Pressan - 30.12.1993, Blaðsíða 31

Pressan - 30.12.1993, Blaðsíða 31
ÞVERSA6NAKENND ÁRAMÓT 4 Fimmtudagurinn 30. desember 1993 PRESSAN 31 4 4 4 I i i 4 4 4 < < < 4 ÁRAMÓTARÆÐA tJTVARPSSTJÓRA PRESSAN komst óvænt yfir áramótaræðu sr. Heimis Steinssonar og það er Ijúfsár skylda að birta hana hér í heild sinni. Lesendum er bent á að geyma þessa ræðu og hafa hana yfir með Heimi þeg- ar stóra stundin rennur upp á gamlárskvöld. (Millifyrirsagnir eru PRESSUNNARl) MAÐURINN ER RORGARI TVEGGJA VERALDA EÐA MEIR 'wm ■ m mmœmw t m *?><**& m mm mm s&etf awxe xz* mmm- ***«»» vmui* «** «9 *i»rt *»»t< *« «** fWA* ktxw «v y#*r *Mt *ni., yUktX* Æ IMHÍ**' *** ** rxtaki* •» *«*s* •«*»||| *»** Anlw M** o* Í«S! ''-JÉH , v* 4« «*ít4*4t £ *<i» ( rr«<-<xv.<*n »>tv ***** dÉH Épít *%**#*» w V~ 4*U»* il iW*í»»r<«*f* *i.kk» *ff |Pf *io#Cva»s «r «« »*i«i 4>J fe*í rvws b*s*«r 6aJ»a.ía» l t »»W91 fyrir. ** t*4« o* *s »vstt~» y»«r *hsr«*»*»r ó* kU«««*W tr**fyIsj'ostaðór t«i*a*Ví*-í **m\»**t, frw* >ÍA*»r «^H pí*ó4***«** * *»»*»«<«*. «•* «r*»ó« •**« m i n i ii iijjllW *»rr««4 V*» t *:{ &.!»»» (w*yT.«rt í v»**i4 *«« r«r -0« ■r»*C«4).ft *«« ií»* »IM« «M> i*i» «s *« fcvwrt mt **lkwMt. í *t«aaiK.Ví t»att*r *íí« <#|H *«mu> J *ltt. Árií «j atWélz krvítmiA í 'i Mnn vs *i«« H *sif. **ft*itair t iwí* V«F4» ft-i »-* í>*r ««» V«r ywo* *S *}* «Ut **» Htm l>««Uitidutw «« 9*t*»««taa Mtt, ***■ •*»» «} arít Mlik*»t>fl** viOtett* <*> niMv«t« 4* «<(«»■* v*ÍSj ;i» <« bitt**»**, «*«« a*«* »si ***«*»» • *» Ut>r ittís *.< »» txt, »V* ««* rí*»« » satSir *r» trrir * »Uu» tw«J* tiaa, rayair tr**t * W *»*«*» «istMír tii*io**s HaiMwiÉi **tfí tMtmm •«*»* *« vt.* ví* *«**» itttv- *>» t «t*<cts WMÍ, a»*« :»xiT*ar* til •** aat* *fí *i«* «sr *A4;4Jí *.**<«, **• rr**r )»!<*» « »ti» j«*4*rr*ri, «*»j «j Í*H! 4 «9 f»**» Mr »4 R>«** J>»«» M«AH »*» XHOXJ »» tr««t t*»0* «4 ***** * vtSitv* *cóiu» ******* <<4 *á<v>*r* at*»«*N**a »r ií* «tMitt i frt***ti SruMtv **w. « ***ée- forr ** *Vraa*tÚ«s. •« U(«*4t ** »4 M»i* tll txcrr *} <r*aw»4i. S» *t M<i il>*« i***! i | ift M *pyr}» *p<4r*i*9*t ***■ »*tm J>r«4l *r r i t»t*s:*ri»»* ««](•: *♦»t» »**ra» ttrtoUsa A»*évr tti *4 t*2« W 0« »í* W 5»** «« *s *r it<»*«>*■ *1, ***t v*Kó* N«« «> *3 ** *i«4>«*s «r«wt*u<HjM!»4:- «4« poaivU. V«i4«r di W »3«*4 ít«* «t Utl*S* «NW«M *»* •? waP' twfrjÆM x t>* SmI*-** «r«k* »w* ** l t*íl%yjF ljmísv uu ut mit* í wm« vtiliaHr' ^HHBINbH^' Ágætustu íslendingar nær og fjær! Sjúkir og aldnir, ungir og þeir yðar sem aðeins eldri eru. Fullorðið fólk, konur og þeir yðar sem karlkyns eru. Nýbúar, ríkisstarfsmenn og þeir yðar sem starfa við einkageirann. Ríkir og fátækir í anda sem og líkama. Gef oss í dag vort daglegt brauð og gleðileg jól! Yfirskrift ávarps míns, er ég áður meitlaði í orð í Fréttabréfi RÚV fyrir rétt liðnum tóif mánuðum og þó örfáum dögum betur í jólahugvekju minni til starfsmanna þeirrar stofhunar er ég veiti forstöðu og hef þann heiður og óblandna ánægju að tala hér í umboði fyrir, um leið og ég ávarpa yður áhorfendur og hlustendur góðir sem ein- dreginn framfylgjumaður íslenzkrar menn- ingar, dregur ffam stöðu þjóðar vorrar og landsmanna á þessum tímamótum, sem áramót eru. Það Herrans ár 1993 er óðum að breytast í veröld sem var og veröldin sem verður birtist