Pressan - 03.03.1994, Qupperneq 9
Lei lchús
• Gauragangur. ★★1/2 Mér er
óskiljanlegt hvers vegna verkið var
ekki bara látið gerast um 1970, það
hefði verið mun trúverðugra, enda
eiga klisjurnar sem vaða uppi í því
uppruna sinn á þeim tíma. (FB)
Þjóðleikhúsinu, sun. kl. 20.
• Blóðbrullaup. ★★★ Ef þeim Ing-
vari og Steinunni Ólínu tækist að
kveikja eldinn á milli sín væri ég til I
að sjá þessa sýningu aftur og aftur
og aftur. (FB)
Þjóðleikhúsinu, Smíða verkstæði,
fös. kl. 20 og iau. kl. 15.
• Seiður skugganna. ★★★★ Það
er ekkert falið, engin fjarlægð frá
ömurleikanum, þú gengur inn í verk-
ið og engist í klóm þessarar fjöl-
skyldu, sem að meira eða minna
leyti er fjölskylda okkar allra. (FB)
Þjóðleikhúsinu, Litla sviðinu, fim. og
lau. kl. 20.
• Mávurinn. ★★★ Sýning sem
óhætt er að hvetja alla til að sjá,
ekki síst þá sem standa í þeirri
meiningu að Tsjekhov sé svo
óskaplega þungur höfundur. (FB)
Þjóðleikhúsinu, lau. kl. 20. Síðasta
sýning!
• Allir synir mínir. ★★★ í þessu
merka verki Millers er reynt að tak-
ast á við hugmyndir hans um glæp,
ábyrgð, fjölskyldutengsl og fleira,
og allt sem þau mál snertir er prýði-
lega vel túlkað. (MR)
Þjóðleikhúsinu, fös. kl. 20.
• Skilaboðaskjóðan. Nýtt íslenskt
barnaleikrit eftir Þorvald Þorsteíns-
son.
Þjóðleikhúsinu, sun. kl. 14.
• íslenski dansflokkurinn. Ballettar
eftir Auði Bjarnadóttur, Maríu Gísla-
dóttur, Lambros Lambrou og Steph-
en Mills.
Þjóðleikhúsinu, fim. kl. 20 (frums.)
og lau. kl. 14.
• Gleðigjafarnir eftir Neil Simon.
Leikstjórn, þýðing og staðfærsla:
Gísli Rúnar Jónsson. Aðalhlutverk:
Bessi Bjarnason og Árni Tryggva-
son.
Borgarleikhúsinu fim. (frumsýning)
og fös. kl. 20..
• Eva Luna. ★★★★ Kjartan Ragn-
arsson leikstjóri sannar hér svo ekki
verður um villst hæfni sína sem leik-
húsmanns. Hvert smáatriði í sýning-
unni er úthugsað og fágað, hún
rennur hratt og áreynslulaust í rúma
þrjá tfma, lifandi og gjöful og aldrei
dauður punktur. (FB)
Borgarleikhúsinu, lau. og sun. kl.
20..
• Elín Helena. ★ Fyrir utan nokkrar
vel samdar og vel leiknar senur
fannst mér Elín Helena alls ekki sér-
stakt leikrit. Án þess að lýsa at-
burðarásinni leyfi ég mér að segja
að sagan sjálf sé langt frá því að
vera merkileg og uppbygging henn-
ar bæði fyrirsjáanleg og langdregin.
(MR)
Borgarleikhúsinu, Litla sviðinu, lau.
kl. 20. Aukasýning.
• Bar-par. eftir Jim Cartwright.
Leikstjóri: Hávar Sigurjónsson. Leik-
arar: Sunna Borg og Þráinn Karls-
son.
Leikfélag Akureyrar, Sýnt I Þorpinu
fös. og lau. kl. 20.30.
• Vörulyftan eftir Harold Pinter.
Leikstjóri: Pétur Einarsson. Leikarar:
Halldór Björnsson og Þórarinn Ey-
fjörð.
íslenska leikhúsið, Hinu húsinu, fim.
kl. 17 og lau. kl. 20.
• Besti volgi bjórinn í bænum. ★★
1/2 Það er skemmtileg tilbreyting að
setjast inn á bar til að horfa á leik-
list og ekki spillir að verkin eru
skemmtileg og vel unnin og eiga,
eins og klisjan segir, erindi við okk-
uröll.(FB)
Þormaguð, Naustkjallaranum, lau.
kl. 17.
