Pressan - 30.12.1993, Síða 16

Pressan - 30.12.1993, Síða 16
MYNDUSTARANNALL 16 PRESSAN Fimmtudagurinn 30. desember 1993 „Ég héf dálæti á kjöllurum og þakher- bergjum, nálægt jörðinni og himninum, en lifi miðhæðarlífi.“ Guðbergur Bergsson þversagnafræðingur. „Nú er hins vegar svo komið að undir- rituðum þykir nóg um kjaftaganginn og upplýsist það hér með að það var sá sem þetta skrifar sem var svo ólánsamur að taka í gikkinn kvöldið umrædda við Húnavatn.“ Ólafur E. Jóhannsson hunda-skítur. „Konur búa ekki aðeins yfir hæfileik- anum að ala af sér börn, kvenlíkaminn er einnig erótískur og sexual. Ég veit ekki til þess að mikið hafi verið ijallað um konur sem kynverur innan Kvennalistans.“ Inga Dóra Bjömsdóttir kynVera. „Itarleg rannsókn verður að fara ffam á því sem meistari Jakob er með á milli eyrnanna til að fá skýringu á farsælum ferli hans.“ Björg flrnadóttir Verustýra. „Ég var konu minni ótrúr og eignaðist barn utan hjónabands. Það var hins vegar ekki það sem ég ætlaði mér. Það er mín hugsjón að þegar maður giftir sig er maður að bindast sínum maka til fram- búðar.“ Jón Magnússon hugsjónamaður. „Það má búast við að Bubbi fari að breytast í feitan og geldan letikött ef hann hyggst halda sig lengi enn Við oíh ham- ingjunnar á bleiku skýi ástarinnar.“ Dr. Gunni slátrari. „Ég hef ekki hugmynd um hversu marga skítuga tittlinga ég hef sogið um ævina og kæri mig ekki um að vita það.“ Matthildur Campbell, fyrrum sjálfsali. „Án góðs stuðnings væri ástandið miklu verra og blaðið sem við þó gáfum út hefði verið enn ómerkilegra.“ Þór Jónsson, vinur Steingríms. „Mig fúrðar oft á hversu ómerkilegar þessar gjafir eru.“ Höskuldur Jónsson mútuþegi. „Framkoma Steingríms Hermanns- sonar í þessu máli bendir til þess að hann eigi ekki að taka þátt í stjórnun landsins og þaðan af síður í stjórnun bankanna. Honum ber að segja af sér formennsku í Framsóknarflokknum.“ Þór Jónsson, fyrrum leiðarahöfundur. Skimað Árið 1993 verður ekki lengi í minnum haft sem merkisár í íslenskri myndlist. Þrátt fýrir ýmsa bjarta punkta, sem glöddu augu myndlistaráhugamanna, getur árið í heild sinni varla talist sérstaklega rismikið. Efna- hagsþrengingarnar segja til sín á öllum sviðum og listamenn, sem framleiða fágæta og dýra vöru, eru hart leilcnir við slíkar að- stæður. Hagvöxtur, í efnahagslegum og listrænum skilningi, hefur verið með minna móti. Sýningarhald hefur heldur dregist saman, bæði að fjölda og umfangi. Listamenn hafa í auknum mæli leitað inn á kaffihús og veitingastaði. Tolli var stórtæk- ari en aðrir á þessu sviði og lagði undir sig efri hæð Kringlunnar í ágúst með stórum olíumálverkum. Efnahagslegu áhrifin eru þó minni en ætla mætti og margir lista- menn láta ástandið ekkert á sig fá og leggja ótrauðir á sýningarbrautina. Hiö opinbera og veitinga- staöirnir Árið byijaði ekki gæfúlega þvi tveir sýn- ingarstaðir lögðu upp laupana, Nýhöfti í Hafnarstræti og Listrnunahúsið í Tryggva- götu, og var þá verulega saumað að mögu- Ieikum listamanna til að sýna í frambæri- legum húsakynnum. Listmunahúsið skipti síðan um eigendur og hefúr smám saman verið að hasla sér völl á ný. Varla er hægt að segja að nýir staðir hafi bæst við, að undan- skildum veitingastöðunum, og má ffernst- an telja Sólon íslandus, sem hefur boðið upp á sýningar á efri hæðinni. Opinberir sýningarstaðir rikis og