Pressan - 03.03.1994, Page 8
( LÍFIÐ EFTIR VIIMIMU )
Miklu
betra en
nokkuð annað
Hressingarskálinn er allur að
koma til; stórafmælið er
ffamundan og í tilefni þess
hafa ungskáldin verið beðin að
skrifa eins og kom fram í síðustu
PRESSU. En fleiri uppákomur eru
einnig í bígerð því á sunnudagseft-
irmiðdáginn verður tertuhlaðborð
á milli klukkan þrjú og fimm með
gömlu góðu ógleymanlegu Hress-
ingarskálahnallþórunum. Á meðan
á árásinni á þær stendur spilar tríó-
ið Skárr’en ekkert, sem óhætt er að
segja að sé eitt umtalaðasta bandið
um þessar mundir. Eftir því sem
PRESSAN kemst næst sómir tríóið
sér jafn vel sem rómantískt kaffi-
húsaband á miðvikudagskvöldi
Eiríkur Þórleifsson mundar
kontrabassann. Þeir þrír spila
undir hnallþóruáti og kakó-
drykkju á Hressó á sunnudags-
eftirmiðdögum.
TÖtlLflKftP
9*. ORfín flSKPIfíflPPÖÐ
HÁSKÓLABÍÖI
tÍiLí'í " ' Wmu¥W/‘ii< ' ' ,4 i $ i í,
fimmtudaginn 10. mars, kl. 20.00
Hljómsueitarstjóri: Oliver Gilmore
Einíeikari: Ashildur Haraldsdóttir
niSSKÞfl
arður Öm Pálsson:
ARK
Jacques Ibert:
Flautukonsert
i Rimskij Korsakoff:
Scheherazade
Sími
*V#Y
Guðmundur Steingrímsson á
nikkunni. „Það eru sosum eng-
ir stórbrotnir listamenn í ætt-
inni.“
sem eftir hádegi á sunnudegi þegar
ömmurnar mæta með grislingana í
tertu og kakó. Miklu betra en
nokkuð annað hefur þótt sæma
hljómsveitinni betur en Skárr’en
ekkert, því tríóið er eitt sinnar teg-
undar hér á landi; svona ffanskt
kaffihúsaband sem þeir á Hressó
vilja ekki nefna annað en húsband-
ið. Það er helst að Spaðarnir, sem
þó er breiðari hópur og með
söngvara, komist næst þeim. En
hvað spila drengirnir í raun og veru
þótt tilfinningin kunni að vera sú að
hérsé umfranska kaffihúsatónlist að
rœða?
„Aðallega lög úr Fellini-
myndunum, þar sem höfund-
urinn er ítalskur. Minnst af
þessu er franskt en við erum
einnig að hugsa um að fara að
skoða rússneska tónlist,“ segir
Guðmundur Steingrímsson
Hermannssonar sem þrýstir á
hármonikkuna en auk hans
skipa sveitina þeir Frank Hall
og Eiríkur Þórleifsson; allt
gamlir félagar úr MR sem
segja má að hafi hafi samstarf-
ið fyrir tveimur árum.
Hajrð þið hara kotnið fram
á Hressó?
„Nei, nei, við höfúm spilað í
brúðkaupum og á árshátíðum
fyrir háskólanema og meira að
segja haldið úti heilu balli fyrir
Kramhúsið. Við ætlum að
spila áfram á sunnudagseftir-
miðdögum á Hressó þótt ann-
að geti jafnvel komið til
greina.“
Af því við vorum að nefna
að Guðmundur Steingrímsson
S er sonur forsœtisráðherrans
, - fyrrverandi má geta þess að Ei-
1 ríkur er sonur Elísabetar Eiríks-
dóttur óperusöngkonu og svo
að Frank verði ekki undanskil-
inn má alveg eins nefna það að
systir hans er Katrín Hall ball-
ettdansari í Þýskalandi. En
hvaðan koma tónlistarhœfileik-
ar Guðmundar, er það úr
móður- éðaföðurœtt?
„Það eru sosum engir stór-
brotnir listamenn í ættinni en
móðir mín spilar á píanó.
Sjálfur hef ég verið að læra
klassískan píanóleik."
i
Frank Hall plokkar gítarinn.
/
8B PRESSAN
Lusty B. Anderson í kvikmyndinni Harðsoðinn, sem fjallar um einkaspæjara í kreppu.
Iaöur hefur oft velt því fyrir
sér hversu stuttmynd megi
vera löng til aö fá aö telj-
ast stuttmynd. Að því var auðvelt
að komast hjá Kaos-drengjunum
sem í kvöld, fimmtudagskvöld,
standa fyrir Kaos-kvöldi á Bíóbarn-
um þar sem frumsýndar verða
þrjár stuttmyndir; Kaffi, spjall og
sígarettur (Kynlíf, lygar og mynd-
bönd), The Return of Little Albert
og Harðsoðinn. Allt eru þetta
útpældar myndir að sögn, til dæmis
myndin um Albert litla, sem var
skilyrtur af vísindamanninum Wat-
son sem tókst að gera hann
hræddan við allt sem er loðið. Eng-
ar fregnir hafa borist af því að
hann hafi verið afskilyrtur. í mynd-
Helmingur kvikmyndagengisins úr Kaos film, sem ætlar að efna til
fleiri hátíða á næstunni.
inni er einmitt líklegum örlögum
hins skilyrta velt upp.
