Pressan - 03.03.1994, Page 13
Suður-Ameríka
heim í stofu
TÓNLISTIN ÚR EVU
LUNU
EGILL ÓLAFSSON SAMDI
LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR
/ JAPIS
★★★★
Eg veit ekki hvort Egill Ólafs-
son hefur farið til S-Amer-
íku. Ég veit ekki einu sinni
hvort hann hefur pælt mikið í tón-
list þaðan. Það hlýtur þó eiginlega
að vera, því maður gæti næstum
veðjað, eftir hlustun á Evu Lunu-
tónlistina hans, að Egill hefði dval-
ið langdvölum í læri hjá færustu
tónlistarspekingum álfunnar. Plat-
P I ö t u d ó m a r
dr. Gunna
Nýdönsk og leikarar úr Þjóðleik-
húsinu
Gauragangur
★★★
„í söngleikjum er vist lenska að
„aliir syngi“ í viðlögum, og það er
þessi fjöldasöngur sem einna helst
dregur plötuna niður.“
Sigtryggur dyravörður
Mr. Empty
★★
„Sigtryggur dyravörður spilar dá-
lítið fölnað graðhestarokk, með-
limimir halda í hin gömlu gildi
Guns’n Roses og kó án þess að
reyna mikið fyrir sér með frumleg-
ar pælingar.“
Púff, Curver, Silluppsteypa og Kol-
rassa krókríðandi
Fire
★★★
„Þótt sveitimar velji sér sameigin-
legt „framboð“, til að eiga meiri
séns, eiga þær fátt sameiginlegt
músíklega, nema auðvitað að spila
einhvers konar xmdirheimarokk og
vera imgar og ákafar.“
Texas Jesús
Nammsla Tjammsla
★★★
„Sveitin njörvar sig ekki niður í
einni tegund tónlistar, en mestum
gæðum nær hún f léttu en frum-
legu poppi sem velkist órætt á
mörkum bamatónlistar, a-evr-
ópskrar teiknimyndatónlistar og
framúrstefnurokks.“
Helgi og hljóðfæraleikararnir
Helgi og hljóðfœraleikararnir
★
„Lögin sextán haltra áfram í fá-
breytileika vankunnáttunnar —
drengirnir em ekki snillingar á
hljóðfærin sín — og lagasmíðamar
eru oftast of einfaldar og lang-
dregnar til að halda athyglinni."
Underworld
Dub no Bass with my Heaci Man
★★★★
„Lögin em rekin áfram af marg-
breytilegum takti og næmri tilfinn-
ingu fyrir samruna melódíu og
„grúfs“.“
Guns’n Roses
The Spaghetti Incident?
★
„Það eina sem Hólkamir bæta við
eru lengri og leiðinlegri gítarsóló
og veinið í Axl Rose, sem hljómar
oftast eins og álappaleg hæna í
þessu klassíska pönkumhverfi.“
an rennur ótrúlega trúlega hjá, hér
finnur maður örsjaldan sviðasultu-
keiminn sem hefur loðað við ís-
lensku „latínó“-samsuðuna síð-
ustu árin (Bubbi, Júpíters, Bogom-
il o.s.ffv.) og ef textarnir væru ekki
á íslensku hefði unairritaður trúað
því sem nýju neti að hér væri kom-
ið sándtrakkið úr uppsetningu
borgarleikhússins í Búónes Aires.
Egill sannar með þessari plötu
að hann er flinkari en flestir aðrir
hérlendis í að semja tónlist fýrir
leikhús. Um þá æð virðist blóð
sköpunargáfu hans renna um þess-
ar mundir. Síðasta sólóplata Egils,
„Blátt blátt“, reyndi með klúðurs-
legum árangri að sameina popp og
leikhússtemmningu. Hér er til-
gangurinn aftur á móti augljós og
niðurstaðan safarík. I leiksýning-
unni var tónlist Egils skemmtilegt
konfekt í ágætri leiksýningu og
mjög vel flutt af sjö manna leik-
húsbandi sem Árni Scheving
stjórnar. Vegna klúðurs í uppsetn-
ingu geislaplötubæklingsins get ég
því miður ekki upplýst hverjir leika
í þessari sveit, en þar er allt leyst af
stökustu smekkvísi og fag-
mennsku.
