Pressan - 24.02.1994, Page 19

Pressan - 24.02.1994, Page 19
I Hverjir voru hvar? Á Berlín var að venju ungliðahreyfingin úr Flugfreyjufélagi íslands, Davíð Þór og Hallur Helga, væntanlega miklir aðdáendur þeirra, Filippía og Linda Pé, Stefán Hilmars og Pláhnetan eins og hún leggur sig og úr íþróttagengínu má nefna Bocker körfuknatt- leikskappa. Mest sexí kona á íslandi að dómi landsbyggðarút- varpsins Rásar 2, Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, kom við ásamt eiginmanni sínum, Sigurði Nordal, á Frikka og dýrinu um helg- ina. Leikararnir Hilmar Jóns- son, Stefán Jónsson og Hinrik Ól- afsson komu einnig við sem og söngvarinn Ijóshærði úr Bubbleflies, Páll Banine. Þar sat einnig lengst af Sólveig Arnarsdóttir, alias Eva Luna, ásamt vini sínum. Þetta var á föstudags- kvöldið. Á laugardagskvöldið sat þar svo Karl Steingrímsson í Pelsinum en lítið fór fyrir vertun- um Friðriki Weisshappel og Dýrleifu Ýri Örlygs- dóttur þessa helgina, enda þau í útlöndum að kaupa sumarföt á landann. Andrés Magnússon tók við yfir- vertsstöðunni á meðan. Á Kaffi List á föstudagskvöld voru hjónin Björn Jörundur Friðbjörnsson og Kolfinna Baldvinsdóttir, Fi'iðrik Þór Friðriksson kvik- myndagerðarmaður og Anna María, ritari Kvikmyndasjóðs. Þar var og gleðimaðurinn Friðrik Erlingsson sem síðan fór á Sólon þar sem hann steig trylltan dans, írska ræla við Kristínu flautuleikara. Friðrik hefur verið í Tallin að undanförnu og þvifarið lítið fyrir honum í bæjarlífinu. Á frumsýningunni á leikritinu Besti volgi bjórinn í bænum í Naustkjall- aranum á laugardag voru Sigurður Valgeirsson, ritstjóri Dagsljóss, Elín El- lingsen, fyrrverandi útvarpskona á Aðalstöðinni, leikstjóra- hjónin Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, Guðríður Haralds- dóttir á Aðalstöðinni og að sjálfsögðu gagnrýnendurnir Silja Aðalsteinsdóttir, Sús- anna Svavarsdóttir og Auður Eydal og einhver þótt- istsjá Vigdísi Grímsdóttur rithöfundi bregða þarfyrir. ísland hýsir margan snillinginn Webster og „my best friend"; Larry Bird Hér er lítil saga úr körfuboltaheiminum af tveimur vinum. Ann- ar tók upp á því að verða einn frægasti körfuboltamaður heims ^ en hinn settist að á íslandi, spilar með Breiðabliki og er næturvörður hjá Glóbus. Körfuboltaæðið á Islandi er síst í rénun og einn körfu- boltaáhugamaðurinn settist niður fyrir skömmu og horfði á „Larry Bird — A Basketball Leg- end“, myndband sem rekur feril Birds, sem er einn frægasti körfu- boltamaður allra tíma og í sérstöku uppáhaldi hjá Einari Bollasyni, enda spilaði Bird lengstum með Boston Celtics. Þá verður þessi sami fyrir Zelig-syndróminuAl): Verið er að rekja feril Birds með háskólaliði Indiana State og hon- um finnst sem hann kannist við manninn sem stendur við hlið Larrys á liðsmyndinni og hver er þá ekki kominn þar annar en sjálf- ur ívar Webster, sem þá hét Dak- arsta Webster! ívar Webster leikur nú með Breiðabliki og er að sjálfsögðu númer 13 eins og með Indiana State. Að sögn Pálmars Sigurðs- sonar þjálfara er hann í þokkalegu formi, en hann hefur alltaf átt við fótameiðsl að stríða og það háir honum talsvert nú. En hann er í ívar Webster og vinur hans Larry Bird með háskólaliði Indiana State fyrir um 20 árum. fúllu fjöri. Það voru KR-ingar sem fengu Webster til landsins í kring- um 1980, þá 22 ára, en hann staldraði þar stutt við og fór upp í Borgarnes og lék þar í tvö ár. Þá gekk hann til liðs við Hauka og var þar lengstum. Pálmar segir að á þeim tíma hafi íslenskur körfubolti einkum verið að leita að alhliða leikmanni en Webster sé hins veg- ar sérfræðingur í ffáköstum, var frákastahæstur í háskóladeildinni sem hann lék í á sínum tíma og var mjög efnilegur. Webster leikur senter eða sömu stöðu og Shaq, Patric Ewing og allir þessir fræg- ustu í NBA. ★ 1) Leonard Zelig féll alls staðar inn í hópinn, dúkkaði m.a. upp á flokksþingi jiasista f Þýskalandi, og þá við hliðina á Hitler. Woody Allen gerði samnefnda mynd um hann. ÉÉ merkilegustu sálirnar sem verð- skulda það helga hlutverk að vera Islendingur. Þið eigið þakkir skildar fyrir að sýna fram á að það er algjör óþarfi að hleypa heimdraganum