Pressan - 17.02.1994, Blaðsíða 15

Pressan - 17.02.1994, Blaðsíða 15
Kjöt og fiskur Verslanir Kjöt og fisks eru tvær. Önnur er í Selja- hverfinu og hin í Mjódd- inni. Kjöt og fiskur er fjöl- skyldufyrirtæki. Hjónin Björn Sveinsson og Ólöf Ólafsdóttir hafa, ásamt börnum sínumm, rekið verslunina í þrjú ár. „Okkar kappsmál er að vera alltaf með úrvals kjötvörur og á besta verði á hverjum tíma. Við flytjum sjálf vörur sem heita „Super". Þetta eru mjög góðar og ódýrar vörur t.d. kaffi, hveiti og ýmsar hreinlæt- isvörur. Við leggjum mikla áherslu á að veita viðskipta- vinum okkar lipra og góða þjónustu. Öldruðum og öryrkj- um veitum við sérstaklega góða þjónustu bæði með stað- greiðsluafslætti og frírri heimsendingar þjónustu, sem að vísu öllum stendur til boða. Hér er seldur heitur matur sem er tilbúinn út í pökkum og er mjög vinsæll. Það skiptir okk- ur miklu máli að viðskiptavin- irnir séu ánægðir. Þó þetta sé stórverslun er hún í raun rekin eins og „kaupmaðurinn á horninu", þ.e.a.s. við reynum að ná persónulegum tengslum við viðskiptavinina", segir Björn Sveinsson. Gabríel Verslunin Gabríel verður fimm ára á þessu ári. Eigend- ur hennar eru Gyða Þórðar- dóttir og Henný Pétursdóttir. „Við bjóðum upp á fatnað bæði fyrir dömur og herra en leggjum þó meiri áherslu á dömufatnað. Við flytjum allt inn sjálfar og bjóðum upp á mjög gott verð. Núna erum við að fá inn sumarvörurnar og þar er meðal annars að íinna draktir á 12.000 krónur. Við viljum endilega bjóða fólk velkomið að skoða,“ seg- ir Gyða. Dýraland Gæludýraverslunin Dýraland er ný af nálinni, en hún var opnuð í október á síðasta ári. Eigendur hennar eru Sigurður Sverrisson og Valdimar Aðal- steinsson. Valdimar segir að sér hafi fundist vanta gæludýraverslun fýrir Breiðholt og nærliggjandi hverfi og því fundist tilvalið að opna eina slíka í Mjóddinni. „Við erum með mikið úrval af skraut- fiskum og fuglum, en einnig öðr- um gæludýrum. Hér fást flestar vörur sem þarf til gæludýrahalds og fýrir gæludýr, til dæmis flytjum við inn nýja gerð af kattarsandi, sem er úr pressuðum viðarspónum og er 100% náttúruefni. Það kemur sama sem engin lykt úr þessum sandi og þeir sem hafa prófað eru mjög ánægðir með hann.“ Snyrtivöruverslunin Libia Snyrtivöruverslunin Libia var starffækt urn rnargra ára skeið á Laugavegi 35. Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir keypti hana í febrúar á síðasta ári og ákvað að flytja hana í Mjóddina. „Húsnæð- ið í Mjódd er stórt og bjart þannig að vörurnar njóta sín vel og við- skiptavinirnir líka. Ég er mjög ánægð í Mjóddinni og það hefur komið mér virkilega á óvart hvað viðtökumar við búðínni hafa ver- ið góðar. Fólk er greinilega þakk- látt fyrir að hafa fengið svona verslun í hverfið,“ segir Sigrún. Hvaða vörurertu með í boði? „t snyrtivörum býð ég upp á vör- ur frá Helenu Rubinstein, Lanc- ome, Yves Saint-Laurent, Clarins, Ninu Ricci og Marbert. Einnig er ég með ótal ilmvatnstegundir svo sem Tijfany, Ferre og Chanel og svo mœtti lengi telja. Ég er einnig með gott úrval af náttfótum og undirfót- um og einnig ýmsa gjafavöru. Síð- an mun ég auðvitað hafa sitthvað í boði til fermingargjafa. Þar sem samkvœmistímabilið er núna hefjast verða haldnar vikulegar kynningar í versluninni á merkjun- um setn eru í boði,“ segir Sigrún. Þess ber að geta að Libia hefur á sínum vegum stúlku sem tekur að sér