Pressan - 24.02.1994, Qupperneq 9

Pressan - 24.02.1994, Qupperneq 9
B ö I I Dansflokkurinn Fjórir ballettar frumsýndir SIGRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR í TVÍDANSI. Hún segir að ballettverks Auðar Bjarnadóttur sé beðið með mestri eftirvæntingu. ar sem ekki eru nema 28 dag- ar í þessum mánuði fer að líða að stórri stund hjá íslenska dansflokkunum. Frumsýning verð- ur á hvorki meira né minna en fjór- um ballettum á stóra sviði Þjóðleik- hússins 3. mars. Ballettamir em eft- ir bandarísku danshöfúndana Lambros Lambrou og Stephan Mills auk tveggja nýrra íslenskra verka eftir þær Auði Bjamadóttur og Maríu Gísladóttur, sem nú gegnir stöðu listdansstjóra flokks- ins. Eins og gefur að skilja koma margir dansarar við sögu í svo mörgum verkum. Enginn er þó meira áberandi en annar enda er Is- lenski dansflokkurinn að sögn laus við prímadonnur. Einn dansaranna sem stíga á svið eftir barneignarhlé er Sigrún Guð- mundsdóttir, sem hefúr m.a. starf- að sem dansari við óperuna í Bonn. Hún segir verkin mjög fjölbreytt og spennandi en upplýsir að verks Auðar sé beðið með mestri eftir- væntingu. Það var samið við flautukonsert eftir Atla Heimi Sveinsson sem hann hlaut fýrir tónlistarverðlaun Norðurlanda árið 1976. ,Auður hefur verið lengi að vinna þetta verk en það er sérstak- lega samið fyrir flokkinn. Verkið byggist að nokkru upp á spuna en það er einnig svolítið leikhúsverk. Hin verkin þrjú eru frekar sem- íklassísk. T.d. er verkið hennar Maríu, Vitlaust númer, byggt alger- lega upp á klassík og í því er mikill leikur og eitt verkanna fer út í djass. Þetta er því mjög fjölbreytt sýning.“ Að sögn Sigrúnar byggjast ball- ettarnir mikið upp á tvídansi auk smásólóa, sem dansararnir skipta með sér. Margir hafa haft á orði að eftir að María Gfsladóttir tók við sem list- dansstjóri hafi vegur dansflokksins aukist. „Það hafa að minnsta kosti verið fúndin fleiri verkefni. Vinnan er því jafnari en áður. En það voru þó oft góðar og spennandi sýningar áður fyrr, enda höfum við oft verið mjög heppin með danshöfúnda." „Tökum viö öllu nema sé algjört pornó" Þriggja daga bókmenntahátíð verður síðustu helgina í apríl í tilefni þess að Hressó, sá sögu- legi staður, er að nálgast sextugt. Lengst af var Hressingarskálinn með sama yfirbragði, sama þjónustufólkinu og síðast en ekki síst sömu kökunum. í dag — eftir að Valgerður Matt- híasdóttir endurhannaði staðinn — hefur hann fengið gerólíkan blæ. í tilefni sextugsafmælisins verður reynt að höfða til allra skálda þjóðfélagsins og þeir beðnir að skila af sér smásögum, prósa eða ljóðum, sem með einhverjum hætti tengjast þessum sögulega stað og umhverfi hans. Það ætti að vera hægur vandi enda þjóðin skáldleg á ýmsum sviðum sem birtist m.a. í að allir eru ým- ist kvikmyndagerðarmenn, blaðamenn eða ljóðskáld. Fresturinn til að skila meistaraverkinu er tii loka þessa mánaðar en að sögn Ara Gísla Bragasonar, annars aðstandenda bókmenntahátíðarinnar, verður allt birt í einni bók, nema ef til vill ef það er algert pornó. Við mœlum með: ... Því aö fólk haldi upp á