Pressan


Pressan - 03.03.1994, Qupperneq 2

Pressan - 03.03.1994, Qupperneq 2
Kaffibarinn er orðinn stór Eftir margra mánaða baráttu við gleðispiUa kerfisins um veitingaleyfi heíur Kaffibar Frikka og Dýrsins nú loks haft sig- ur fyrir sína hönd og kúnna sinna. Staðurinn hefur verið á einhvers konar bráðabirgðaleyfi í þrjá mán- uði sem þýddi að þar var aðeins opið til tvö um helgar og tólf á virkum dögum. Ölfum venjuleg- um skilyrðum kerfisins hafði fýrir löngu verið fullnægt og aldrei fengust haldbærar skýringar á tregðunni í leyfisveitingu, nema þá helst að óttast væri að nágrönnun- um á Níunni þætti gleðin of ffeist- andi. En nú er fullt leyfi sem sagt komið og engin ástæða lengur til að flýja út í hríðina á meðan nóttin er enn ung... Væringar í skemmtanalífinu Túri veður í drottningum Abaksíðu DV á þriðjudag mátti lesa að Ásta R. Jóhannesdóttir ætl- aði sér að biðja um skýringar á vinnubrögðum varðandi vaktaáæd- anir hjá þulum Sjónvarpsins. Síðan fylgdi sá ffóðleiksmoli að sam- býliskona Arthúrs Björgvins Bollasonar héti Svala Björk Amardóttir. Þetta er alveg nýtt í stöðunni, því eftir því sem best er vitað heitir þulan hans Túra Gunnffíður Svala Amardóttir. Nú er hvort hann sé með þær báðar heima hjá sér eða nýbúinn að skipta, en Svala Björk er fegurðar- drottning Islands 1993. Eða þá að blaðamaður DV hefiír tekið að sér — svona rétt til að milda hans geð — að ljúga undir hann fegurðardrottn- ingum. Annars hefur ekki verið hægt að sjá betur í gegnum tíðina en að Arthúr sé fullfær um sín kvennamál sjálfúr, slíkur gleði-, nautna-, og kvennamaður sem hann er. Kiddi „Bigfoot" med nýjjan stað Góðir skemmtanastjórar eru taldir virði þyngdar sinnar í gulli af eigendum skemmti- staða. Kiddi „Bigfoot“ er af þeim sem til þekkja talinn ein skærasta stjarnan á sviði skemmtanastjórnar um þessar mundir. Hann hefur verið skemmtanastjóri á Berlín, LA Café og víðar. Nú síðast var Kiddi á Casablanca en sagði upp starfi sínu þar sökum ósættis við eigandann, Sigurð Ólason. Kiddi var búinn að rífa upp aðsóknina en nú æda menn að stemmningin hverfi með honum en hvert? „Ég er að fara út í að útfæra nýj- an stað ásamt strákunum á Pizza ’67. Það er þar sem Borgarvirkið, Zanzibar, Cancun og nú síðast Kolagrillið voru, nánar tiltekið á mótum Þingholtsstrætis og Banka- strætís. Þar hafa verið mjög tíð skipti en nú er ætlunin að breyta því. Við vorum að kaupa staðinn og erum að fara út í róttækar breyt- ingar, — staðurinn verður pöbb, dans- og matsölustaður. Við kom- um til með að opna effir þrjár vikur og erum ekki búnir að ákveða nafnið enn. Ætli staðurinn verði ekki bara látínn heita BIGFOOT! Við erum að hanna lógó núna og þrjár tillögur eru í gangi.“ Kiddi er 28 ára að aldri en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann starf- að við veitingabransann í fjórtán ár; sem klósettvörður, barþjónn, að- stoðarmaður í eldhúsi, skemmt- anastjóri, diskótekari o.s.ffv. Hvaða stíll kemur til með að ráða á nýja staðnum? „Það sem ræður ferðinni er ein- faldlega að gleðja kúnnann. Það er númer eitt. Tónlistarstefnan t.d. hefur alltaf verið sú sama hjá mér; blanda spiluð effir hendinni og því fólki sem er inni á staðnum hverju sinni, þ.e.a.s. að fara milliveginn. En það verður hiti í loffinu.