Pressan - 17.02.1994, Blaðsíða 3

Pressan - 17.02.1994, Blaðsíða 3
Igöngugötu Mjóddarinnar er nútímaleg skartgripaverslun sem nefnist einfaldlega Gull- smiðurinn. Þegar inn er komið má sjá fjölbreytt úrval skartgripa. Við tökum tali eigandann, Guðbjart Þorleifsson guUsmið. „Ég hef rekið þessa verslun á fimmta ár. Áður rak ég einungis verkstæði og fram- leiddi skartgripi sem seldir voru um allt land. Þá, og reyndar enn þann dag í dag, er uppistaðan hjá mér víravirki á þjóðbúninginn, — afsteypur af fornum gripum í Þjóðminjasafni íslands, svo og hin sívinsæla gullhúðaða Flóra íslands og sérhannaðir skartgripir úr gulli og silfri. Uppistaðan er semsagt ís- lenskur listiðnaður.“ Ég sé að þú býður einnig upp á innflutta skartgripi. „Já, við reynum að mæta óskum sem flestra. Viðskiptavinirnir velja sér þó fremur okkar ffamleiðslu, sem er ffumsmíði og handunnir gripir.“ Ekki stendurðu einn íþessu öllu? „Nei, ekki aldeilis. Við erum fimm sem störfum hérna hálfan eða allan daginn. Velgengni okkar byggist á góðu starfsfólki.“ Þú talar um velgengtii, er þá eng- in kreppa í Mjóddinni? „Hvað okk- ur snertir — og líklega flestar versl- anirnar hérna - - þá fjölgar stöðugt fólki sem kemur í Mjóddina og verslun er hér með ágætum, enda næg bílastæði og fjölþætt þjónusta. Fólk sækir hingað ffá t.d. Grafar- vogi, Garðabæ og Kópavogi og auðvitað úr Breiðholtinu. Verslun- ar- og þjónustukjamar eins og Mjóddin eru nauðsynlegir í stækk- andi borg.“ Hvað er svo helst um að vera hjá þér um þessar mundir? „Margar konur eru að huga að víravirki á upphlutinn. Nú fer að líða að fermingum og þá reynum við að einblína á slíkar gjafir. Þá er allt á fullu við ffamleiðslu skartgripa sem seldir em erlendum ferða- mönnum. Þar á meðal er gullhúð- aður hraunmoli, sem hefúr verið vinsæll um borð í flugvélum Flug- leiða undanfarin ár,“ sagði Guð- bjartur. Gull- smið- urinn ZANGXSTER . MARBERT NINA RICCI Útsala á ýmsum gjafa- og snyrti- vörum frá 17. febrúar. 10% staðgreiðsluafsláttur af öðrum vörum meðan á útsölu stendur. mmm. GLERAU GNAVERSLUNINIMJ FIMMTUDAGURINN 17. FEBRÚAR 1994 PRESSAN 3C

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.