sveitar- félaga hafa því verið áberandi. Kjarvalsstað- ir hafa auk þess tekið upp þann sið að bjóða listamönnum að sýna og greiða allan kostnað, og er því eftir töluverðu að slægj- ast fýrir myndlistarmenn. Þar á bæ byrjaði árið með stórmerkri sýningu á verkum skoska skáldsins og myndlistarmannsins Ians Hamilton Finlay. Árið endaði síðan rneð ekki ómerkari sýningu á verkum Rod- ins. Á Listasafni íslands voru tvær stórar sýn- ingar sem vert er að rifja upp. Yfirlitssýning á verkum Hreins Friðfinnssonar var opn- uð í febrúar og í maí hýsti Listasafnið sýn- inguna Borealis 6, alþjóðlega samsýningu frá norrænu listamiðstöðinni í Sveaborg sem var skipulögð af Halldóri Bimi Run- ólfssyni listfræðingi. Heyrðust þá raddir sem hörmuðu að bolsévikkunum frá Svía- ríki skyldi hafa verið hleypt inn í allra heil- agasta vé íslenskrar myndlistar. Þessar fjór- ár sýningar eru hápunktarnir í sýningar- haldi opinberu safnanna í Reykjavík. Hafnarborg í Hafiiarfirði lagði sitt lóð á vogarskálarn- ar með at- hyglisverðri sýningu á utangarðslist frá Bandaríkj- unum í janúar og Hafnfirð- ingar héldu listahátíð í júní þar sem m.a. var boð- ið upp á lista- menn frá Kúbu. Ekki má gleyma því að í ágúst opnaði Listasafnið á Akureyri dyr sínar og gera menn sér vonir um að staðurinn muni ekki gefa sýningar- stöðunum á höfuðborgar- svæðinu neitt eftir. Málverk og annað Stór skerfur af öll- um sýningum hverju sinni eru málverka- sýningar, en málverkið hefúr ekki átt sínar stærstu stundir á þessu ári. Það er alltaf nóg af tilburðum í yfir myndlistarárið 1993 GEORG GUÐNIHAUKSSON Sýning hans í Nýlistasafninu var líklega besta málverkasýning ársins. átt til hins smekk- lega og persónu- lega, en markverð átök við hefðina eru sjaldgæf. Þeir listamenn sem mest létu að sér kveða fýrir sex til tólf árum voru margir viðriðnir nýbylgju í mál- verkinu. Þessi hópur var ekki mjög áberandi á árinu, nema Daði Guðbjörnsson, sem var með vönduðustu sýn- ingu sína til þessa á Kjarvalsstöðum í apríl. Georg Guðni Hauksson hélt í Nýlistasafn- inu glæsilega sýn- ingu í apríl, sem var líklega besta málverkasýning ársins. Yfirlitssýning á verkum Gunn- laugs Blöndal var ekki sá viðburður sem vonast var til, og eru menn ekki sammála um hvort Gunnlaugi sjálfum eða Kjar- valsstöðum var þar um að kenna. Yfirlits- sýningin á mál- verkum Louisu Matthíasdóttur MARKÚS ÖRN ANTONSSON Fregnir herma að Korpúlfsstaðamálið hafi verið saltað um sinn, enda ekki líklegt að það yrði flokknum til framdráttar í komandi borgarstjórnarkosningum. BRAGIASGEIRSSON Stóð í stöðugum ritdeilum, m.a. um hvort bronsmyndir Rodins teldust til sælgætisgerðar og væru ómerkilegar eftirmyndir. sópaði til sín trygglyndum áhorfendum sem vildu staðfesta trú sína á gömlu gild- unum í málverkinu. Yngri listamenn, sem komið hafa fram á undanförnum sex árum eða svo, hafa margir notast við aðrar aðferðir og efni. Skúlptúr og ýmiss konar samsetningur hafa verið áberandi. Daníel Þ. Magnússon var með góða sýningu á Kjarvalsstöðum í ág- úst; veggmyndir settar saman úr ólíkum hlutum, innrömmuðum myndum úr grá- um pappa og húslegum búnaði. Svava Bjömsdóttir hélt eftirminnilega sýningu á sama stað í mars á veggskúlptúrum unnum úr pappa. Nýlistasafnið hefur verið athvarf nýja- brumsins í myndlist, en það varð fimmtán ára á árinu. Safnið hefur slitið barnsskón- um en