Pressan


Pressan - 03.03.1994, Qupperneq 12

Pressan - 03.03.1994, Qupperneq 12
VILHJÁLMUR BREIÐFJÖRÐ. Segist koma fram samkvæmt samn- ingsákvæði en gegn vilja sínum. Loksins saman á ný í kvöld verður frumsýnd skemmtidagskrá í Borgar- leikhúsinu en þar koma fram ALLI OG VILLI, marg- frægur gríndúett til margra ára. í tilefni þess ræddi PRESSAN við Vilhjálm Breiðfjörð um samstarfið við Alfreð Frímanns, hvers vegna þeir hættu á sínum tíma og hvers vegna þeir eru komnir saman á ný. Læknisatriðið, eitt frægasta atriði Alla og Villa. „Það var klassískt. Þegar okkur tókst illa upp var það frábært." Vidrinið spýtti framan I mig á sviðinu Blaðamaður hitti Vilhjálm á heimili hans, en svo skemmtilega vill til að hann er góðkunningi PRESSUNNAR og hefur oftar en ekki gaukað að blað- inu smáíréttum úr bransanum. Á sínum tíma var hringt í hann þegar algjör slúðurþurrð var en því var hætt vegna þess að undantekning- arlítið þurfti að biðja hlutaðeigandi afsökunar sökum rangfærslna. Vil- hjálmur segist ekki kvíða frumsýn- ingunni, alltént ekki því sem að sér snýr, en hann hafi þeim mun meiri áhyggjur af Alla sem er mjög erfið- ur í samstarfi og eigi til að rjúka burt í fússi af minnsta tilefni þegar í raun væri hann sá sem væri í full- um rétti að ganga út. Auk þess væri það sér nokkurt áhyggjuefni að karlinn væri með liðagigt og blóðið væri nánast hætt að renna í hon- um. En hvað kemur til að þeir eru að koma saman eftir ellefu ára hlé? „Það má segja að ég sé að gera umboðsmanni mínum og frænda greiða (Benna Breiðfjörð). Ég er svona að koma honum inn á kort- ið sem umboðsmanni. Hann er í einhverri vonlausri heildsölu, flyt- ur inn kremkex og fleira í þeim dúr. Dagskráin er í tengslum við sjónvarpsþátt sem rekur sögu gam- anleiks á Islandi og þeir hjá Stöð 2 hafa nauðað í mér að gera þetta. Sjónvarpsstjórinn er víst einlægur aðdáandi minn, hefúr dýrkað mig frá því hann var smástrákur — kann alla Alla og Villa- brandarana utanbókar.“ Hvers vegna hcettu Alli og Villi á sínum tíma? „Það voru ýmis tæknileg atriði sem gerðu útslag- ið. Hann gat ekki leikið nema pota puttanum í bring- una á mér ef hann þurfti að leggja áherslu á eitthvað. Það út af fýrir sig gerði vinnuaðstæður mínar óbærilegar. í 43 ár var ég allur blár og marinn og konan mín stóð í þeirri trú, allt þar til hún dó, að ég væri tattóveraður á bringunni. Hann ferðaðist á puttanum um bringuna á mér. Svo spýtti hann í andlitið á mér.“ Fyrirgefðu, stóð hann á sviðinu og spýtti á þig? „Ekki eins og venjulegir menn spýta, þetta er svo lúmskt. Hann laumaði því inn í atriðið, stillti sér upp beint fýrir ffaman nefið á mér og gætti þess vandlega að nota eingöngu orð sem byrja á T: „Tann- kremstúpa". „Tal- aðu truntan þín“. Á sumum sýning- um hélt ég að ég mundi drukkna! Ég skil ekki hvaðan þetta kom allt saman. Ég held að hann hafi verið sídrekkandi allan daginn til að safha fyrir kvöldið." En ef þetta var svona erfitt, hvers vegna lékuð þið saman í rúm fiöru- tíu ár? „Það verður ekki ffá honum tek- ið að hann var sá besti í bransan- um. Hárnákvæmur í tiisvörum, enginn gat sagt brandara eins og hann. Sem leikari komst enginn nálægt honum... Sem manneskja vildi enginn koma nálægt honum. Það síðasta sem við gerðum saman (síðan hef ég verið sóló og komið ffam í ýmsum kvikmyndum, söng- leikjum og auglýsingum) var læknaatriðið í áramótaskaupinu 1982. Það klikkaði eitthvað í þess- ari upptöku, en við höfðum leikið það svona átta þúsund sinnum. Það var því ekki frábært hjá okkur, það var klassískt. Þegar okkur tókst illa upp var það frábært. Samt fengum við alveg frábærar viðtök- ur og Hemmi Gunn, sem var kynnir í þessu skaupi, sagði fimm sinnum þegar hann afkynnti okk- ur: „Eru ekki allir í stuði.“ Hann var vanur að segja það bara tvisv- ar.