Pressan - 24.02.1994, Síða 16

Pressan - 24.02.1994, Síða 16
Engar rommtertur Mýflugan Ármúla 17A © Mýflugan er óvenjulegt nafn á óvenjulegu kaffihúsi. Þessi staður er við Ármúla 17A og á SÁÁ allan heiðurinn af rekstrinum. Mýflugan hefur þá sér- -stöðu að vera kaffistofa fyrir óvirka alka, því einhvers staðar verða þeir að vera líka. Fólki sem hefur farið í meðferð er nefnilega ráðlagt að halda sig frá vínveitingastöðum og kaffihúsum þar sem áfengi er haft á boðstólum. Það verður að endur- nýja kunningjahópinn og byrja nýtt líf innan um heilbrigt fólk sem er ekkert að slæpast á óþverrabúll- um. Mýflugan er lausnin á vandan- um, því þar er hlúð að allsgáðu líf- erni í góðra vina hópi. Getur einhver getið upp á því hvert sé aðalumræðuefnið á Mý- „ Við annað borð sátu forstjórar sem gáfu úti- gangsmönnunum við hinn endann illt auga. “ flugunni? Jú, áfengisvandamálið. Algengustu frasarnir sem maður heyrir þar eru: „Hvað ert þú búinn að vera lengi edrú, vinur? Ha, ekki nema tvo daga?“ eða „Heyrðu, þarft þú nú ekki að fara að fara á AA-fund; þú ert á fallbraut, góur- inn.“ Dirfist einhver að vera nei- kvæður er sagt: „Nei, hættu nú al- veg, þú ert greinilega ekki í góðum bata. Þarffu ekki að fara að iðka meiri sjálfskoðun?“ Kaffið á Mýflugunni er drykkjar- hæft, enda er fátt annað á boðstól- um. Þar eru að vísu kökur líka, en engar rommtertur eins og gefur að skilja. Varla er hægt að tala um þjónustu, því gestirnir verða að sækja veitingarnar sjálfir. Galli staðarins er nokkuð augljós. Þarna ægir saman allskonar fólki sem á ekkert annað sameiginlegt en að vera edrú. Um kvöldið þegar PRESSAN kom í heimsókn mátti sjá gamla fýllirafta af sjónum sitja við sama borð og sakleysislegar smástelpur, en fínar ffúr prjónuðu vettlinga við borðsendann. Við annað borð sátu forstjórar sem gáfú útigangsmönnunum við hinn endann illt auga. Svona er Mýflugan í hnotskum. Ólíkum þjóðfélagshópum er þröngvað hverjum upp á annan, en engin þolir neinn. Aumingja fólkið reynir þó að vera jákvætt; hvert á það líka annað að fara? Þetta er auðvitað hið versta mál, og til að hjálpa kúnnunum að brosa í gegnum tár- in eru innviðir kaffistofunnar mál- aðir í æpandi skærum litum, svo minnir helst á sænskt barnaheimili. Þessi j,,upplífgun“ virðist þó ekki hafa haft tilskilin áhrif. Þarna um kvöldið voru nefnilega margir á svipinn eins og þeir hefðu misst af síðasta strætó, og kæmust aldrei heim ffamar. Fleira er krydd en danskt karrý Nú síðustu ár hefur krydd- markaðurinn tekið miklum breytingum hérlendis. Tugir nýrra tegunda hafa bæst í hópinn í kryddhillur verslana sem spanna fleiri metra og hinn almenni neyt- andi horfir á þessar nýjungar í for- undran. Ekki eru þetta neinar nýj- ungar sem slíkar heldur fjölbreytni í innflutningi samfara breyttri mat- armenningu okkar íslendinga og smækkaðri heimsmynd. Krydd hefur fýlgt manninum í árþúsund- ir. Menn eru enn að velta fyrir sér hvort krydd og kryddjurtir hafi fyrst verið notaðar til matargerðar eða sem lækningajurtir, því áður en maðurinn lærði að elda matinn hafði hann þegar kynnst jurtunum með því að nýta lauf þeirra, rætur, fræ, ávexti o.fl. Tom Stobart, höf- undur víðfrægrar bókar um krydd og kryddjurtir: Herbs, spices and flavourings, helgaði líf sitt krydd- og matarmenningu þjóða jafnt í nútíma sem í fortíð gegnum forn- leifar óteljandi landa. Stobart nam sögu kryddsins og mismunandi ^matarmenningu þjóða, þjóðflokka og