Pressan - 13.01.1994, Blaðsíða 9

Pressan - 13.01.1994, Blaðsíða 9
MAGNÚS PÁLSSON: „Veraldarsagan er að töluverðu leyti ímynduð, uppdiktuð og skrifuð eftir hentugieikum." Fallegar og dramatískar sápur Þeir sem heimsækja Nýlistasafnið þessa dagana verða fyrir ým- iskonar hrifum. Þar stendur yfir sýning sem ber heitið Varla... Þar er komið fyrir stórum strigarömmum og á þá er raðað, eftir kúnstarinnar reglum, sápustykkjum af öllum stærðum og gerð- um. Það er góður andi í Nýlistasafninu — gott loft — þefvæn sýn- ing er það fyrsta sem kemur í hugann. 011 skilningarvitin verða fyrir áreiti á sýning- unni í Nýlistasafninu. Einn þáttur er radd- skúlptúrar. Hljóð- myndin er flutt af leikurunum Am- ari Jónssyni, Guðrúnu Stephen- sen, Jóhönnu Jónas og Jóni St. Kristjánssyni og unnin í samvinnu við Þjóðleikhúsið — Kristbjörg Kjeld leikstýrir. Maðurinn sem stendur að baki öllu þessu heitir Magnús Pálsson. Magnús hefur starfað sem mynd- listarmaður ffá 1959 og mótaði ný- listadeildina við Myndlista- og handíðaskóla Islands á sínum tírna. Hann er menntaður sem leik- mynda- og búningahönnuður og hefur starfað mikið í leikhúsi. Það kemur því ekki á óvart að verk hans skuli leika um yítt svið og í seinni tíð hefur Magnús unnið sérstaklega með rými og texta. Sýningin Varla... samanstendur af þremur „rjóðrum“: Atlantis, Djengis Khan og Étán-Langbrók. Magnús vill ekki gera mikið úr allri þessari sápu né heldur vill hann jánka því að verið sé að skírskota til hinnar hreinu listar. „Nei, nei, þetta eru bara daglegir hlutir sem margir hafa farið hönd- um um á löngum tíma. Þá íinnst mér sápustykkin falleg og dramat- ísk — þau eru búin að eiga þátt í lífi margs fólks.“ Magnús hefur safnað hráefni í sýninguna í ein 10-12 ár. Hann hefur bæði fengið sápuna gefha og stolið henni ffá vinum og kunn- ingjum, með góðvilja þó. En hvern- ig tengist hljóðmyndin myndlist- inni? „Þetta er allt hluti af einhvers konar veraldarsögu. Skriftin nefnir þessi nöfh úr veraldarsögunni: Atl- antis, Djengis Khan og þessar írsku goðverur sem ég skíri á íslensku Ét- án og Hallgerði langbrók. Hún er goðvera fyrir mér og ég vil gefa henni írskan goðlegan uppruna með því að tengja hana Étán. Þetta er minn leikur með söguna en er kannski ekkert miklu óáreiðanlegri en veraldarsagan yfirleitt, sem er að töluverðu leyti ímynduð, uppdikt- uð og skrifhð effir hentugleikum þeirra sem skrásetja hana. Sagnir um Djengis Khan eru byggðar á munnmælum og Atlantis er draumur Platóns og hefur kannski aldrei verið til, en er kannski til. Það er mottó við sýninguna sem hljóð- ar: „Sagan flýgur áffam og tekur á sig maska.“ Þannig er þetta nú hugsað.“ Magnús er ffamúrstefnumaður í myndlist en hann treystir sér ekki til að skilgreina ffamúrstefnu í stuttu máli. „Abstraktlistin var ffamúrstefha á sínum tíma. Á sjöunda áratugn- um komu ffam aðrar hugmyndir sem voru andstæðar abstraktlist- inni og voru ffamúrstefna þess tíma, þannig að framúrstefna er sí- breytileg.