Pressan - 03.03.1994, Blaðsíða 19

Pressan - 03.03.1994, Blaðsíða 19
! < < < < < < < < I 4 4 Hverjir voru hvar? Á Café Óperu sátu að snæðingi á föstudagskvöldið samstarfsfélagarnir Ei- ríkur Jónsson og Anna Katrín pródúsent- inn hans. Það ku hafa farið einkar vel á með þeim. Helgin á kaffibar Frikka og dýrsins var með besta móti, enda fólkið sem þangað kom forvitnilegt. Meðal annarra litu inn Ragnhildur Vigfúsdóttir ritstýra Veru ásamt saumaklúbbnum sínum sem staldraði stutt við og fór síðan á Skipperinn, Þórunn Svein- bjarnardóttir starfskona Kvennalistans, hjónin Guffi og Gulla, Áslaug Dóra Eyjólfs- dóttir „the sexy thing" og Sigurður Nordal hagfræðingur sem voru í för með Birgi Bi- eldtvedt Dómínós og Lilju Pálmadóttur Hag- kaupserfingja. Þarna var einnig Simbi ásamt sínu gengi, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir nýkomin af frístæl- keppni, Margrét Ragnarsdóttir vinkona hennar, ormurinn Ing- var Sigurðsson leikari með eitthvert gengi með sér og frúin hans Daníels Ágústs, Gabríella Friðriksdóttir, á gúmmítúttum. Helgin á Kaffi List var ekki síðri, en þar komu við m.a. Magnús Ólafsson starfsmað- ur EFTA, Katrín Baldursdóttir fréttakona, Linda Pé, Les, Ari Singh og Filippía Elís- dóttir komu fjögur saman, en þau höfðu fyrr um kvöldið snætt mexíkóskan mat á Hótel Loftleiðum. Þarna var einig söngkonan Sigga Beinteins, femínistinn í úlfsgærunni Ari Matt, Jóhann Briem, Stefán Hilmars- son skallapoppari, Sigurður Gröndal, Dóra Takefusa, Guðmundur Jónsson, Einar Kárason og hinir og þessir. Þeir sem ekki festust á filmu en voru engu að síður að snæða á Loftleiðum á föstudagskvöldið voru Gerður í Flónni, Pétur Eiríksson einn af stjórunum hjá Flugleiðum, Simbi og vinir hans, Bolli og Svava í Sautján, Biggi og félagar og eins og áður sagði Linda, Ari Singh og allir hinir. Nú og Friðrik Erlingsson var staddur úti í Hrísey á fimmtudag að huga að kaupum á skáldasetri þar á ey en á laugardagskvöldinu var hann í villibráðarveislu hjá vini sínum Karli Aspelund.s Reykjavíkurtíska Norsarar halda ekki vatni yfir þeim Evu, Björgu og Valgerði sem saman reka Spakmanns- spjarir við Skólavörðu- stíg. Þeim hafi tekist hið ómögulega; að skapa eigin tísku á hinu fámenna ís- landi mitt í allri erlendu hátískunni frá London og París. EVA, BJÖRG & VALGERÐUR. Þær eru í Noregi um þessar mundir eftir að hafa vakið athygli Norð- manna, sem segja íslendinga nokkrum mánuðum á undan hinum Norðurlöndunum hvað tískuna varðar. Hönnuðumir þrír, Eva Vilhelmsdóttir, Valgerður Torfadóttir og Björg Ingadóttir, sem hafa rekið verslunina Spakmanns- spjarir við Sólavörðustíg ffá því um mitt síðasta ár, hafa vak- ið athygli fyrir hönnun sína út fyrir landsteinana. I nýjasta hefti norska tímaritsins Kvinner og Klær er farið afar fögrum orðum um fatnað þeirra. Ekki nóg með það, heldur var þeim boðið utan — öllum þremur — til að taka þátt í tískusýningu sem blaðið stendur fyrir í tengslum við kaupstefnu þar í landi. Þær eru nú þegar farnar utan. Blaðamaður Kvinner og Klær er augljóslega innblásinn af tíðarandanum í Reykjavík þegar hann lýsir því, sem hann virðist reyndar hafa heyrt áður; að Islendingar séu nokkrum mánuðum á undan nágrannaþjóðunum. „Is- lendingar státa af því að vera meðvitaðasta fólkið um tísku af Norður- landabúum. Það virðist vera rétt að evrópskir hönnuðir reyni hugmyndir sínar í Reykjavík áður en þær fara víðar. Af þessu eru íslendingar stoltir. En þeir eru einnig ánægðir með eigin hönnun því síðan verslunin Spak- mannsspjarir var opnuð í sumar hafa hönnuðirnir þar haft nóg að gera.