Pressan - 30.12.1993, Side 12

Pressan - 30.12.1993, Side 12
£jU1 Fimmtudagurinn 30. desember 1993 52. tbl. 4. árg. 2B0 krónur \ lausasölu [Vikuritib PRESSAN fylgir án endurgjaldsj Byggðastofnun vill breyta landafræðinni til stuðnings Vestfjörðum Hvannadalshnjúkur venði ekki hæstur íslenskra fjalla — heldur eitthvert vestfirskt fjall. leita aö Hér sést félagi í Alpaklúbbi Islands I háu fjalli á Vestfjöröum til aö leysa Hvannadalshnjúk af hólmi. Olafi G. Einarssyni var rænt fyrr á árinu Komst upp þegar hann sótti ekki gjafirnar sínar Stjórnarráðinu, 29. desember. „Þetta er auðvitað ansi svekkjandi, enda Ólafur góður félagi. Fyrir ríkisstjómarsam- starfið hefur þetta hins vegar lítið að segja og mér skilst að störfin í ráðuneytinu gangi bara ágætlega. Því er hins vegar ekki að neita að það er alltaf leiðinlegt þegar svona gerist,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra á blaðamannafundi í gær þar sem sagt var frá hvarfi Ólafs G. Einarssonar mcnntamálaráð- herra. Ekki er vitað hvenær Ólafur hvarf, en starfs- menn í ráðuneytinu minnast þess er þeir fengu óskiljanlegt símtal í ágúst um að einhver sam- tök hefðu rænt Ólafi. Því var ekki gefinn neinn gaumur þar til nýlega. Það var síðan þegar kom í ljós að Ólafur hafði ekki sótt gjafimar sínar í ráðuneytið sem menn fór að gruna að ekki væri allt með felldu. Flest bendir til þess að hann sé horfinn, en enginn hefur fiindist sem getur tímasett hve- nær Ólafur sást síðast. mt*, Davíö Oddsson dreiföi þessari mynd af Olafi á blaöamannafundinum. „Auövitaö gæti hann hafa breyst síöan, en okkur minnir aö hann iíti svona út,“ sagöi Davíö. „Þaö er eins gott að íslendingar eru ekki fleiri því þá yröi aö endurskoöa flestar viöurkenndar hagfræöikenningar," segir John Stuart Hill hagfræöiprófessor. Vísaskuldir íslendinga hafa áhrif á alþjóðafjármál f% 5 i J If I v Ul iif a heimsvlðsKlotiij (( öhfiUi Washington, 29. desember. „Það hafa margir furðað sig á þvi að heimsviðskiptin skuli vera rekin með halla í heild sinni. Það var ekki fyrr en við fengum upplýsingar ffá Vísa Island sem við fengum skýringar á þessu,“ sagði John Stuart Hill hagfræðiprófessor, en menn telja sig nú hafa fúndið lausn á einu óskiljanlegasta vandamáli hagffæðinnar; nefnilega því að skuidir heimsins em meiri en útlánin. „Það er sérstaklega í desember sem þessar úttektir Islendinga hafa áhrif, en í ffamtíðinni munum við reyna að grípa til jöfnunaraðgerða á móti, auk þess sem við vonum að debetkortin breyti hlutunum,“ sagði Hill.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.