og leita út fyrir landsteinana í leitinni að tilganginum með lífinu. Einföldustu lausnirnar eru alltaf bestar. Hversvegna að koma sér upp heilu siðferðiskerf- unum og flóknum, kristilegum kærleiksreglum þegar ríkisborgara- rétturinn einn og sér nægir til að segja manni allt um lífið og tilver- una? Margt er reyndar skemmti- lega líkt með ffumstæðum trúar- brögðum og því hvernig við um- göngumst þjóðerni okkar. Til dæmis er fáninn tótem. Hann er ekki bara eitthvert munst- ur á efnisbút sem táknar þjóðernið heldur býr þjóðernið í fánanum á sama hátt og guðinn býr í tótem- inu. Þessvegna gilda afar strangir helgisiðir um það hvernig við með- höndlum fánann. Það má ekki móðga tótemið, þá gerist eitthvað hræðilegt. Það má alls ekki nota fánann í auglýsingaskyni, það væri að leggja nafh Drottins við hé- góma. Þegar ffumstæðar þjóðir tókust á í styrjöld voru það ekki herirnir sjálfir sem börðust heldur guðir þjóðanna. Herinn var aðeins verk- færi guðsins, guðinn gaf sigur. Ef herinn fór halloka í stríði var það af því að ekki hafði verið farið að settum reglum. Tilhugsunin um að guð þjóðarinn- ar væri veikari en guð óvinarins var of óbærileg til að koma til greina. Hermennirnir gengu í gegnum einhvers kon- ar hreinsunarathöfh áður en þeir tóku þátt í þeirri helgiat- höfn sem stríðið var. Þeir máttu t.d. ekki sænga hjá konum sínum á meðan, al- veg eins og landsliðið í hand- bolta. Það er alltaf dómur- unum að kenna þegar við töpum handboltalandsleik. Tilhugsunin um að þjóðerni okk- ar sé ekki það besta og göfugasta í heimi sviptir okkur öllum tilgangi. Það er indælt hvað mannskepn- an er alltaf söm við sig. Það hvernig tímarnir breytast en mennirnir ekki með gefur manni ákveðna trú Ijós að íslenskt þjóðerni væri í eðli sínu ekk- ert œðra en að vera hver annar ^ baunieða kani. Það myndi kippa stoð um undan til- veru okkar. “ á mannkynið. Frumstæðustu trú- arbrögð ná enn í dag algerlega að fýlla upp í tómleikatilfinninguna sem þjakar okkur, jafnvel hjá jafii siðmenntaðri og þróaðri þjóð og Islendingum. Island er land þitt, þú skalt ekki aðra guði hafa. Kær kveðja, Davíö Þór Jónsson. Til íslensks fólks „Það vœri ekki bara sárt efþað kæmi í DAVÍÐ ÞÓR JÓIXISSOIM Ágæta íslenska fólk. Ég veit að við fyrstu sýn virðist ég vera að ávarpa ekki bara mjög stóran hóp íslendinga heldur alla þjóðina. Þess vegna verð ég að út- skýra ávarpið. Það er nefnilega mjög mismunandi hvernig fólk skilgreinir sig, þ.e. hvaða atriði er milulvægast í sjálfsímynd fólks. Sumir skilgreina sig fýrst og ffemst út frá þjóðfélagsstöðu, aðrir út ffá skoðunum sínum, kynferði, kyn- hneigð eða stétt. Sé spurt „Hvað ertu?“ yrðu þá svör þessa fólks: „Ég er listamaður“, „Ég er jafnaðar- maður“, „Ég er kona“, „Ég er homrni", „Ég er smiður“ o.s.ffv. En stærstur hluti þjóðarinnar skil- greinir sig út ffá þjóðerninu: „Ég er Islendingur, þessvegna er ég til.“ Það eruð þið sem ég er að ávarpa. Við höfum alltaf leitað tilgangs með veru okkar. Við þörfhumst þess að hafa það á tilfinningunni að þetta líf sé til einhvers. Þess vegna eru trúarbrögð mannkyninu eðlis- læg. Elstu heimildir sem við höfum um okkur sjálf lýsa okkur sem trú- andi verum. Enn í dag trúum við. Jafnvel hörðustu guðleysingjar og skynsemishyggjumenn gera ekki annað en að dubba hugtök eins og ’skynsemi’, ’dyggð’ og ’sannleika’ upp í hlutverk guðsins. Þjóðemið er hins vegar ykkar guð. Það hefiir alveg sérstakt gildi að vera íslendingur. Það væri ekki bara sárt ef það kæmi í ljós að ís- lenskt þjóðerni væri í eðli sínu ekk- ert æðra en að vera hver annar bauni eða kani, það myndi gera allt ströglið, aldaraða hungur og vos- búð forfeðranna misheppnað. Það myndi kippa stoðunum undan til- veru okkar. Hvaða ástæðu hefðum við þá til að vera til? 1 fymdinni hrundu kotkarlar og kerlingar nið- ur í löngum röðum vegna krappra lífskjara hérlendis. Við megum ekki gera lítið úr minningu þeirra og þjáningu með því að snúa baki við öllu sem þau stóðu fyrir. Það er engin tilviljun sem ræður því að maður fæðist hérna. Það em bara FIMMTUDAGURINN 24. FEBRÚAR 1994 PRESSAN 19B

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.