er enn ekki komið á fullorðinsaldur; ffamtíðin er óráðin og það gerir ekki miklu meira en að halda í horfinu þessa dagana. Af viðburðum sem forráðamenn safnsins stóðu fýrir má nefna fjölbreytta vídeó- og gemingahátíð í júlímánuði. Korpúlfsstaðamálið Ekki er hægt að skilja við árið öðruvísi en minnast á Korpúlfsstaðamálið, sem setti svip á myndlistarárið. Ætlunin var að byggja upp allsherjarlistamiðstöð á Korp- úlfsstöðum í kringum Erró-gjöfina svoköll- uðu, og hljóðaði fjárhagsáætlun upp á 1.400 milljónir. í upphafi árs kom í ljós að 150 milljónir höfðu verið veittar til verksins á þessu ári og einar sextíu myndir höfðu bæst við, auk mynda sem Erró málaði sér- staklega fyrir safnið. Þessar myndir hafa síðan verið á ferð um Norðurlöndin sem farandsýning, sérstaklega styrkt af norræna menningarsjóðnum. Kjarvalsstaðir urðu tuttugu ára í apríl og þá notaði Markús Öm Antonsson borgarstjóri tækifærið til að afhjúpa áætlanir um listamiðstöðina. Listamenn brugðust hart við og fannst gengið framhjá sér í allri ákvarðanatöku. Samband íslenskra myndlistarmanna boð- aði til málþings um stjómkerfi menningar- innar á Hótel Borg í maí. Þetta var óvenju líflegt og vel sótt málþing þar sem lista- menn, forstöðumenn safnanna, þingmenn og embættismenn tóku til máls um hver ætti að móta stefnuna í menningarmálum og hvort hægt væri að útiloka listamenn frá slíkri stefnumótun. llpp úr þessu reyndu embættismenn borgarinnar að réttlæta áformin. Markús lagði til að framkvæmdum yrði dreift til ársins 2010 og Hulda Valtýsdóttir, for- maður menningarmálanefndar borgarinn- ar, lagði mikla áherslu á húsfriðunarsjónar- mið. Með haustinu varð uppvíst að 95% af útveggjum hússins væru ónýt og það yrði að rífa húsið og endurbyggja í þeirri mynd sem hönnunin gerði ráð fyrir. Útboðum var frestað til febrúar og nýjustu fréttir herma að málið hafi verið saltað um sinn, enda ekki líklegt að það yrði „flokknum“ til ffamdráttar í komandi borgarstjórnarkosn- ingum. Og önnur mál Það má með sanni segja að umræðan um myndlist hafi verið með líflegra móti á árinu sem er að líða. Það hefur varla farið ffamhjá mörgum að Bragi Ásgeirsson stóð í eldlínunni á ýmsum vígstöðvum. í októ- ber var opnuð yfirlitssýning á grafikverkum hans í Listasafni íslands og á haustmánuð- um stóð hann í stöðugum ritdeilum, sem alþjóð fýlgdist með á síðum Morgunblaðs- ins, m.a. um það hvort bronsmyndir Rod- ins teldust til sælgætisgerðar og væru ómerkilegar eftirmyndir. Forstöðumaður Rodin-safrisins blandaði sér jafnvel í málið tO að veija heiður safnsins. Og upp á síð- kastið hafa Bragi og Daníel Þ. Magnússon, varaformaður Nýlistasafnsins, látið skeytin fljúga sín á milli. Upphaflega tilefnið var umfjöllun Braga um sýningu í Nýlistasafn- inu, en snerist fljótt upp í persónulegt ijómakökukast. Nýr myndlistargagnrýnandi, Úlfar Þor- móðsson, birtist á sjónarsviðinu og hreOdi aðstandendur Nýlistasafnsins. I fyrstu gagnrýni sinni fyrir DV skrifaði hann m.a. að nálykt legði frá þreyttu fylleríi innan safnsins og gaf þar með tóninn fýrir ýkju- kennd skrif sín. Hann hefur nú tekið sér frí frá störfum. Læt ég hér staðar numið um árið sem senn er fiðið og spái engu um árið sem er að ganga í garð, en óska íslenskri myndlist velfarnaðar.__________________________ Gunnar H. Arnason

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.