Finnskt lunga
andar í Reykjavík
vikunni kom til landsins finnski furðufuglinn Kake Puhuu sem stend-
ur á bakvið eins manns hljómsveitina Keuhkot. Keuhkot spilar á
Tveimur vinum í kvöld, í Norðurkjallara MH annað kvöld og á Húsa-
vík á laugardagskvöldið. Keuhkot kemur hingað á vegum Dr. Gunna, en
sveitirnar spiluðu saman sumarið 1992 og gefa út hjá sama finnska fyrir-
tækinu, Bad Vugum.
Keuhkot er um margt skrítin hljómsveit. Tónlistin er meira en lítið
furðuleg, en að sama skapi stórskemmtileg. Hér á eftir kemur útdráttur úr
útskýringu Kakes á hljómsveitinni: Keuhkot (sem þýðir lunga á íslensku)
hefur ffamleitt súrefhi fýrir tónlistarheiminn síðan 1988. Á meðan aðrir
hafa ffamleitt brennisteinsgufur og orsakað höfúðverk með því að anda
alltaf ffá sér sama loffinu hefur Keuhkot verið ferskur og sogið kraff með
rótum sínum úr jarðvegi allra listforma; kvikmyndun, ljósmyndun, leik-
húsi, gjörningum, skúlptúrum... og blandað þeim saman í sitt eigið list-
form.
Keuhkot er eins manns hljómsveit. Kake Puhuu syngur og æpir á
finnsku, leikur á gítar, tól og skrítna hluti sem hann hefúr rekist á. Hann
er eins og fiflalegur vísindamaður, trúarleiðtogi, geðveikur mótmæla-
söngvari og katatónískt wagnerískt ofurmenni. Hann hatar fólk, sýnir því
myndirnar sínar, spifar spólurnar sínar, safnar klinki og færir fólki sjálfs-
morðshugsanir og fullkomna hamingju.
Um upphitun á tónleikunum sjá sveitirnar Stilluppsteypa og Curver
og Dr. Gunni kemur ffam með nýjum bassaleikara, líldega í eina skiptið á
þessu ári. Það er skemmtileg tilviljun að næstu erlendu rokksveitir sem
heimsækja Island eru einnig finnskar. Hér er átt við Honey B and the T-
Bones og 22 Pistepirkko, sem báðar eru rokkþyrstum fslendingum að
góðu kunnar og eru væntanlegar hingað á næstu misserum.
Ólafur Darri Ólafsson
rakhnífinn.
hlutverki Sweeney Todd mundar
Herranótt á
blódugum
nótum
Leiklistarklúbbur Menntaskóla Reykjavíkur, Herranótt, er elsta leik-
listarfýrirbærið hér á landi. Um aldamótin fluttu menntaskólapiltar í
Reykjavík leikþætti og þótti mikil uppreisn gegn kóngi felast í þeim.
Nú dettur svo sem engum í hug uppreisn þegar MR er annars vegar. Þar
eru helstu broddborgarabörn landsins við nám og þeir sem halda um
stjórnartauma landsins sátu flestir hverjir á sínum menntaskólabekk þar
innan veggja. Herranótt ffumsýnir í kvöld leikritið Sweeney Todd og þar
er engin lognmolla — mikið blóð. Þetta er eldgömul hryllingssaga sem
hefur verið færð í gamansaman búning. MR-ingar hafa skilgreint verkið
sem Splatter en það er þegar djókað er með blóð. Sweeney Todd er fær og
flinkur rakari sem hefúr misst alla tiltrú á mannkyninu. Dómari nokkur
hafði dæmt hann saklausan í útlegð vegna þess að dómarinn var hrifinn af
ffú Todd. Hann kemur aftur heim til Englands og leitar hefnda: Hann fer
að raka menn svo vel og vandlega að þeir þurfa aldrei rakstur aftur. Það
eru nemendur MR sem leika en leikstjóri er Óskar Jónasson. Nemendur í
Myndlista- og handíðaskóla Islands sjá um búninga og leikmynd. Og
þeim sem vilja sjá Todd sveifla rakhnífnum er bent á Tjarnarbæ en þar
fara sýningar ffam.
