Pressan - 13.01.1994, Blaðsíða 4

Pressan - 13.01.1994, Blaðsíða 4
VIÐTAL DR. G U l\l IM A I bunka með snillingunum „Þótt ég sé ekki á móti klœð- skiptingum er óþarfi að láta stimpla sig þannig, — stelpurnar voru hœttar að líta við manni.66 Hann heitir Birgir Örn Thor- oddsen, og er kallaður Bibbi eða einfaldlega Cur- ver, í höfuðið á eins manns hljóm- sveitinni sem hann starfrækir. Hljómsveitin er hins vegar skírð í höfuðið á plastruslafötunum vin- sælu. Birgir er bara sautján ára en verður að teljast með efnilegri lista- mönnum þjóðarinnar. Hann er alltaf að. Ekki nóg með að hann semji lög og texta fyrir Curver og gefi út tónlist á spólum hjá eigin skrifborðsskúffufyrirtæki, Ulla- bjakki, heldur fæst hann einnig við myndlist; sýndi ásamt þremur fé- lögum sínum úr FB í Listhúsinu í Laugardal fyrir skömmu. Áhrifa- valdar félaganna eru nokkuð aug- ljósir; Baldur Helgason stælir Dali, Élafsteinn M. Guðmundsson minnir á Flóka og myndverk Magnúsar Unnars Jónssonar eru í ætt við fjölþrykk Andys Warhol. Birgir málar sígild form, hringi og strik, en, hey! hvað ætíi ég viti um myndlist? Best að spyija Birgi sjálf- an. Hvert ertu að fara með myndun- um þínum? „Vá maður,“ segir Birgir í bobba, „hefi spurning. Myndirnar ganga út á það að gera einfalda list. Fólk get- ur fúndið það sem það vill út úr þeim. Ég málaði einu sinni tvö strik og fannst það flott. Fólk vildi vita hvað þetta ætti að tákna og ég sagði bara að þetta væru tvö strik, sem mér fyndist flott.“ Hvaða listamenn finnst þér vera að gera flotta hluti? „Ég hef ekki séð neinn sem mér finnst vera að gera það sama og ég, en ég er hrifinn að Míró, Mondrian og Malevich, og þannig séð var Warhol líka kúl gæi.“ Hvernig stóð á því að þið slóguð saman í sýningu, er nýtt Medúsu- gengi í uppsiglingu? „Nei, það er ekkert Medúsu- gengi á leiðinni. Við ákváðum bara að halda sýningu því okkur langaði til þess. Það er of lítið af unglingum að gera eitthvað í myndlist. Það er eins og fólk þurfi að vera í skóla í tíu fimmtán ár svo það megi halda sýningu. Það er alveg eins gott að byrja strax og leyfa fólki að sjá hvernig maður þróast.“ Hvað var boðið uppá á opnun- inni? „Við ætluðum að reyna að plata fólkið með óáfengri bollu en það tókst ekki. Síðan var boðið uppá pylsur og einhverjar kjötbollur." Hvernig tókst til, selduð þið eitt- hvað? „Sýningin tókst mjög vel, u.þ.b. 600 manns mættu og Baldur seldi allar myndirnar nema eina, Haf- steinn seldi góðan bunka og ég og Magnús eitthvað. Ég var að vísu ekkert í því að selja, var ekki með verð á myndunum. Ég er ekkert fyrir að selja myndirnar mínar.“ Afhverju ekki? „Það skiptir mig máli hvort það er Jón eða séra Jón sem kaupir. Ég vil fá að meta það hverjum ég sel; vil frekar selja einhverjum sem ég þekki en einhverjum bjána úti í bæ.“ Ætlarðu að halda áfram að mála? „Já, en því miður er lítill tími fyrir myndlistina vegna tónlistar- innar, en það er gott að geta sviss- að á milli.“ Strákurinn í kjólnum Curver hefúr starfað sem hljóm- sveit í tvö ár og komið efni á safú- plötur og spólur. Rétt fyrir jólin skreið svo út geislaplata Fire-sam- takanna þar sem meðlimir félags- ins, Púff, Stilluppsteypa, Kolrassa krókríðandi og Curver, taka tvö lög hver. Þessi hópur hefúr haldið sam- an í tvö ár og staðið fyrir tónleik- um. En hvað er unnið tneð því að hljómsveitir spyrði sigsaman ígengi? „Það kostar mikið að gefa út plötur og það verður auðveldara ef margir slá saman. Fire var upp- runalega stofúað til að sýna öðrum unglingafiljómsveitum að það sé hægt að standa í framkvæmdum. Við erum ekki mafia, eins og marg- ir halda, heldur bara hljómsveitir sem vinna saman.