alþjóð nánast um leið og ég hverf af skjánum. Á miðnætti rennur árið og andartaldð saman f eitt. Árið og atburðir hverfast í deiglu tímans og upp rísa nýir at- burðir, ósnortnir í huga vorum nú sem drifhvít mjöllin þar sem vér getum leyft oss að sjá allt sem óorðið er á sem hreinlyndast- an og göfúgastan hátt, mótaðir sem vér Is- lendingar erum af arfi heilbrigðra viðhorfa og göfugs samneytis áa vorra við landið og náttúruna, aðra menn og skepnur. En þegar litið er um öxi, svo sem ríkulegar hefðir eru fyrir á mótum tveggja tíma, reynir fýrst á þær göfugu eigindir sem vér höfum tileink- að okkur úr sarpi forvera okkar. Ég vii við þetta tækifæri, lítillega og í stuttu máli, gera hógværa tilraun til að meta undangengið ár: „Hversu lengi á ég að stíga þennan grímudans við alfaraveg — eins og skáldið sagði. Hreinskilni er ríkur þáttur í mínu lundarfari, ekki síður en seiglan og þolgæðið. Maður á að leyfa sér að njóta þess unaðar sem manni hentar. Hví þá ég, en ekki einhver ann- ar? Mér er tregt tungu að hræra á viðlíka mótum tímanna og sérhvert mannsbarn er að upplifa einmitt á þessari stundu. Stundu sem er ósköp þurr en skemmtileg, að hluta til mjög lifandi en að hluta til þurr og ffam- andi. En ég hefi lifað lengi í þessum hugar- heimi. Ég hlýt að spyrja spumingar sem öðrum þræði er tilvistarlegs eðlis: Hvers vegna er ég eiginlega hafður til að tala hér og nú? Það er vegna þess að ég er útvarpsstjóri, ekki vegna þess að ég sé einhver áramótaspekingur eða postuli, heldur útvarpsstjóri. Mér er alveg ljós sú kátlega mótsögn sem er milli þessarar hátíðlegu ræðu annars veg- ar og þeirra ærsla sem ná hámarki í ræðu- lokin þegar klukkan slær tólf. Hins vegar er margt fólk til sveita í hinum stijálu byggð- um landsins sem ekki liggur jafnmikið á að komast út og kveðja gamla árið og fólki í þéttbýli. Og einnig eldra fólk sem þykir vænt um hina gömlu hefð að útvarpsstjóri ávarpi þjóðina á gamlárskvöld. Ég er platóníker; mín eilífðarvissa er plat- ónsk — afar sterk vissa um ævarandi, óhagganlegan veruleika handan grafar og dauða eða öllu heldur að baki tilverunni. En ég legg allt upp úr því að nemendur verði að mönnum — að gera menn úr ungu fólki er mín hugsjón og því stikla ég nú á steinum þeim sem varðað hafa veginn „Vitanlega er égað vitna til hljómsveitarinnar Módel sem löngum hefuryljað mér um hjartarœturnar á tunglskins- köldum kvöldum hjarnhvítra nátta við Drekkingarhyl. “ á þessu viðburðaríka ári sem nú senn er lið- ið í aldanna skaut og kemur aldrei affur til baka. Sú hugsun sem við getum kallað lýð- ffæðslu fylgir mér í ríkum mæli inn í Út- varpshúsið og Sjónvarpshúsið. Ég hef alltaf litið á Ríkisútvarpið öðrum þræði sem eins- konar lýðffæðslustofnun og er sem betur fer einn um það. Það er þetta sem gerir það sem kannski einhverjir undrast og spyrja sig: „Hvers vegna er þessi andans maður í þessu starfi?