• Amma Lú Aggi Slæ og Tamlarnir
ásamt Erni Árnasyni og Jónasi Þóri á
föstudagskvöld. Bergþór Pálsson
veröur hins vegar með Agga Slæ og
Tamlasveitinni á laugardagskvöld. Á
fimmtudag og sunnudag er hluti
Ömmu Lú opinn fyrir þá sem vilja á
barinn.
• Barrokk Snarkandi arineldur og
rómantík. Án hávaöa.
• Bóhem Vinir vors og blóma á
föstudagskvöld. Péll Óskar og Millj-
ónamæringarnir á laugardagskvöld.
• Blúsbarinn Dan Cassidy fiðlari og
Kristján Guðmundsson verða þar eitt-
hvað um helgina.
• Café Romance lan heitir Englend-
ingurinn sem syngur og leikur Ro-
mance-megin um helgina. Hinum
megin við þilið spilar Hjörtur Howser
af fingrumfram.
• Fógetinn Djass á háaloftinu á
fimmtudagskvöld með Kristjáni Guð-
mundssyni, Rúnar Georgssyni og
Tómasi R. Niðri er Jón Ingólfsson
einn að verki. Um helgina spila ein-
hverjir Sigurður og Heimir sem
mynda dúett. Bjössi greifi beint frá
Húsavik á sunnudagskvöld.
• Gaukur á Stöng Yrjan, sú ágæta
grúppa, á fimmtudagskvöld. Um helg-
ina tekur við hljómsveitin Undir tungl-
inu sem allir héldu að væri hætt.
• Hótel ísland Bítlahátíð á föstu-
dagskvöld með fullt af gömlum kemp-
um auk Stefáns Hilmarssonar. Þrjár
bítlamyndir á stóra tjaidinu. Þriðja
sýningin á laugardagskvöld á hinni
ótrúlega þrautseigu Sumargleði með
þeim Bessa Bjarnasyni, Magnúsi Ól-
afssyni, Hemma Gunn og fleirum.
Hljómsveit kvöldsins er sveit Siggu
Beinteins.
• Hótel Saga Sýning hinnar miklu
hátiðar Halla, Ladda, Sigga og Eddu á
laugardagskvöld. Saga Class leikur
fyrir dansi. Matur og afnot af dans-
gólfi. Gunnar Tryggvason og Þorvald-
ur Halldórsson á Mímisbar á föstu-
dags- og laugardagskvöld.
• Hressó Skárr'en ekkert er trió
hússins sem spilar ekta franska kaffi-
húsatónlist á sunnudagseftirmiðdag.
• Ingólfscafé Steinunn Ólína, kokkt-
eilboð, plötusnúðar úti í garði ef veð-
ur leyfir, erlendur Ijósmyndari, jafnvel
indverska prinsessan og Paul Smith-
línan sýnd.
• Pizza 67 Örkin hans Nóa ótengd á
föstudags- og laugardagskvöld.
• Rauða Ijónið Sin, ekki með ufsiloni,
á föstudags- og laugardagskvöld.
• Sólon islandus Spilaborgin, sem er
ekki djassgrúppa, á fimmtudagskvöld.
Djassspilerí á föstudagskvöld og á
laugardagskvöldið spilar JJ soul,
sem einnig er á djasslínunni.
• Tveir vinir Finnski rokkgjörninga-
hávaðatrúbadorinn Keuhkot á
fimmtudagskvöld. Hress hinir snarg-
eggjuðu á föstudagskvöld og hvorki
meira né minna en KK í öllu sínu veldi
á laugardagskvöld.
• Þjóðleikhúskjallarinn Dansiball
með Leikhúsbandinu á föstudags- og
laugardagskvöld. Óskabörnin á föstu-
dagskvöld. Þýðendakvöld hjá Lista-
klúbbnum á mánudagskvöld.
SVEITABOLL
• Áslákur, Mofellsbæ Lipstick
Lovers á eina almennilega ródhásinu
á íslandi föstudags- og
laugardagskvöld.
• Sjallinn, Akureyri Allt vitlaust að
venju með Geira Valtýs hinum skag-
firska á laugardagskvöld.
• Skíðaskálinn, Hveradölum Sigrún
Eva Ármannsdóttir júróvisjónsöng-
kona er þar alltaf með annan fótinn.