“ Hverjar eru fyrirmyndirnar að Curver? „Það eru ansi margar hljóm- sveitir. Fyrst átti þetta að vera svona Spacemen 3-Loop-Daisy Hill-dæmi, en þetta hefur æxlast meira út í gítarrokk a la Sonic Youth.“ Ertu hœttur að komafram í kjól? „Já, í rauninni. Ég hef ekki alltaf komið fram í kjól. Þetta byrjaði á gjörningi í MS og þegar ég kom ekki ffam í kjól á næstu tónleik- um varð allt brjálað. Kjóllinn vakti greinilega mikla lukku og þá var bara að grípa gæsina og fara aftur í kjólinn. Mjög margir héldu að ég væri klæðskiptingur eftir þetta og þótt ég sé ekki á móti klæðskiptingum er óþarfi að láta stimpla sig þannig, — stelpurnar voru hættar að líta við manni!“ Hvað œtlar Curver svo að gera? „Næst á dagskrá er að taka upp efni sem Curver og Stilluppsteypa gerðu í sameiningu fyrir Dog Fac- ed Hermans-tónleikana. Síðan ætla ég að taka gamla Curver-pró- grammið upp og samvinna er fyr- irhuguð á milli Yukatan og Cur- ver. Svo reynir maður að spila og koma sem mestu út.“ Unglingavandamál? Birgir er unglingur, en hann fliss- ar og gantast þegar ég held því ffam. Mér leikur forvitni á að vita hvað þessu upprennandi eintaki finnst um málið vinsæla, unglinga- vandamálið. Ertu síhangandi niðrá Plani um helgar þambandi landa? „Já, maður hangir á sumrin. Á veturna fara flestir krakkar bara í bíó eða leigja vídeóspólu og ef þeir eru heppnir komast þeir í partí. Ég drekk ekki landa, styrki ekki íslenskan heimilisiðnað þótt hann sé ódýrastur. En annars er ég ekki mikill drykkjumaður, blanda dauft og svona, ég er eng- inn íslenskur sjóarakarlmaður. Mjög margir drekka landa því hann er ódýr og auðvelt að kom- ast yfir hann, — það liggur við að það sé heimsendingarþjónusta innan þrjátíu mínútna! Það er rosalega gömul klisja að ríkið ætti að lækka verðið á vininu, en hún er rétt.“ Finnst þér umrœðan um ung- linga hallœrisleg? „Já, mér finnst það, það eru alltaf sömu spurningarnar; ferðu niðrí bæ um helgar?, er erfitt að nálgast smokka?, talarðu við for- eldrana um kynlífið?, og allt það. En samt er hún kannski nauðsyn- leg.“ Eru unglingar upp til hópa of- beldisfull ómenni sem læra brögðin af sjónvarpinu? „Ofbeldi er orðið grófara núna og fólk hugsar ekki um afleiðing- arnar, heldur bara að kenna ein- hverjum lexíu. Meirihluti ung- linga er ekki ofbeldisfólk, heldur fáir sem fjölmiðlar taka meira eft- ir. í haust, á sama tíma og stelpai var spörkuð í kál niðrí bæ, stóð yfir „Unglist ’93“, listahátíð ungs fólks, sem fékk auðvitað enga un fjöllun. Fólk vill bara ekkert heyr um „góða“ unglinga, blóðið selst alltaf best.