“ Jakob Bjarnar Grétarsson „Sjónvarpsstjór- inn er víst einlœg- uraðdáandi minn, hefur dýrk- að mig frá pví hann var smá- strákur. “ Hið fátæklega sett á stall MYNDLIST GUIMIMARI ÁRIMASOIM Sólveig Aðalsteins- dóttir, Kjarvals- stöðum í stuttu máli: Sólveig uppgötvar fegurð í rusli, í viðkunnanlegum og hæverskum skúlptúrmynd- um. Sólveig Aðalsteinsdóttir hefúr verið starfandi listamaður síð- astliðin fimmtán ár, en sýning hennar á Kjarvalsstöðum er ein viðamesta einkasýning hennar. í ganginum milli sýningarsalanna gefur að líta fremur smáar skúlp- túrmyndir, á stærð við postulíns- myndir og blómavasa, og er þeim komið fyrir á ómáluðum stöplum úr spónaplötum. En þetta eru eng- ar postulínsstyttur, því allar eru myndirnar samsettar úr úrkasti og rusli sem til fellur og myndi undir venjulegum kringumstæðum vera nánast ósýnilegt. Gamlir spýtu- kubbar, glerkrukkur, tau, plast og límbandsrúllur eru meðal þess sem Sólveig tekur til handargagns. Að nota rusl í listaverk er engin nýlunda. Kúbistar og dadaistar léku sér að þessu fýrr á öldinni og undanfarin þrjátíu ár hafa komið fram stefnur sem hafa beinlínis sér- hæft sig í notkun slíkra hluta. Hér á íslandi er Sólveig heldur ekki ein á báti og má t.d. nefna Kristin G. Harðarson, sem einnig hefúr not- að hina ómerkilegustu hluti í sín verk. Ruslið hefur lengi notið þess að vera hin fullkomna andstæða hefðbundinna höggmyndaefna, eins og marmara og brons, og þar af leiðandi kennt við róttækni, ffamúrstefnu og krítík á hákúltúr og neyslusamfélag. En nú er svo komið að ruslið er löngu orðið hluti af viðurkenndum myndlistar- kúltúr — gott ef það er ekki orðið algengara en brons — og nýtur því ekki lengur þeirrar sérstöðu að vera í andstöðu við viðurkenndar leiðir í listsköpun. Það er undarlega mótsagna- kennt að hlutirnir eru gerðir úr rusli og úrkasti, en hafa yfir sér fín- gert og brothætt yfirbragð. Hér er að finna eitthvert næmi, án tilgerð- ar, í meðhöndlun fúndinna hluta, sem vekur athygli manns. Sérkenni efnanna eru löðuð fram með því að fella þau saman við önnur óskyld. Það hvílir líka mikil ró yfir þessum verkum, sem er í sérkenni- legu ósamræmi við brotakennt og gróft útlit hlutanna. En þessi ró er til komin vegna miðlægrar upp- röðunar, sem skapar jafnvægi og veitir tilfinningu fýrir stöðugleika heOdarinnar, þrátt fýrir að einstak- ir hlutar séu ósamstæðir. Það eru engin læti eða átök í þessum verk- um og þau eru allt að því einum of viðkunnanleg, eins og litlar styttur sem gætu átt heima á arinhillu eða sófaborði. Verk Sólveigar eru ekki ádeilu- verk. Tónninn í þessum verkum er ekki krítískur, það er ekki verið að beina spjótum að bruðli og eyði- leggingu neyslusamfélagsins. Þau gefa frekar tilefúi til samlíkingar við fjarlægari menningarsamfélög, eins og það japanska, þar sem hið fátæklega er í heiðri haft í þeim til- gangi að hreinsa hugann og gefa tilfinningu fýrir því að allt er sam- tengt í órofa heild — ekkert er merkilegra eða ómerkilegra en annað nema í hugskoti mannsins. í einum hlutnum hefur glimm- erplötu, tákni alls hins fánýta í menningu okkar, verið bætt á gamlan veðraðan kubb, sem tím- „í einum hlutn- um hefur glimmerplötu, tákni alls hins fánýta í tnenn- ingu okkar, ver- ið bœtt á gaml- an veðraðan kubb, sem tím- inn og hrörnun- in hafa mark- að.“ inn og hrörnunin hafa markað. Er hér komin áminning um að hreykja sér ekki of hátt, að tapa sér ekki í glysi og glaumi? Eitt er víst að ekki hreykir þessi listamaður sér hátt; myndirnar eru smáar, hún veltir sér ekki upp úr listrænum til- burðum né státar hún af mikil- fenglegum draumsýnum eða ástríðufúllri útrás tilfinninganna. Hér er hæverskan á ferðinni, en frekar mórölsk hæverska, sem á sér kannski uppruna í réttlætiskennd gagnvart öllu því ljóta og lágkúru- lega í veröldinni sem fær ekki að njóta sín. 12B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 3. MARS 1994

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.