“ Hver er uppskriftin að góðum skemmtanastjóra? „Ekki vita betur, hlusta á fólk — það er málið. 90% af fólki sem gengur um á götunum hefúr hug- myndir um hvað gerir góðan skemmtistað. Málið er að útfæra það þannig að hægt sé að meðtaka það. Samböndin koma í kjölfarið." Kj öts vimi í listum I SANNLEIKA SAGT IIXIDRIÐI G. ÞORSTEIIXISSOIM „Affordildarleg- um ástœðum hefur verð- launaafhend- ingu DVverið komið þannig fyrir, að helsti „verðlaunahaf- inn“ er sjáljur stórsteikarstjór- inn, ritstjóri DV“ á er verðlaunavertíðinni í list- um lokið þetta árið. Bók- menntaverðlaun bókaiðnað- arins hafa verið veitt, en þau fékk Hannes Pétursson skáld, sem situr í kyrrðum suður á Álftanesi á ein- tali við sjávarfúgla, sem ber yfir hin görnlu útræði þar á nesinu. Verð- launafárið bjargaðist í ár fýrst Hannes gaf út ljóðabók. Annars verður ekki séð hvemig farið hefði. Flóra bókmenntanna er nefnilega ekki það fjölskrúðug, þótt mikið sé skrifað og rnikill hvalablástur standi gjarnan um útgefnar bækur, að það taki því alltaf að vera með verðlaunafé á loffi. En þeir sem reka menninguna eins og bissness þekkja auðvitað ekki neinar gæða- takmarkanir, svo allt eins getur far- ið eitthvert verðlaunaárið, að markaskrá Sunnlendinga hljóti æðstan og réttmætan heiður. Annað verðlaunalottó er í gangi, en þar er fjöldi manns verðlaunað- ur í einu og veit enginn hvaðan sumt af því ágæta fólki er drifið til að snæða hádegisverð undir stjóm og ráðgjöf Jónasar Kristjánssonar ritstjóra. Af fordildarlegum ástæð- um hefur verðlaunaafhendingu DV verið komið þannig fýrir, að helsti „verðlaunahafinn“ er sjálfur stórsteikarstjórinn, ritstjóri DV. Að vísu verður að geta þess að stund- um er étinn fiskur, en þá er það einhver tískufiskur ef ekki mar- hnútur, sem er sagður bragðast eins og humar. Stærsta myndin er alltaf af Jónasi við borðhald með verðlaunahöfum, þar sem hinn landsfrægi matgoggur stendur yfir hlöðnu veisluborði við að lýsa fyrir listamönnunum því lostæti, sem safnað hefur verið saman ýmist af Sporðagrunni eða úr kjötgeymslu mörkónga KÞ. Engin hætta er á að lotið verið að hrossakjöti í þessum árlegu menn- ingarveislum DV, enda er Jónas Kristjánsson orðinn ágætur fröm- uður í hrossarækt. Hann hefur komið sér upp tölvuforriti um ætt- ir hrossa og að sjálfsögðu kenning- um um hvernig þau eigi að vera. Þannig fær ritstjórinn mörg heit áhugamál hvert á fætur öðru enda af sterku áhugafólki kominn og mjög færu í sínum störfúm, sam- anber Jónas Kristjánsson lækni, sem margir Skagfirðingar áttu líf að launa á meðan hann var héraðs- læknir í Skagafirði. Og skipti hann sér þó af fleiru en sjúkdómum sá sæmdarmaður. Veður hér að segja sögu af Sauð- krækingum, þar sem Jónas var lengi einn af helstu borgurunum. Jón Björnsson skólastjóri átti góða mjólkurkú, en hún var vitíaus í róf- ur eins og aðrar kýr. Nú gerðist það einn daginn að kýrin gleypti rófu og stóð hún föst í hálsi hennar. Dýralæknir var á staðnum, Guð- mundur Andrésson, laginn maður en ekki mikið menntaður í faginu; hafði verið einn eða tvo