Pressan - 17.02.1994, Blaðsíða 10

Pressan - 17.02.1994, Blaðsíða 10
Innrömmun og hannyrðir — Skóbúðin í Mjódd Innrömmun og hannyrðir — Skóbúðin í Mjódd er ein og sama verslunin. Hún er staðsett í Þönglabakka 6. Eigendur hennar eru Hafsteinn Ágústsson og Margr- ét Andreasdóttir. Þau ráku áður verslunina Innrömmun & hann- yrðir í Leirubakka 36 í Breiðholti. Á miðju ári 1992 keyptu þau Skó- verslun Helga og í dag reka þau báðar þessar verslanir í sama hús- næðinu. Hafsteinn segir að þetta sé sérstök blanda en góð. „Það voru rnikil og góð umskipti að flytja í Mjóddina. Hér eru góðar sam- göngur við önnur hverfi og bæjar- félög með strætisvögnum. Fólk kemur hingað með strætó og versl- ar og tekur jafhvel sama vagn til baka. Við höfum átt trygga við- skiptavini í rúm tíu ár. Þrátt fyrir að fólk flytji í önnur hverfi og bæj- arfélög heldur það áfram að versla hjá okkur. Meginástæðan fyrir því er líklega sú að við höfum alltaf reynt að bjóða upp á eins lágt verð og við getum. Við vitum að fólk kann að meta það og það spyrst / . « ut. Hafsteinn segir að að undan- förnu hafi orðið mikil söluaukning á prjónagarni og hannyrðavörum. „Fólk hefur áttað sig á því að það er ódýrt að prjóna og einnig að það eru miklu meiri gæði í heima- prjónaðri vöru en fjöldaffam- leiddrir Nú er mikið í tísku að sauma út og hekla.“ Gullúrið Eigandi úra- og skartgripa- verslunarinnar Gullúrsins er Axel Eiríksson úrsmiður. Hann rak verslun í Bankastræti 12 í sextán ár en flutti sig í Mjóddina fyrir þremur mánuðum og líkar mjög vel. „Fólk er greinilega mjög ánægt með að hafa fengið slíka þjónustu í Breiðholtið. Eg hef á boðstólum úr og klukkur af öllum stærðum og gerðum og í öllum verðflokkum, t.d. frá Seiko, Orient, Pierpoint og Christian Bernards. Ég er með eigin innflutning á skart- gripum og því með svolítið öðru- vísi skartgripi en gengur og gerist á markaðnum.“ Þess má geta að Axel leggur áherslu á að eiga alltaf mikið til af herragjöfum, t.d. skartgripi, kveikj- ara og penna. Axel hefur að sér- stöku áhugamáli að gera við gamlar klukkur og verðmeta gömul úr. Hann býður upp á áletranir á skartgripi og skrautmuni. Axel rek- ur einnig verslun á Ísafirði og hefur gert í tuttugu ár. Svenson -heilsubúðin Fyrirtækið Belís rekur Svenson- heilsubúðina í Mjódd. Belís heilsuvörur hf. var stofnað fyrir fimm árum, en búðin í Mjódd var opnuð fyrir þremur árum. Belís gefur út vörulista nokkrum sinn- um á ári og sendir inn á hvert heimili í landinu, en vörurnar í ^vörulistanum eru einnig til sölu í búðinni fyrir þá sem vilja skoða þær. Þetta er vaxandi fyrirtæki og viðskiptavinir þess eru mjög trygg- ir. Belís er liður í Svenson-keðjunni sem selur hágæðaheilsuvörur í fjór- tán löndum í Evrópu og er núna að nema land í Vesturheimi. Svenson-heilsubúðin er í Álfa- bakka 14 og þar er lipur og góð þjónusta. Þær vörur sem Svenson selur hafa allar verið þrælreyndar gæðalega séð. Þetta eru allt nátt- úrulegar vörur úr náttúrulegum efnum. Það nýjasta á markaðnum eru bandarísku pillurnar „Figure- Form USA“. Þær hafa verið í sölu þar í þrjú ár við góðan orðstír. Þessar piílur hafa áhrif á efhaskipti líkamans. Þær auka virkni króms tífalt, sem gerir það að verkum að það kemst meiri stjórn á blóðsyk- urinn, blóðfitan lækkar og eggja- hvítuefnin halda sér í vöðvunum þannig að vöðvarnir rýrna ekki þó