Pressan - 03.03.1994, Blaðsíða 17

Pressan - 03.03.1994, Blaðsíða 17
• Rauða skikkjan ★★ á RÚV á fimmtudagskvöld. Dönsk/íslensk kvikmynd frá 1968. Þessi mynd býr yfir ákveðnum sjokk-effekt — í myndinni leika m.a. Flosi Ólafsson, Gísli Al- freðsson og Borgar Garðarsson og svei mér ef þeir eru ekki bara spengilegir! Varíst: kvöld. Spennu- mynd með fyndrænu ívafi. Daniels og Goodman svíkja ekki. Og vel á minnst, Goodman er undantekningin sem sannar regluna, sjónvarpsstjarna sem gengur upp í • Glópagull ★★★ Fo- ol’s Gold: The Story of the ' Brink’s-Mat Rohbery á RÚV á föstudagskvöld. Byggt á raunverulegum atburðum: Breskir glæponar bísa 26 milljóna punda virði af gulistöngum. Sannfærandi tiilkun á skömbóum í London. • Hættuleg tegund ★★★ Arachnophobia á Stöð 2 á föstudags- bíó. »Léttlynda Rósa ★★★ Rambling Rose á Stöð 2 á laugardagskvöld. Allt í góðu með að eyða tíma með henni þessari. Það er að vísu huggun að \ita af Baldri sem pródúsent umrœðuþátta sem gerðir eru á vegum framkvœmdastjóra ett það er bara á engan hátt fullnœgjandi fyrir jjölmarga aðdáendur Baldurs setn vilja fá hann í trtynd. Baldur! Baldur! Baldur! • Innbrotsþjófurinn ® Burglar á RÚV á föstudags- kvöld. Whoopi Goldberg var ágæt í Color Purple en fékk einhvern veginn þá flugu í höfuðið að hún væri fyndin. Síðan hafa komið ókjör af hörmulegum myndum með henni í aðalhlutverki og þessi er ein af þeim. Hvorki fugl né fiskur, reynir að vcra spenn- andi og fyndin í senn en er hvorugt. ^ • Tina Tumer ® What’s Love Got to Do With it? á RÚV á föstudagskvöld. Tina Tumer er hrútleiðin- legur tónlistarmaður, einhæf með afbrigðum, og allt umburðarlyndi, sem er til komið af því að Ike var að beija hana á sínum tíma, er komið út í ystu myrkur eftir hálft lag. • Falin myndavél ® ® Candid Camera II á Stöð 2 á laugardagskvöld. Gersamlega laust við að vcra fyndið og gestgjafinn Dom DeLuise feitilíus er sérlega óviðfelldinn í rembingsleg- um tilraunum sínum til skemmtilegheita. Hann býr yfir versta eiginleika leikarans, sem er að pína áhorfandann tii hláturs, sem er í raun andleg nauðgun. Athvarfið ætti að taka á þessu máli. Það er vonandi að Stöð 2 fari ckki að elta uppi þessa lágkúm á sama hátt og með „Fyndnar“ fjölskyldumyndir, þ.e. að fara áð gera íslenska útgáfú afþess-- umósköpum. • Rauði þráðurinn ® Traces of Red á Stöð 2 á laugardagskvöld. Ófrumleg mynd sem byrjar allt í lagi, svona eins og fyrsti bitinn af djúpsteikta skyndibitakjúklingnum í þynn- kunni, en svo fer myndin út í móa og manni verður óglatl. Réttlætið, það sigraði HEITT • NETSOKKABUXUR hvort heldur er á karlmenn eða kvenfólk. Karl- menn eru ekki síðri en konur í þeim innanundir plaststuttbuxum. Þeir sem muna eftir Tim Curry í h I u t v e r k i Franks 'N Furt- Rocky ! Horror Picture Show ættu að kannast við ^ málið. • BAKPOKAR það hlýtur að vera því nýlega sást Móeiður með einn slíkan á bakinu og vel að merkja vinkona hennar einnig á kaffibar að kveldi til í miðbænum. Svo má líka lesa um þetta í Vogue. • FRIKKA-KAFFI sem er einhvers konar sambland af Cafe au Lait og Cappucino og fæst eingöngu á kaffibar Frikka og dýrsins. Einhver skemmtilegasta kaffiuppfinning seinni ára. • FJÖGURRA TALNA JAKKAR á karlmenn jafnframt því að losa um skyrtukragann, leggja bindinu og bregða sér í sandala. Þá er nóttin þín. ÞREYTT • AÐ LEGGJA AÐ JOFNU FEMIN- ISMA OG KARLRREMBU þeir sem það gera hafa augljóslega ekki ástundað heimalærdóminn. Meirihluti karla og kvenna er nefnilega að einhverju leyti femínistar í sér. Það eitt að vilja bæta hag kvenna, þó ekki væri nema að styrkj sjálfstraust