“ Leikhúsið hefur meðal annars verið vettvangur Magnúsar að und- anförnu og verk effir hann sem heitir „Sprengd hljóðhimna vinstra megin“ og var flutt í Þjóðleikhúsinu 1991 vaktí mikla athygli. Hann er búsettur úti í London en dvelur talsvert hérlendis. Magnús segist ekki þurfa vinnustofu léngur, vinn- ur þar sem hann er, og tölva er helsta verkfæri hans núorðið. Sýn- ingunni lýkur 23. janúar og ekki úr vegi að koma við í Nýlistasafninu fyrir þann tíma, sjón er sögu..., nei, lykt er sögu... eða þannig. Jakob Bjarnar Grétarsson Bjartara yfir Bóhem Það fer að verða óhætt að mæla með kvöldstund á Bóhem aftur, ef marka má hugarfarið sem þar á að ríkja á næst- unni. En Bóhem hét sem kunnugt er Plúsinn áður og þar áður Púlsinn, hinn firnagóði tónlistarbar, þegar best lét. Ætlun Kára Waage og félaga, sem tekið hafa við rekstri Bóhem, er að hafa lifandi tónlist þar um hverja helgi og eins fjölbreytta og hugsast getur. Þegar Þorrinn rennur upp má svo búast við því að efri hæðin verði tekin í notk- un fyrir þá sem vilja skaka sér við þá tónlist sem ekki telst lifandi. Breytingar á staðnum eru þegar hafnar og má sjá fyrsta vísinn að því sem koma skal nú um helgina. KK ætlar m.a. að líta inn, en „grand opening" bíður betri tíma. • Amma Lú: Páll Óskar og Millj- ónamæringarnir á föstudagskvöld ásamt Erni Árnasyni. Örn einn og yfirgefinn á laugardagskvöld. • Barrokk: Andrea Gylfadóttir hefur numiö land á Barrokk og verður þar á föstudags- og laug- ardagskvöld. Á rólegu nótunum. • Bóhem: Hljómsveitir á föstu- dagskvöldið. KK-band á laugar- dagskvöld. • Blúsbarinn: KK-band á fimmtu- dagskvöld. Lipstick Lovers á föstudags- og laugardagskvöld. • Café Romance: Birgir Tryggva- son og hinn ódauðlegi Richard Scobie skemmta á hverju kvöldi fram til 15. janúar. • Dansbarinn: Hljómsveit Rúnars Þórs heldur uppi eins miklu fjöri og hún getur bæði á föstudags- og laugardagskvöld. • Feiti dvergurinn: Hljómsveitin Sjarmör, sem ku vera helmingur Sniglabandsins, ætlarað skemmta á föstudags- og laugar- dagskvöld. • Fjörðurinn: Diskó alla helgina, enda hljómsveitapása. • Fógetinn: Djass að venju á fimmtudagskvöld, nú með Krist- jáni Guðmundssyni píanóleikara, Dan Cassidy fiðlusnillingi og Þórði Högnasyni kontrabassa- leikara. Utlagarnir verða á neðri hæðinni þetta sama kvöld. Har- aldur Reynisson trúbador skemmtir svo á föstudags- og laugardagskvöld. En Jón Ingólfs- son á sunnudagskvöld. • Gaukur á Stöng: Tríó Jóns Leifssonar á fimmtudagskvöld. Marmelaði frá Akureyri á föstu- dags- og laugardagskvöld. • Hótel ísland: Eina sem er vitað erað þarna verðurdiskó. • Hótel Saga: Þorvaldur Hall- dórsson og GunnarTryggvason skemmta á Mímisbar á föstu- dags- og laugardagskvöld. Dans- leikur í Súlnasal á laugardags- kvöld. • Rauða Ijónið: Hljómsveitin SÍN verður þar um helgina eftir því sem næst verður komist. • Tveir vinir: Black out leikur gegn engum aðgangseyri á föstu- dags- og laugardagskvöld. • Þjóðleikhúskjallarinn: Leik- húsbandið á föstudags- og