að maður grennist. Þetta gerir að verkum að hungurkenndin minnk- ar svo og ásókn í sætindi. Metró — miðstöð heimilanna Veitingastaðurinn Pizza Hut í Mjódd var opnaður fýrir þremur árum. Hann er einn þriggja Pizza Hut-staða á landinu. Hinir eru á Hótel Esju og í Kringl- unni. Pizza Hut er stærsta og þekktasta pizzakeðja í heimi og tel- ur í dag rúmlega tíu þúsund staði um allan heim. Pizza Hut í Mjódd er með veitingasal þar sem boðið er upp á pizzur, pastarétti, bjór og léttvín. Hann sinnir heimsending- arþjónustu fyrir Breiðholt og nær- liggjandi hverfi. Skiptistöð vagna í Mjódd var tekin í notkun í desember 1989. Allir vagnar sem aka um Breiðholtshverfin stoppa við skipti- stöðina, þ.e. vagnar á leiðum 11, 12, 111 og 112. Þá hafa vagnar á leiðum 3, 4 og 16 endastöð í skipti- stöðinni, auk leiðar 63, sem ekur í stöð í skiptistöðinni. Nánari upp- lýsingar um leiðir og tímaáædun er að finna í leiðabók strætisvagn- anna. Með tilkomu skiptistöðvarinnar skapast fjölmargir möguleikar fyrir fólk að notfæra sér betur þjónustu Hársel Hárgreiðslustofan Hársel átti tíu ára afmæli 2. desember síðast- liðinn. Hársel er til húsa í Þarabakka 3 á annarri hæð. Eigend- umir, Agnes Jónsdóttir og Ingunn Sigurðardóttir, hafa rekið stofuna í tiu ár, þar af þrjú ár í Seljahverfi, en hafa verið í Mjóddinni í sjö ár. „Við bjóðum upp á alla almenna hárgreiðslu fyrir herra, dömur og böm. Hér eru sex stólar og við eram yfirleitt fjórar eða fimm sem vinnum hérna," segir Ingunn hárgreiðslumeistari. Möggurnar í Mjódd Þetta er fjórða árið sem hárgreiðslustofan Möggurnar í Mjódd er starf- rækt í Mjóddinni. Hún var fýrst í sundinu í Þönglabakka 6 en flutti í stærra og bjartara húsnæði í Álfabakka 12 í desemberbyrjun á síðasta ári. Eigendurnir, Ásta Margrét og Jóhanna Margrét, störfuðu áður á hár- greiðslustofunni Ýri í Hólagarði. Þær bjóða upp á alla almenna hársnyrti- þjónustu og Ieggja áherslu á vandaða og góða þjónustu. vagnanna. Til dæmis er tilvalið að nota skiptistöðina þegar farið er milli hverfa í Breiðholti eða milli Breiðholts og annarra borgarhverfa þar sem vagnar skapa ekki bein tengsl. Þar sem skiptistöðin er í verslunar- og þjónustuhverfi er tíl dæmis sá möguleiki fýrir hendi að fara úr vagninum í skiptistöðinni, ef reka þarf erindi í pósthúsi eða verslun, og fara svo með næstu ferð áffam. Skiptistöðin er hluti af þjónustu- kerfi strætisvagna í Reykjavík og reyndar á höfuðborgarsvæðinu og því er mikils virði fýrir notendur þjónustunnar að þekkja þá mögu- leika, sem kerfið býður borgarbú- um. Það er ódýrt og þægilegt að nota þjónustu strætisvagna í Reykjavík, og óhætt að hvetja borg- arbúa til að nota meira þessa ódýra þjónustu sér til hagsbóta. Verslunin Metró í Álfabakka 16 var opnuð árið 1987 og síðan hefrir verslunin verið í stöðugri sókn. I Metró er verslað með alla almenna byggingarvöru ásamt ýmsum vörum til heimilis- ins. Verslunin skiptist í málningar- deild, verkfæradeild, innréttinga- deild, hreinlætis- og blöndunar- deild, tækjadeild, gólfefnadeild, hljómtækjadeild og hreinlætis- tækjadeild. Jafnffamt býður versl- unin upp á garð- og sumarvöru og gjafavöru fýrir jólin. Á síðasta ári voru gerðar gagn- gerar breytingar á versluninni og vöruúrvalið aukið til muna. Ný og glæsileg hljómtækjadeild var opn- uð á neðstu hæðinni og við bættust ýmsir vöruflokkar