“ Ég hef ekki verið neinn hollustusauður í neinum stjórnmálaflokki og er ekkert að kynna mig sem slíkan. Hins vegar hef ég alla tíð verið að snaga í dyrum Ríkisút- varpsins. Það er einu sinni svo að þegar komið er um fimmtugt þá er annaðhvort að hrökkva eða stökkva; setjast og gróa reglulega niður þar sem maður er kominn eða taka vænt- anlega síðasta tilhlaupið. Og hér er ég og get ekki annað. Hængur er á: Ég hef aldrei komið nálægt sjónvarpi nema sem mjög dyggur áhorfandi í sveitinni í tvo tugi ára. En ég stunda nám af kostgæfni mjög. Ég vil nefna að mér finnst þátturinn hans Her- manns Gunnarssonar vera ljómandi dæmi um alþýðlegt efni af bestu gerð og ég vil nefna þennan þátt sérstaklega því hann er skínandi dæmi um það besta sem Ríkisút- varpið er að gera. Ef ég sleppi mér lausum í gamansemi þá er afskaplega stutt í dár og spé. Mér þykir mjög vænt um hiö tal- aða orö Ég er embættismaður að allri innri gerð. Það vona ég að geti á sannast. Svo var og þegar ég sótti um það starf sem ég nú gegni. Menntamálaráðherra var þá formaður Þingvallanefndar og ég spurði hann í gamni og alvöru í senn: „Hvemig tækir þú því ef ég sækti um embætti útvarpsstjóra?11 Hann svaraði því eins og sá háttvísi samferðar- maður sem hann er: Hann brosti og gaf engin svör. Það stendur þó ekki í vegi fyrir „Því vil ég nota þetta tœkifœri að viðra þá hugmynd við ykkur, tilhlýðendur góðir, aðykkar einlœgurgefi kost á sér til að gegna œðsta embœtti innan vé- banda vors þjóðskipulags. “ því að mér þykir mjög vænt um hið talaða orð. Þó skal eitt lítið bros ekki vanmetið, einkum þegar það hrekkur af eins alvöru- gefnu andliti og því sem æruverðugur menntamálaráðherra státar af. Vonandi er ég fremur maður, sem stend- ur vörð um þjóðleg verðmæti, heldur en afturhald. Þetta er nú einu sinni mitt líf. Verk mín snúast um hið sama; að leggja ís- lenzka arfleifð með einhverjum hætti fýrir tilheyrendur á hverri tíð. Og að standa vörð um menningarlega arfleifð hljómar dálítið varðhundslega en orðið „arfleifð“ er sett saman úr tveimur orðum, „arfur“ og „leifð“, sem er samstofna við sögnina að lifa og nafhorðið líf, eftir fyrstu hljóðskiptaröð. Og arfúrinn er sem sé lifandi arfúr en ekki safngripur. Því segi ég: „Lífið er lag, sem við syngjum saman nú, um ókomin ár.“ Vitan- lega er ég að vitna til hljómsveitarinnar „Hvers vegna er ég eiginlega hafður til að tala hér og nú? Það er vegna þess að ég er útvarps- stjóri, ekki vegna þess að égsé einhver áramótaspekingur eða postuli, heldur útvarpsstjóri. “ Módel sem löngum hefur yljað mér um hjartaræturnar á tunglskinsköldum kvöld- um hjarnhvítra nátta við Drekkingarhyl. Og þegar ég reika um úti í náttúrunni reyni ég að gleyma öllu, því ég vil að það sé lifandi friður í kringum mig. Þversögnin gefur engan kost á vali eða stefnumörkun. Þversögn látins og lifandi (ó)frlöar Látinn ófriður getur tekið á sig ýmsar myndir og sjálfsagt verða einhverjir til að velta fýrir sér þeim ófriði — sem var for- senda þess lifandi friðar sem nú ríkir — er ríkti innan stofnunarinnar á haustmánuð- um. Þversögnin er kvalafull. Eremur vil ég mæra mann en höggva, þó í mér bærist fól, og sá ágæti maður sem öðrum ffemur hef- ur orðið milli tanna alþingismanna er sá í hvers vængjaslætti upp hafa sprottið lindir hvar sem hann fer listamannshöndum um hugskot þjóðarinnar. Lindirnar streyma enn og slást í för með áhorfendum Sjón- varpsins á vit nýrrar aldar, sem að sínu leyti fær notið góðs af þeim einingarmætti er býr í verkum hans. Euni kveikist af fúna, og sér- hver andrá í föruneyti Hrafns Gunnlaugs- sonar mun jafhan verða áhorfendum Sjón- varps