Að sögn Huldars Breiðfjörð,
sem er í tíu manna Kaosgenginu,
er hér um að ræða afrakstur fé-
lagsins í það hálfa ár sem félagið
hefur starfað. Upphaf þess var
þegar gengið tók upp á því að
leggja í púkk fyrir kvikmyndagræj-
um upp á tvö hundruð þúsund
krónur.
Svarið er: Stuttmynd má eigi
vera lengri en 45 mínútur.
Ég hef einkar fagra
féf ieggi
Bakhliðin
Ragnhildi Vigfúsdóttur, annarri
tveggja ritstýra Veru, verður sjaldan
svaraíátt. Sjálfsagt er það þess vegna sem
blaðamenn leita svo oft á náðir hennar.
Hún er þegar búin að vera í Iöngu viðtali
í PRESSUNNI og nú síðast upplýsti hún
okkur um hvemig ætti að slíta ástarsam-
bandi. En hún hefúr aldrei áður sýnt á
sér bakhliðina. Fyrr en nú...
Hvert er eftirlœtisfarartœkið?
„Flugvél á leið út í heim.“
Ertu hlyrmt fjölveri?
„Ein kona með marga karla... sosum í
lagi mín vegna ef allir aðilar em sáttir við
það.“
Hefurþú verið í skátunum?
„Nei, slíkt þekktist ekki í heimabæ
mínum. Fyrir bragðið hef ég aldrei lært
að hnýta almennilega hnúta.“
Hvers konar gœludýr vœrirðu helst til í
að Italda?
„Ekkert. Ég hef átt hund, hest og fiska
og er búin með þann kafla i lífi mínu.“
Hvað fcrðu oft í leikhús á ári?
„Næsta laugardag fer ég á elleftu sýn-
inguna á þessum vetri — ég fer allt of
sjaldan í leikhús."
Finnst þér Markús Örn Antonsson
sjarmerandi tý'pa?
„Ekki í fjölmiðlum, en ég veit ekki
hvernig hann er prívat.“
Hvaða skónúmer notarðu?
„7 1/2 b.“
Hefur þig dreymt furðulega drauma
utn frœgt fólk?
„Já.“
Hver er eftirlætismeðlimur þinn í Ríó-
tríóinu?
„f eina tíð hélt ég mest upp á Óla
Þórðar, en get ekki sagt að ég hafi fylgst
með þeim félögum hin síðari ár.“
Daðrarþú í vinnunni?
„Já og hef gaman af.“
Hver er uppáhaldsbókin?
„Rubyfruit Jungle, eftir Ritu Mae
Brown.“
Hefðirðu viljað kjósa nýja rikisstjórn
núna?
„Nei, ekki fyrir borgarstjórnarkosn-
ingar.“
Hvor finnst þér fyndnari: Egill Jónsson
eða Halldór Blöndal?
„Þeir em báðir hlægilegir."
Hver er leiðinlegasta íslenska bíómynd
settt þú Iteftir séð?
„Sóley.“
Hvaða villta dýrategund vildirðu helst
vera?
„Fugl í suðurhöfúm — sem ekki er í
útrýmingarhættu."
Hvað telurðu þig hafa fengið helst í
vöggugjöffrá móðurþinni annars vegar og
frá föður þínum hins vegar?
„Ég er listakokkur eins og móðir ntín,
ég hef ekki aðeins fengið nefið ffá föður
mínum heldur einnig þann leiða sið að
láta hversdagslega hluti fara í taugamar á
mér.“
Áttu fræga forfeður?
„Já, t.d. var föðurafi minn, Magnús
Vigfússon, vel þekktur húsasmíðameist-
ari. Ég lendi enn á gömlum leigubílstjór-
um sem segja mér sögur af honum.“
Hvað varstu gömul þegar þú dastjýrst t
það?
„Ég hef aldrei dottið „almennilega“ í
það. En um verslunarmannahelgina 1984
hafði ég unnið sleitulaust í nær sólar-
hring við að servera Ringo Starr. Um
kvöldið fengum við okkur Irish Coffee
og ég hef sjaldan orðið drukknari. Nem-
endur mínir, sem ég hitti í Atlavík síðar
um nóttina, sáu hvers kyns var af því ég
var svo þögul.“
Hver er uppáhaldslíkamsparturinn
þinn?
„Ég hef einkar fagra fótleggi.“
Stundarðu einhverja líkamsrœkt?
„Samkvæmisdansa, skvass, golf og
sund, en enga að staðaldri.“
Hvert ferðu þegar þú vilt láta þig
hverfa?
„Það er leyndarmál."
Hvort mundirðu heldur vilja vera
Bubbi, TollieðaArthúrMorthens?
„Þvílíkt val. Enginn takk fyrir.“
Hvaða persónu sögunnar líturðu helst
upp til?
„Þær em margar, ætli ég nefni ekki
Margaret Sanger, sem barðist fyrir því að
notkun getnaðarvama yrði Ieyfð — og að
veita mætti fólki fræðslu um takmarkanir
barneigna. Svo hef ég alltaf dáðst að
Soujoumer Truth. Af íslenskum sögu-
persónum rís Bríet Bjamhéðinsdóttir
einna ha^t.“
FIMMTUDAGURINN 3. MARS 1994