“ Þegar ég var unglingur voru menn annaðhvort pönkarar eða diskófrík. Hvernig erþetta í dag, hvernig steríótýpur eru í gangi? „Þetta er allt öðruvísi í dag. Vinahópar standa saman af mis- munandi fólki, en það er fullt af steríótýpum; indie-krakkarnir í þverröndóttum bolum með hár niðrí augu; hipphopparar í allt o: stórum buxum með derhúfur; þungarokkarar í myndabolum með sítt hár — og fjórir mis- heppnaðir pönkarar uppi í Breið holti. Svo eru það 17-gæjarnir með sylgjubelti, í rúllukragapeys um, mótorhjólastígvélum og mei „wet look“-apahár. Ekki má gleyma Verslógæjunum í Boss- jökkunum og með skjalatöskuna Svo fá sér allir gráa hermanna- ffakka sem fara í MH, neyða oní sig kaffi á kaffihúsum og eru að drepast úr menningu. Það er erf- iðara að flokka stelpurnar, én mc dettur í hug leðurjakkastelpurna: í þröngum gaUabuxum og Snigla bol; afburðanemendurnir í nem- endafélögunum sem spila á fiðlu eða píanó, en flestar fylgja bara tískunni; nú eru t.d. allar með Bjarkar-hár og í einhverjum aga- lega flippuðum kjólum sem þær fundu í Kolaportinu. Lúðarnir, úlpuliðið, eru svo ódrepandi and skoti.“ Hvað afþessu passar best við þigf „Ég veit það ekki. Ég er búinn að vera í sama frakkanum í þrjú ár. Þú getur sett mig í bunkann með snillingunum. En bættu „ha ha ha“ fyrir aftan, annars er ég dauður!“ Gunnar Hjálmarssc Laugardagsbaróninn og Litli-J ón-Zombí imir talað við fólkið, gefið allskyns ráð og jafúvel sagt brandara. Ef til vill hljómar þetta eins og ósköp venjulegur, íslenskur miðilsfundur, en þó er munur þar á. Hann felst í því að verumar sem „koma í gegn“ em ekki amma gamla sáluga eða Jónas Hall- grímsson, heldur ægi- legir kraftar. Þessir guðlegu kraftar eru fjölmargir eins og áð- ur sagði og heita oft kostulegum nöfúum. Nægir þar að nefúa „Laugardagsbarón- inn“, Mánudags- dverginn", „Geidei- fimm-óhappadaga“ og „Litla-Jón- Zom- bí“. Einnig er ekki bara einn miðill á „fundinum“, heldur getur nokkurn veginn hver sem er gegnt því hlutverki. Tónlist er mikið notuð, sérstaklega band- bijálaður tmmbusláttur og ýmiss konar söngvar eða áköll. Tónlistin skapar rétta andrúmsloftið og framkallar trans hjá þeim sem guð- imir síðan heltaka, en líka hjálpar trylltur dans þar til. Alltaf er einn prestur eða „vúdú-biskup“ sem stýrir athöfúinni og getur hún tekið marga klukkutíma. Eins og gefur að skilja er mikið um andatrú í þessum sið. Vúdú- biskuparnir em náttúrulega galdra- karlar í leiðinni og í vúdú-göldrum er sóst eftir hjálp andanna. í því til- viki er um ósköp venjulegt framlið- ið fólk að ræða, sem þó þarf að nálgast á ákveðinn hátt. Sérstaklega lituðum kertum er raðað upp, Vúdú er nafn á fjölgyðistrú sem stunduð er á eyjunni Haiti. Afbrigði af þessari trú fyrirfinnast líka annars staðar, svo sem í Brasilíu, Kúbu, Jamaica og víðar, en þá undir öðmm nöfúum. Vúdútrúin kemur aðallega frá Afr- íku og er ansi flókin í eðli sínu. Flestir tengja hana samt eingöngu við ógeðslega seiðskratta og svarta- galdur, enda hafa ameríski kvik- myndaiðnaðurinn og ýmsir rithöf- undar alið á þeirri ímynd. Allir vita hvað vúdú-dúkka er, enda er vúdu- dúkka af Kolbeini kafteini í Tinna- bókinni „Fangarnir í sólhofinu“. Því má segja að fólk hafi fengið nei- kvæða mynd af þessum trúar- brögðum með móðurmjólkinni. Það signir sig í skelfingu ef minnst er á vúdú og sér þá fyrir sér óhreina anda og blóðugar dúkkur með prjónum í... Vúdú-trúin er þó alls ekki svona neikvæð. Eins og áður sagði er hér um fjölgyðistrú að ræða; ótalmargir guðir koma við sögu og em þeir af öllum stærðum og gerðum. Þessir guðir eru tilbeðnir með vægast sagt kröftugri aðferð. Sú aðferð byggist á þeirri hugmynd að hver einstak- lingur hafi bæði líkama og sál. Sálin yfirgefur líkamann þegar maður deyr, en hún getur einnig farið burt um stundarsakir. Þetta er ekkert nýmæli. Flestir kannast við allt dul- ræna fólkið sem heldur því fram að það geti „farið út úr líkamanum“. Stundum virðist ekki þurfa dul- ræna hæfileika til, því margar venjulegar manneskjur virðast hafa upplifað sálfarir. 