andlitsfórðun fyrir aðeins 1.800 krónur. „Bæjarstjórn keypti Breiðholt árið 1906 en árið 1923 var jörðin innlimuð í Reykjavík með lögum. Eftir 1960 hófst undirbúningur að skipulagi Breiðholtslands. Hafa þar á tiltölulega skömmum tíma risið upp þrjú fjölmenn íbúðarhverfi með tæplega 25.000 íbúum (1985). Mjódd(in) er örnefni í Breið- holti. Hún var á mótum Breið- holtsmýrar (stór mýrarfláki suð- ur og vestur frá túni í Breiðholti og alveg norður undir Blesu- gróf) og Breiðholtsins og náði niður undir Blesugróf. Mýrin var mjög blaut en á Mjóddinni var þurrara og því var farið þar um á leið milli Reykjavíkur og Breiðholtsbæjarins. Á síðustu árum hefur á svipuðum slóðum og Mjóddin garnla var risið þjónustuhverfi fyrir Breiðholt og hefur það verið kennt við ör- nefnið". Heimild: Reykjavík. Sögustaður við Sund eftir Pál Líndal. Sólbaðsstofa Reykjavíkur Sólbaðsstofa Reykjavíkur er með elstu fyrirtækjunum í Mjódd, orðin fjórtán ára göm- ul. Hún er staðsett í Þangbakka 8. Þar em fimm glænýir ljósabekkir sem heita því skemmtilega nafni „Excellent". Steinar Guðmunds- son, eigandi stofunnar, segir að þetta séu sannkallaðir úrvalsbekkir. „Við erum einnig með mjög góða og geysivinsæla vatnsgufú. Þetta er lítil og hlýleg stofa. Hér er þægileg aðstaða og persónuleg þjónusta.“ Steinar vill benda fólki á að ljósa- böð séu holl og góð fýrir líkamann og leggur áherslu á að fólk þurfi ekki endilega að stunda ljósaböð til að verða brúnt, heldur einnig til að láta sér líða vel og vinna bug á ýms- um meinum eins og vöðvabólgu og exemi. Leikbær — eitt mesta úrval lands- ins af leikföngum Leikbær í Mjódd er til húsa í Þönglabakka 6. Þar fást leik- föng fýrir krakka á öllum aldri í fjölbreyttu úrvali. Leikbær er rót- gróið fjölskyldufý'rirtæki í eigu hjónanna Grétars Eiríkssonar og Þorgerðar Amarsdóttur, en Grét- ar hefúr verið í leikfangabransan- um í 35 ár. Synir þeirra hjóna, Jón Páll og Eiríkur, sjá urn rekstur fyr- irtækisins. Leikbær í Mjódd var opnaður í nóvember 1989 og er þriðja Leik- bæjarverslunin af fjórum. Hinar þijár eru á Reykjavíkurvegi 50 í Hafnarfirði, í Kjörgarði, Laugavegi 59, og í Faxafeni 11. Leikbær í Hafnarfirði er elstur og átti fimm- tán ára affnæli á síðasta ári, en verslunin í Faxafeni er yngst og jafnffamt stærst. Hún var opnuð í apríl á síðasta ári. Að sögn Jón Páls og Eiríks er markmið Leikbæjar að vera með sem flestar tegundir leikfanga og á eins hagkvæmu verði og mögulegt er. „Leikbær er með langstærstu markaðshlutdeildina í leikföngum á landinu. Þar fást öll þekktustu merkin í leikföngum í heiminum í dag. Við höfúm persónulega þjón- ustu við viðskiptavini okkar að markmiði. Ef þau leikföng sem fólk biður um eru ekki til þá leggjum við okkur ffam um að útvega þau. Rekstur Leikbæjar í Mjódd hefur gengið mjög vel og þar er mesta salan af öllum Leikbæjarbúðunum miðað við fermetrafjölda. Á hverju ári gefur Leikbær út þrjá litprentaða leikfangalista sem dreift er í öll hús á stór-Reykjavík- ursvæðinu; sumarlista, jólalista og öskudagslista. Nú er nýbúið að dreifa öskudagslistanum í hús. í honum er að finna fjöldann allan af fylgihlutum sem tilheyra öskudeg- inum, t.d. grímubúninga, grímur, hárkollur, hatta, andlitsliti, hár- sprey og margt margt fleira,“ sögðu þeir Jón Páll og Eiríkur. FIMMTUDAGURINN 17. FEBRÚAR 1994 PRESSAN 15C

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.