afmæliö sitt—ja eða bara hvað sem er — bjóði vinum og vandamönnum til veislu og veiti vel af bjór. Það er hægt að fá þrælbillega kúta af Pripps- bjór til veislunnar. ... Baldri Hermannssyni og öllu sem frá honum kemur. Hann má t.d. skrifa miklu meira í blöðin en hann gerir. Baldur, kíp opp þe gúddvörk! ... Sígarettumunnstykkjum. Það setur nettan klassa á reyking- arnar og ekki veitir af því á þessum reykingafasistatímum. ... Flögurum. Þessum baráttumönnum sem standa einir eftir gegn offíki kvenþjóðarinnar, sem að öðru leyti er búin að setja hring í nef karlpeningsins og snýr hann niður þegar henni sýnist — í tíma og ótíma. ... Blekpennum. Kúlupennarnir eru eitthvað svo ópersónulegir og lausir við allan klassa. Dolli Eg kalla nú ekki alit ömmu mína en maður lendir óhjákvæmilega í leiðind- um í lífcins ólgusjó. Þannig var að ég rakst fyrir nokkru inn á bar á miðjum Laugaveginum sem heitir 22. Helvíta fi'nn hjallur og laus við þetta caféhémauppgerð- arlistatilgerðar... eðlilegur stað- ur. Við háborðið sat furðufúgl- inn dr. Bjarni eins og hann ætti staðinn og allt urn kring var hirðin hans. Þar mátti sjá tröllið úr Eyjum sem þykist vera lista- niaður en væri betur kominn á sjó. Nú og Ijúflinginn Móða sem er ekki mikið fyrir að vesenast með hlutina. Ég hef það fýrir satt að orkubæturnar hans renni milliliðalaust á reikning sem hann hefúr á bamum. Þannig á þetta líka að vera, það er hafi maður fundið sinn eina sanna bar. Það var náttúrulega ekki hægt að stilla sig um að stríða drengjunum aðeins á þessari listaþráhyggju sinni, svoleiðis erkibjálfar væru best kornnir í pökkun. Þannig leið drykklöng stund við skeinmtilegt þras allt þar til Vestmanneyingurinn var orðinn fúllfúllur ákefðar, sló í borðið og heimtar að það sé bor- in virðing fyrir sér sem lista- manni. Ég bað hann blessaðan að halda kjafti en hefði betur sleppt því vegna þess að dyra- vörðurinn kom og bað mig að vera rólegan. Mig? Ég er svo sem ekki óvanur því að hlutunum sé klínt á mann en þetta var veru- lega ósanngjamt, ekki var ég með æsing. Þessi dyravörður var ff ekar væskilslegur og ég sagði honum bara að halda kjafti líka. Það hefði mátt sleppa þvi líka vegna þess að hann henti sér á bakið á mér, náði löggutaki, svo komu þeir þrír og ég fór öfúgur í loftinu út um dyrnar. Og þar sem ég ligg á bakinu í krapinu á gangstéttinni gengur þá ekki hjá Jón Baldvin í einhverjum tor- kennilegum félagsskap. Það átti nú ekki við mig að liggja við fæt- ur Jóns, sérílagi eftir að hann fór út í þessa ÚffeEllemanJensen- nordískkratahormottu. En sókn er besta vömin. Ég galaði á hann og spurði hvort honum fyndist það sæmandi opinberri fígúm að vera á flandri um miðbæinn á þessum tíma sólarhrings veif- andi þessu yfirskeggi ffaman í al- mennilegt fóUc. Þá varð undar- legur atburður nánast eins og í súrrealískri kvikmynd. Það var krökkt af fólki á Klapparstígnum og nú fóru aUir að gera hróp að JónL Svo man ég ekki meira fyrr en ég sit í kjaUaranum hjá Gauja yfir tafli og brennivínsflösku. • Amma Lú: Aggi Slæ og Tamlarnir ásamt Erni Árnasyni og Jónasi