Pressan


Pressan - 30.12.1993, Qupperneq 24

Pressan - 30.12.1993, Qupperneq 24
POPPANNALL 24 PRESSAN Fimmtudagurinn 30. desember 1993 Apnáll íslenska poppsins 1993 Ar hljómsveitaandláta, útgefendaerja, Bjarkar og bjarlra vona! Hvað gerðist eiginlega í ís- lensku poppi á þessu ári? Þeg- ar poppfræðingar framtíðar- innar skoða árið með stækk- unargleri koma þeir aðallega til með að reka augun í þrennt; þetta var árið sem vinsælustu hljómsveitir Iands- ins til margra ára lögðu upp laupana, þetta var árið sem -^oítgefendur voru ekki til friðs og þetta var árið sem Björk varð endanlega stærsta popp- stjarna Islandssögunnar. Vonandi sjá þeir líka ár sem lagði grunninn að betri tíð með líflegri rokkblóm í haga. Sjaldan eða aldrei hafa jafn- margar plötur komið út á einu ári. Plötur sem teljast til popps eða rokks eru á bilinu 70 til 80. I flestum tilfellum rekur maður sig á meðal- mennskuhnoð sem varla lifir árið á enda. Undantekning- arnar eru þó nokkrar og skín- andi. Risaeölur deyja út Sálin hans Jóns míns var fyrst hinna vinsælu hljóm- sveita til að hætta. Fréttir höíðu spurst af andlátinu árið áður en sveitin tók íjölmarga dauðakippi á veitingastöðum um landið — þar sem auglýst var „síðasta ball sveitarinnar“ — en spilaði í síðasta sinn í mars. Leiðir skildi. Stefán Hilmarsson og Friðrik bassa- leikari settu Pláhnetuna í gang ásamt tveimur Loðnum rottum og trommara Sólar- - i kinar. Bandið fór seint í gang á sveitaböllunum en náði sér svo á strik eftir útkomu „Speis“, þar sem róið var á ör- ugg og auðmelt mið. Guð- mundur Jónsson tók þátt í endurvakinni Pelican, sem brotlenti allharkalega eftir fá- menn böll og slappa plötu. Síðan hefur þessi lipri gítar- leikari og snjalli poppsmiður sleikt sárin í ballrútínu með Rokkabillýbandi Reykjavíkur og hlýtur að vera farið að leið- ast þófið. Trommari Sálar- innar, Birgir Baldursson, gekk -*• - í hina efnilegu Silfurtóna sem höfðu gert frábæra plötu ári fyrr, en vinsældirnar létu standa á sér og árið var tíð- indalaust fyrir sveitina. Um jólin hélt áköf plötuútgáfa Stefáns áfram er fyrsta sól- óplatan, „Líf‘, leit dagsins ljós. Enn var léttpoppað með mýkri formerkjum en áður og persónulegum textum um fjölskylduna. Að vanda bitust margar hljómsveitir um sumarball- bitann, sem var ffemur mag- ur þetta árið. Aflinn var sæmilegur hjá flestum en uppfyllti vonir fárra. GCD fengust enn á ný við horm- "•Tmarokkið á „Svefnvana“. Bubbi Morthens kom svo öll- um á óvart fyrir jólin með því að fullyrða að lífið væri Ijúft og þjóðin keypti bleikt fagn- aðarerindið í stærri bílförm- um en oft áður og Bubbi sannaði enn og aftur hver er kóngur íslensks popps. Rúnar Júl gerði hinsvegar lítið annað en syngja barnalög með Hemma Gunn en Bergþór Morthens stofnaði Rask með Sigríði Guðnadóttur, sem SSSÓL. Með fina plötu og fregna beðið af fyrirhuguðum strandhöggum ytra. endur áttu ekki orð, en not- uðu þó öll tiltæk lýsingarorð til að reyna að lýsa Björk — „þessu litla undri ffá Islandi“ o.s.frv. o.s.ffv — og plötunni. Debut fékk alls staðar topp- einkunn nema helst í Banda- ríkjunum, t.d. var Rolling Stone ekki hrifið og stráfelldi verkið. Platan kom út í lok júní og ruddist á vinsældalista með U2 í eftirdragi. Síðan hefur hún selst heitar en lummur og maður kippir sér ekki lengur upp við að sjá Björk á forsíðum erlendra stórblaða. I byrjun ætlaði Björk lítið að túra — líklega þreytt á tónleikaferðalögum effir alla Sykurmolatúrana — en á endanum lét hún undan vaxandi þrýstingi