þeirra (slíkt hefur m.a. oft sést á stefnuskrám Sjálf- stæðisflokksins), er femínísk til- hneiging. Kvenremba er svo.allt annað mál. Og má leggja að jöfnu við karlrembu. • DRAKÚLA DRAG eða allt það sem heitir að vera hvítur í fram- an, í svörtum klæðum og með rauðar varir. • RÍKISSTJÓRNIN ef hún spring- ur er það fínt að því leyti að þá það skapast spenna í loftinu. Nýj- ungagjarnir íslendingar hefðu ör- ugglega ekkert á móti daglegum rikisstjórnarmyndunarþreifingum. Að ekki sé talað um kosninga- nóttina sem á undan kæmi. að lokum... KVIKMYNDIR HALLUR HELGASON T í *fp w* Enn og aftur hnjótum við um það í tvíförum vikunnar að form og innihald fer saman. Rowan Atkinson, sem er frægastur fyrir að leika Herra Bean, hyggst nú færa sig upp á skaftið og reyna fyrir sér í kvikmyndum. Sighvatur Björgvinsson hefur þegar látið verða af því að hækka sig um skör úr heilbrigðis- í viðskiptaráðherra- stólinn. En svo kemur náttúrulega á móti að myndin af Sighvati er eldri. Báðir eru þeir frábærir djókarar og um útlitið þarf vart að fjölyrða: Eini munurinn er sá að annar er með slaufu en hinn bindi. í nafni föðurins HÁSKÓLABÍÓI ★★★★ egar írski lýðveldisherinn sprengdi hermannakrá í Gu- ildford árið 1974 fylltist Bíó • Kryddlegin hjörtu ★★★★ Stórskemmtileg mexíkósk kvik- mynd og vel heppnaður óður til konunnar. Regnboganum • Frú Doubtfire ★★★ Robin Williams er drepfyndinn í þessari mynd, bæði sem kona og karl. Sambíóunum • Njósnaramir ® Undercover Blues Það er eitthvað að efhaffæð- inni í henni sem gerir hana bjána- lega en ekki skemmtilega. BíóhöUinni • Króginn ★★★ The Snapper Satt best að segja var ég að hugsa um að fara út eftdr fyrstu tíu mín- útumar. En svo kemur í ljós stór- skemmtileg mynd. Háskólabíói • Leið Carlitos ★★★ A1 Pac- ino hefúr á tjaldinu návist sem er mögnuð birting ffumkrafta karl- dýrsins. Háskólabíói • Hús andanna ★★★★ Til- finningaþmngnustu atriðin sleppa við að vera væmin, þótt þau kalli á vasaklúL Sambíóunum • Sagan af Qiu Jiu ★★★★ Hún er fyndin og einlæg og ættu kvikmyndasælkerar, ferðaáhuga- fólk og aðrir sem láta sig fagur- kvikmyndú emhveiju skipta ekki að láta þessa ffamhjá sér fara. Háskólabiói • Banvæn móðir ★ Hún er uppfull af gömlum þriller-töktum og ffekar slaklega leikin af annars ágætum leikurum. Laugarásbíói breskur almenningur hatrammri reiði og vildi sjá ódæðismennina hengda. í örvæntingarfullri leit að sökudólgunum rambaði lögreglan á Gerard Conlon (Daniel Day-Le- wis), smáþjóf ffá Belfast, sem var á vergangi í Lundúnum. Gerard var tekinn og fenginn með kúnstum til að játa að hann hefði ffamið glæp- inn. Ekki nóg með það; eftir að bú- ið var að þræla út úr honum játn- ingu var hann spurður hveijir hefðu verið í vitorði með honum. Til að reyna að sýna ffam á fárán- leikann í þessum yfirheyrslum benti hann m.a. á miðaldra frænku sína, konu sem dáði bæði kon- ungsfjölskylduna og Churchill og hafði myndir af því mæta fólki upp um alla veggi hjá sér. En viti menn; lögreglunni tókst að „sanna“ að þessi ágæta kona, sem ekki mátti vamm sitt vita, og öll hennar fjöl- skylda væru stórhættulegir sprengjugerðarmenn á vegum IRA. Þegar ráðist var til atlögu við heim- ili ffænkunnar í Lundúnum var þar einnig staddur faðir Gerards, Giuseppe, sem kominn var ffá Bel- fast til að tryggja að vandræða- gemsinn sonur hans fengi sæmi- lega lögffæðiaðstoð í máli sínu. En að sjálfsögðu „sannaðist“ að hann væri sendiboði IRA. Auk þessara ættingja lentu félagi Gerards og vinkona úr hippalífinu í Lundúnum í fangelsi effir að búið var að færa „sönnur" á þeirra hlut í sprengjutilræðinu. Þessi