er snúa að heim- ilinu. Árið 1992 var opnuð Metr- óverslun númer 2 á Lynghálsi 10 í Reykjavík og í lok síðasta árs bætt- ust þrjár Metróbúðir til viðbótar í hópinn. Þær eru staðsettar á Akra- nesi, ísafirði og á Akureyri. Með til- komu svo margra verslana hefur verið hægt að hagræða stórkostlega varðandi innkaup og skilar þessi hagræðing sér beint út í verðlagið. Og enn hillir undir ffekari hagræð- ingu, þar sem búðirnar hafa sam- einast amerísku innkaupakeðjunni Servi Star, sem er samband 4.400 byggingarvöruverslana. Verslunarstjóri í Mjóddinni er Hilmar Friðriksson, sem ásamt starfsfólki sínu kappkostar að veita viðskiptavinum verslunarinnar ávallt góða þjónustu. Snyrtistofan Hár-StÚdíÓ Snyrtistofan Líf hefur verið í Mjóddinni í fimm ár. Eigandi hennar er Linda Ingvadóttir. Hún er löggiltur fótaaðgerðaffæð- ingur og snyrtiffæðingur. Hún býður meðal annars upp á raf- magnsháreyðingu, handsnyrtingu, húðhreinsun, andlitsbað og auð- vitað alla almenna snyrtiþjónustu. Líf selur vörur ffá Clarins og Sixt- us, en Sixtus-vörurnar eru unnar úr alpajurtum og hafa reynst mjög vel. Hár-stúdíó er í Þangbakka 10, beint á móti Breiðholts- apóteki. Hárgreiðslumeist- ari er Ragnheiður Jakobsdóttir. Stofan hefur verið starffækt frá 4. desember 1981 þannig að hún er tólf ára gömul og því með fýrstu fýrirtækjunum í Mjódd. „Við bjóð- um upp á alla almenna hársnyrti- þjónustu og eram með tilboðs- pakka af permanenti, litun og strípum. Við vinnum með System Professional- hársnyrtivörur. Til margra ára hafði ég alltaf opið á fimmtudagskvöldum og núna er ég farin að taka það upp aftur að bjóða fólki tíma á kvöldin — og það miðast ekki endilega við fimmtudagskvöld — en fólk verð- ur þó að panta með dagsfýrirvara. Ég vil endilega hvetja Breiðholts- búa til að notfæra sér þjónustuna í Mjóddinni, því að þjónustan er fýrir fólkið,“ segir Ragnheiður hár- greiðslumeistari. 10 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 17. FEBRÚAR 1994 Vogue Verslunin Vogue er ein af fýrstu verslununum sem voru opnaðar í Mjódd, í október 1986. Hún er ein af sjö Vogue- búðurn á landinu, en Vogue hefur verið starffækt hér í um fjörutíu ár. Það eru þrjár Vogue-búðir í Reykjavík, ein í Hafnarfirði, Keflavík, Akureyri og á Selfossi. Að sögn Rögnu Ólafsdóttur, verslunarstjóra Vogue í Mjódd, hefur verslunin fengið mjög góðar viðtökur. „Vogue býður upp á fjöl- breyttar og góðar vörar á hag- kvæmu verði. Verslunin er stór og björt þannig að fólk hefur góða yfirsýn yfir það sem hér er í boði. Hér er einnig mjög þægilegt að vinna. Mér virðist sem konur séu mjög ánægðar með þessa verslun enda koma þær hingað alls staðar að úr bænum. Hér er nóg af bíla- stæðum og strætisvagnar ganga beint hingað neðan úr bæ.“ Ragna leggur áherslu á að hægt sé að spara umtalsvert með því að sauma. „Það geta allir saumað sem hafa áhuga. Hér era haldin saumanámskeið yf- ir vetrarmánuðina sem njóta sívax- andi vinsælda. Við eram með mjög góðan leiðbeinanda á þessum námskeiðum. Til marks um vin- sældir saumanámskeiðsins má nefna að sömu konurnar koma aft- ur og affur. Um er að ræða sex vikna námskeið. Það era sex konur á hverju námskeiði og þær koma einu sinni í viku. Námskeiðin eru haldin öll kvöld vikunnar nema föstudagskvöld og effir hádegi á laugardögum.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.