og hefur verið á flakkinu í allan vetur. Björk er endanlega komin til að vera í alþjóðlegum popp- heirni, sem bíður með öndina í hálsinum eftir næsta skrefi hjá henni. Grasrótin idar Þótt meðalmennskan hafí verið ríkjandi í plötuútgáfu þetta árið gefur það þó bjartar vonir um framtíðina. Sjaldan hafa jafnmargir nýliðar kvatt sér hljóðs og í vaxtar- broddnum liggur vonin. Heitasta band ársins 1992, Jet Black Joe, fór ekki hátt framan af ári. Þeir reyndu fyrir sér í Danmörku, áttu smell- inn „Freedom“ um sumarið og platan „You ain’t here“ sýndi svo að bandið er ekkert stund- arfyrirbæri. Þar tuggðu þeir hin ýmsu rokkskro og spýttu út frábærri plötu fullri af nýjunga- girni, krafti og góðum melódíum. Flokkur síðri banda, sem öll heita enskum nöfnum, reyndi að fylgja í gruggugt fót- spor Jettaranna en vakti ekki annað en miðl- ungsbjört fyrirheit. í sömu deildinni eru Deep Jimi & the Zep Creams, sem hurfu á árinu með „Freaky Dino- saur“ en voru enn að berja síðhærðum höfðunum við steininn í New York síðast þegar til þeirra spurðist. Músíktilraunir Tónabæjar hafa löngum verið gróðrarstía ferskra rokkgusta og í ár sigr- aði hið JET BLflCK JOE. Stóðu sannarlega undir væntingum og skáka ekki lengur í skjóli þess að teljast efnilegir. tvöfalda pakkanum „Núll og nix“ og safnplötu Fire-rokk- skátaflokksins, sem kom út síðustu dagana fyrir jól. Cur- dreifbýlisplötunni „Undir hömrunum háu“. Hinn tvö- faldi trúbador Súkkat kom einnig sterkur inn í bransann TODMOBILE. Erfitt að hætta á toppnum? ver, Stilluppsteypa og Púff eru allt nöfh sem vert er að leggja á minnið og Kolrassa krók- ríðandi sýndi þroskamerki sem fá vonandi að njóta sín á stórri plötu, sem er í bígerð. Annað efnilegt band frá Keflavík kom einnig fram; Texas Jesús. Sú sveit er stór- furðulegur hrærigrautur og til alls líkleg, en á spólunni „Tjammsla nammsla“, sem nýíega kom út, sýnir hún sín- ar bestu hliðar. Hljómsveitin HAM hélt sínu sem stærsta „öðruvísi" rokkbandið. Þeir gáfú út plötuna „Saga rokks- ins 1987-1993“ með gömlum og nýjum lögum og settust að í New York í sumar og spil- uðu á búllum. Fyrir jólin unnu tveir meðlimir sveitar- innar diskóplötu ársins, „Stuð“, með Páli Óskari, sem vakta ómengaða hrifhingu hjá gelgju landsins. Nýir trúbadorar létu að sér kveða. Hinn tvítugi Orri Harðarson komst ágætlega ffá sólóplötunni „Drögum að heimkomu“ og Haraldur Reynisson, Halli, fyllti út í inniskó Bjartmars og varð vísitölupoppari þjóðarinnar á með sinni fyrstu plötu, sem skín af lúmskum húmor og skemmtilegheitum. Þeir nýliðar sem vöktu einna mesta athygli voru drengirnir í Bubbleflies. Þeir leiddu væga danstónlistar- bylgju sem gekk yfir landið í sumar og setti mark sitt á safnplötuna „Núll & nix“. Bubbleflies blanda þó rokki við danstaktinn og sýndu ágæta spretti á fyrstu plöt- unni, „The world is still ali- ve“. Sveitin sýndi og að hún er hörkutónleikadæmi eftir frækilega frumraun með bresku sveitinni Freaky Rea- listic í október og hefur verið vinsæl á unglingaböllum síð- an. Sérstakan gelgjuspenning vekur söngvarinn sæti, Páll Banine, og er þar komið efhi- legasta poppstjörnuefnið í langan tíma. Það eru breyttar aðstæður í íslenskum poppheimi. Göm- ul stöðnuð veldi eru horfin og það iðar allt af lífi í grasrót- inni. Það eru tvímælalaust spennandi tímar framundan og allt getur gerst á komandi ári. Gleðilegt rokkár! söng eitt vinsælasta lag sum- arsins með Jet Black Joe. Síðan skein sól varð að SSSól og gaf út fína plötu um sumarið. Þeir