Pressan - 13.01.1994, Blaðsíða 7

Pressan - 13.01.1994, Blaðsíða 7
Tófín skipta minna máli en “ hvernig þau eru notuð EINAR SNORRI OG EIÐUR SNORRI efna loforð sitt við fyrirsæturnar í erótísku Ijósmyndabókinni þeirra. „Þær harðneituðu að fletta sig klæðum fyrir okkur nema við riðum á vaðið.“ sem hafa aldrei átt myndavél Það er oft sagt um ljósmyndara að þeir séu haldnir ólæknandi tækjadellu þegar myndavélarn- ar ástsælu eru annars vegar. Al- vöruljósmyndari sé ekki mað- ur með mönnum nema hann eigi full- komnustu græjurnar og lengstu og stærstu linsuna. Einar Snorri Einarsson og Eiður Snorri Eysteinsson eru tveir metnaðaríullir myndasmiðir sem sanna að það er ekki endilega stærð og umfang tólsins sem skiptir máli heldur hvernig maður mundar það. Þeir hafa smellt af í gríð og erg í tvö ár og haslað sér völl sem einhverjir efnilegustu ljósmyndarar landsins án þess að hafa nokkurn tímann eignast myndavél. Ekki einu sinni Polaroid-vél hvað þá Hasselblad. „Þetta kemur nú bara til af því að við erum alltaf svo blankir,“ segja þeir til útskýringar. Almenn blankheit virðast þó ekki há þeim, því þeir sleppa billega með því að fá lánaða vél hjá kollegum eða kunningjum og skipt- ast svo á að smella af. Og myndirnar sem hafa komið út úr þessum fátæklegu aðförum þeirra félag- anna hafa vakið athygli. Ljósmyndir þeirra hafa birst víða, en það er sérstaklega tísku- ljósmyndun þeirra sem stendur feti ffamar en flest það sem sést á prenti hérlendis. Þeir hafa líka verið duglegir að koma sér áffam. Aðeins örfáum mánuðum eftir að þeir smituðust af ljósmyndabakteríunni tóku þeir að sér að ritstýra og ljósmynda fyrir tískuritið Hamingju, m.a. til að koma myndum sínum og hugsjónum á ffamfæri. Þeir gáfu út tvö tölublöð af Hamingju og urðu báðir hugfangnir af nýja starfinu. Þeir hættu síðan útgáfu blaðsins þegar þeim bauðst að vinna ljósmyndir fyrir Tískuritið „0“, enda að eigin sögn ekki miklir pen- ingamenn að upplagi og þótti því ósköp þægilegt að láta aðra um fjárhagslega áhættu útgáfústarfseminnar. „Þetta byrjaði bara sem hobbí hjá okkur og í raun höfð- um við ekki hugmynd um hvað við vorum að gera fýrstu mánuðina,“ segir Einar. „Við gerðum alveg ótrúlega heimskulega hluti í myrkraherberginu til að byrja með. Röðuð- um til dæmis ffamköllunarvökvunum upp í vitlausri röð, myndimir urðu alltaf of dökkar, en við skildum ekki neitt í neinu!“ Smám saman tókst sjálfmenntuðum ljós- myndurunum þó að komast yfir byrjunar- erfiðleikana; settu framköllunarvökvana í rétta röð og fóm loks að sjá eðlilegar mynd- ir. Fyrir rúmu ári fóru félagamir til Los Angeles í þeim tilgangi að ffeista gæfúnnar. Eins og venjulega voru þeir skítblankir en nokkurra mánaða dvöl þar vestra heppnað- ist hvað ljósmyndunina varðaði og þeir uppskáru ríkuleg laun erfiðisins. Eiður Snorri fékk starf sem aðstoðarljósmyndari hjá Loren Haynes, aðalljósmyndara rokk- tímaritsins Spin, og myndir eftir Einar og Eið birtust í tónlistartímaritinu Raygun. Meðal þess sem Einar og Eiður hafa unn- ið að síðustu mánuðina em plötukápur fyr- ir allar helstu hljómplötuútgáfumar. Þeir sáu m.a. um ljósmyndun og hönnun fýrir Bubbleflies, Jet Black Joe og djasssöngkon- una Móu, en tvær síðasttöldu kápurnar þóttu með því best heppnaða í jólaútgáf- unni hvað hönnun og ljósmyndun snertir. Báðir hafa þeir myndað fyrir Tískuritið „0“, en í nýjasta hefti blaðsins, sem kemur út í þessari viku, eiga þeir heiðurinn af for- síðumyndinni af Bubba Morthens og Páli Óskari auk fjölda annarra mynda í blaðinu. Eiður Snorri tók líka allar ljósmyndir fyrir kynffæðslubókina „Það sem skiptir máli“, sem Forlagið gaf út í haust. Þeir em núna að vinna að stærsta verk- efni sínu hingað til. Það er erótíska ljós- myndabókin „Strákar og stelpur“, sem For- lagið gefur út síðar á þessu ári. „Þetta er ljósmyndabók með myndum af öllum þeim stelpum sem okkur hefur alltaf dreymt um að sjá naktar,“ útskýrir Einar. „Og náttúralega strákum líka,“ bætir Eiður við. „Þegar fólk kaupir þessa bók verður það að setja upp röntgengleraugu,“ segir Einar og brosir út í annað. „Annars eru þetta ekki eingöngu nektarmyndir, heldur líka mvndir af ungu og áhugaverðu fólki. Þemað er erótík og fólk þarf ekki endilega að vera nakið til að við getum tjáð erótík- ina.“ Báðir binda þeir miklar vonir við út- gáfu bókarinnar, því þeir sjá ffam á að geta kannski loks kallað sig alvömljósmyndara. „Ef bókin fær góðar viðtökur er aldrei að vita nema við eignumst loks peninga til að leggja út fyrir fyrstu myndavélinni okkar. Að minnsta kosti fyrstu afborgun.“ Þorsteinn Högni Gunnarsson FIMMTUDAGURINN 13. JANÚAR 1994 PRESSAN 7B

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.