Þóri á töstudagskvötd. Bergþór Pálsson verð- ur hins vegar með Agga Slæ og Tamla- sveitinni á laugardagskvöld. Á fimmtu- dag og sunnudag er hluti Ömmu Lú op- inn fyrir þá sem vilja á barinn. • Barrokk: Rómantiskt að vanda. Arin- eldur og vel klætt fólk og ennþá meira framhjáhald. Enn heyra sumir meira en aðrir. • Bóhem: Stóra opnunarhelgin fram- undan. Hress á neðri hæðinni föstu- dags- og laugardagskvöld. Diskótek uppi. Gárungar segja að þetta verði einn glæsilegasti staður landsins frá og með næstu helgi. • Blúsbarinn: Dan Cassidy fiðlari og Kristján Guðmundsson á fimmtudags- kvöld. Kredit kemur alla leið frá Akureyri og spilar á föstudags- og iaugardags- kvöld. • Café Romance: lan heitir Englending- urinn sem syngur og leikur Romance- megin um helgina. Hinum megin við þil- ið spilar Hjörtur Howser af fingrum fram. • Fjörðurinn: Diskó í Hafnarfirði alla helgina. Ernokkuð betra? • Fógetinn: Djass á háaloftinu á fimmtudagskvöld. Bjössi greifi niðri. Jón forseti föstudags- og laugardagskvöld. Hermann Arason, kominn alla leið frá Akureyri, lokar helginni á sunnudags- kvöld. • Gaukur á Stöng: Vinir vors og blóma á fimmtudagskvöld. Gal í Leó föstudags- og laugardagskvöld. Eitthvert kombó á sunnudagskvöld og mánudagskvöld reyndar einnig. • Hótel ísland: Bitlahátíð á föstudags- kvöld með fullt af gömlum kempum auk Stefáns Hilmarssonar. Þrjár bítlamyndir á stóra tjaldinu. Þriðja sýningin á laug- ardagskvöld með hinni ótrúlega þraut- seigu Sumargleði þeirra Bessa Bjarna- sonar, Magnúsar Ólafssonar, Hemma Gunn og fleiri. Hljómsveit kvöldsins er svBÍt Siggu Beinteins. • Hótel Saga: Þriðja sýning hinnar miklu hátíðar Halla, Ladda, Sigurðar og Eddu á laugardagskvöld. Saga Class leikur fyrir dansi. Matur og afnot af dansgólfi. GunnarTryggvason og Þor- valdur Halldórsson á Mímisbar föstu- dags- og laugardagkvöld. • Hressó: Skárr'en ekkert er tríó húss- ins og spilar ekta franska kaffihúsatón- listá fimmtudagskvöld. • Pizza 67: Vinir vors og blóma með Lif- un á föstudagskvöld. Lifun ein og sér á laugardagskvöld. Allt ótengt. Spilaborg- in spilar djass með matnum á sunnu- dagskvöld. • Rauða Ijónið: Sin, ekki með ypsiloni, á föstudags- og laugardagskvöld. 99% lík- legt. • Sólon íslandus: Djass- og dægur- lagahetjuralla helgina. • Tveir vinir: Bubbi Morthens á fimmtu- dagskvöld. Rask restina af helginni. • Þjóðleikhúskjallarinn: Dansiball með Leikhúsbandinu á föstudags- og laugar- dagskvöld. Óskabörnin á föstudags- kvöld. Þýðendakvöld hjá Listaklúbbnum á mánudagskvöld. • 22: Árleg söngskemmtan Sköllóttu trommunnar verður haldin I kvold. Fram kona dr. Fritz, Stella, Gummi, Kokkur Kyrjan Kvæsir, R.I.G. Veda 3 og Inferno 5. SVEITABÖLL • Hafurbjörninn, Grindavík: Örkin hans Nóa, nema hvað. • Sjallinn, Akureyri: Allt vitlaust að venju með Geirmundi á laugardags- kvöld. • Þotan, Keflavík: Blómakvöld á laugar- dagskvöldið og blómarós kvöldsins val- in. Vinir vors og blóma spretta upp og leika um borg og bý þessa helgina. FIMMTUDAGURINN 24. FEBRÚAR 1994 PRESSAN 9B

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.