þjóðabrota við matarborð SIGFRIÐ ÞÓRISDÓTTIR þeirra á ferðum sínum um heims- byggðina. Hver þjóð eða þjóðar- brot skapar matarmenningu sína með kryddi og kryddjurtum og matargerð þeirra er nánast eins og landffæðilegar upplýsingar fyrir áhugafólk. I raun væri hægt að ferðast blindandi og þekkja sig á hverjum stað með því að stnakka á mat sérhvers lands. Skemmtileg bók og ffæðandi, sem ég ætla að kynna lesendum betur í næstu pistlum. En það fer ekki á milli mála að krydd og kryddjurtir eru einnig bráðholl náttúruafúrð. Önnur bók eftir Maurice Mességué, Health secrets of plants and herbs, fjallar um þennan spennandi þátt jurtanna, lækninga- máttinn. Náttúran er nefnilega svo glúrin að hún sáir fýrir okkur jurt- um sem passa inn í veðurfar og breiddargráður og vaxa á réttum tíma þegar við þurfúm á þeim að halda. T.d. fengum við íslendingar sáralítið af c-vítamíni hér forðum, en á Vesturlandi höfðu menn vit á að bjarga sér undan svartadauða með því að eta skarfakál, sem er ríkt að c- vítamíni. Þannig er því farið hér á landi að við Islendingar höfum flokkað krydd í tvo flokka; krydd og bök- unarkrydd. Sennilega má rekja þennan misskilning til danskrar matargerðar, sem tröllreið öllum Klippið út og afhendið við kassann fV\ McDonaids I ■ Itv 'Zsip&' KOSTABOÐ FYRIR TVO í febrúarlok! éffc McKjúklingur (1/4 hl) V og Big Mac VÍP AÐEINS KR. 595,- eldhúsum hér áður fýrr. í „gamla daga“ voru bara til í hillum versl- ana sætu kryddtegundirnar s.s. engifer, kardimommur og kanill, sem notað var í bakstur, og svo nokkrar aðrar í matinn, s.s. negull, allrahanda, pipar og ómerkileg karrýblanda í kjöt í karrý. Síðar komu tilbúnar, saltpæklaðar kryddblöndur og þá hófst bras- tímabilið hjá okkur og þjóðin flokkaði krydd upp frá því sem sterkt bras. Nú, þegar við höfum aðgang að öllu þessu ilmandi kryddi og kryddjurtum, viljum við ennþá flokka allt undir sama orðið; krydd, og gerum engan greinar- mun á kryddi eða krydduðu salti. Á enskri tungu höfúm við „herbs & spices“. Flett upp í ensk-íslenskri orðabók kemur sama þýðing á báðum orðunum; krydd, krydd- jurt, krásjurt. „Herbs“ er að auki skilgreint sem lækningajurtir en það vill svo tfl að „spices“ eru einn- ig lækningajurtir. Orðið krydd er sennilega komið úr dönsku máli og ekki hefur verið haff fýrir því að skoða þessi hugtök/orð nánar. I raun eru „herbs“ hinar laufgrænu jurtir og „spices“ ffæ og rætur jurta, muldar eða heilar, svo sem capcium (jurt af kartöfluætt), paprika og chilipipar. En snúum okkur að matseðli helgar- innar. Steik að hætti Suðurríkjabúa Hægt er að nota svína- kjöt, nautakjöt eða lamba- kjöt í þennan rétt, t.d lund- ir, lærissneiðar eða vöðva. Kreólakryddi er nuddað vel inn í kjötið báðum megin og sinnepi, sætu eða dijon, smurt yfir. Kjötið er síðan steikt á pönnu. Saltað og piprað. Kjötið sett í ofn- skúffu og dálitlu vatni bætt út í. Bakað í ofni og fer bök- unartíminn eftir tegund kjötsins, lundir mun skemmri tíma en læris- 22.02.