Egill reiðir fram sextán lög og
söngtexta sem halda sýningunni að
miklu leyti saman. Heima í stofu
gerir platan líka sitt gagn við að
kippa manni í latínóliðinn. Sýn-
ingin (og platan) hefst á „Forleik 1“
sem kemur áhorfandanum (og
hlustandanum) úr kaldranalegri
Kringlusteypunni í þann sólbjarta
hugarheim sem íslendingar gera
sér af S-Ameríku. Þar, og í „Forleik
11“ sem kemur manni aftur til S-
Ameríku eftir hlé, fléttar Egill sam-
an nokkur stef sem koma við sögu
síðar í verkinu. „Blinda stúlkan" er
næst, dramatískt S-Ameríku-popp
sem sjónvarpsstjarnan og kyn-
skiptingurinn Mimi syngur. Edda
Heiðrún Backman leikur Mimi
meira en lítið sannfærandi, bæði
fyrir og eftir aðgerð. Ég hnippti
meira að segja í næsta mann til að
spyrja hver léki þennan karl með
hártægjurnar. Edda stendur sig
ekki síður stórvel á geislanum og
engiltær rödd hennar hefur sjaldan
notið sín jafnvel. Agli tekst
skemmtilega upp í lögunum sem
tengjast hóraríinu á Republika-
stræti. „AUt í plati — rassagati“ er
einmitt hæfilega sjúskað og léttlynt
til að virka sannfærandi. Ef við gef-
um okkur það að mellur víðsvegar
noti ffístundir sínar í samsöng og
dansatriði væri þetta örugglega
vinsælasta lagið. Karl Guðmunds-
son stendur sig stórvel sem Mad-
daman glaða.
Af tæknilegum ástæðum bregð-
ur Egill sér stundum út fyrir S-am-
eríska rammann. Þýsku heldrihjú-
in Heide og Joakim taka Evu að sér
í skúringar og á því heimili er auð-
vitað sungin (og jóðluð) alpaleg
bjórdrykkjumúsík. Seinna er Eva
komin til arabans holgóma og
góðlynda, Riads Halabis, sem Egill
túlkar mjög vel (þrátt fyrir að leik-
húsholgóminn væri líkari Eiríks
Fjalars-legum skögultönnum). I
kringum þessa dvöl Evu spinnur
Egill arabískar stemmur, „Austur-
lenska perlan“ færir í söngtexta
fyrstu kynni Riads og Evu og kona
Riads, Zulema (Steinunn Ólafs-
dóttir), skekur sig þokkafullt við
tregablandinn magadans, „Dans
Zulemu“, sem gefur í skyn hin
yfirvofandi dapurlegu örlög.
Ef einhver hefur efast um færni
Egils til að gera góða leikhústónlist
slær þessi útgáfa á alla slíka firru.
Tónlistin úr Evu Lunu er einfald-
lega fullkomnasta leikhústónlist
sem heyrst hefur lengi — og hún
er líka þægilega skemmtileg.
„Egill sannar með þessari plötu
að hann erflinkari en flestir
aðrir hérlendis í að semja tón-
listfyrir leikhús. Um þá œð
virðist blóð sköpunargáfu hans
renna um þessar mundir. “
20 vinsælustu lögin á Islandi
Vikur
Sæti Lag Hljómsveit á lista
1. (5) Nowhere ......................................Therapy 2
2. (1) Lodi Dodi ............................ Snoop Doggy Dogg 3
3. (2) Barney (and me) ........................The Boo Radleys 3
4. (20) Mutha Made'em ..................Smokin Suckas Wit Logic 2
5. (12) Skyscraper I Love You .....................Underworld 2
6. (16) Line Up .....................................Elastica 2
7. (7) Vocab .........................................Fugees 3
8. (11) Ghetto Bird ..................................Ice Cube 3
9. (10) Your Ghost ..............................Kristin Hersh 2
10. (19) No Excuses .............................Alice in Chains 2
11. (3) Another Body Murdered .....Faith No More og Boo Yaa Tribe 3
12. (6) Cannonball .........................'..........Breeders 3
13. (4) Disarm ..............................Smashing Pumpkins 3
14. (9) Violently Happy (Nellee Höpper full vox mix) ...Björk 2
15. (—) Higher Ground ..................................Sasha 1
16. (—) Stay Together ...................................Suede 1
17. (14) Rats ........................................Pearl Jam 3 .
18. (17) Pale Movie ..............................Saint Etienne 2
19. (-) Spoonman .................................Soundgarden 1
20. (18) Where I'm From ...................*....Digable Planets 3
LISTINN
mITIip Oinroinc Hxt List
1. Secret Star .House of Zerekkiya 1. Top Quality ..........Magnum Opus
2. Timeless land ......Yothu Yindy 2. Greg Osbyfeat cl Smooth . . .Race
3. Trip to Space ........Andromeda 3. Nash .......It Ain't Hard to Tell
4. Higher Ground ............Sasha 4. Wu Tang Clan ...............Cream
5. Don't Look Back in Anger 5. Black Moon ........How Many MCs
.....................Shio-take
Vinsældalisti X-ins og PRESSUNNAR er leikinn á X-inu klukkan tólf á
hádegi á hverjum f immtudegi þegar PRESSAN er komin út.
Vinsældavalið fer fram í síma 626977 virka daga klukkan 9-17.
Vertu með í að velja tuttugu vinsælustu lögin á íslandi.
Vinsældalisti X-íns og PRESSUIMIMAR er valinn af hlustendum X-ins, atkvæðum
framhaldsskólanemenda í samvinnu við listafélög skólanna og upplýsingum plötusnúða á
danshúsum bæjarins um vinsælustu lögin. IMúmer í sviga vísa til sætis á lista I síðustu viku.
FIMMTUDAGURINN 3. MARS 1994 PRESSAN 13B