1 vúdú-athöfúum er einmitt reynt að aðskilja sálina frá líkamanum, án þess þó að við- komandi deyi. Sál þess sem tekur þátt í athöfninni skreppur bara frá af fúsum og frjálsum vilja. Á meðan koma hinir yfirskilvitlegu guðir og taka sér bólfestu í hinum sálarlausa, en lifandi líkama. Þannig geta guð- 4B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 13. JANÚAR 1994 „Sál þess sem tekur þátt í athöfninni skreppur bara frá affúsum ogfrjáls- um vilja. Á meðan koma hinir yfirskil- vitlegu guðir og taka sér bólfestu í hinum sálarlausa, en lifandi líkama. “ bænir sagðar og fleira í þeim dúr. Vúdú-biskuparnir eru auðvitað að- alsérfræðingamir í þessu, en samt getur hver sem er gert slíkt hið sama, ef hann kann reglumar. í Chicago í Bandaríkjunum er fé- lagsráðgjafi sem heitir Michael Bertiaux. Á yfirborðinu er hann á engan hátt frábrugðinn öðmm fé- lagsráðgjöfum. Samt er hann vúdú- biskup. Upphaflega hafði hann þó ætlað sér að gerast venjulegur prest- ur í kristinni kirkju. Hann lauk meira að segja guðfræðiprófi með glæstum árangri og fékk brauð í Se- attle. Svo var hann sendur til Haiti í einhverjum kirkjulegum erindum. Þar hitti hann vúdú- áhangendur og heillaðist gjörsamlega uppúr skónum. Að endingu var hann skírður inn í söfnuðinn, vann sig síðan upp metorðastigann og tók að lokum vigslu sem vúdú-biskup. Að sjálfsögðu sagði hann sig úr hefðbundinni kristni í leiðinni! I staðinn hóf hann nám í félagsfræði þegar hann sneri aftur heim til Bandaríkjanna og í fyllingu tímai útskrifaðist hann svo sem félagsrác gjafi og fékk starf í Chicago. Einn góðan veðurdag kom mai ur nokkur inn á skrifstofuna I hans og sagði farir sínar ekki slétta Hann hafði unnið hjá einhverj stórfýrirtæki í sjö ár, en nú var búi að reka hann. Yfirmaður hans v; hið mesta svín. Hann hafði reyi við eiginkonu hins, en þegar hú vildi ekki þýðast hann var eigii maðurinn rekinn í hefúdarskyr Hvað átti hann að gera? Bertiai horfði á hann nokkra stund c sagði svo: „Tja, við hjá félagsmál; deildinni getum nú ekkert gert fyr þig, en komdu á fúnd hjá vúdi söfúuðinum mínum í kvöld og vi kippum málunum í lag.“ Svo v; málunum kippt í lag með hjál dularfullra afla og sagan barst ui hverfið. Á stuttum tíma varð Ber iaux svo vinsæll að heilu biðraðin ar fóru að myndast fyrir utan dyri ar hjá honum í félagsmáladeildinr Að endingu komust yfirvöldin a öllu saman og vúdú-biskupinn v; kærður. í framhaldi urðu málafei og þótt Bertiaux væri sýknaði voru sérstök lög sett á í Chicagc borg. Þau hljóðuðu á þá leið að fi lagsráðgjafar mættu ekki nota vúd tíl að hjálpa viðskiptavinum sínun En vúdú-biskupinn var ekki ; baki dottinn. Úr því hann mát ekki lengur nota vúdú til að hjálf lítilmagnanum gaf hann bara i bók í staðinn. I henni er venjuleg fólki sagt hvemig ffamkvæma me einföld vúdútöfrabrögð. í næst PRESSU mun ég birta útdrætti i þessari bók. Þá geta lesendi PRESSUNNAR farið að stunda W dú og galdrað til sín allt sem hugu inn gimist...

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.