vetur í Hólaskóla. Hann var sóttur, en þá var farið að draga af kúnni, sem Jón skólastjóri vildi ekki fýrir nokkurn mun missa, enda átti hann mörg börn og sum smá. Dýralækni leist ekkert á þetta. Hann vappaði í kringum kúna og tautaði í sífellu skólastjóranum til hrellingar: Bara skera, bara skera. En Jón var ráðagóður og bað nú um að héraðslæknirinn yrði sóttur. Hann var á spítalanum og kom að vörum spori. Þegar Jónas hafði litið á kúna sá hann utan á hálsinum hvar mótaði fýrir rófunni. Svo hann brá við; setti fingur við háls kýrinnar og renndi þeim þétt og snöggt fram hálsinn. Rófan spýttist út úr kúnni með nokkrum hvelli og sögðu strákar að hvellurinn hefði verið eins og fallbyssuskot Þeir ortu líka um atburðinn, sem þótti merkilegur: Jónas skýrgat ógnum eytt Á þeim svírafundi, en Gvendur dýri gat ei neitt gamla kýrin stundi. Menn höfðu skemmtun af ýmsu í þá daga. En við vorum að tala um vertíð menningarverðlauna. Merkilegt er hvað þessi litla þjóð, íslendingar, á mikið af listamönnum. Þó er alveg ljóst, að samkvæmt höfðatölureglu geta þeir ekki verið nema örfáir listamennimir, sem skipta ein- hverju máli. En okkur varðar ekk- ert um það. List er bissness segja menn og halda áffam að svífa um málverkasýningar, leikhús, ópemr, tónleika og bókenntaverðlaun al- veg eins og hér byggju hið minnsta fimm milljónir manna. Guð gefi að við eigum alltaf einhveja frambæri- lega listamenn, en þeir verða varla til fjölnota og óvíst hvort nokkur veit af þeim vegna allra hinna, sem berjast fast um í fjölmiðlum og á verðlaunapöllum og í bisnesslífinu. Listasviðið er svo viðkvæmt, að komi einhver gagnrýnandi, sem hefur nenningu til að segja frá sín- um bæjardyrum kost og löst á list- aspranginu, er honum tekið eins og manni yrði tekið í niðursuðu- verksmiðju, ef hann skrifaði illa um niðursoðnar gulrætur. Það ger- ir bissnesseðli allra þessara umsvifa. Svo vill til að ritstjóri DV er sér- fræðingur í matargerð og hefúr ferðast víða, bæði hér og erlendis vegna bragðlauka sinna. Afi hans var áhugamaður um hollustufæði og varð faðir Náttúrulækn- ingahælisins í Hveragerði. Jónas yngri er líklega ekki eins nákvæmur í hollustunni. Hann sullaði í borðvínum og blað hans Dag- blaðið fékk af því nafnið Rauðvíns- pressan. En upp- spretturnar þornuðu og hrossaræktin kom í staðinn. Hins vegar hefúr ritstjór- inn ekki látið af þeim vana sínum að láta útbúa einhverja sérlega matarrétti handa hinu árlega verð- launafólki DV í listum. Matarveisla ritstjórans er eflaust verðlaunaverk út af fýrir sig. Listamenn áttu að vera fátækir og eru það eflaust enn og margs þurfi. En ritstjóri DV sér um það, að einu sinni á ári fái sex eða sjö listamenn ofan í sig. 1 það eina sinn er ljóst, að þeir geta yfir- gefið samkvæmið með einskonar þægilegri ölvunarkennd, sem kem- ur eftir digrar máltíðir og nefnist kjötsvimi. Sumir hafa svo vel að borða, að kjötsviminn er þeirra daglegi fýlgifiskur. En hstin er fá- gæt og eðlilegt að þar finnist ekki kjötsvimi nema þegar ritstjóri DV býður í mat. 2B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 3. MARS 1994

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.