líka hörð átök um EES. Ingi- björg Sólrún skar sig frá stall- systrum sínum og greiddi ekki atkvæði gegn EES á þing- inu. Harðasti andstæðingur aðildarinnar, Hjörleifur Gutt- ormsson, gekk svo langt að saka hana urn að vilja leggjast í lífhöfn sjálfs Evrópubanda- lagsins. Hin hugmyndalegu átök innan Kvennalistans brutust út á síðum slikjurit- anna í nafnlausum árásum á einfarann, og uppúr þeim kristölluðust tveir skoðana- hópar. Annars vegar stóð Ingibjörg Sólrún ein innan þingflokksins með óvissan stuðning á meðal yngri kvenna' í grasrót Kvennalist- ans, en gegnt henni var af- gangur þingflokksins með Kristínu Einarsdóttur sem þungamiðju, skjaldaður í bak og fyrir með samþykktum Kvennalistans og obba hins virka kjarna. En Sólrúnu tókst að snúa taflinu við. í deilunum um EES birtust skapgerðarein- kenni sem undirstrikuðu kosti hennar sem efnilegs leiðtoga. 1 dag er engum blöð- um að fletta um, að í henni sjá hinar yngri og nýrri konur Kvennalistans óumdeildan foringja framtíðarinnar. Út- skiptareglan mun valda því, að eftir kosningar mun Ingi- björg Sólrún sitja á þingi laus við helstu fjandkonur sínar, óskoruð móðir flokks, sem um árabil hefur haft óvissa stefnu, og enn óvissari ffarn- tíð. Þá mun á reyna, hversu þungt er í henni hið pólitíska pundið. Ef vel tekst til mun hún leiða Kvennalistann í langþráða ríkisstjórn, og ef til vill ná að festa hann varanlega í íslenskum stjómmálum. En það var EES sem breytti þingmenn flokksins, og eng- um duldist að því loknu, að foringjadagar Steingríms voru taldir; spurningin var ekki hvort, heldur hvenær, hann afhenti Halldóri arfleifðina. En deilunum lauk ekki með EES, heldur hafa þær nú breyst í opinskáa gagnrýni á formanninn, og helstu stuðn- ingsmenn Steingríms eru jafnframt skotspænir hinna Geir nægilega kjarkaður til að mótmæla framhaldslífi Páls allt til loka deilunnar. Það speglaði í senn veikleika Steingríms og styrk Halldórs, skjólið sem hinn norðlenski liðsforingi nýtur. Pólitískir veðurvitar ættu á næstu miss- erum að horfa eftir stjörnu Jóhannesar Geirs, sem án efa á eftir að sýna afl sitt í próf- kjöri Framsóknar í Norður- landi eystra, og verður styrkur fyrir félaga sinn Halldór í rík- isstjórnum framtíðarinnar. Árásin á Steingrím, sem hófst í Morgunblaðinu með nafnlausum heimildarmönn- um úr þingflokki Framsókn- ar, var svo hatrömm, að það er erfitt að ímynda sér, að nú- verandi formaður haldi sjó út kjörtímabilið. Sjálfur opnaði Steingrímur á brotthvarf sitt á vit Seðlabankans, og æ sterk- ari teikn benda til að þau verði örlög hans fyrr en seinna. Þannig verður árið 1993 metið sem árið þegar breyt- ingarnar byijuðu; þegar örlög oddvita næstum allra flokk- anna réðust, og nýir leiðtogar hömruðu vopn sín á steðja átaka, sem spruttu í kjölfar er- lendra áhrifa.______________ Höfundur er umhverfisráðherra. „Útskiptareglan mun valdaþví, að eftir kosningar mun Ingibjörg Sólrún sitja á þingi laus við helstu fjandkonur sínar...

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.