óskastund og endurheimt þess bezta sem Islendingar hafa eignast. Þegar menn lenda í átökum þá á við hið fomkveðna, að sækjast sér um líkir. Margt orkar tvímælis jafnan. En varla mun neinn telja réttu máli hallað þótt sagt sé að Hrafn í „Ég hef alltaflitið á Ríkisútvarpið öðrum þræði sem einskonar lýð- frœðslustofnun og er sem beturfer einn um það. “ list sinni beri af öðrum Islendingum, og sameinar landsmenn upp til hópa svo mjög að til einskis verður jafnað. Það er þetta sem gerði það að verkum að ég var svo harður í tungu frammi fyrir þeim sem mér þótti hafa hjákátlegar hugmyndir um bjástur rétt handan við landamæri lífs og dauða. I dag hefði ég sannarlega haldið mildilegar ffam mínum skoðunum. Ég stunda nám af kost- gæfni mjög. Ég hlusta mikið á Þjóðarsálina þar sem mér finnst ég ná góðu sambandi við einhvern slatta af fólki í landinu. Kannski kemur það mörgum á óvart. En varast ber að vanmeta okkar minnstu bræður — og systur. Þversögn er afar rót- tækur veruleiki. Mikilvægi hvíldarinnar en síöan taka verkin viö Nú liggur það fyrir að halda áffam þeirri umræðu sem ég ætla að ég hafi hrundið af stað með fátæklegum orðum mínum hér í kvöld. Lausnina finnum við aldrei, en ef okkur tekst að hafa í heiðri þá grundvallar- reglu varðandi ffamkvæmd breytinga, sem “ hér var orðfærð, er málum okkar komið í ákjósanlegt efni. Þá verður sundurleitustu sjónarmiðum jafnan til skila haldið og ákvarðanir því aðeins teknar að sérhver úr- kostur hafi verið ígrundaður út í hörgul. Því vil ég nota þetta tækifæri að viðra þá hug- mynd við ykkur, tilhlýðendur góðir, að ykkar einlægur gefi kost á sér til að gegna æðsta embætti innan vébanda vors þjóð- skipulags. Lítið bros skal ég láta nægja til að hugleiða ffamboð er Vigdís Éinnbogadóttir hverfúr til annarra starfa, sé eftir því leitað. Því þversögn íslenzka lýðveldisins er um margt afar gimileg til ffóðleiks. Að endingu vil ég vekja athygli á merk- ingu orðsins „hátíð“. Hátíð er ofar öðrum ** tíðum. Jólin eru einnig nefhd „hæsta há- tíð“. Stigbreyting vekur meðal annars spurningar um eðli hátíða og gildi þeirra fyrir mennska menn. Tæpast er sá nokkur, að ekki þyki gott að hvíla sig. Hvíldardag einn eða fleiri vildum við helzt eiga í viku hverri. Þegar til lengdar lætur hafa menn illt af því að neita sér um hvíldardaga. Því vil ég gera að tillögu minni að miðvikudagar verði gerðir að hvíldardögum. Það yrði samkomulag milli okkar Páls Magnússonar að láta sjónvarp falla niður, einn dag í viku hverri, þó ekki að miðvikudagskveldi held- ur næsta laugardagskvöld. Leikrænt ofbeldi hyrfi þá til muna af skjánum og fjölskyldan gæti tekist á samhent í raunveruleika lífsins. Það væri til samræmis við hrynjandi vik- unnar. En hátíð er fleira en hvíld. Á hátíðum láta """ menn það eftir sér að verða fýrir annarri reynslu en í erli virkra daga. Veruleikaskyn- ið breytist og á að fá að breytast. Á jólunum gægjumst við um gáttir í efri byggðum. Þar búa bernskuminningar og framtíðar- draumar, jafhvel englar. Þar hvílir ffelsarinn sjálfur á hörðum stalli. Að lokinni hátíð snúum við aftur til verka. Ef til vill höfúm við þá til íhugunar eitthvað af því sem ég hef hér imprað á. Góðar stundir. Heimir Steinsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.