-28.02. VISA AA jfMcDona|ds Nýtt kortatímabil VEITINGASTAÐUR FJÖLSKYLDUNNAR, SUÐURLANDSBRAUT 56 Kynlíf \ ' f ' - TOTT OG... láar rannsóknir hafa verið gerðar á kynlífsástundun fólks hér á landi. Eitt- hvað segir manni þó að hinn dæmi- gerði íslendingur fari fyrr að sofa hjá en flestir nábúar hans á Vesturlöndum og hann sofi einnig hjá töluvert fleirum áður en hann gengur upp að altarinu en grannarn- ir. Án þess kannski að vita betur hefur maður litla trú á því að íslendingar stundi að öðru leyti eitthvað öðruvísi kynlíf en Bretar. Því sé með auðveldum hætti til dæmis hægt að heimfæra breska kynlífskönnun upp á íslendinga, enda frumhvatirn- ar og útrásin fyrir þær víðast hvar eins í heiminum. í nýlegri breskri kynlífskönnun kom í Ijós að ríflega 75% karlmanna og meira en þriðjungur kvenfólks (18 ára og eldra) hefur haft munnmök einhvern tíma á ævinni (maður hefur þó aldrei skilið þennan kynjamun). Þegar rýnt er í aldursskiptingu kemur í Ijós að ástundun munnmaka færist í vöxt. Aðeins fjórðungur kvenna og undir helmingi karla 45 ára og eldri höfðu einhvern tíma prófað munnmök en yfir 75% þeirra sem eru á aldrinum 25 til 34 ára. Þeir allra yngstu eru þó djarfastir því langflestir á aldrinum 18 til 24 ára höfðu prófað munnmök. Munnmök eru tíðari meðal ógiftra en giftra. Kemur það heim og saman við meira frjálslyndi sem ríkir almennt meðal ógiftra í könnuninni; ungt og ógift fólk er frekar til í tuskið. Aðeins einn af hverjum átta einstaklingum (gagnkynhneigðum) hafði prófað samfarir í gegnum endaþarm. Þar koma kynslóðaskipti einnig skýrt fram. Aðeins örfáir eldri en 45 ára hafa reynt enda- þarmssamfarir og hyggjast taka það reynsluleysi með sér í gröfina. Langflestir sem reyndust hafa þá kynlífsreynslu voru á aldrinum 18 til 24 ára. Ályktunin sem af þessu má draga er: Viljirðu lifa fjölbreyttu kyn- lífi vertu þá með mörgum og vel að merkja ekki láta koma á þig hnappheldunni. Þá minnka að minnsta kosti verulega líkurnar á því að þú prófir munnmök og endaþarmssamfarir. Svo má geta þess að í bresku könnuninni kemur skýrt fram að munnmök eru tíðari meðal hástéttarinnar og endaþarmssamfarir aftur meðal lágstéttarinnar. Þá niðurstöðu gæti hins vegar reynst erfitt að heimfæra upp á íslendinga. Og þó. Það er að minnsta kosti gaman að reyna. <4 sneiðar. 1 lokin er allur safinn í skúffúnni nýttur í sósu, hann settur í pott og rjóma/sýrðum ijóma bætt út í. Sósuna má þykkja og dekkja eftir smekk og bragðbæta með dá- litlu meira af kryddblöndunni, pip- ar, salti og jafnvel sojasósu. Kjúklingur í Pekingandar- búningi Kínverski rétturinn Pekingönd er sérlega ljúffengur réttur og skemmtilegur að borða, en þræl- dýr, svo við notum bara kjúkling. Kjúklingur er maríneraður í a.m.k. sólarhring í hunangi og sojasósu. Saltað og piprað rétt fyrir steikingu. Kjúklingurinn er síðan steiktur á venjulegan hátt í ofni. Á meðan út- búum við meðlætið; kínversku pönnukökurnar og agúrkur og púrrulauk sem við skerum í 2-3 cm langar ræmur. Kínverskar pönnukökur: Hveiti (sigtað), vatn og örlítil olía hnoðað létt saman. Litlir hnoðrar búnir til og flattir út mjög þunnt og bakaðir eldsnöggt á þurri heitri pönnu báð- um megin án þess að brúnast. Síð- an er þeim pakkað inn í mjög rak- an og heitan klút þar til máltíðin hefst, en aðferðin við að borða þessa máltíð er einmitt svo spenn- andi. Reyndar gufusteikja Kínverj- ar pönnukökurnar, en til þess þarf bambus-gufúpott. Þegar kjúkling- urinn er steiktur er hann rifinn niður og settur á disk, grænmetinu raðað með, pönnukökurnar á öðr- um diski og Hoi sin-sósa sett í skál. Síðan tekur hver og einn sér pönnuköku, smyr hana með Hoi sin-sósu eins og sultu, raðar græn- meti og kjúklingaræmum inn í, rúllar pönnukökunni upp og bítur í... Nautnin mín ... eraðfá athygli PRESSUNNAR Dóra Takefusa, dagskrárgerðarmaður og lifsnautnakona

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.