Pressan - 17.02.1994, Blaðsíða 7

Pressan - 17.02.1994, Blaðsíða 7
Hvað segja þau uran IX/ljóddina? Ása Guðnadóttir afgreiðir í snyrtivöruversluninni Libiu. „Mér líkar mjög vel að vinna í Mjóddinni. Ég bý í Breiðholti þannig að það er stutt í vinnuna fyrir mig. Hér fæst flest sem ég þarf á að haida, t.d. matvara, fatahreinsun og vefnaðarvara. Hér er gott að fá bíla- stæði. Fólk kemur hingað alls staðar að úr bænum og það er hreint ótrúlegt hvað það kemur langt að,“ segir Ása. Jóhanna Höskuldsdóttir var að leita að sólbekkjaefni í Metró þegar okkur bar að. „Þetta er nú bara enn einn áfangastaðurinn í leit minni að sólbekkjaefni, en ég er bú- in að leita að því um allan bæ. Ég bý í Bústaðahverfi og kem ekki oft í Mjóddina, en það kemur fyrir, og þá helst þegar mig vantar eitthvað sem fæst ekki annars staðar, t.d vefnaðarvöru í Vogue," sagði Jóhanna. Hrafnhildur Birgisdóttir var í apótekinu með syni sínum Kristófer Loga Hafþórssyni. „Við erum að koma frá lækninum. Ég er úr Breið- holtinu þannig að ég fer mjög oft í Mjóddina að versla. Mér finnst gott að koma hingað, því hér er allt sem mig vantar, — nema þá helst föt á mig. Það er mjög gott að kaupa í matinn hérna," segir Hrafnhildur. Gerður Einarsdóttir og Jón Hjartarson voru í Eymundsson að leita sér að bókum. Þau segjast gjarnan fara í Eymundsson til að versla. „Við eigum heima í Grafarvogi og komum hingað ef við eigum erindi til dæmis í apótekið, Eymundsson eða Kjöt og fisk,“ segir Gerður. Jón sló á létta strengi og sagði að það vantaði bara pöbb. Helgi Loftsson var í Steinar Músík og myndir að versla. „Ég bý í Seljahverfinu og kem í Mjóddina við og við, þá helst í sjoppu, myndbandaleigu eða banka, en einnig á hár- greiðslustofuna til að láta klippa mig. Hér er gott að koma við, því það er alltaf hægt að fá bílastæði." Sólveig Sigurðardóttir var að kaupa í matinn í Kjöti og fiski þegar okkur bar að. Sólveig býr í miðbænum en segist koma í Mjóddina til að versla af göml- um vana, því hún bjó áður í Breiðholti. „Mér finnst gott að versla í Mjóddinni, sérstaklega í Kjöti og fiski, því kjötborðið þar er svo gott. Hér er allt við höndina og maðurinn fer í bankann á meðan ég versla.“ Bryndís Jakobsdóttir úr Árbænum og Karen Agnarsdóttir úr Breið- holtinu voru að fá sér kaffisopa hjá Svejni bakara. „Við komum hingað annað slagið að fá okkur kaffi. Ég tek strætó í Mjóddina til að hitta Karenu en annars kem ég ekki oft hingað,“ sagði Bryn- dís. Karen kemur hins vegar oft í Mjóddina til að versla og fara í banka. „Ég er nýflutt í Breiðholtið og hef alltaf verslað hérna síð- an. Hér er öll þjónusta sem mig vanhagar um.“ Rannveig Jónsdóttir vinnur í Mjódd. „Mér finnst mjög gott að vinna hérna. Þetta er viðkunnanlegur og þægilegur staður og góður andi meðal starfsfólks. Það er ekki hægt að hafa það betra. Fólk er að átta sig á því að hér er opið ennþá." Rann- veig segist kaupa allt sjálf í Mjóddinni. „Hér er allt á einum stað, sem er mjög þægilegt, því þá þarf maður ekkert að hlaupa út um hvippinn og hvappinn eftir vinnu til að ná í það sem vantar. Ég fer niður í Kjöt og fisk til að kaupa í matinn. Síðan fæst flest annað sem ég þarf á að halda hérna uppi, t.d. barnaföt, leikföng, skartgripir og föt. Hingað kemur fólk úr öllu Breiðholtinu og meira að segja úr Grafarvogi, Árbæ, Kópavogi og einstaka neðan úr bæ.“ l\í LCirCi LLU' FIMMTUDAGURINN 17. FEBRUAR 1994 PRESSAN 7C

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.