• Þotan, Keflavik Diskó á föstudag
en sjálfir Bubbleflies á laugardags-
kvöld.
\
Dolli
... Tequila, salti og sítrónu með öllum stælum. Þetta
bjórþamb er komið út í öfgar: Menn verða slobbí, mígandi og mærðar-
legir. Þá er betra að örva sig með eins og einu skoti af Tequila.
... Að dreift verði góðum dömubindum meðal iðnskóla-
nema. Þau hafa jú áhrif á námsárangur.
... Eivilization. Tölvuspilið sem tekur þrjá sólarhringa að fara í
gegnum og gerir mann að einræðisherra yfir þjóð að eigin vali í sex þús-
und ár. Ef Hider hefði fengið að leika sér í þessum leik hefði hann ekki
þurft að prufukeyra þennan draum sinn í raunveruleikanum.
... Konum sem hafa ftumkvæðið að því að reyna við karla.
Það er of mikil tímaeyðsla fýrir filósófi'skt þenkjandi mann að þurfa að
koma á nánari kynnum.
... Að á næstu vetrarólgmpíuleika verði bara sendir íþrótta-
fréttaritarar ffá Islandi. Því miður var ekki keppt í íþróttafréttamennsku
en að eigin sögn stóðu þeir sig afbragðsvel, voru fæstir (þá er að vísu ekki
miðað við margffæga höfðatölu) en sendu mest af efni heim (hlutfalls-
lega).
tveir og bingó. Hann veifar til mín
brosandi og ég kinka kolli á móti —
það er þessi innbyggða kurteisi sem
off hcfúr komið manni í koll. Síðan
hið fyrirsjáanlega, Stebbi kom ark-
andi með stóra könnu af kaffi og sett-
ist hjá mér. Þegar maður er að drekka
bjór þá er þetta eitt það versta sem
getur komið fyrir. Ef maður er með
kaffi er hægt að leika þann lcik að
ljúga því að öl sé böl og samsinna öll-
um leiðindunum sem velta upp úr
þessum heilaþvegnu mönnum. En
það er verra að eiga við þá með
könnu á borðinu. Og það brást ekki:
Úr raunamæddum augunum mátti
lesa vorkunnsemi og setninguna:
„Það er þá svona komið fyrir þér.“
Ohhh. Eitt er þó með þessa kalla, þeir
reykja tóbak eins og þeim sé borgað
fyrir það og með trbánu að sníkja af
þeim sígarettu er oft hægt að snúa
vörn í sókn. „Hvað segirðu, Stebbi?
Áttu reykju?“ Það þyrmdi yfir mig
þegar hann fór að segja mér frá þvf að
hann væri hættur að reykja: Nálar-
stunguaðferðin, plásturinn, tyggj-
óið... Ég pantaði mér Jameson og
þegar hann neyddist til að fara á ldó-
settið — kafifiþambið var gígantískt
— þá sletti ég slurk af viskíi út í boll-
ann hjá honum. Honum svelgdist á
fyrsta sopanum, leit á mig særðum
augum og sagði um leið og hann
kvaddi: „Þú ert lifandi sönnun þess
að áfengi ermannskemmandL11 Síðan
hef ég fengið frið fyrir þessum labba-
kútuin.
' /
/ *
Nú segi ég stopp. Eg sat á kaffi-
húsi hér í bæ, var að sötra
fyrsta bjór dagsins og fletti
þessu eina hádegisblaði sem gefið er
út á íslandi. Þá gerast þau ósköp að
inn ráfar Stebbi snípur, sem nú geng-
ur víst undir nafhinu Stefán streit,
uppþomaður alki sem ég kannaðist
við. Fyrst reyni ég að látast ekld hafa
séð hann og þykist niðursokkinn i há-
degisblaðið. Ég er ekki versti leikari í
heimi en það hefði þurff sir Larry til
að leika þetta atriði sannfærandi því
eins og menn vita þá dugar þetta blað
ekki nema í fimm mfnútur með hálfri
athygli. Ég leit lymskulega upp úr
blaðinu og bang — ég var dauður.
Hann þurfti ekki nema þetta sek-
úndubrot og náði augnkontakt einn
"W 7* >C
Vio
inœlum með:
FIMMTUDAGURINN 3. MARS 1994 PRESSAN 9B