laug- ardagskvöld. Listaklúbburinn á mánudag með þýðendakvöld. Þeir sem koma fram eru m.a. Sig- urður A. Magnússon, Ingibjörg Haraldsdóttir og Baldur Óskars- son. SVEITABÖLL • Gjáin, Selfossi: Black out kem- ur þar við á fimmtudagskvöld áð- ur en hún heldur á Tvo vini. • Hafurbjörninn, Grindavík: Örk- in hans Nóa á föstudagskvöld. Enn á flakki. • Sjallinn, Akureyri: Diskó á föstudagskvöld. Árshátíð vél- sleðaeigenda með hljómsveitinni Karma á laugardagskvöld. Guð- mundur Rúnar Lúðvíksson „him- self" í kjallaranum. • Þotan, Keflavík: KK-band á föstudagskvöld. Hljómsveitin Saga Class skemmtir hins vegar kaupmönnum á Suðurnesjum á laugardagskvöld. Allir velkomnir eftir miðnætti. Hvernig var Eva Luna? Síðastliðinn föstudag var leikritið Eva Luna frumsýnt í Borgarleikhúsinu. Sé mið- að við gagnrýnendur þá er sýningin umdeild. Jón Við- ar Jónsson í Dagsljósi var ákaílega fúll með sýninguna «n Friðrika Benónýs gefur henni hæstu einkunn í PRESSUNNI. Hvernig fannst öðrum frumsýningargest- um? Valur Valsson Ragnheiður Erla Bjamadótt- ir prestur: „Mérfannst mjög gaman. Tónlistin var skemmtileg og sýningin mikið sjónarspil með sérlega góðum dansatriðum. Leikaramir standa sig mjög vel og sýningin gekk upp fyrir mér. Ég tek það fram að ég hef ekki lesið bókina, þannig að ég veit ekki hvernig þetta er skrifað frá höfundarins hendi. Surnt var spennandi fýrir þann sem er að sjá þetta í fyrsta sinn. Þó vissi maður auðvitað að söguhetjan mundi komast af, því það var jú byrjað á öfugum enda. En ég skemmti mér mjög vel. Þetta er löng sýning en maður tekur ekkert eftir því. Það má alltaf finna eitthvað til að pota í en sýningin rann vel áfram.“ Sigurjón Pét- ursson húsa- smiður: „Mér fannst hún mjög góð, eiginlega þannig að ég varð stein- hissa þegar ég leit á klukkuna í sýningarlok. Sýningin er löng en hún virkaði ekki þannig á mig. Mér finnst þetta með allra bestu stykkjum sem ég hef séð í leikhúsunum á undan- fömum áram. Þetta er mikil sýn- ing, alltaf mikið að gerast á sviðinu, ffábærlega vel leikið af flestum leik- urum og leiddi mig inn í heim sem mér er ókunnugur og mér fannst komast vel til skila þessi fátækt og ógn sem þarna ríkir.“ Valgerður Matthíasdótt- ir, arkitekt og dagskrárgerð- arkona: „Ég skemmti mér konunglega á sýningunni. Það byrjaði strax eg fékk gæsahúð um mig alla vegna þess að bæði tónlistin og heildaruppsetningin var mjög sterk. Margir leikaranna léku stór- kostlega vel. Sólveig Arnarsdóttir og Edda Heiðrún Backman eru sér- staklega eftirminnilegar. Og eins og oftast þegar Kjartan setur upp sýn- ingu þá verður maður ekki svíkinn um gott leikhús." bankastjóri: „Égskemmti tnér vel og það tr meginatriðið. Vlér fannst höf- andarnir koma nokkuð vel til skila hugai'heimi bóka Allende. Músíkin studdi verk- ið vel. Eins og alltaf þá er frammi- staða leikara misjöfn, en þar er oft- ast um að ræða smekksatriði hvers áhorfanda um sig.“ FIMMTUDAGURINN 13. JANÚAR 1994 PRESSAN 9B

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.