skrípaleikur er sönn saga. Hann er eitthvert mesta hneyksli sem riðið hefúr breskum réttarfars- húsum frá því pyntingar og lim- lestingar voru stundaðar í Tower of London. Harmsaga Conlon-íjöl- skyldunnar, Maguire-fjölskyldunn- ar (ffænkan og hennar fólk) og vina Gerards er með ólíkindum. Faðir hans, Giuseppe, lést í fangels- inu, hinir eru allir tiltölulega ný- lausir úr fangelsi. Að gera mynd um þetta efúi er mjög viðkvæmt mál. Eðli málsins samkvæmt þarf að hnika til stað- reyndum þegar verið er að sjóða tuttugu ára sögu margra aðila nið- ur í tveggja og hálfs tíma mynd. Aðstandendur myndarinnar hafa hins vegar verið sakaðir um það í breskum blöðum að leika sama leik með söguefnið og lögregluyfirvöld léku með sannleikann á sínum tíma. Það er staðreynd að ekki er allt í myndinni eins og það gerðist í raunveruleikanum, spumingin er: Gengu höfundar myndarinnar of langt? Leikstjórinn Jim Sheridan, sem jafúframt er annar handritshöf- unda og ffamleiðandi, hefúr látið hafa eftir sér að þó að þeir hafi fært suma atburði til í tíma og hnikað til öðrum smáatriðum hafi slíkt einungis þjónað þeim tilgangi að koma sem mestu á ffamfæri á sem skemmstum tíma. Þessar tilhliðr- anir breyti því ekki að þegar upp er staðið séu heildaráhrifin mjög ná- lægt sannleilcanum. Það er einhvem veginn sjálfgefið að myndin skapi umræður af þessu tagi í Bretlandi. Það breytir þvi ekki að hún er feikisterk. Jim Sheridan, sem sló í gegn með myndinni My Left Foot, þar sem Daniel Day-Le- wis lék einmitt aðalfilutverldð líka, sýnir hér að hann er sögumaður í meistaraflokki. Honum hefur tek- ist að samræma alla þætti sem þarf til að búa til heilsteypta og áhuga- verða bíómynd úr óheyrilega mildu efúi. Sjálfsagt er einmitt mesti vandinn við gerð myndar eins og þessarar að ákveða hvað á að vera í myndinni og hvað ekki. Hvaða þættir em nauðsynlegir til að segja söguna? Hann leyfir sér að hafa myndina nokkuð langa til að koma meiru fýrir og maður er feg- inn að hann gerði það. Þessi mynd heldur hveija einustu mínútu. Daniel Day-Lewis er mjög sann- færandi í hlutverki sínu. Hann tók sér tíma til að eyða fleiri vikum með hinum raunverulega Gerard, stúdera hann og spjalla um tíma- bilið sem myndin fjallar um, sú vinna hefúr skilað sér. í miðju umrótinu í kringum málaferlin fjallar myndin ekki síður um samskipti Conlon-feðganna. Eftir áralangar eijur ná feðgamir sáttum þegar þeir em komnir sak- lausir saman í fangelsi. Pabbinn er leikinn af Pete Postlethwaite. Hann er ekki síðri en Daniel í þessari mynd. Hann er svipmikill kall sem gæðir persónuna sem hann túlkar lífi ffá toppi til táar, ffá upphafi tif* enda. Emma Thompson er sennilega ffægust þeirra sem fara með auka- hlutverk í myndinni. Hlutverk hennar ræður engum úrslitum, enda hefúr hún látið hafa effir sér að það skipti hana engu máli. Hún vildi bara fá að taka þátt í þessari mynd. Kvikmyndatímaritið Premi- ere hafði effir henni: „Ég vona að ég fái að vinna með Jim aftur. Kannski ég verði að sofa hjá hon- um.“ Ætli Kenneth hafi heyrt af þessu? m 1 • p • 1 æKitæri CITIZEN KAIME HÁSKÓLABÍÓI SUNNUDAGINN 6. MARS KL. 21.00 ★★★★ T> Jl að cr rétt að vekja athygli kvikmyndaáhugamanna á því að nýtt eintak af þessari einni mest lofuðu kvikmynd allra tíma er á land- inu og verður sýnt á einni sýningu eftir að PÆESSA/Vkemur út. „Sheridan leyfir sér að hafa mynd- ina nokkuð langa til að koma meiru fyrir og maður er feginn að hann gerði það. Þessi mynd heldur hverja einustu mínútu. “ FIMMTUDAGURINN 3. MARS 1994 PRESSAN 17B

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.