unnu allt árið að „ensku plötunni" svoköll- uðu, sem átti að ryðja þeim braut á Bretlandi, en ekkert hefur enn spurst af gripnum. Stjórnin breytti mannaskipan og gaf út „Rigg“. Þar var sykr- inum stráð í minna mæli en áður og sveitin fékk að vanda ágæta mætingu á sveitaböllin. Hljómsveitin hætti þó og Sigga safnar nú í rokkband eftir að hafa selt vel af jóla- sólóplötunni „Desember". Todmobile kvaddi einnig. Ágætlega gekk á sveitaböllun- um og sveitin átti lög á safn- plötum um sumarið. Fimmta platan, „Spillt“, kom út nú um jólin og er ein besta plata sveitarinnar; full af frábæru poppi en sýndi þó ákveðna stöðnun. Allt er á huldu um framtíðaráform meðlimanna en Eyþór Arnalds mun án efa starfa með Móeiði Júníus- dóttur í danspoppdúettinum Bong. Lítið fór fyrir Ný- danskri á árinu. Sveitin sótti þó í sig veðrið á „Hunangi“ en bætti litlu við sig músík- lega. Þá spilaði sveitin með Megasi nú í nóvember á tvennum tónleikum, sem voru fjölsóttir og eftirminni- legir. Nýdönsk er nú eina nú- viðeigandi eftinnæli á afstöðu poppara þetta árið: Fuck you — I won’t do what you tell me! KK-BAND. Sérstæður tónn sem íslenskir plötukaupendur kunna að meta. Hins vegar spurning með snarpan “fæting” við Steinar. unga og mjög svo efnilega Yukatan- t r í ó . P 1 a t a n þ e i r r a fyrir jólin s ý n d i m i k 1 a vaxtar- verki og m a r g t ffumlegt. M a r g t efnilegt á s ö m u nýrokk- slóðum k o m f r a m , m.a. á lifandi bandið af þeim áber- andi sveitum sem komu fram undir merki Steina í lok síð- asta áratugar. Það var því e.t.v. viðeigandi að veldi Steinars lyppaðist niður á ár- inu og fyrirtækið varð sam- eignarfyrirtæki með aðal- keppinautnum, Jóni Ólafs- syni í Skífunni. Nýja fyrirtæk- ið, Spor, og Skífan áttu fyrir jólin í þreytandi smáerjum við sjálfstæða poppara, sem Japis tók undir sína regnhlíf. KK-Band hafði selt grimmt af metsöluplötunni „Beinni leið“ allt árið en nýja platan, „Hótel Föroyar“, fór illa af stað. KK vændi stórfyrirtækin um mafíulega sölumennsku og sandkassaslagurinn, sem enn er síður en svo lokið, bitnaði jafnt á öllum málsað- ilum — en þó mest á kaup- endum, sem stóðu ringlaðir utan við lætin. Kannski eru stríðsöskur bandarísku grugg- fönksveitarinnar Rage Against the Machine, sem gerði ís- lenska unglinga óða í júní, því Björk sigrar heiminn Þótt Sykurmolarnir séu ekki formlega hættir héldu þeir þó sína síðustu tónleika (í bili?) í Tunglinu í desember í fyrra. Hliðarverkefnin, sem leitað. Poppstjarna Islands númer eitt og þó vfðar væri afltaf höfðu fýlgt meðlimun- um, tóku við. Sigtryggur sökkti sér í alteregóið Bogom- il Font og Milljónamæring- arnir voru vinsælasta ball- band sumarsins með vel- smurðar útgáfur af öldnum dægurlagasmellum. Platan „Ekki þessi leiðindi“ hljómaði í grillveislum og saumaklúbb- um en Bogomil kvaddi í blómaregni í ágúst og settist að í Madison við barnapöss- un og endurnýjuð kynni af kjuðunum. Einar Örn gerði ágæta dansplötu fyrir spast- íska með Hilmari Erni sem Frostbite. Þrátt fyrir að dúett- inn vekti takmarkaða athygli hyggja Ernimir á frekara sam- starf. Margrét Örnólfs gerði barnaplötuna „Hvað á að gera?“ en Bragi og Þór helg- uðu sig ritstörfiim. Það þarf svo varla að nefna það að Björk sigraði hinn vestræna poppheim með „Debut“. Þar tíndi Björk lög úr sarpinum og setti í per- sónulegan og illútskýranlegan dansdjasspoppbúning með hjálp ólíklegasta fólks frá öll- um heimshornum. Gagnrýn-

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.