“ Til f] ölskyldnanna í landinu Ágætu fjölskyldur í landinu. Þið eigið í vök að verjast. Losið sem er á öllu í þjóðfélaginu er farið að ná inn að kjama þess, fjölskyld- unni, og er farið að losa um hann líka. Þá er ekki von á góðu. I dag er svo komið að rólegustu menn em farnir að skilja við konur sínar bara af því að þeir vilja að börn þeirra alist upp við normið. Megum við eiga von á því í náinni framtíð að í landinu verði engar fjölskyldur, heldur bara einhverjar sjúkar og af- brigðilegar samsetningar fólks á heimilum? Fjölskyldan er horn- steinn þjóðfélagsins, hún er helstí mótunarþáttur einstaklinganna sem það samanstendur af. Hvernig verður þjóðfélagið þegar allir koma ffá óeðlilegum kringumstæðum, allir koma ffá brotnum fjölskyld- um, enginn hefur alist upp við ást- ríki og umhyggju? Þetta vandamál er að verða meira áberandi í umræðunni nú- orðið og er það af hinu góða. Sá helmingur ungra Islendinga sem í dag er að alast upp fjölskyldulaus, bara hjá mæðrum sínum eða jafn- vel einnig stjúpfeðrum, verður að fá að heyra að þeirra kringumstæð- ur séu í eðli sínu rangar, þeir séu afsprengi afskræmdra lífshátta. Það gerir þeim gott. Ingó og Vala ganga á þessum vettvangi á undan með góðu for- dæmi. Ekki alls fyrir löngu var einn af þeirra athyglisverðu umræðu- þáttum í Sjónvarpinu þar sem þessi hvaðá öðru í miðbœnum. Þetta var leyst á svipstundu með því að fylla miðbœinn af löggum. Viti menn, eins og hendi vœri veifað hvarföll árás- argirni úr unglingun- Islendingar hafa langa og góða reynslu af því að glíma við ýmiss konar vandamál. Það er kominn tími til að þetta vanda- mál sé tekið sömu tökum. Ekki alls fyrir löngu var það vandamál hvað unga fólkið okkar hafði gam- an af því að lumbra hvað á öðru í miðbænum. Þetta var leyst á svip- stundu með því að fylla miðbæinn af löggum. Vití menn, eins og hendi væri veifað hvarf öll árásar- gimi úr unglingunum og þeim fór að líða miklu betur innra með sér. Firringin og gremjan sem fengið hafði útrás með þessu móti hvarf eins og dögg fyrir sólu. Einnig er stór hópur í þjóðfélaginu á móti fóstureyðingum og vill banna þær strax, frekar en að vinna að því að búa til þjóðfélag þar sem þær eru óþarfar. Þetta er íslenska aðferðin, handaflið. Þessum sömu aðferðum verður að beita til að halda fjöl- skyldunum í landinu saman. Hætt- um að mylja undir einstæð foreldri með himinháum meðlagsgreiðsl- réttindum ýmiss konar, t.d. varðandi dagvistarpláss. Þær reglur sem í dag gilda um þessi mál hvetja fólk tíl að skilja og rústa með því lífi barna sinna. I gamla daga var erfiðara um vik fyrir fólk að splundra fjölskyldum sínum að geðþótta. Við verðum að hverfa aftur til þessara gömlu gilda. Það á sér stað ein- hver þróun á okkar dögum sem er að umturna þjóðfélaginu og fjöl- skyldumynd þess. Við getum ekki endurskilgreint hvað orðið „fjöl- skylda“ merkir í hugum okkar og þess vegna verðum við að beijast við þróunina. Við verðum að um. standa vörð um hugmyndir okkar um fjölskylduna, hornstein þjóðfé- lagsins. Þær eru nefnilega ekki traustari en svo að hann molnar og hverfur ef við verjum hann ekki fyrir ágangi tímans. Tíminn er á mótí okkur. Innilegar hamingjuóskir á ári fjölskyldunnar, Davíð Þór Jónsson „Það vandamál unga Ikið okkar hafði gam- an afþví að lumbra JNiourstaoa pattanns var sú að þótt miklar breytingar hafi átt sér stað á öllum sviðum þjóðlífsins síðan við landnám og það sé enn í þróun sé alslæmt að hugmyndir okkar um fjölsky'lduna gangi í gegnum nokk- urs konar breytingar. Hugmynd landnámsmanna um fjölskylduna var hin eina rétta. Vissulega er skilnaður stundum réttmætur, eins og Gunnar Þor- steinsson, forstöðumaður Krossins í Kópavogi, bentí réttilega á, þ.e.a.s. hafi framhjáhald átt sér stað. Kær- leikurinn fyrirgefur ekki slíka und- anlátssemi við sjúkar langanir hins illa holds og skilnaður er eina lausnin. Önnur brot á hjúskapar- sáttmálanum, „að elska og virða“, er auðvelt að fyrirgefa. Andlegt og líkamlegt ofbeldi, tílfmningaleg fjarlægð og áhugaleysi um hlut- skipti makans bíta ekki á kærleik- ann. Þetta bjó fólk við í gamla daga án þess að það þyrfti að fórna lífs- hamingju sinni með hjónaskilnaði. um o g for- FIMMTUDAGURINN 3. MARS 1994 PRESSAN 19B

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.